Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Reif upp salernisskál | Ólafsfirðingur á
sextugsaldri hefur í Héraðsdómi Norður-
lands eystra verið dæmdur í 30 daga skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að hafa ruðst inn í
íbúð nágranna síns í óleyfi og rifið þar upp
salernisskál.
Í málsskjölum segir ennfremur að
ákærði hafi „með aðgerðum þessum eyði-
lagt salernisskálina“. Atvikið átti sér stað
fyrir tæpu ári. Í dómi segir að það sé metið
ákærða til málsbóta að hann hafi ekki fyrr
sætt refsingum.
Ákærði flutti mál sitt sjálfur fyrir dómi
og neitaði þar að hafa ruðst inn á heimili
nágrannans, en fyrri framburður hans –
sem hann sagðist hafa gefið undir miklu
álagi og áhrifum sterkra lyfja – þótti nægj-
anlega vel studdur framburði annarra vitna
til að neitun hans fyrir dómi þætti ótrú-
verðug.
Ágreiningsefni nágrannanna, ákærða og
ákæranda, mun hafa verið leki í salern-
isröri sem gert hafði verið við til bráða-
birgða. Sagði ákærði að slælegt viðhald á
íbúð ákæranda hefði leitt til stórtjóns á
sinni íbúð.
Ennfremur bar ákærði að einn morg-
uninn hafi sér þótt mælirinn fullur: „Um
morguninn þegar ég kom fram úr rúminu
og gekk fram á salernið ... blasti við mér
ófögur sjón. Mannasaur og hland var úti
um allt, á veggjum og á gólfinu. [Ákærandi]
hafði þá sturtað niður um nóttina eða
morguninn og því var ógeðið úti um allt.“
Sagði ákærði að daginn áður hafi ákær-
andi lofað að sturta ekki oftar niður úr sal-
erninu fyrr en búið væri að laga rörið. Þeg-
ar ákærandi hafi síðan enn sturtað niður er
leið nær hádegi hafi sér verið nóg boðið:
„Ég var svo reiður að ég fór inn á salernið
hjá [ákæranda] og kippti því upp úr gólfinu.
Ég lagði það á hliðina og fór síðan út aftur.“
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Skagafjörður | Á fundi byggðarráðs
Skagafjarðar nú í vikunni voru lögð fram
drög að samkomulagi menntamálaráðu-
neytis og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um
menningarhús í Skagafirði. Samkomulagið
er byggt á skýrslu nefndar um byggingu
menningarhúsa í Skagafirði. Byggðarráð
samþykkti drögin fyrir sitt leyti. Hug-
myndin er sú að gerðar verði endurbætur á
Miðgarði í Varmahlíð og að byggt verði við
Safnahúsið á Sauðárkróki. Frá þessu er
sagt á vef Skagafjarðar.
Fjölskyldudagurverður hjá Ung-mennafélaginu
Hvöt á Blönduósi næst-
komandi laugardag. Til-
efnið er áttatíu ára af-
mæli félagsins og er
öllum Blönduósingum og
velunnurum Hvatar boð-
ið að gleðjast með fé-
lagsfólki.
Dagskráin fjöl-
skyldudagsins hefst í
íþróttamiðstöðinni kl. 11
um morguninn. Þar verð-
ur dagskrá á vegum
knattspyrnu- og frjáls-
íþróttadeildar Hvatar og
hún er ætluð fyrir alla
fjölskylduna. Þekktir
einstaklingar úr knatt-
spyrnu og frjálsum mæta
og Blönduósingar eru
einnig hvattir til að taka
íþróttaskóna með.
Milli klukkan 15 og 17
verður boðið í kaffi í Fé-
lagsheimilinu á Blöndu-
ósi.
Fjölskyldu-
dagur Hvatar
Nemendur og kennarar Tónlistarskóla Rang-æinga áttu þess kost að fylgjast með lokaæfinguSinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir tónleika þar
sem meðal annars var leikið með hljómsveitinni Nýrri
danskri. Var þetta mikil upplifun fyrir unga nemendur
tónlistaskólans sem eru frá átta ára aldri.
Heimsóknin í Háskólabíó var liður í menningar- og
skemmtiferð 110 manna hóps úr skólanum til Reykjavík-
ur. Fleira var gert til skemmtunar og fróðleiks. Meðal
annars var farið í Þjóðminjasafnið og þjóðargersem-
arnar skoðaðar hátt og lágt og þar var þessi mynd tekin.
Tónlistarskólinn
í menningarferð
Kristján Eiríkssonlenti í harðrifundatörn og datt
í hug:
Skunda ég milli funda á fund,
fundir þreyta á marga lund
sem þráir stund og stund
stundarkvíld og væran blund.
Sr. Friðrik A. Friðriks-
son orti af sama tilefni:
Ofan gefur fund á fund,
festir þrefið aldrei blund,
þyngist stefið, þreytist lund,
þannig gref ég lífsins pund.
Þorgrímur Einarsson
offsetprentari og nú vist-
maður á Grund orti þegar
honum fannst ellin vera
orðin ágeng:
Oft hef ég hárið á höfði mér
reytt, er heilinn mig svíkur –
ég man ekki neitt.
Það ætti nú samt að vera ein-
hver von,
ég veit hvað ég heiti – en ekki
hvers son.
Og hann lét ekki þar
við sitja:
Hrukkóttur og hárið grátt,
hrörnun ber ég slíka.
Svo er ég að missa mátt,
á milli fóta líka.
Í dagsins önn
pebl@mbl.is
Skagafjörður | Rúmlega tutt-
ugu útigengnar kindur hafa
náðst við smalanir í Skagafirði
í haust. Þetta er með því
mesta sem komið hefur á einu
ári og þykir til marks um sér-
lega góðan síðasta vetur. Lík-
lega hafa flestar kindur sem
höfðust við í fjöllum lifað vet-
urinn af. Af útigangsfénu voru
nokkrar ær og flestum fylgdu
lömb og sum rígvæn. Einnig
var talsvert af veturgömlu fé
ágætlega fram gengnu. Gísli
Jónsson, bóndi á Ytri-
Húsabakka, er hér með vet-
urgamlan útigangshrút sem
hann heimti í haust.
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Útigangskindur til byggða
Frelsi
Húsavík| Torkennilegir fiskar sáust fyrir
skömmu í baðlóninu sunnan Húsavíkur,
en það var fuglaáhugamaðurinn Gaukur
Hjartarson sem tilkynnti Náttúrustofu
Norðausturlands um fundinn að því er
fram kemur á vef stofunnar. Taldi Gaukur
að um fangasiklíður
Cichlasoma nigro-
fasciatum væri að
ræða en slíkir fiskar
eru algengir búrfisk-
ar hér á landi.
Farið var á stúfana til að kanna málið
og tvær smáfiskagildrur lagðar í lónið.
Alls veiddust 11 fiskar og allir voru þeir
fangasiklíður. Voru þeir af öllum stærðum
allt frá því að vera um 1 cm upp í 9 cm.
„Svo virtist því sem þessar fangasiklíður
hafi náð að fjölga sér í lóninu og lifi bara
ágætu lífi,“ segir í fréttinni. Í grjótinu
veiddust bara stórir fiskar (7–9 cm) en í
gróðrinum voru þeir minni, þannig að
ungviðið virðist halda sig meira í gróðr-
inum.
Fangasiklíður heita á ensku „Convict
cichlids“ en búningur þeirra þykir minna
á fangabúninga fyrr á tímum, gráblár
með svörtum rákum. Fangasiklíður geta
orðið allt að 12 cm langar. Kjörhiti þeirra
er um 24°C, það er er ekki fjarri vatnshita
baðlónsins sem er affall frá Orkuveitunni.
„Líklegra er talið að fangasiklíðurnar
hafi borist í baðlónið fyrir tilstuðlan
manna frekar en að þær hafi borist hing-
að með fuglum eða krókódílum frá Am-
eríku,“ Þess er getið að varhugavert sé að
sleppa framandi lífverum út í íslenska
náttúru og í rauninni eigi slíkt ekki að
eiga sér stað. „Þó svo að í þessu tilviki sé
nokkuð ljóst að fiskarnir munu ekki dreifa
sér annað vegna þess hversu háðir þeir
eru háum vatnshita, þá er hætta á því að
tilkoma þeirra inn í vistkerfið geti haft
neikvæð áhrif. Hættan felst aðallega í
sjúkdómum og sníkjudýrum sem fiskarnir
gætu hugsanlega borið með sér eða þróað
í nýju vistkerfi.“
Búrfiskar
í baðlóni
Dalvík| Eyrún Rafnsdóttir hefur verið
ráðin félagsmálastjóri í Dalvíkurbyggð.
Alls bárust ellefu umsóknir um stöðuna og
þóttu þrír umsækjenda jafnhæfir til að
gegna stöðunni.
Lagði félagsmálaráð til að Eyrún yrði
ráðin en jafnframt var bæjarstjóra og for-
manni ráðsins falið að leita eftir tímabund-
inni ráðningu vegna afleysinga.
Eyrún ráðin
♦♦♦