Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólöf Jónsdóttirfæddist á Melstað í Keflavík 6. júlí 1930. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 4. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jón Brandsson og Magn- ea Steinunn Jóns- dóttir. Systkini Ólaf- ar eru Júlía Guðrún, látin, Þorgeir, Ragn- ar, látin, Gunnar, Birna, látin, Anna Jóna, látin, Auður Halldóra, og Magnea Steinunn. Hinn 31. desember 1969 gift- ist Ólöf Hilmari Eyberg raf- virkjameistara, f. 1. febrúar 1925. Börn þeirra eru: 1) Helgi Magnús, f. 7. júlí 1948, kvæntur Sesselju Hannesdóttur, þau eiga þrjú börn. 2) Ingimundur, f. 15. febrúar 1950, kvæntur Ernu Guðjónsdóttir, þau eiga fjögur börn. 3) Magnea Stein- unn, f.19 mars 1951, gift Lloyd Hayes, hún á tvö börn. 4) Jón, f. 30. september 1952, d. 19. mars 1960. 5) Anna María, f. 28. mars 1955, gift Ara Hauki Arasyni, þau eiga tvö börn. 6) Erla Jóna, f. 6. sept- ember 1964, gift Sigfúsi Þ. Gunnarsyni, þau eiga tvö börn. Barnabarnabörn- in eru níu. Ólöf og Hilmar hófu búskap í Keflavík en bjuggu á Akureyri um tíma en fluttu aftur til Keflavíkur. Ólöf vann við ýmis verkakvennastörf og síðast hjá Dagvistun aldraðra í Reykja- nesbæ til starfsloka. Útför Ólafar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma, nú kallið er komið og sárt er að kveðja. Sjúkralegan var stutt en þú kvaddir okkur öll sátt og vitum við að Jón bróðir tók á móti þér. Við munum gæta pabba á þessum erfiðum stundum og vera honum styrkur, þið voruð svo ánægð með að flytja í nýju íbúðina. En mamma, við kveðjum þig og þú ert í minningu og hjörtum okkar allra og nú hefur þú fengið hvíld frá þínum sársauka. Við þökkum þér allar góðu stundirnar og ástúðina sem er okkur svo gott veganesti í okkar eig- in lífsgöngu. Við viljum þakka læknum og öllu starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir fórnfúst starf, alúð, stuðning og hlýju. Hvíl þú í friði. Börnin. Fyrir rúmlega tveimur árum flutt- um við Ingvar að Vesturgötu í Kefla- vík. Það vildi svo skemmtilega til að út um eldhúsgluggann hjá mér sá ég yfir í eldhúsgluggann hjá ömmu og afa. Að hafa ömmu og afa í næsta húsi átti svo sannarlega eftir að koma sér vel. Ég held að ekki hafi nema nokkrir dagar liðið þar til ég hljóp með aukahúslykil yfir til ömmu og lét hana hafa, bara ef ég skyldi nú læsa mig úti. Það gerðist þó oftar en mig hafði grunað að ég læsti mig úti og þurfti að fara yfir til að fá lykilinn. Amma var farin að hafa lúmskt gam- an af þessu og vissi vel hvenær það var sem mig vantaði lykilinn eða hvort ég væri að koma í spjall. Ég veit hún hló oft að mér innra með sér, en ég hafði bara gaman af því. Það skipti ekki máli hvenær ég hitti á hana, hún var alltaf ánægð að sjá mig og til í spjall og hafði áhuga á því sem ég var að gera og spurði mikið. Hún hafði mikinn og góðan húmor og átti það svo oft til þegar hún hló að slá hnefanum létt í borðið, hrista hausinn og svo kom, oh Eva Rut, þú ert nú alveg. Það eru svona smáatriði sem verða manni svo mikilvæg minn- ing. Það að geta stokkið yfir til ömmu og afa, setið og spjallað var mér svo sannarlega mikils virði. Manni verð- ur það ljóst að það eiga sér eldri kyn- slóð til að spjalla við og fræðast af er hverri manneskju mjög mikils virði. Með árunum fækkar í þessari kyn- slóð í lífi manns og lætur mann upp- götva hversu mikilvægt er að verja tíma með þeim á meðan maður get- ur. Það er alltaf erfitt þegar þeir sem manni þykir vænt um kveðja. Alltaf verður manni þungt fyrir brjósti. Þegar ég áttaði mig á hversu veik amma var orðin þá brá mér eilítið, hún hafði alltaf verið hraust kona og sjaldan orðið misdægurt. Ömmu er sárt saknað, við söknum hennar öll, hún var einstök kona, hún var amma Óla. Ég veit að hann Jón litli hefur tekið á móti henni og hugsar vel um hana. Ég veit að amma fylgdist vel með mér yfir götuna og ég veit hún gerir það enn, bara annarsstaðar frá. Eva Rut. Elsku amma. Nú hefur þú fengið hvíld og ég veit að innst inni eru margir sáttir að þessu sé lokið þótt erfitt sé að segja það. Þessi barátta tók ekki langan tíma og þú vissir að þessu var að ljúka, þér fannst erfitt að vita að þinni veru hjá okkur væri lokið en amma þú veist að þú ert alltaf í hjarta okkar og gleym- ist aldrei. Þetta ár var mjög ánægjulegt fyrir ykkur afa því þið fluttuð í nýja íbúð. Þið voruð svo ánægð og fegin því þessi íbúð var á jarðhæð, það gat ekki verið betra. Það var stutt í allt, Bókabúðin var handan við hornið svo það var stutt í rauðu seríuna og Sparisjóðinn var ekki langt undan svo þú gast tekið milljónirnar út eins og þú sagðir alltaf. Það voru keyptar nýjar gardínur fyrir gluggana í nýju íbúðinni og svo keyptum við hitt og þetta, þú sagðir að þarna skyldir þú vera þangað til að þinn tími væri kominn og það yrði allt að vera full- komið. Elsku amma, þú varst svo ánægð með allt. Þegar Helga Rut dóttir okkar Gauja verður stór þá skal ég segja henni frá okkar tímum og minningum sem við áttum saman. Amma, manstu hvað okkur fannst brauð með tómatsósu gott, þegar við spiluðum olsen og þú vannst alltaf og svo kleinurnar þínar, þær voru best- ar. Elsku amma, við fjölskyldan stöndum saman á þessari stund. Hafðu engar áhyggjur af afa því hann er umkringdur góðu fólki og hann sér um að allir séu ánægðir og sáttir. Elsku amma, ég veit að þú og Jón vakið yfir okkur ég sakna þín óend- anlega, elsku amma. Við sjáumst aft- ur þegar minn tími er komin. Þín ömmustelpa Katrín. Elsku amma. Það er ekki hægt að lýsa því hve sárt ég sakna þín. Ég mun alltaf minnast þess þegar ég kom í heim- sókn að þú varst oftast að leggja kap- al eða lesa. Þú varst sú manneskja sem ég gat talað við um allt og treyst þér fyrir öllu. Þú varst alltaf sú manneskja sem gerðir allt fyrir alla en mjög fátt fyrir sjálfa þig. Ef ég ætti eina ósk myndi ég óska þess að þú fengir að lifa lengur og sjá öll barnabörnin og barnabarnabörnin þín vaxa úr grasi. En núna ertu kom- in á betri stað. Ég mun minnast þín á hverjum degi og ég mun alltaf sakna þín. Þitt ömmubarn Ari Haukur. Elsku amma mín. Það er erfitt að þurfa að kveðja þig. En nú er sú stund komin. Ég gerði mér aldrei grein fyrir því að ég gæti misst þig, þú varst alltaf til stað- ar, ég hélt að þú myndir verða áfram. En því miður ertu farin frá okkur og ert þá komin á betri stað með honum Jóni. Vonandi líður ykkur vel saman. Ég þakka þér fyrir góðu stundirnar sem við áttum. Þú varst mjög ákveð- in kona og ég er stolt að vera barna- barn þitt og segja að ég hafi fengið það frá þér. Án þín væri ég ekki til. Ég vil þakka þér fyrir allt og ég elska þig mjög mikið. Ég óska þér góðrar ferðar í ferðalaginu þínu og vonandi líður þér vel núna, og getur borðað fullt af ísblómum. Mér þykir leitt að ég var ekki hjá þér en þú munt alltaf verða hjá mér í hjarta mínu. Ég elska þig amma mín. Megi englarnir vera hjá þér og megi Guð gefa afa og okk- ur hinum styrk. Kveðja Auður Eyberg. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þín, ég og Ágúst feng- um alltaf að fara í Sparkaup að kaupa pulsur og nammi og fara á pulsu- vagninn og borða. Og stundum þegar við fengum að gista hjá þér fengum við að vaka frameftir kvöldi og spila. Þú sagðir alltaf að það væri ekki hægt að spila við afa því hann svindl- ar svo mikið, við höldum að það sé rétt. Þú varst besta amma í heimi og við vonum að þér líði vel þar sem þú ert. Þínir ömmustrákar, Gunnar Borgþór og Ágúst Þór. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. (Matthías Joch.) Með þökk fyrir sameiginlega lífs- göngu og allar samverustundir, Óla mín. Hvíl þú í friði, Hilmar Eyberg. ÓLÖF JÓNSDÓTTIR ✝ Guðrún Sumar-liðadóttir fædd- ist í Viðvík á Hellis- sandi 5. mars 1930. Hún lést á Líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 4. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Matthildur G. Rögnvaldsdóttir, f. 18. júlí 1908 í Fögru- dalstungu í Saurbæ, d. 12. júní 2001, og Sumarliði Andrés- son, f. 25. apríl 1901 á Lindarbrekku á Hellnum, d. 10. ágúst 1969. Systkini Guðrúnar eru: 1) Ingi- björg, f. 18. júlí 1931, gift Svav- ari Kristjánssyni sem er látinn. 2) Svana, f. 11. september 1942, gift Magnúsi G. Davíðssyni, f. 11. apríl 1945. Guðrún giftist 17. maí 1958 Leó Ottóssyni, f. í Reykjavík 16. mars 1930, d. 28. desember 1998. Foreldrar hans voru Emil Ottó Bjarna- son og Sigrún Krist- jánsdóttir. Guðrún og Leó eignuðust þrjá syni. Þeir eru: 1) Tryggvi, f. 13. júlí 1955, kvæntur Arnþrúði Soffíu Ólafsdóttur, f. 6. ágúst 1953. 2) Birk- ir, f. 17. apríl 1960, í sambúð með Rakel Jónsdóttur, f. 14. janúar 1969. 3) Víðir, f. 23. nóvem- ber 1963, kvæntur Guðbjörgu Erlu Úlfarsdóttur, f. 25. maí 1968. Guðrún og Leó bjuggu á Hell- issandi til ársins 1972 en eftir það í Reykjavík. Barnabörn hennar eru níu og eitt lang- ömmubarn. Útför Guðrúnar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku amma mín. Ég er enn ekki búin að ná því að þú sért ekki hér hjá okkur lengur, það var svo margt sem við brölluðum saman og ekki má gleyma Marías, það fylgdi því einfaldlega bara að koma heim til þín og afa í Hverafoldina eftir tón- listarskóla og spila Marías, og alltaf voru þá einhvers konar kræsingar með. Ég held meira að segja að það hafi verið þið afi sem kennduð mér að spila því alltaf þegar ég kom til ykkar þegar ég var yngri þá var nánast alltaf spilað. Þegar ég hugsa til baka þá eru svo margar minn- ingar sem ég á um okkur og það er svo margt sem við töluðum um að það er engu líkt, við spjölluðum um allt á milli himins og jarðar og það var líka mikið sem þú sagðir mér frá æsku þinni og lífi á Snæfellsnesi og það var oft sem ég hugsaði um það af hverju ég hafi ekki alist upp á Snæfellsnesi eins og þú og pabbi. Vikuna áður en þú lést kom ég í heimsókn til þín og þá sá ég hversu erfitt þetta var orðið fyrir þig og held ég að þetta hafi í raun verið léttir fyrir þig að fá að fara. Bið ég guð að geyma þig, elsku amma mín. Ágústa Sif Víðisdóttir. Elsku amma, alltaf var jafnhlý- legt hjá þér. Alltaf þegar þú vissir að ég væri á leiðinni hafðir þú eitt- hvað gott til, til dæmis snúða, kökur og margt fleira. Ég mun sakna þín, elsku amma mín. Leó Gunnar Víðisson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma, við vitum að nú ert þú komin til Guðs og ert orðin engill hjá honum. Við vitum líka að sem engill munt þú fylgjast með okkur og gæta okkar. Nú mun þér líða vel og verður aldrei framar veik. Takk fyrir allt. Svo fari þeir í friði, er frá oss skiljast hér, og hjá því dimma hliði, sem holdið inn um fer, skal frelsis engill fríður oss flytja huggun þá, að Drottins dýrð vor bíður, ef Drottinn trúum á (Björn Halld. frá Laufási.) Birkir Ívar og Birta Íva. Gott er ein með Guði að vaka, gráta hljótt og minnast þín, Þegar annar ylur dvín, – Seiða liðið líf til baka, og láta huggast, systir mín! Ennþá blærinn ástarþýði andar sálu þinni frá, ennþá heyrı́ég hjartað slá; – enn mig styrkja í innra stríði augu djúp og göfug brá. Við skulum leiðast eilífð alla – aldrei sigur lífsins dvín. Ég sé þig, elsku systir mín. Gott er þreyttu höfði að halla, að hjarta guðs – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum.) Ingibjörg og Svana Sumarliðadætur. Guðrún Sumarliðadóttir frænka mín er látin. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur hún verið til og hún mun allt- af vera það í huga mínum. Það er undarlegt þegar manneskja sem maður hefur alltaf þekkt og tengir svona margar góðar minningar við fellur frá, manneskja sem ég hélt á einhvern barnalegan hátt að yrði alltaf til. Ég man eftir öllum ferða- lögunum sem ég fór með þeim Við- víkursystrum, þó sérstaklega man ég eftir ferðalögunum vestur á Snæfellsnes. Ég sóttist alltaf eftir því að sitja við hlið eftirlætisfrænku minnar, hennar Gunnu, því ég vissi að hún var ómældur viskubrunnur um hreinlega allt sem fyrir augu bar. Ekki var til sá hóll, bær eða bjarg að Gunna gæti ekki sagt sögu af því, hvort sem þar bjuggu fátæk- ir bændur, tröllkarlar eða huldu- fólk, þá vissi hún nákvæm deili á þeim og þetta allt fékk Bjarni litli að heyra þar sem hann sat sem í leiðslu með sperrt eyru og galopin augu alveg agndofa yfir hversu mik- ið þessi litla hægláta kona vissi. Eitt sinn benti Gunna mér á foss og sagði mér að hann héti Bjarnafoss. Mikið var ég stoltur að heyra þetta og fannst ég eiga doldið í þessum fossi. Enn í dag finn ég fyrir þessu stolti þegar ég sé þennan foss og segi þá dætrum mínum að þetta sé fossinn minn, Gunna frænka gaf mér hann. Alltaf fannst mér jafngott að heimsækja þau hjón, Gunnu og Leó. Gunna var afbragðs húsmóðir og alltaf fékk maður eitthvert góðgæti hjá húsfrúnni, kleinur, kökur og ef maður var heppinn fékk maður kornflextertu. Svo var ísköld mjólk eða djús með og eftir veitingarnar var maður oftar en ekki leystur út með rímuðum gátum eða einhverj- um skemmtilegum sögum. Elsku eftirlætisfrænka mín, takk fyrir allt. Fyrir allar sögurnar, gát- urnar, trúna og traustið, fyrir öll spilin sem þú spilaðir við mig, alla klukkutímana sem þú nenntir að hafa ofan af fyrir mér. Fyrir að vera alltaf skilningsrík, fyrir glettnina og kímnina, fyrir öll skiptin sem við fórum í berjamó, borðuðum nesti of- an í lautu, fyrir að stríða mömmu minni í bernsku. Takk fyrir að vera mér alltaf góð. Bjarni Magnússon. Með hlýju og trega kveð ég þig kæra frænka. Ég kunni svo vel að meta hversu hrein og bein þú varst og áttum við margar skemmtilegar samræður þar sem þú komst mér svo oft á óvart með þínum skoð- unum á ýmsum málum úr hinu dag- lega lífi og ekki má gleyma þínu margfræga minni. Hvernig fer fjöl- skyldan nú að? Þú einfaldlega mundir alla hluti, fólk, staði, ártöl og minningar og það var svo gaman að hlusta á ykk- ur mömmu kýtast á eins og ungling- ar, venjulega var það þegar mamma mundi ekki eftir einhverju og þú trúðir því ekki að hún myndi það ekki. Það eru til margar góðar minningar úr ferðum okkar vestur og úr sumarbústaðarferðum, börnin heilluðust af þínum ótæmandi viskubrunni þar sem þú þuldir upp gátur og sögur og maður gat ekki annað en hrifist með. Ég var barn að aldri þegar þú, þessi iðna húsmóðir og hannyrða- kona, varðst fyrir því áfalli að fá heilablóðfall. Því miður náðir þú þér aldrei að fullu eftir það en þú hélst ótrauð áfram og aldrei kom maður í heimsókn til Gunnu án þess að bornar væru fram dýrindis veiting- ar. Gunna mín, við föndrum víst ekk- ert saman fyrir þessi jól en það var sannarlega gaman hjá okkur í fyrra. Ég veit að þú verður með okkur í anda þegar við förum að vand- ræðast við föndrið. Ég kveð þig í bili og ég veit að guð og englar tóku vel á móti þér. Frænkan mín kæra hefur kvatt þetta líf. Já, sál hennar leikur sér frjáls að nýju. Hjá guði og englum hún dvelur nú hjá í himnaríki með ástvininum að nýju. Kveðja. Svava frænka. GUÐRÚN SUMARLIÐADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.