Morgunblaðið - 12.11.2004, Page 43

Morgunblaðið - 12.11.2004, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 43 MINNINGAR ✝ Hjörtur Ólafssoná Efri-Brúnavöll- um fæddist í Dalbæ í Gaulverjabæjar- hreppi 14. janúar 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 1. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólafur Gestsson, f. 20.9. 1888, d. 21.8. 1968, og Sigríður Jóns- dóttir, f. 12.1. 1893, d. 19.2. 1969. Systk- ini Hjartar eru: a) Jón Ólafsson bóndi Efri-Brúnavöllum 2, f. 24.2. 1920, d. 6.10. 1982, maki Guðfinna Hall- dórsdóttir frá Króki í Gaulverja- bæjarhreppi, f. 8.3. 1924, d. 22.1. 1988. b) Guðný Gróa Ólafsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 7.2. 1921, maki Jón Sigurðsson húsasmiður frá Eyrarbakka, f. 8.9. 1916. c) Gestur Ólafsson bóndi Efri-Brúna- Ásbjörg er fædd 3.júlí 1936 í Fær- eyjum. Foreldrar hennar voru Lauritz Joensen, f. 14.4. 1900, d. 25.12. 1978, og Sigrid Johanna Jo- ensen, f. 10.10. 1905, d. 20.4. 1991. Árið 1963 hófu Hjörtur og Ásbjörg búskap á Efri-Brúnavöllum 1 á Skeiðum. Börn þeirra eru: 1) Lár- us Hjartarson, vélsmiður á Sel- fossi, f.10.3. 1964. 2) Ólöf Hjartar- dóttir, f.19.9.1966, sambýlismaður hennar er Rósar Aðalsteinsson vörubílstjóri í Reykjavík, f. 17.10. 1967, sonur hans er Einar Örn Rósarsson, f. 19.1. 1993, og dóttir þeirra er Sóley Rós Rósarsdóttir, f. 28.8. 1998. 3)Ólafur Már Hjartar- son, f. 25.4. 1968, vistmaður á sam- býli fatlaðra. 4) Jóhanna Sigríður Hjartardóttir, lagerstarfsmaður í Reykjavík, f. 8.7. 1971, fyrri maður hennar er Birgir Brynjólfsson vörubílstjóri. Synir þeirra eru Sölvi Már Birgisson, f. 21.9. 1993, og Arnór Ingi Birgisson, f. 25.5. 1996. Fyrir átti Jóhanna Elmu Rut Jónsdóttur, f. 22.2. 1989. Sambýlis- maður Jóhönnu er Bragi Hjartar- son bifreiðasmiður, f. 8.9. 1979. Útför Hjartar verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. völlum 3, f. 30.7. 1922, d. 23.1. 1988. d) Egg- ert Ólafsson húsa- smiður í Reykjavík, f. 27.8. 1923, d. 16.2. 1978, maki Guðlaug Oktavía Valdimars- dóttir, f. 4.4. 1926. f) Guðlaug Ólafsdóttir, húsmóðir í Kópavogi, f. 9.2. 1928, maki Jón Arnfinnur Þórarins- son, kaupmaður í Kópavogi, f. 28.12. 1926. g) Ingunn Ólafs- dóttir, f. í janúar 1930, lifði í þrjár vikur. Hjörtur fluttist með foreldrum sínum að Efri-Brúnavöllum 1931. 1952 útskrifaðist hann sem bú- fræðingur frá bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. 1962 vann hann sem vinnumaður að Mosfelli í Mos- fellssveit og kynntist þar eigin- konu sinni Ásbjörgu Fríðu Lárus- dóttur. Þau giftust 20.10. 1962. Elsku pabbi minn. Þegar ég lít til baka þá koma margar ljúfar minningar upp í hugann. Ég var nú ekki há í loftinu þegar ég var að hjálpa þér að gefa beljunum og kindunum heyið sitt, ég var alltaf að reyna að taka svona stóra hrúgu af heyi eins og þú en það urðu aldr- ei nema nokkur strá sem ég tók í samanburði við þig og þau fáu strá sem ég tók dreifðust að miklu leyti á gólfið á leiðinni að jötunni. Skemmtilegast fannst mér að hoppa í lausa heyið inn í hlöðu og þú passaðir alltaf upp á að það væri einhver hrúga eftir á gólfinu svo að við krakkarnir gætum leikið okkur í heyinu. Og þegar við fórum á Selfoss þegar ég var lítil þá fór ég alltaf með þér í sjoppuna að kaupa nammi, þú áttir alltaf erfitt með að segja nei við mig svo að ég held að magnið af sælgætinu hafi stundum verið fullmikið. Svo fórum við oft í kaffi til Rögnu og Greips áður en við fórum heim á Land Rovernum. Alltaf varstu svo ljúfur og góður við barnabörnin og duglegur að fara með þau með þér á hestbak og hafðir mikið gaman af uppátækj- unum sem þau áttu til að taka upp á. Ég man þegar við Bragi komum og heimsóttum þig á spítalann í Reykjavík daginn eftir aðgerðina, þá varstu svo máttfarinn eftir að- gerðina að þú gast varla haldið á glasinu þínu sjálfur en samt vorum við varla komin inn á stofu til þín þegar þú spurðir mig hvort ég gæti lánað þér merina mína til að teyma folana þína sem átti að fara að temja utan á af því að hann Herk- úles þinn var orðinn haltur. Þú ætl- aðir þér að fara á hestbak um leið og þú værir búinn að jafna þig. Alltaf varstu að hugsa um hest- ana og hestamennsku. Þú fórst í margar hestaferðirnar, nú síðast í ágúst þegar þú fórst í víkingaferð- ina hjá Alla og Dúnu. Þó að þú værir orðinn 78 ára og slæmur í hné þá léstu það ekki stoppa þig. Það er nokkuð víst að þú ert kom- inn á einhvern gæðinginn núna uppi á himnum og sjálfsagt að smala kindum með góðan smala- hund með þér. Þannig vil ég hugsa um þig. Það er sárt að missa þig og ég sakna þín, elsku pabbi minn. Guð blessi þig. Þín dóttir Jóhanna Sigríður. Elsku afi okkar. Þú varst alltaf góður og skemmtilegur, þú bjarg- aðir oft deginum fyrir okkur og mörgum öðrum, það þurfti mikið til að stoppa þig. Þú fórst oft með okkur á hestbak og varst alltaf til taks ef við þurftum á þér að halda. Mikið var nú gaman að vera hjá þér og ömmu uppi í sveit og sjá lömbin á vorin og fara í réttirnar á haustin. Það var nú oft mikið fjör þegar við fengum að gista hjá ykk- ur. Þegar þið voruð búin að flytja á Selfoss þá fórum við oft upp í hest- hús með þér og hjálpuðum þér að gefa hestunum, hænunum og hleyptum hestunum út í gerði. Svo lékum við okkur í heyinu inni í hlöðu. Við söknum þín, elsku afi. Við elskum þig, afi. Sölvi Már og Arnór Ingi. Elsku afi. Ég er ekki enn búin að átta mig á að þú sért farinn, þetta gerðist svo snöggt. Og ég sem var ekki einu sinni búin að heimsækja þig á spítalann til að kveðja þig. En núna vona ég að þér hafi aldrei lið- ið betur því það áttu svo sann- arlega skilið. Ég man eftir mér fyrst þegar ég var pínulítil, svona tveggja til þriggja ára, með þér á hestbaki. Þá bjó ég uppi í sveit hjá þér og ömmu, Lalla, Ólöfu og svo auðvitað mömmu. En svo þegar ég flutti frá ykkur hélt ég áfram að koma í heimsókn í sveitina til ykkar og frá þessum heimsóknum á ég frábærar minningar frá þér, ömmu og öllum öðrum, fólki og dýrum úr sveitinni. Það var alveg frábært að vera hjá ykkur. Og langskemmtilegast var þegar þið amma rákuð búið. Það er engin spurning hvaðan ég og fleiri hafa þennan hestaáhuga. Það var alveg tvímælalaust frá honum afa gamla, þvílíkur áhugi sem hann sjálfur hafði. Það var hann sem passaði að ég missti ekki kjarkinn, hann sagði mér að vera ekki með svona mikla vitleysu að ætla bara að gefast upp. Sjálfur gafst hann aldrei upp, ekki einu sinni þótt hann labbaði skakkur og ætti erfitt með að klöngrast á bak. En það er alltaf svo sárt að kveðja fólk sem deyr, sérstaklega þegar maður er búinn að þekkja það alla ævi. Elsku afi, takk fyrir allar sam- verustundirnar, alla reiðtúrana og bara fyrir að hafa verið til. Mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín alveg óendanlega mikið. Elma Rut. Við andlát Hjartar móðurbróður míns hlaðast ósjálfrátt upp gamlar minningar úr sveitinni þegar helstu hetjur og fyrirmyndir voru búsettar á Skeiðunum. Þar stóðu mér næst ættingjarnir á Efri- Brúnavöllum sem fóstruðu mig á sumrin. Reynsla bernskunnar rist- ir gjarnan dýpra en annarra ald- ursskeiða og er sveitalífið með því góða fólki sem ég hef haft kynni af þar mér alltaf sérstaklega hugleik- ið. Hjörtur, ásamt konu sinni Ás- björgu, og Gestur bróðir hans tóku við búi afa og ömmu á Efri-Brúna- völlum á sjöunda áratug nýliðinnar aldar, en áður höfðu Jón bróðir þeirra og Guðfinna kona hans byggt nýbýli á jörðinni. Lífið hefur sína framrás; nú lifir Ásbjörg ein þessa fólks og búin komin í hendur annarra góðra manna. Á Efri- Brúnavöllum var margt um mann- inn á sumrin þegar heyskapur og önnur verk kröfðust fleiri handa en nú. Hjörtur naut sín vel í slíku um- hverfi, ekki síst í samskiptum við okkur krakkana. Hann var hugul- samur og nærgætinn í öllum sam- skiptum við okkur en mest þótti okkur til um það þegar hann var tilbúinn að ærslast svolítið með okkur, t.d. í boltaleik. Í hugann koma einnig rólegri stundir, t.d. þegar við flatmögum í heyvagni í félagsskap Hjartar á leið heim með heyfenginn í hlöðu. Hjörtur íbygg- inn, horfandi til himins með strá í munnvikinu en ávallt tilbúinn í spjall um þau mikilvægu málefni sem við vildum ræða á þessum vagnferðalögum. Hjörtur var mikill dýravinur, natinn og lagði sig fram um að fylgjast af nákvæmni með sínum bústofni, með vellíðan dýranna að leiðarljósi en einnig til þess að bæta afurðir þeirra. Hjörtur var hestamaður alla tíð og naut hesta- mennskunnar sérstaklega vel, ekki síst á seinni árum þegar hægði á í öðrum bústörfum. Það var honum því mikils virði að geta haldið hesta áfram eftir að þau Ásbjörg brugðu búi á síðastliðnu ári og settust að á Selfossi. Nú þegar söknuður sækir á hug- ann minnist ég með þakklæti allra góðra stunda sem ég hef átt með kærum frænda og bið hans góðu fjölskyldu Guðs blessunar. Ólafur H. Jónsson. HJÖRTUR ÓLAFSSON REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Móðir okkar tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, Víðihlíð, Mývatnssveit, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju laugar- daginn 13. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Menningarsjóð þingeyskra kvenna, reikningur nr. 0567-14-601343, kt. 450602 3530. Héðinn Sverrisson, Lára Ingvarsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Friðrik L. Jóhannesson, Kristín Þuríður Sverrisdóttir, Gísli Sverrisson, Lilja S. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN KRISTINSSON, Eystra-Íragerði, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 14.00. Ólafía Kristín Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Hafsteinn Jónsson, Erla Karlsdóttir, Gylfi Jónsson, Dagbjört Gísladóttir, Ófeigur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar SNORRA LAXDAL KARLSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild H-1 Hrafnistu, Reykjavík. Arnar Laxdal Snorrason, Hulda Yngvadóttir, Kristín Snorradóttir, Guðmundur Harðarson, Karl Snorrason, Gunnjóna Sigrún Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN I. JÚLÍUSSON kaupmaður, Skúlagötu 40a, Reykjavík, sem lést mánudaginn 8. nóvember verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Júlíus Þór Jónsson, Agnes Viggósdóttir, Sigrún Alda Jónsdóttir, Gunnar Þór Guðmannsson, Rut Jónsdóttir, Árni Heiðberg, Einar Örn Jónsson, Guðný Magnúsdóttir, Jón Þorsteinn Jónsson, Sigrún Karlsdóttir og barnabörn. Elskulegur bróðir minn og mágur, ÓLAFUR KJARTANSSON, Eyvindarholti, Vestur-Eyjafjöllum, lést á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 10. nóvember. Sigríður Kjartansdóttir, Garðar Sveinbjarnarson. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsing- ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargreinun- um. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráð- legt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.