Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
nammi, namm... | auglýsingasíminn er 569 1111
Jól 2004
kemur laugardaginn 27. nóvember
Í LAUGARDAGSBLAÐI DV
hinn 16. október sl. er stutt bak-
síðugrein, þar sem Auðunn Blön-
dal segir frá þeim kostum sem
fylgja því að búa á „hótel
mömmu“. Þar er m.a.
sagt frá því að
mamma Auðuns setji
í þvottavél fyrir hann
en hann sé nú að æfa
sig, því að bráðlega
flytji hann í eigin
íbúð með kærustunni
sinni og hann vill
með því að æfa sig að
setja í þvottavél
koma í veg fyrir að
hann verði eins og
þroskaheftur. Í við-
talinu segir: ,,… ég
er byrjaður að æfa
mig svo að ég verði
ekki eins og þroska-
heftur þegar ég flyt í
nýju íbúðina …“
Þroskaheft fólk er
minnihlutahópur sem
vert er að bera virð-
ingu fyrir eins og
öðru fólki. Virðing-
arleysið sem birtist í
slíku tali og skrifum
sem hér um ræðir er
ekki til fyrirmyndar. Þetta er í
annað sinn sem ég hef orðið vör
við virðingarleysi í tali Auðuns
Blöndal um þroskahefta. Í einum
þætti Svínasúpunnar sem sýnd er
á Stöð 2 segir hann eitthvað á þá
leið: „Heldurðu að ég sé eitthvað
þroskaheftur og geti ekki aðlagast
öðru fólki?“ Í þættinum er Auð-
unn ekki í eigin persónu að segja
þetta heldur er hann í hlutverki
einhvers sem er nýbyrjaður á nýj-
um vinnustað. Mér er ekki kunn-
ugt um hvort Auðunn samdi þess-
ar línur sjálfur.
Nú segja sjálfsagt einhverjir að
þeir sem eru viðkvæmir fyrir
svona orðalagi eigi þá bara ekkert
að vera að lesa þetta eða ekkert
að vera að horfa á þætti þar sem
við getum átt von á slíku orðalagi.
Ég var nú reyndar áskrifandi að
DV og leit því yfir blaðið þegar
tími gafst til. Við á mínu heimili
höfum reyndar ekki verið áskrif-
endur að Stöð 2 og sá ég atriðið
úr áðurnefndum þætti Svínasúp-
unnar ekki í lokaðri dagskrá. Ég
vil líka benda á það að þó að tal-
frelsi og prentfrelsi sé í landinu,
þá fylgir því alltaf viss ábyrgð að
opna munninn til að segja eitt-
hvað. Það á ekki síst við um fjöl-
miðlafólk og þá sem eru einhvers
konar fyrirmyndir annarra. Auð-
unn Blöndal er þetta hvort
tveggja, þ.e. fjölmiðlamaður og
fyrirmynd drengja sem horfa á
hann í sjónvarpinu.
Ég er reyndar hissa á
að Auðunn Blöndal
skuli tala svona vegna
þess að einn gesta-
stjórnandi í þætti
hans og félaga hans á
Skjá einum er þroska-
skertur. Ég reikna
reyndar ekki með að
Auðunn hafi meint
þetta illa sem hann
sagði. Ég tel frekar að
tal hans byggist á
vissri fáfræði og
reynsluleysi. Gott er
að hafa það að leið-
arljósi áður en maður
talar að aðgát skal
höfð í nærveru sálar.
Ef umræða um
þroskaheft fólk hefur
þessa neikvæðu mynd
í fjölmiðlum skilar það
sér ósjálfrátt út í
samfélagið og þá sér í
lagi til þeirra sem eru
að alast upp. Ef við
tökum t.d. öfgafengið dæmi um
þau áhrif sem sjónvarp getur haft
á börn, þá getum við hugsað til
drengjanna sem myrtu James
Bulger, vegna áhrifa frá mynd
sem þeir höfðu nýverið séð. Það
dæmi sýnir okkur svart á hvítu
hvaða áhrif sjónvarpið getur haft.
Í þeim dæmum sem ég fjalla um
hér erum við að tala um viðhorf
og þau áhrif sem ummæli fólks, og
þá sér í lagi í fjölmiðlum, geta
haft á viðhorf annarra til þroska-
heftra einstaklinga.
Ef þessi ummæli mín hleypa illu
blóði í einhvern sem les þetta
ættu viðkomandi einstaklingar að
íhuga hvað virðingarlaust tal um
ákveðna einstaklinga eða hópa
getur haft slæm áhrif á þá sem
um er rætt eða þá sem hafa aðra
sýn á málinu. Fyrir utan það að
þroskaheft fólk á ekki erfiðara en
aðrir með að aðlagast öðru fólki,
það getur lært að lesa og horfir á
sjónvarpið og það getur líka lært
að setja í þvottavél.
Er Auddi hrædd-
ur um að hann sé
þroskaheftur?
Sigrún Þórarinsdóttir fjallar
um þroskahefta
Sigrún Þórarinsdóttir
’Þroskaheftfólk er minni-
hlutahópur sem
vert er að bera
virðingu fyrir
eins og öðru
fólki.‘
Höfundur er kennari, foreldri
og uppalandi.
EINKENNI eftir hálshnykk er
eitt umdeildasta stoðkerfisvanda-
mál í heilbrigðiskerfinu. Á höf-
uðborgarsvæðinu eru um það bil
1.600 hálshnykkir skráðir árlega á
slysa- og endurkomudeild Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúss. Um 19–
60% þessara ein-
staklinga kvarta
undan verkjum og
skertri starfsgetu og
9–26% þeirra eru enn
frá vinnu vegna ein-
kenna sex mánuðum
eftir slys. Aldurs-
dreifing þolenda er á
bilinu 16 til 80 ára og
eru flestir á milli 16
og 24 ára. Konur eru
a.m.k. tvöfalt líklegri
til að þróa með sér
einkenni eftir háls-
hnykk en karlar. Aðal ástæðan er
talin vera sú að konur eru með
líkamlega veikbyggðari háls en
karlar. Tíðni hálshnykkja jókst við
lögleiðingu bílbelta svo og fjölgun
umferðarljósa. Á móti fækkaði
stórum áverkum.
Ekki ríkir einhugur meðal heil-
brigðistétta um orsakir og afleið-
ingar hálshnykks. Til þessa hefur
hlutlægt mat á líkamsástandi fólks
með viðvarandi einkenni eftir bíl-
ákeyrslu skort og hefur umræðan
um réttmæti kvartana meira ein-
kennst af tilfinningum en hald-
bærum rökum. Í flestum tilvikum
(um 85%) kemur ekkert fram á
myndgreiningu er skýrt getur ein-
kenni. Niðurstöður líkamsskoð-
unar gefa til kynna að um mismik-
inn tognunaráverka á hálshrygg
geti verið að ræða, en niðurstöð-
urnar eru að öðru leyti að mestu
byggðar á huglægum kvörtunum
einstaklingsins (sem eru t.d. verk-
ir, doði og svimi). Algengt er að
einkennin aukist eftir því sem frá
líður slysi og geta þau orðið út-
breidd um líkamann.
Á alþjóðaráðstefnu um háls-
hnykk sem haldin var í Denver,
Colorado í október 2003, var lagt
til að greina þyrfti líffræðileg og
sálfélagsleg einkenni til að fá
heildarmynd af ástandi sjúklings.
Nýjar hlutlægar aðferðir eru í
þróun til að meta líffræðilegar
truflanir svo sem á starfsemi háls-
liða, hálsvöðva, jafnvægiskerfis og
stjórn hálshreyfinga. Aukinn
skilningur á líffræðilegri starfsemi
hálshryggjar og niðurstöður rann-
sókna með sérhæfðum tækjamæl-
ingum gætu því valdið straum-
hvörfum við greiningu á ástandi
hálshryggjar eftir bílákeyrslu. Í
þeim tilfellum þar sem hægt er að
greina líffræðilegar og starfrænar
truflanir verður hægt að stuðla að
enn hnitmiðaðri meðferð. Þess má
geta að á síðustu misserum hafa
þróast nýjungar í meðferð út frá
þekkingu sem hefur komið fram
með ofangreindum tækjamæl-
ingum.
Nauðsynlegt er að hafa í huga
niðurstöður nýlegra rannsókna
sem benda til þess að greining sál-
rænna og sálfélagslegra þátta hafi
meira forspárgildi um horfur,
fremur en umfang verkja, stig
meinsemdar og viðvaranleiki ein-
kenna. Þeir þættir sem skipta
meginmáli í þessu sambandi eru
sálræn einkenni eins og áfalla-
streita eða áfallaröskun (post-
traumatic stress disorder) og
þunglyndis- og kvíðaeinkenni, svo
og bjargráð (coping strategies) og
sjálfstrú (self-efficacy efficiency)
einstaklingsins.
Til þessa hafa rannsóknir aðeins
beinst annars vegar að greiningu
líffræðilegra þátta eða hins vegar
að greiningu sálrænna og sál-
félagslegra þátta. Því er þörf á að
framkvæma heildræna rannsókn
sem felur í sér greiningu og með-
ferð á bæði líffræðilegum sem og
sálfélagslegum þáttum. Annar höf-
unda vinnur nú að gerð dokt-
orsverkefnis sem byggist á líf-
fræðilegri og sálfélagslegri
greiningu og meðferð fyrir ein-
staklinga með einkenni eftir
bílákeyrslu 8 til 10 vikum eftir
slys.
Næstkomandi laugardag verða
höfundar með fyrirlestra í Hreyfi-
greiningu, sjúkraþjálfun á Höfða-
bakka 9 í Reykjavík. Fjallað verð-
ur almennt um hálshnykki kl.
12.00 og um sálfélagslega þætti
þeirra kl. 13.00.
Hálshnykkur, líffræðilegt
og sálfélagslegt vandamál?
Harpa Helgadóttir og Hólm-
fríður B. Þorsteinsdóttir fjalla
um hálshnykki ’Því er þörf á að fram-kvæma heildræna rann-
sókn sem felur í sér
greiningu og meðferð
á bæði líffræðilegum
sem og sálfélagslegum
þáttum.‘
Harpa
Helgadóttir
Harpa er sjúkraþjálfari MTc og
doktorsnemi við læknadeild HÍ.
Hólmfríður er sjúkraþjálfari í
Hreyfigreiningu.
Hólmfríður B.
Þorsteinsdóttir
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn