Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 59 Hljómsveitin Igore var aðsenda frá sér plötunaNíu líf en hún vakti miklaathygli í sumar fyrir lag- ið „Sumarsykur“. Igore skipa fjögur ungmenni úr Breiðholti og Graf- arvogi á aldrinum 17–20 ára og æv- intýrið byrjaði í Miðbergi. Friðrik Fannar Thorlacius, sem sér um rapp og forritun, og Kristín Ýr Bjarna- dóttir, rappari og fótboltastjarna, verða fyrir svörum en til viðbótar skipa sveitina Rakel Magnúsdóttir söngkona og Daníel Örn Jóhann- esson „skratsari“. „Ég og Frikki tókum þátt í und- ankeppni fyrir Samfés í Miðbergi. Þegar við vorum að æfa fyrir úr- slitakeppnina þá kom strákur sem heitir Pétur [Örn Gunnarsson] inn í þetta,“ segir Kristín en þau lentu í þriðja sæti í Söngvakeppni Samfés árið 1999 en þess má geta að Pétur vann sömu keppni árið eftir. Fyrir Samféskeppnina höfðu þau ákveðið að stofna hljómsveit ef þeim gengi vel. Þegar þriðja sætið var í höfn varð til hljómsveitin Sapiantorr- es, sem þýðir hin hyggnu á latínu. Sú sveit lifði ekki lengi, Kristín hætti að rappa og ákvað að einbeita sér að fót- boltanum. Hún hefur æft síðan hún var fimm ára og spilar í meist- araflokki með Val og er Íslands- meistari. „Frikki hélt áfram að semja takta og samdi „Hverju hef ég að tapa?“ Þá komu Rakel og Pétur inn í það og Igore varð til,“ segir Kristín en þetta er árið 2000. „Við unnum árið 2000 Rímnaflæði á Ingólfstorgi. Þá var Kristín ekki komin inn heldur var að horfa á,“ segir Friðrik. „Árið 2001 spyr Frikki hvort ég vilji gera lag með honum. Ég heyri takt sem mér leist vel á og það varð lagið „Kókó- malt“,“ segir Kristín en myndband við lagið hlaut nokkra spilun. Daníel kemur inn í hljómsveitina á svipuðum tíma en Pétur flutti út til London með fjölskyldunni. Plötusamningur í höfn Igore skrifaði í maí á þessu ári undir plötusamning við Skífuna. „Við erum búin að taka meira en helming- inn af þessari plötu þrisvar sinnum upp,“ segir Friðrik en þau höfðu m.a. tekið upp í Stúdíói Geimsteini og Thule áður en Skífan kom til sög- unnar. Þau leituðu fyrst til Skífunnar í fyrra en fengu þau svör að þau væru of sein fyrir og ættu að koma á næsta ári. „Núna komum við með hálfklár- aða plötu og búin að gera myndbönd sem höfðu fengið spilun,“ segir Frið- rik en hljómsveitin var farin að vekja meiri athygli, m.a. þegar hún spilaði á síðustu Hlustendaverðlaunum FM957 í febrúar en útvarpsstöðin hefur hampað sveitinni. Flest lögin eru á íslensku en ein- hver á ensku. „Ég hef samið á ensku og íslensku. Ég er betri í að semja texta á íslensku því þá veit ég meira um hvað ég er að tala. Á ensku syng ég eitthvað sem rímar og úr því verða meiri stuðlög,“ segir Kristín og þau eru sammála um að þeim þykji jafn- gott og jafneðlilegt að syngja á ensku og íslensku. Kristín semur flesta textana: „Ég reyni að setja mig í karakter í laginu og lifa mig inn í persónuna. Ein- hverjir textar eru af eigin reynslu en þetta hefur ekki allt komið fyrir mig.“ Kjósa lifandi tónlist Hvernig hljómsveit er Igore? „Við erum ekki beint þessi týpíska rapp- hljómsveit og ekki beint popp- hljómsveit heldur erum einhvers staðar þarna á milli,“ segir Kristín. Friðrik semur alla tónlistina en ber taktana undir hina meðlimina og prófar þá á þeim „Og á plötunni eru „live“ útgáfur af þessu,“ segir hann. „Á tónleikum kjósum við frekar að hafa „live“ hljómsveit með okkur en það er ekki alltaf boðið upp á það,“ segir Kristín en stefnt er á að halda útgáfutónleika í tilefni plötunnar í lok nóvember. „Ef ég kemst með hendurnar í ein- hver hljóðfæri þá spila ég á þau. Ég kann ekkert í tónfræði, ég kann nót- ur en hef ekkert lært en er fljótur að pikka ýmislegt upp,“ segir Friðrik. „Tónlistin byggist líka upp á sömpl- um. Í laginu „Hverju höfum við að tapa?“ fáum við að nota sampl úr lag- inu „Myndum“ með Vilhjálmi Vil- hjálmssyni,“ segir hann. „Annars er Muse númer eitt,“ segir Friðrik að- spurður um hljómsveitir sem hann fái innblástur frá. „Tónlistin þeirra er svo melódísk og gefur svo miklar hugmyndir um hvað er hægt að gera.“ Góðir gestir á plötunni Igore var í einu lagi á plötunni Tengslum með Í svörtum fötum. Kristín gerði textann við lagið „Langar til að lifa“ með Jóni Jósepi Snæbjörnssyni. „Við vorum á útgáfu- tónleikunum þeirra sem var stórt fyrir okkur og núna er Jónsi í einu lagi á plötunni okkar,“ segir Kristín en hann syngur í laginu „Franskur dúett“ ásamt tveimur óperu- söngkonum. Fleiri góðir gestir eru á plötunni en Ragnheiður Gröndal syngur bakraddir í „Hverju hef ég að tapa?“ Kristínu tekst ágætlega að tvinna saman fótbolta- og hljómsveitaræf- ingar. „Þetta fer ágætlega saman. Það er mjög mikið að gera í fótbolt- anum á sumrin. Ég sagði við krakk- ana þegar við vorum að byrja að ég tæki fótboltann framyfir. Núna er lán í óláni að ég þurfti að fara í aðgerð á fæti og er ekki búin að spila fótbolta frá 11. september. Ég spilaði bik- arúrslitaleikinn en á ekki eftir að spila neitt þar til eftir áramót,“ segir Kristín sem losnaði við gifsið í vik- unni og hefur nógan tíma til að sinna Igore um þessar mundir. Núna er nýtt lag komið í spilun með Igore sem heitir „Rhythm & Blues“. „Það er að brjóta svolítið klakann fyrir okkur og við erum að komast út úr sumarsykurs- kókómaltslögunum,“ segir Friðrik en lagið hjómar nú í útvarpinu og er spilað á Popp Tíví. Tónlist | Poppaða rappsveitin Igore sendir frá sér plötuna Níu líf www.igore.tk ingarun@mbl.is Ekki bara sum- ar og kókómalt Igore – „ekki beint þessi týpíska rapphljómsveit“: Daníel Örn „skratsari“, Friðrik Fannar rappari og forritari, Rakel rappari og Kristín Ýr söngkona og höfundur flestra texta. Þau eru ung, fersk og skemmtileg og í uppá- haldi hjá FM957. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hljómsveitina Igore um nýju plötuna. ÁRSHÁTÍÐ plötusnúðanna verður haldin í þriðja sinn um helgina á vegum hins lífseiga dansþáttar Party Zone. Nú dugar ekkert minna en öll helgin undir há- tíðarhöldin en í kvöld verður haldið klúbba- kvöld á Nasa þar sem fram koma margir helstu plötusnúðar landsins. „Við ætlum að hafa alvöru klúbbakvöld með íslenskum plötusnúðum, ekki alltaf vera að flytja inn einhverja útlendinga,“ segir Kristján Helgi Stefánsson, sem sér um útvarps- þáttinn ásamt Helga Má Bjarna- syni. Á Nasa spila í kvöld „The Don“ öðru nafni Grétar G, Frímann, Tommi White og Þórhallur Skúla- son og hefst skemmtunin á mið- nætti. „Þórhallur er að spila á Party Zone-kvöldi í fyrsta sinn í áraraðir,“ segir Kristján Helgi. Í þættinum á laugardaginn kynn- ir Party Zone topp 40-lista allra tíma og eykur það enn á stemn- inguna á árshátíð plötusnúðanna. Fyrir ári síðan kynnti Party Zone í fyrsta sinn sambærilegan lista og þá var „Papua New Guinea“ með Future Sound of London afgerandi sigurvegari. Kristján Helgi telur að lagið haldi toppnum en býst samt við að ýmsar breytingar verði á listanum því plötusnúðarnir hafi haft árið til endurskoðunar og ein- hver lög hafi gleymst í fyrra. Hátíðarhöldin á laugardaginn fara fram á Bar Bianco við Hverf- isgötu. „Plötusnúðarnir borða sam- an á meðan þeir hlusta á listann. Flest allir snúðarnir taka með sér einhverjar plötur og allir skella sér í búrið á einhverju stigi málsins,“ segir hann. Eingöngu verða í gangi boðs- miðar og getur fólk fengið slíka miða með því að taka þátt í valinu á bestu lögunum með því að senda tölvupóst á þáttinn og einnig liggja fyrir miðar í Þrumunni. Tónlist | Árshátíðarhelgi plötusnúða Alvöru klúbbakvöld Morgunblaðið/Golli Vínylplötur eru mikið notaðar af plötusnúðum. Kristján Helgi Stefánsson Party Zone-kvöld á Nasa í kvöld og Bar Bianco laugardag. Topp 40- listi allra tíma verður kynntur í þættinum á Rás 2 á morgun milli 19.30 og 22. www.pz.is ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.