Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 41
MINNINGAR
tímabundin höfnun er í sjálfu sér
eðlileg á meðan listamaðurinn er að
skýra afstöðu sína en þegar höfn-
unin er farin að skipta áratugum og
orðin að einhvers konar sjálfsögðu
viðhorfi þá er eitthvað að. Spurn-
ingin er bara, hvar?
Framsetning mín, sem lista-
manns, er enn í dag áhersla á gleði,
samvinnu og fjölbreytileika okkar
sem heildar. Að við séum ein heild,
samansett af mörgum ólíkum ein-
ingum og eigum að taka tillit hvert
til annars. Að við hættum að dýrka
lífsflóttann og auðveldustu leið-
irnar. Fyrirhöfnin og baráttan
stækkar okkur og eflir sem ein-
staklinga. Ég játa hér á mig þá
skoðun að ég neita að beygja mig
og sveigja eftir lögmálum markaðs-
hyggjunnar á þá leið að „gera það
sem fólkið vill“ til að halda vinsæld-
um. Fari maður þá leið er horfinn
allur mergur tilverunnar og maður
er farinn að sveiflast eftir vinguls-
hætti peningahyggjunnar og ístöðu-
leysis og þar með hefur maður
hafnað kjarna málsins.
Það væri eitthvað svipað og góð-
ur listmálari sem málar aðeins eina
mynd, alltaf þá sömu, af því að hún
selst best.
Ég hef sem sagt eytt helmingi
ævi minnar í baráttu og notað til
þess þolinmæði, umburðarlyndi og
alla mína peninga. Ég hef horft upp
á marga sem hafa fetað í fótspor
mín, mörgum árum eftir að ég lagði
línurnar, fá styrki og stuðning og
jafnvel heiðursmerki, og ekkert hef
ég nema gott eitt um það að segja.
En ég spyr þig í einlægni; get ég
ekki fengið smástuðning líka?
Ég vil taka það fram að ég hlaut
starfsstyrk frá Reykjavíkurborg og
FTT í ár. Þeir styrkir bergmála í
nýjasta verki mínu Loftssaga og
hafi viðkomandi aðilar kærar þakkir
fyrir skilninginn og hjálpina.
Í von um skjót svör.
HÖRÐUR TORFA,
söngvaskáld,
(www.hordurtorfa.com).
✝ Guðmundur Sig-urðsson fæddist í
Reykjavík 23. ágúst
1958. Hann lést á
heimili sínu á
Reykjabraut 5b í
Þorlákshöfn 3. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Elísabet María Víg-
lundsdóttir, húsmóð-
ir, f. 28. júní 1933 í
Reykjavík, og Sig-
urður Halldór Guð-
mundsson, flugvél-
stjóri, f. 21. júlí 1930
í Kópavogi, d. 4. apr-
íl 1999. Foreldrar Maríu voru
Þórhildur Sveinsdóttir, f. 16.
mars 1909 á Hóli í Svartárdal, d.
7. apríl 1990, og Víglundur Gísla-
son, f. 23. ágúst 1902 á Kalastöð-
um á Stokkseyri, d. 28. mars
1977. Foreldrar Sigurðar voru
Margrét V. Sigurðardóttir, f.
4.október 1897 á Ísafirði, d. 22.
júní 1985, og Guðmundur Jó-
hannsson, f. 4. apríl 1886 í Ytri-
Njarðvík, d. 11. september 1974.
Systkini Guðmundar eru: 1) Ás-
dís, f. 28. mars 1952. 2) Víglund-
ur, f. 28. maí 1953. 3) Margrét
Rósa, f. 1. júlí 1954. 4) Þórhildur,
f. 23. febrúar 1957. 5) Guðrún
Sigurlaug, f. 19. janúar 1962. 6)
Sigurður, f. 9. júlí 1963. 7) Hall-
dór, f. 9. mars 1965.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Kolbrún
S. Jóhannesdóttir, f.
14. febrúar 1960 í
Reykjavík. Foreldr-
ar hennar eru Helga
Jóelsdóttir, f. 22.
maí 1934 í Rangár-
vallasýslu, og Jó-
hannes Dagbjarts-
son, f. 10. júní 1927 í
Skagafirði, d. 2.
september 1984.
Guðmundur og Kol-
brún eignuðust þrjú
börn. Þau eru: 1)
Sandra Björk, f. 18.
júlí 1978, sambýlis-
maður hennar er Karl Friðrik
Bragason, f. 17. desember 1975.
Þeirra börn eru Helgi Snær og
Snædís Helga. 2) Helga Ingi-
björg, f. 10. ágúst 1979, sambýlis-
maður hennar er Ingimar T. Þór-
isson, f. 27. mars 1980. Þeirra
börn eru Kara Nótt og Gabríella.
3) Sigurður Halldór, f. 30. ágúst
1984, unnusta hans er Þóra B.
Gísladóttir, f. 27. september
1986.
Guðmundur starfaði sem
kranamaður hjá Birni Alfreðs,
Heimi og Lárusi og lengst af hjá
Eimskip í Reykjavík. Þá tók hann
sér leyfi og starfaði á vegum S.Þ.
í fyrrverandi Júgóslavíu í eitt ár.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku pabbi minn. Ég trúi því
varla að þú skulir hafa verið tekinn
frá okkur svona snemma. Þú sem
varst að gera svona frábæra hluti í
lífinu. Það virtist allt vera að ganga
svo vel, þú varst loksins búinn að fá
þér þetta flotta mótorhjól sem þig
langaði svo í, þú og mamma geisluðuð
af gleði saman á hjólinu, en ég og þú
vorum sennilega alltaf fjarlægust af
okkur öllum en við vorum að ná svo
vel saman núna undanfarið og ég er
svo þakklát fyrir að hafa sagt þér að
ég elskaði þig á meðan þú lást á spít-
alanum.
Ég mun ævinlega þakka fyrir tím-
ann sem við fengum að eyða með þér
á þessari jörð. Þín er sárt saknað,
elsku pabbi minn.
Hlakka til að hitta þig hinum meg-
in.
Þín dóttir,
Helga.
Elsku Brói minn. Það er svo sárt
að hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur. Það er svo ósanngjarnt þegar
fólk eins og þú er tekið frá okkur
svona fljótt. Þú varst mér svo góður
tengdafaðir og stelpunum okkar
Helgu góður afi. Þú varst alltaf til í að
aðstoða og hjálpa ef eitthvað þurfti
að gera eða ef eitthvað var að. Ég hef
sjaldan hitt mann með eins mikla
bíla- og tækjadellu eins og þú varst,
alltaf að gera við og lagfæra bíla og
tæki og um leið að fræða mig um það
sem ég vissi ekkert um. Það var svo
gaman að sjá hvað þú geislaðir þegar
þú eignaðist mótorhjólið í vor, alltaf
þegar ég, Helga og stelpurnar kom-
um í heimsókn í sumar þá varst þú úti
í skúr að dytta að eða bóna hjólið. Það
komst lítið annað að í sumar en að
hjóla. Þú varst kraftmikill og ákveð-
inn maður og ef þú ætlaðir að gera
eitthvað þá gerðirðu það, þú lést lítið
stoppa þig. Ég man svo vel þegar þú,
Kolla, Súddi og ég vorum í bænum og
Helga ein fyrir austan kasólett og
komin á tíma þegar hún gekk með
Köru Nótt.
Það var brjálað veður og búið að
loka veginum austur vegna ófærðar
en það stoppaði þig ekki á fólksbíl og
ferðin tók þrjá klukkutíma með því
að festa okkur tvisvar á leiðinni en
þér tókst að koma okkur heim því þú
ætlaðir þér það.
Ég gæti fyllt heilt Morgunblað af
minningum um þig en í staðinn ætla
ég að geyma þær innra með mér og
varðveita þær vel.
Guð geymi þig.
Þinn tengdasonur
Ingimar T. Þórisson.
Elsku afi Brói. Þú varst alltaf svo
góður við okkur og það var svo gam-
an að koma til þín og ömmu Kollu í
Þorlákshöfn og leika okkur í garð-
inum, grilla og borða öll saman. Þú
varst alltaf svo hress og skemmtileg-
ur, alltaf tilbúinn að leika og tuskast
eitthvað með okkur systurnar og svo
leyfðirðu okkur að sitja á mótorhjól-
inu þínu og varst að taka myndir af
okkur. Þú hafðir svo gaman af að
taka myndir, alltaf með myndavélina
á lofti.
Elsku afi, við eigum eftir að sakna
þess mikið að fá ekki að kynnast þér
meira.
Bless, afi.
Þínar afastelpur,
Kara Nótt og Gabríella Rán.
Brói bróðir varð aðeins 46 ára
gamall. Brói var fimmti í röðinni af
okkur átta systkinunum sem ólumst
upp í Ásgarði 35 í Reykjavík.
Það var engin lognmolla í kringum
hann þegar hann var yngri. Ég man
sérstaklega eftir skellinöðru sem
hann var alltaf að brasa með. Eins
hafði hann sérstaklega gaman af að
skoða inn í klukkur og útvörp til að
rannsaka hluti.
Hann eyddi mörgum dögum hjá
ömmu Þórhildi. Fór hann þá einn yfir
hæðina niður í Nökkvavog. Kannski
þurfti hann að hvíla sig á okkur hin-
um. Heima varð hann að taka tillit,
við vorum jú átta en hjá ömmu fékk
hann næga athygli. Hann fór alltaf
sínar eigin leiðir. Strax og hann hafði
aldur til tók hann meirapróf og
vinnuvélapróf og vann við akstur eða
kranavinnu, nú síðast hjá Eimskip.
Nítján ára kynntist hann Kollu.
Þau fóru að búa og eignuðust fljótt
þrjú börn.
Brói var maður sem hrinti draum-
um sínum í framkvæmd. Árið 1995
var hann í Júgóslavíu að keyra fyrir
Sameinuðu þjóðirnar í stríðinu, og
varð sú lífsreynsla mikil uppspretta
sagna í hverskyns mannfögnuðum.
Brói var félagslyndur og hafði gaman
af að segja sögur.
Síðast í vor kom hann öllum á
óvart þegar hann fékk sér stórt mót-
órhjól. Hann tók próf á hjólið og var
strax kominn með bakteríuna.
Hann var alltaf ör, í fjórða gír, eða
var snöggur í hann. En hann var líka
snöggur til ef eitthvern vantaði að-
stoð við bílinn eða eitthvað annað. Ef
þurfti að flytja var hægt að stóla á að
hann hjálpaði til.
Brói fékk hjartaáfall í ágúst þar
sem hann stóð við vaskinn í eldhúsinu
heima hjá sér. Var hann inn og út af
spítalanum á þessum stutta tíma,
fékk áföll en var sendur heim eftir
stuttar legur.
Síðasta kvöldið þegar ég var í
heimsókn fyrir austan virkaði Brói á
góðu róli, rólegur og sæll. En daginn
eftir, í sömu sporunum og í fyrsta
áfallinu, við eldhúsvaskinn, datt hann
niður. Við sem næst honum stöndum
lítum svo á að við höfum fengið þessa
rúmu tvo mánuði frá fyrsta áfallinu
til að kveðja bróður okkar.
Ég trúi því að pabbi sem dó 1999
hafi tekið á móti Bróa og þeir séu að
spila golf núna. Pabbi með golfregl-
urnar á hreinu, passar að Brói telji
rétt. Brói leit alla tíð mjög upp til
pabba og líður honum örugglega vel
hjá honum.
Víglundur.
Elskulegur bróðir okkar er dáinn.
Þetta var svo óvænt og átti enginn
von á þessu þó hann væri búinn að
vera veikur síðan í ágúst. Við bjugg-
umst við að sjá hann hundgamlan í
leðurgalla á mótorhjóli, sitjandi niðrá
Ingólfstorgi með hinum töffurunum.
Við kveðjum þig með ljóði eftir
hana ömmu (þú varst nú uppáhaldið
hennar):
Sumarið kveður. Ljúfu lögin þagna,
laufið er fokið, nakin standa tré.
Vetrarkyljur vindhörpuna magna,
viðnámi hnignar, hvergi er stormahlé.
Minningin geymir hljóða, helga dóma:
Hamingju, þrá og stjörnu, er hvarf svo
fljótt.
Álengdar skynjum vorsins hörpuhljóma;
hvíslandi raddir bjóða góða nótt.
(Þ.S.)
Hvíl í friði.
Systkinin.
Ég sit hér að kvöldi dags og læt
hugann reika ... hann var svo ungur!!
Brói frændi kvaddi þennan heim
sviplega á miðvikudaginn og skildi
eftir stórt skarð, skarð í stóra fjöl-
skyldu. Systkinin átta eru nú orðin
sjö. Fjölskylda hans saknar nú föður
og afa. Við hin frændsystkinin erum
orðlaus. Hvað á maður að segja? Jú,
ég hef gengið í gegnum svipaða
reynslu en það er langt síðan. Ég get
sagt að maður kemst aldrei yfir and-
lát ástvinar en einhvern veginn lærir
maður með tímanum að lifa án hans.
Maður leyfir honum að lifa í hjarta
sínu, minningunni, skoðar myndir til
að hjálpa manni að muna betur. Ég
man eftir Bróa frænda sem miklum
orkubolta og töffara sem hafði mjög
fyndinn hlátur. Hann átti mótorhjól í
gamla daga sem okkur systkinabörn-
unum var sagt að væri grafið í garð-
inum hjá ömmu og afa. Seinna kom-
umst við að því þegar verið var að
grafa upp garðinn að það var satt,
þarna lá hjólið.
Við eyddum líka nokkrum áramót-
um saman heima hjá ömmu og afa
þar sem við bjuggum öll í sömu götu.
Þá hjálpaði Brói Súdda syni sínum og
Vigga bróður að skjóta upp flugeld-
um.
Seinna flutti Brói og fjölskylda út á
land og ég til útlanda, svo við hitt-
umst ekki eins oft. Það er erfitt að
vera í útlöndum þegar ástvinur kveð-
ur lífið. Það er sérstaklega erfitt að
geta ekki syrgt með og huggað fjöl-
skyldu sína í sorginni.
Elsku Kolla og fjölskylda, amma,
systkinin og systkinabörn.
Við biðjum góðan Guð að umvefja
ykkur í faðmi sínum á þessum erfiðu
tímum, og gefa ykkur ljós í myrkr-
inu.
Við kveðjum með þessum orðum
úr sögunni um Sporin í Sandinum:
Drottinn svaraði: „Þú dýrmæta,
dýrmæta barn mitt. Ég elska þig, og
myndi aldrei yfirgefa þig. Á þessum
erfiðu tímum sorgar og þjáningar í
lífi þínu, þegar þú sérð aðeins ein fót-
spor, það var þá sem ég bar þig í örm-
um mínum.“
Ástar- og saknaðarkveðjur frá
Cape Cod.
Gréta María, Darrel og
Emilíanna Þórhildur.
Það er eitt öruggt í þessu lífi: Eitt
sinn verða allir menn að deyja, eins
og segir í fallegu lagi Vilhjálms heit-
ins, sem dó langt fyrir aldur fram
rétt eins og hann Brói okkar.
En þegar dauðinn hrifsar til sín
yndislegan mann á besta aldri þá
stöndum við orðlaus. Og við spyrjum
enn fremur: Af hverju?
En þessu getur enginn svarað.
Okkur er ekki ætlað að vita það.
Það er ekki langt síðan við kíktum í
heimsókn til Kollu og Bróa í Þorláks-
höfn. Brói lék á als oddi, kátur og
hress þrátt fyrir að hafa átt við veik-
indi að stríða. Við töluðum um hvað
hann liti vel út og vorum vongóð um
að hann ætti mörg ár eftir.
En maðurinn með ljáinn hlífir eng-
um. Þau voru full bjartsýni á framtíð-
ina og töluðu um það sem þau ætluðu
að breyta og bæta í húsinu sem þau
höfðu nýlega komið sér fyrir í. Svo
var keypt mótorhjól í sumar, en það
var gamall draumur. Voru keyrandi á
því í sumar og kíktu í kaffi til okkar,
rosalega flott í leðrinu og geisluðu af
ánægju.
Á árum áður fórum við í jeppaferð-
ir saman og útilegur sem eru mjög
minnisstæðar. Við vorum nánir fé-
lagar sem deildum sömu áhugamál-
um. Báðir vinnandi á krönum, þar
sem er ekki bara að sitja og taka í
einhverjar stangir, heldur krefjandi,
andlegt og líkamlegt starf. Brói vann
hjá Birni Alfreðssyni og einnig hjá
Heimi og Lárusi. Ég var svo heppinn
að starfa með honum hjá Eimskip í
nokkur ár, en þar vann Brói til
dauðadags. Hann var eftirsóttur í
vinnu enda hörkuduglegur og ósér-
hlífinn. Hann var þvílíkur hæfileika-
maður. Hann stjórnaði stærstu krön-
um landsins og gerði það vel. Hér
áður fyrr var keypt bíldrusla og sjálf-
skiptingin biluð. Ekki málið. Brói fór
og las allt tæknimál á ensku og ég
reif allt í sundur. Þarna var hann á
heimavelli, og ef ég var í vafa með
hluti þá kom hann fyrst í hugann.
Lengi gæti maður talið hæfileika
hans upp og kemur þetta ásamt
mörgu öðru upp í hugann. En þetta
blað myndi ekki duga til.
Því miður fékk ég allt of lítinn tíma
til að kynnast Bróa, en mér er minn-
isstætt þegar við sátum þrjú eina
kvöldstund, ég, Dóri og Brói og átt-
um samræður um allt milli himins og
jarðar.
Hann elskaði þig svo mikið, Kolla
mín, og börnin ykkar. Þið voruð það
mikilvægasta í hans lífi, enda genguð
þið ykkar æviveg saman þó kæmu
upp erfiðleikar á tímabili. En þeir eru
til að yfirstíga og framtíðin var björt.
Flest erum við kannski ekki nógu
meðvituð um að huga að heilsunni og
leita til lækna. Við höldum bara
áfram að vinna og hristum af okkur
óþægindi og segjum: Þetta er ekkert.
En málið er ekki svona einfalt. Í
ljósi hinnar miklu umræðu undanfar-
ið um hjartasjúkdóma, þá gerum við
okkur ljóst að þetta er miklu algeng-
ara en við höldum.
Þið áttuð saman þrjú yndisleg
börn, Kolla mín, sem nú sjá á eftir
föður sínum. En við vitum að við
styðjum hvert annað í sorginni sem
nú býr í hjörtum þeirra er hann
þekktu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Elsku Kolla systir, Sandra, Helga,
Súddi og aðstandendur. Guð gefi
ykkur styrk á þessum erfiðu tímum
og til að halda áfram án Bróa. Minn-
ing hans lifir um ókomin ár.
Halldór Laufland
og Lovísa Kristín.
GUÐMUNDUR
SIGURÐSSON
HÆSTVIRTUR landbún-
aðarráðherra, þér þykið forn í skapi.
Er samt ekki full langt gengið að
menn þurfi að ríða til Reykjavíkur til
að fá eðlilega þjónustu hjá ráðuneyti
yðar?
Dóttir mín býr í Boston og hefur á
undanförnum árum verið ötul að
kynna okkar einstöku landbúnaðar-
afurðir. Ég er á leið til hennar og
ætlaði að færa henni eitthvað af Ís-
lenskum kjötvörum. Þegar ég hafði
samband við ráðuneyti yðar, til að fá
heilbrigðisvottorð, var mér tjáð að
ráðuneytið gæti ekki rukkað Visa-
kort mitt, heldur yrði ég að mæta á
staðinn með peningana.
Hvar er þjónustan við lands-
byggðina?
Ég er að hugsa um að spara mér
ferðina til Reykjavíkur og límmið-
ann, sem kostar 200 kr. í ráðuneyti
yðar. Með öllu er óvíst að bandarísk-
ir tollverðir taki nokkurt mark á
þessu plaggi, sem aðeins er selt
Reykvíkingum.
Ég fer auðvitað með SS-pylsurnar
og hangikjötið og læt á það reyna,
hvort andlitið á mér virkar nokkuð
verr en límmiðarnir yðar.
ÞÓRHALLUR
HRÓÐMARSSON,
Hveramörk 4, 810 Hveragerði.
Opið bréf
til land-
búnaðar-
ráðherra
Frá Þórhalli Hróðmarssyni í
Hveragerði:
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningar-
greinar