Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 11 FRÉTTIR STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra er fyrsti þingmaður Norð- vesturkjördæmis. Hann segir Vest- firði og Norðurland vestra á margan hátt eiga mikla framtíðarmöguleika, ekki síst í ferðamálum. Ráðgjafar sín- ir tali um „gósenland“ ferðaþjónust- unnar á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Ferðaþjónustan sé mikilvæg þessum svæðum en einn- ig þurfi að huga að öðrum atvinnu- kostum. Hann segist hafa stutt vilja heimamanna í Skagafirði til upp- byggingar á orkufrekum iðnaði. Mik- ill samhljómur hafi verið milli for- ystumanna sjálfstæðismanna í Skagafirði og þingmanna flokksins um að af þessum áformum geti orðið. Sturla segir samgöngubætur einn- ig vera mikilvægar, þær lækki flutn- ingskostnað og treysti atvinnulíf og búsetuskilyrði almennt. Hann bendir á að mikil áform séu um vegabætur á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra á næstu árum. Þannig verði farið næst í Svínadal og áframhaldandi fram- kvæmdir frá Þorskafirði og norður úr. Hann segir veg yfir Þorskafjörð, Ódrjúgsháls og Hjallaháls vera í skipulagsvinnu og umhverfismati. Um dýr mannvirki sé að ræða, hvort sem vegirnir verði endurbyggðir yfir hálsana eða farið yfir Þorskafjörð. Vonandi verði fyrstu áfangar þessa verks boðnir út á næsta ári. Vegur um Arnkötludal Samgönguráðherra segir jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar vera næst á dagskrá á eftir Héðins- fjarðargöngum. Slík göng geti skipt sköpum fyrir byggðarlögin og verið mikilvægur áfangi til að koma á hringtengingu vegar um Vestfirði. Einnig nefnir hann áframhaldandi uppbyggingu vegarins um Ísafjarðar- djúp og hugmyndir um Arnkötludal, sem komu ítrekað til tals í greina- flokki Morgunblaðsins, m.a. hjá sveit- arstjórnarmönnum á Ströndum og í Reykhólasveit. „Ég tel að það sé alveg einsýnt að við eigum að leggja veg um Arnkötlu- dalinn og tengja þannig saman Strandirnar, Reykhólahrepp og Dal- ina. Það mun efla þessi svæði og styrkja. Spurningin er hins vegar hvort við eigum að byrja á að fara yfir Mjóafjörðinn, og bæta þar með leið- ina um Djúpið, eða leggja veginn yfir Arnkötludal. Ég tel fullgild rök vera fyrir því að með tilliti til vetrarum- ferðar sé hagstæðara að byrja á Mjóafirðinum. Ég vona að við náum saman um það í vetur, þingmenn og heimamenn, í hvaða röð þetta verður gert,“ segir Sturla. Hann segir samgöngur á Norður- landi vestra að mörgu leyti vera góð- ar. Þó sé þörf á endurbótum á hring- veginum, m.a. í Hrútafirði, og ljúka þurfi Þverárfjallsvegi með tengingu við Sauðárkrók og hefja vinnu við nýtt vegarstæði um Norðurárdal í Skagafirði. Að sögn Sturlu hafa þess- ar tvær síðasttöldu framkvæmdir stöðvast vegna ágreinings milli Vega- gerðarinnar og sveitarfélaganna um vegarstæðin. Vaxtarsamningur gerður fyrir Vestfirði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er jafnframt ráðherra byggðamála. Hún segir margt vera að gerast á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra en þar með sé hún ekki að lýsa yfir ánægju með þró- unina. Þó hafi ákveðinn árangur náðst og hugsunarháttur fólks sé að breytast til batnaðar. Fjöldi fólks vilji búa á landsbyggðinni og sé tilbúið til að berjast fyrir afkomu sinni. Til þess þurfi atvinnu við hæfi og öll þjónusta þurfi að vera viðunandi af hálfu sveit- arfélaga og ríkisins. Aðstæðurnar geti þó aldrei orðið hinar sömu og í höfuðborginni. Valgerður segir að í gildandi byggðaáætlun stjórnvalda til ársins 2005 sé tekið á alls 22 atriðum um beinar aðgerðir til að styrkja lands- byggðina. Þar sé m.a. sú nýjung að ákveðnum ráðuneytum og Byggða- stofnun er falin ábyrgð á framkvæmd hverrar aðgerðar fyrir sig. Valgerður bendir á að verkefn- isstjórn um byggðaáætlun á Vest- fjörðum hafi verið starfandi undan- farið ár og muni skila af sér skýrslu um áramótin. Í framhaldi af því verði gerður svonefndur vaxtarsamningur fyrir tímabilið 2005–2008, líkt og gert hafi verið fyrir Eyjafjarðarsvæðið fyrr á þessu ári. Ísafjörður sé skil- greindur sem byggðakjarni og mynd- aðir verði fyrirtækjaklasar á þremur sviðum; í sjávarútvegi og matvæla- iðnaði, menntamálum og rannsókn- um og loks í menningarmálum og ferðaþjónustu. Samningur af þessu tagi er gerður milli einkaaðila og opinberra aðila. Af einstökum málum, sem stjórn- völd hafa komið að á svæðunum, nefnir Valgerður aðstoð við undir- búning kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, flýtifé til vegaframkvæmda hafi að hluta farið til Vestfjarða og fjárframlög runnið til Byggðastofn- unar í sérstaka atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Þar af hafi fjár- munum verið varið í fyrirtæki á Vest- fjörðum, m.a. sushiverksmiðjuna Sindraberg á Ísafirði og fjarskipta- fyrirtækið Hot Mobile í Bolungarvík. Mörg önnur verkefni megi nefna, m.a. stofnun háskólanámsseturs, rannsóknamiðstöð eldis- og veiði- tækni og Snjóflóðasetur á Ísafirði, sem hefur verið opnað. Einnig hafi nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni verið studd af Nýsköpunarmiðstöð- inni á Akureyri, t.d. námskeið fyrir konur sem vilja fara í atvinnurekstur. Flutningur verkefna verði hugsaður upp á nýtt Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur verið að ákveðið af hálfu iðn- aðarráðuneytisins og Samtaka sveit- arfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) að skipa starfshóp til að skil- greina möguleika svæðisins til að hýsa margs konar atvinnustarfsemi. Valgerður vonast til að þetta starf skili einhverjum árangri. Hún bendir jafnframt á að andvirði hlutar ríkisins í Steinullarverksmiðjunni á Sauðár- króki, um 100 milljónum króna, hafi verið varið í uppbyggingu atvinnulífs á sama svæði, m.a. í fiskeldi og Þver- árfjallsveg. Þá hafi atvinnuþróunar- félagið Hringur verið styrkt til að meta möguleika á stóriðju í Skaga- firði. Margir viðmælendur blaðsins á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra kölluðu eftir flutningi opinberra starfa eða stofnana út á land. Varð- andi þetta segist Valgerður hafa bundið vonir við að flutningur verk- efna yrði raunhæfur en því miður hafi það ekki gerst. Þetta verði að hugsa upp á nýtt, sökum mikillar tregðu innan stjórnsýslunnar. „Kannski ætti að hugsa þetta frek- ar þannig að ákveðnir starfsmenn stjórnsýslunnar geti búið á lands- byggðinni og stundað sín störf utan stofnana og ráðuneyta. Með nútíma- tækni ætti þetta að vera auðvelt,“ segir Valgerður. Samgöngumál brýnust Anna Kristín Gunnarsdóttir, þing- maður Samfylkingarinnar í Norð- vesturkjördæmi, segir að við upp- byggingu í atvinnu- og byggðamálum í kjördæminu sé brýnast að taka á samgöngumálunum. Norðurland vestra sé ágætt dæmi þess að sam- göngubætur skili sér til baka og nefn- ir hún þar Þverárfjallsveginn sér- staklega. „Það þarf að rétta af samkeppn- isstöðu atvinnulífsins á landsbyggð- inni. Við búum við bagalegar aðstæð- ur miðað við þá sem búa á suðvestur- horninu. Einnig þarf meira fjármagn að koma inn á svæðið því meðaltekj- urnar eru 22% undir landsmeðaltali á Norðurlandi vestra. Ef eitthvað stendur til þá er ekki til neinn pen- ingur til að taka þátt í neinu. Við slík- ar aðstæður verður ríkisvaldið að hjálpa til, annaðhvort með flutningi stofnana eða fleiri verkefna. Reynsl- an af flutningi Landmælinga á Akra- nes og Byggðastofnunar til Sauðár- króks er mjög góð,“ segir Anna Kristín. Hún segir brýnt að efla menntun og þekkingu í atvinnugreinum sem kalla á slíkt. Efla þurfi almenna þekk- ingu á landsbyggðinni og tekur hún sem dæmi að í Norðvesturkjördæmi séu yfir 40% alls vinnuafls aðeins með grunnskólapróf eða minni menntun. Þessu þurfi að breyta ef ætlunin sé að koma af stað einhverri stóriðju eða þekkingariðnaði. Anna Kristín tekur undir það sem kom fram í greinaflokkum Morgun- blaðsins að ákveðinnar bjartsýni gæti hjá fólki á svæðinu en sú bjartsýnin sé þó svæðisbundin. Á norðanverðum Vestfjörðum og víðar hafi til dæmis opinberum störfum fækkað, þvert á yfirlýsingar og stefnu stjórnvalda. Hún er á því að sameina eigi allt Norðurland vestra í eitt sveitarfélag og vinna sameiginlega að atvinnu- uppbyggingu. Þannig verði auðveld- ara að byggja upp stóriðju á svæðinu og Þverárfjallsvegurinn gefi t.d. möguleika á stóriðju milli Skaga- strandar og Blönduóss. Mikill kraftur í fólkinu Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, segir að ekki megi gleyma því að öflugt atvinnulíf fari fram á mörgum svæðum í kjör- dæminu og mikill kraftur búi í fólk- inu. Menn skyldu varast að tala niður til fólksins á svæðinu og halda að ein- hverjar himnasendingar verði að koma „að ofan“ í formi álvera eða annarrar stóriðju. „Svæðið er dreifbýlt og taka þarf tillit til þess. Oft er það torvelt yfir- ferðar og samgöngumál eru því eitt hið fyrsta sem ég vil nefna sem brýn- ast er að taka á,“ segir Jón og nefnir þar að ljúka þurfi vegabótum með bundu slitlagi um allt kjördæmið, líka vegina inn til dala og út til stranda. Sveitavegir séu víða bágbornir. Jón segir að í menntamálum séu margir góðir hlutir að gerast. Í Skagafirði fari fram efling Hólaskóla á fjölþættum sviðum og öflugir há- skólar starfi í Borgarfirði. Þarna komi að fólk með sérhæfða og mikla háskólamenntun sem nái að skapa tengsl til útlanda og breikka þar með viðfangsefni skólanna og svæðisins um leið. Einnig nefnir Jón stofnun framhaldsskóla á Snæfellsnesi, sem hafi verið eitt sitt fyrsta mál á Al- þingi, og háskóla á Ísafirði sem hafi verið helsta kosningamál VG fyrir síðustu þingkosningar. Nú sé háskól- inn á góðri siglingu með að verða að veruleika. Stórátak í ferðaþjónustu Jón segir ennfremur að sjávar- byggðirnar þurfi að fá forgangsrétt til nýtingar á auðlindum sínum með fram ströndum, mikilvægt sé að tengja fiskveiðiréttindi byggðunum. „Annars liggja stærstu tækifærin í atvinnumálum í ferðaþjónustunni og uppbyggingu í kringum hana,“ segir Jón og bendir á að miklar náttúru- perlur séu í kjördæminu, sögustaðir með menningararfi þjóðarinnar, allt frá Borgarfirði, um Dali og Vestfirði, Húnaþing og norður í Skagafjörð. Ferðaþjónustan sé að vaxa sem at- vinnugrein um 10–15% á hverju ári og skili einna mestum tekjum í þjóð- arbúið. „Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjum áherslu á að nú sé gert stórátak í að byggja upp og treysta grunnstoðir ferðaþjónustu á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norður- landi vestra. Upplýsingamiðstöðvar þurfa að starfa allt árið með öflugu kynningarstarfi þar sem laðaðir eru fram áhugaverðir viðburðir og staðir fyrir ferðafólk. Þannig geta ein- staklingar byggt fyrirtæki sín upp á þeim grunni,“ segir Jón og vill að rík- ið leggi fram myndarlegt fjárframlag í uppbyggingu ferðaþjónustunnar, líkt og gert hafi verið í öðrum lands- hlutum til afmarkaðrar atvinnu- uppbyggingar. Þessari stefnu sam- rýmist ekki að taka náttúruperlur á borð við jökulárnar í Skagafirði og virkja þær fyrir óskilgreinda stóriðju. Það myndi valda óbætanlegum skaða fyrir ímynd Skagafjarðar með óbeisl- uðum jökulám og gljúfrum, hestinum, sögunni og menningunni. Byggðatengdir styrkir Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segist hafa fylgst vel með íbúaþróun í kjördæm- inu og séð m.a. að eftir því sem byggðirnar eru nátengdari sjávar- útvegi þá hafi þær orðið verr úti. Hið sama hafi gerst í landbúnaði. Rýmka þurfi til og aflétta framleiðslutengd- um styrkjum og fara í meira mæli yf- ir í byggðatengda styrki. Tekur hann sem dæmi lokun sláturhússins í Búð- ardal. Það hafi verið gert með ómál- efnalegum hætti og farið í aðgerðir í landbúnaðarmálum sem aukið hafi sláturkostnað, í stað þess að reka minni sláturhús og láta virðisaukann vera meira eftir í héruðunum. Sigurjón bendir á að þegar skýrslur eru skoðaðar sem unnar eru af stjórnarflokkunum eða stofnunum undir þeirra stjórn þá sé nær ekkert minnst á sjávarútvegsmál. Það sé með ólíkindum að ekkert sé minnst á sjávarútvegsmál í nýrri byggðamála- skýrslu Framsóknarflokksins í Norð- vesturkjördæmi. Þá sé mikið talað um fólksfækkun en lítið minnst á fjölgun eða fækkun starfa. Bendir Sigurjón á að opinberum störfum hafi fækkað verulega í þessum gömlu kjördæmum. Einnig nefnir hann að bæta þurfi samgöngur í kjördæminu, ekki síst á Vestfjörðum, og efla þurfi framhalds- menntun. Í framhaldi af greinaflokki Morgunblaðsins um atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra var leitað viðbragða talsmanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi, þar af tveggja ráðherra, um hvað sé brýnast að gera í málum þessara landshluta. Stærstu tækifærin í ferðaþjónustunni bjb@mbl.is Morgunblaðið/RAX Þingmenn hafa uppi ýmsar hugmyndir um hvernig efla þurfi byggðirnar á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Sturla Böðvarsson Valgerður Sverrisdóttir Jón Bjarnason Anna Kristín Gunnarsdóttir Sigurjón Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.