Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 68

Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. SÖNGVARINN og leikarinn Harry Bela- fonte kemur til Íslands í næstu viku í til- efni af 15 ára afmæli Barnasáttmála SÞ og heimsforeldraátaki UNICEF Ísland en Harry Belafonte er einn af virkustu vel- gjörðarsendiherrum UNICEF. Í tilkynningu UNICEF Ísland segir að á meðan á Íslandsdvöl Harry Belafonte standi muni hann m.a. opna ljós- myndasýningu um UNICEF í Smáralind- inni á afmæli Barnasáttmálans. Harry Bela- fonte kemur í næstu viku DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra sagði á Al- þingi í gær að hann hygðist m.a. ræða um það við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í næstu viku, hvernig Íslendingar geti tekið meiri þátt í kostnaði við rekstur Kefla- víkurflugvallar. Eins og fram hefur komið fer fundur Davíðs og Powells fram hinn 16. nóvem- ber nk. og verður þar rætt um varnarsamstarf ríkjanna og framtíð þess. „Það er meginskylda stjórnvalda fullvalda rík- is að tryggja öryggi og varnir lands og þjóðar,“ sagði Davíð í ræðu sinni. „Þetta liggur til grund- vallar af Íslands hálfu í væntanlegum viðræðum við Bandaríkjamenn um varnarmálin. Þær fara fram í samhengi við heildarendurskoðun banda- ríska varnarmálaráðuneytisins á herstyrk Bandaríkjanna erlendis. Íslensk stjórnvöld hafa ekki hreyft neinum andmælum við eðlilegri að- lögun varnarliðsins að breyttum aðstæðum, sem hefur frá lokum kalda stríðsins falið í sér veru- legan samdrátt í búnaði og fækkun liðsmanna. Hins vegar hefur verið lögð rík áhersla á að hér á landi þurfi að vera varnarviðbúnaður eins og í öll- um okkar bandalags- og nágrannaríkjum. Jafnframt er ljóst að mikill vöxtur hefur orðið í farþegaflugi um Keflavíkurflugvöll sem veldur því að stjórnvöld eru reiðubúin að semja um það við Bandaríkjamenn hvernig Íslendingar geti tekið meiri þátt í kostnaði við rekstur hans. Það verður á meðal þess sem ég hyggst ræða við Col- in Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington 16. nóvember næstkomandi. Til- gangur þess fundar, sem er haldinn í framhaldi af fundi mínum með Bandaríkjaforseta í júlí síðast- liðnum, er að koma viðræðum í fastan farveg og eyða óvissu sem uppi hefur verið um framtíð varnarliðsins.“ Davíð Oddsson utanríkisráðherra um viðræðurnar við Colin Powell Viðræðum um varnarmál verði komið í fastan farveg  Þjálfa/10 HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrjá menn til að greiða konu samtals 1,1 milljón króna í miskabætur fyrir að hafa framið ólögmæta meingerð gegn henni og æru hennar. Konan kærði þá fyrir nauðgun en lögreglan í Reykjavík og ríkissaksóknari höfðu fellt málið nið- ur og dómsmálaráðherra hafnað því að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Sambærilegur dómur mun ekki hafa fallið áður. Dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar Mennirnir voru hvorki ákærðir né dæmdir fyrir nauðgun en voru engu að síður dæmdir til að greiða konunni miskabætur eftir að hún höfðaði sjálf skaðabótamál gegn þeim. Hún fór einnig í mál við ríkið þar sem hún taldi að rannsókn lögreglu hefði verið verulega áfátt en ríkið var sýknað vegna þess að ekki hefði myndast réttarsamband milli hennar og ríkis- ins. Mótmælti ekki Konan hélt því fram að þegar hún og einn mannanna voru ein í herbergi á heimili eins þeirra hefði hann tekið hana kverkataki en sleppt því síðan og beðið sig afsökunar. Síðan hefði hann skipað henni að afklæðast og hún ekki þorað að mótmæla af ótta við líkamsmeiðingar og reynt að leyna því að hún væri hrædd. Mað- urinn neitaði því að hafa beitt ofbeldi og sagði að samfarirnar hefðu hafist með eðlilegum hætti. Hann hefði síð- an kallað á annan mannanna í því skyni að hann tæki þátt í kynmök- unum. Báðir komu þó inn og áttu við hana kynmök. Hinir mennirnir tveir sögðu að þeir hefðu engar hótanir eða háreysti heyrt, en maðurinn hefði reiðst seinna þegar konan neitaði honum um frekari kynmök, eftir að hin meinta nauðgun átti sér stað. Af hálfu konunnar var því haldið fram að mennirnir hefðu allir nauðg- að henni. Konan hefði verið hrædd um líf sitt og því metið aðstæður þannig, eins og konum væri ráðlagt að gera, að berjast ekki á móti. Menn- irnir hefðu ekki mátt líta svo á að kon- an væri samþykk og að öllum mætti vera það ljóst að til þess að kynmök, af því tagi sem hér um ræði gætu tal- ist eðlileg yrði ótvírætt samþykki að liggja fyrir. Lögmaður mannanna hélt því fram, í samræmi við framburð þeirra, að samfarirnar hefðu farið fram með fullu samþykki konunnar. Hún hefði ekki á nokkurn hátt streist á móti heldur sýnt fullt samþykki til kynmakanna í vilja og í verki. Menn- irnir hefðu aldrei orðið varir við neinn ótta hjá henni og hún auðveld- lega getað neitað kynmökum ef henni sýndist svo. Við rannsókn á lík- ama hennar hefðu engin merki verið um að henni hefði verið þröngvað til kynmaka. Kynlíf færi fram með lík- amlegri tjáningu, án orðræðna, og ekki væri með nokkru móti hægt að fallast á að sérstakt samþykki þyrfti að liggja fyrir áður en samræði hæf- ist, væri vilji sýndur í verki. Í niðurstöðum dómsins segir að ekki sé hægt að líta svo á að upphaf samfaranna hafi verið afleiðing of- beldis. Þá kynni að vera að kynmök fleiri en tveggja á sama tíma gætu talist eðlilegur þáttur í kynlífi. Hvað sem því liði yrði ekki öðruvísi litið á, eins og atvikum og atburðarás væri háttað, en mennirnir hefðu með að- förum sínum framið ólögmæta mein- gerð gegn konunni. Fram kom að hún varð fyrir andlegu áfalli við verknað- inn. Friðgeir Björnsson kvað upp dóminn, Hulda Rós Rúriksdóttir hdl. flutti málið fyrir konuna og Guð- mundur B. Ólafsson hdl. fyrir hönd mannanna. Þrír karlmenn dæmdir í héraðsdómi til að greiða konu miskabætur sem sakaði þá um hópnauðgun Ekki ákærðir en dæmdir til að greiða bætur HVERT sæti var setið á tón- leikum bresku tónlistarkonunnar Marianne Faithfull í gærkvöldi, en þetta voru fyrstu tónleikar þessarar kunnu söngkonu hér á landi. Mjög góð stemning mynd- aðist á tónleikunum þar sem Faithfull flutti mörg af sínum þekktustu lögum. Morgunblaðið/Kristinn Góð stemning hjá Marianne Faithfull Sjálfs- afgreiðslu- hótel í Hafnarfirði FYRIRHUGAÐ er að reisa sjálfsaf- greiðsluhótel við Vallahverfi í Hafn- arfirði, skammt frá Reykjanesbraut. Yrði það hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Að hugmyndinni standa inn- lendir aðilar í samvinnu við aðila í ferðaþjónustu í Sviss og Þýskalandi, en Reynimelur ehf. hefur fengið út- hlutaða lóð við Vellina í Hafnarfirði. Hótelið yrði hluti af frönsku Etap- hótelkeðjunni sem er með 311 hótel víðs vegar í Evrópu. Einfalt og ódýrt Að sögn fulltrúa Reynimels ehf. er fyrirhuguð hótelbygging á þremur hæðum, 2.766 fermetrar að stærð með um 120 herbergjum, flestum tveggja manna. Herbergin verða öll í smærri kantinum eða um 10 fermetr- ar að stærð og miðast allt hótelskipu- lag að því að hafa alla þætti þess sem einfaldasta og ódýrasta. Starfsmönn- um verður haldið í lágmarki og við- skiptavinir hótelsins sjá alfarið um að bóka herbergi og greiða fyrir þau. Að sögn fulltrúa Reynimels ehf. er vonast til þess að farið verði í fram- kvæmdir í byrjun næsta árs og að það verði opnað um áramótin 2005/06 ef allt gengur að óskum. Telur hann að hótelið muni styrkja mjög ferðaþjón- ustuna í Hafnarfirði.  Mun styrkja/22 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Einsýnt að leggja veg um Arnkötludal STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segist telja það einsýnt að leggja eigi veg um Arnkötludal á Vestfjörðum og tengja þannig saman Strandirnar, Reykhólahrepp og Dalina. Vegurinn muni efla svæðin og styrkja en heimamenn og þingmenn kjör- dæmisins þurfi að koma sér saman um það í vetur hvort farið verði fyrst í Arnkötludal eða vegagerð í Mjóafirði. Sturla segir fullgild rök jafnframt vera fyrir því að með tilliti til vetrarumferðar sé hagstæðara að byrja á vegi yfir Mjóafjörð og bæta þar með leiðina um Ísafjarðardjúp. Um aðrar vegabætur á Vestfjörðum segir Sturla að jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar séu næst á dagskrá á eftir Héðinsfjarðargöngum.  Stærstu/11 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.