Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 32

Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Safnkortshafar Esso greiða aðeins kr. 3.400 í sæti og kr. 1.900 í stæði (Auk 2000 safnkortspunkta) VISA korthafar fá 20 % afslátt af miðaverði. ÍSLAND er velmegunarland, það sýna skýrslur og samanburður við aðrar þjóðir, þar sem við vermum toppsætin ásamt ríkustu þjóðum heims. En af hverju stafar öll þessi velmegun? Vegna langs hagvaxtarskeiðs? Það segja sumir. Vegna stöð- ugleika í efnahagsmálum? Það segja sumir. Vegna minni ríkisaf- skipta af viðskiptalífinu og fækk- unar ríkisrekinna fyrirtækja? Svo segja sumir. Vegna stór- iðjuframkvæmda? Svo segja sumir. Vegna aukinnar al- mennrar menntunar landsmanna? Það segi ég. Íslendingar hefðu aldrei náð þessari stöðu í samfélagi þjóðanna ef ekki væru vel menntaðir einstaklingar sem kjósa að lifa og starfa hér á landi, landi sínu og þjóð til gagns. Þrátt fyrir að þeir hefðu hugsanlega getað fengið betur launaða vinnu erlendis. Heilaleki (brain-drainage) mann- auðs hefur ekki verið mikill, eins og sumar þjóðir hafa mátt þola, þegar best menntuðu einstakling- arnir treysta sé ekki til að starfa í föðurlandi sínu af ýmsum ástæð- um. Hér áður fyrr var menntun ekki almenn, þeir sem gengu mennta- veginn voru öðrum fremur börn betri borgara og bændahöfðingja, eða ætti ég að segja synir. Þegar svo fámennum hópi hlotnuðust þau lífsgæði að mennta sig voru það þessir fáu, menntuðu ein- staklingar sem stjórnuðu þjóð- félaginu því sauðsvartur almúginn bar ekkert skynbragð á það, án allrar menntunar og upplýsingar. Í dag sjáum við þá staðreynd blasa við að sá sem er við stjórn- völinn er ekki endilega betur menntaður en stór hluti þegnanna, enda telja þegnarnir sig þess nú umkomna að gagnrýna stjórnvöld og ákvarðanir þeirra af ákveðinni þekkingu og ályktunarhæfni hins menntaða einstaklings. Sjálfsagt hefur verið auðveldara að stjórna þjóðfélagi þar sem menn þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að svo gott sem hver maður gæti haft ígrundaða og vel rökstudda skoð- un á stjórnarháttum og stjórn- arherrum og gagnrýnt eða komið með tillögur í krafti þess. Þessi góða, almenna menntun hefur orðið til þess að hér hefur á hjara veraldar orðið til velferðarríki sem stenst samanburð í samfélagi þjóðanna og gott betur. Og hverjir sjá um þessa mennt- un? Það gera kennarar. Á hinum ýmsu skóla- stigum. Varla hafa þeir verið slæmir fyrst þetta er árangurinn? Eitt af toppsætunum í samfélagi velferðarríkja í heim- inum! Kennarar geta verið stoltir af sínu framlagi. Og þeir eiga þakkir skildar og það að vera metnir að verðleikum. Það vita margir að kennsla er innt af hendi af ákveðinni hugsjón, og mörgum kennurum finnst af- skaplega gaman að starfi sínu. Það er oft stress, það er oft mikið að gera en það er aldrei leiðinlegt! Ekkert barn er eins og annað, enginn bekkur eins og annar, eng- inn dagur er eins og annar. Slíku starfi fylgir ákveðin ögrun og í ögruninni að leysa verkefni dags- ins og mánaðanna og vandamál sem koma upp er fólgin ákveðin ánægja. En því fylgir líka álag. Þótt kennarar þurfi ekki að hvíla sig jafnreglulega og flugumferð- arstjórar sér hver maður að kennsla barna er ekki einfalt mál og að vera með stóra hópa barna og unglinga í skipulögðu starfi dag hvern er heldur ekki einfalt mál. Þess vegna er gaman að takast á við þá ögrun. En kenn- urum finnst að það megi líka borga vel fyrir þetta álag og þessa ögrun. Ég held að fólk skilji ekki al- mennt hve grunnskólakennurum er misboðið með tilboði sveitarfé- laganna og miðlunartillögu sátta- semjara, sem var eins og sniðin upp úr þeirri þröngu treyju. Vegið er að virðingu starfs þeirra og sjálfsvirðingu þeirra. Á okkar tím- um virðist virðing fara helst eftir því fjármagni eða verðmætum sem þú ert fær um að skapa. Kennarar eru greinilega ekki álitnir virðing- arstétt, þeir skapa því líklega ekki næg verðmæti, hvorki handa sjálf- um sér, eða, að áliti launagreið- enda þeirra, til handa þjóðfélag- inu. Þvert ofan í það sem aukin velmegun í kjölfar aukinnar menntunar segir okkur, ef við værum betur læs á það. Eitt sinn, þegar ljósmæður börðust fyrir því að fá laun fyrir sín störf, varð einum þingmanni að orði að það ætti að vera óþarft að launa ljósmæður, þær hefðu svo mikla ánægju af sínu starfi. Mér dettur þetta stundum í hug þegar talað er um kennara og ánægju þeirra af starfinu. En ég held að það séu fleiri sem hugsa eins og þú og ég, kæri lesandi, að 230 þúsund krónur í laun árið 2007 séu engin ofrausn fyrir þrí- tugan kennara með meistarapróf, talsverða endurmenntun, tvöfalt leyfisbréf og 6 ára kennslureynslu. Honum er boðið upp á 215.000 krónur árið 2007! Útreikningar sem sýna annað eru bjagaðir af prósentureikningi sem ekki stenst nánari skoðun. Og sú launahækkun sem boðið er upp á heldur tæplega í við verðbólgu- spár. Í augnablikinu hef ég þó mestar áhyggjur af því að Íslendingar al- mennt skilji ekki gildi menntunar til þess að teljast til þróaðs þjóð- félags. Það virðast fáir sjá eða skilja tapið sem þjóðfélagið verður fyrir þegar börnin fá ekki lög- boðna menntun og innan við 1% foreldra grunnskólabarna mætir á Austurvöll til að mótmæla því. We don’t need an education með Pink Floyd er spilað á sumum útvarpsstöðvum þessa dagana. Það skyldi þó ekki vera að sá texti lýsi viðhorfi Íslendinga til mennt- unar? Af hverju stafar öll þessi velmegun? Harpa Björnsdóttir fjallar um menntun og kjaramál kennara ’Kennarar geta veriðstoltir af sínu framlagi. Og þeir eiga þakkir skildar og það að vera metnir að verðleikum.‘ Harpa Björnsdóttir Höfundur er myndlistarmaður og kennari. SELTIRNINGUR einn fjallar með sérkennilegum hætti um kenn- ara í greininni „Gríðarleg fagn- aðarlæti“ í Morgunblaðinu í dag, 10. nóv., 35. bls. Ljósmynd fylgir greininni. Óhjákvæmilegt er að gera nokkrar athugasemdir við skrif hans, enda opinberar hann kennaraandúð sína og fordóma með þeim hætti að ekki verður við unað mótmælalaust. Tilefnið er fögnuður ungra kennslukvenna er þær fengu fréttir af niðurstöðu í at- kvæðagreiðslu um miðlunartillögu rík- issáttasemjara í kenn- aradeilunni. Niður- stöðurnar voru afar skýrar: 93% kennara höfnuðu tillögunni. Gleði kvennanna er auðskilin hverjum manni: Grunnskóla- kennarar höfnuðu til- lögunni nánast einum rómi. Það var aug- ljóslega tilefnið. Það hefði hins vegar ekki orðið þeim gleðiefni ef niðurstaðan hefði verðið t.d. 55% gegn tillögunni en 45% hlynnt henni. En Seltirningurinn kýs að skýra gleði kennararanna þannig að þeir kætist yfir því að hafa komið ungvið- inu út á götuna aftur. Hann fjallar og um mjög stutta vinnuviku kennara og endalaus frí þeirra. Við því er að búast að slíkir menn geti ekki skilið vinnu kenn- ara. Störf þeirra verða einfaldlega ekki unnin frá kl. 8–16. Sömu menn telja líklega að leikarar vinni aðeins á sýningum og þingmenn aðeins á fundum Alþingis. Löng reynsla mín segir mér að það er ekki hægt að tala á vitrænum grundvelli við slíka menn um kennslumál. Til þess að sjá þessi skrif í al- þjóðlegu samhengi skulum við ímynda okkur að við værum stödd í borginni Birmingham í Alabama. Við keyptum þar víðlesið dagblað og þar væri mynd af ungum blökkukonum sem væru aug- ljóslega glaðar og væru greinilega að fagna einhverju mjög innilega. Við færum svo að lesa blaðið nánar og þar stæði að „ungu dansandi blökkukonurnar á myndinni væru að fagna þeim tíðindum að yngstu skólanemendur þessa lands væru enn komnir á götuna“. Og síðar mætti lesa, „að á myndinni megi líta dansandi blökkumenn, tryllta af gleði yfir að aftur er ungviðið kom- ið á götuna“. – Slíkur texti væri auðvitað til háborinnar skammar og talinn bera vitni um örgustu for- dóma. Ég efast mjög um að hann fengist birtur í amerískum blöðum. – En þetta er nánast óbreyttur texti Seltirningsins að öðru leyti en því að í stað blökkumanna koma: kennarar. Og hér eru þetta talin eðlileg og fín skrif er beri vitni um sérstaka ást á börnum. Og Seltirningurinn sýnir lærdóm sinn og vitnar í heimsbókmenntir með svofelldum hætti: „„Something is rotten in the state of Denmark“ lætur Shakespeare Hamlet Dana- prins segja.“ Og hann bætir við að ekki sé síður eitthvað rotið við þá stétt, sem tekið hafi að sér að upp- fræða æsku þessa lands. – Við skulum láta það liggja á milli hluta að tilvitn- unin er röng. Hamlet segir þetta alls ekki, heldur Marcellus (sbr. Hamlet Danaprins, I. þáttur, 4. atriði). En það er ekki aðalatriðið að minni hyggju, enda kæra sumir sig ekki um að vera of ná- kvæmir. En við skul- um rýna í það að eitt- hvað sé „rotið“ við suma menn. Aldrei hef ég heyrt sagt að það sé eitthvað „rotið“ við t.a.m. hjólreiðamenn, trésmiði, rauðhærða menn, veðurfræðinga eða bókasafnsverði svo að einhverjir séu nefndir. Slíkt væri tal- ið fráleitt og einkar óviðfelldið. En hér á landi telja sumir við hæfi að segja hvað sem er um þá sem fást við kennslustörf. Undanfarnar vikur hafa komið fram þau sjónarmið að kennarar séu sérstakir andstæðingar barna og ungmenna og ýmsir hafa lagt þar orð í belg, gjarnan í þeim til- gangi að gera lítið úr kennurum. Engu er líkara en að sumir menn telji það til farsældar fyrir íslenska þjóð að niðurlægja sem mest þá sem eiga að annast kennslu og að ýmsu leyti einnig uppeldi ungviðis- ins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði m.a. á Alþingi hinn 6. október sl. að kenn- arastarfið væri með mikilvægustu störfum þjóðfélagsins. Vart væri hægt að hugsa sér meira ábyrgð- arstarf en að vera falin umsjón með menntun barnanna okkar. Hún sagði og að það skipti þjóðfé- lagið í heild miklu máli að kenn- arastarfið teldist eftirsóknarvert og að fyrir því væri borin tilhlýðileg virðing. Hér skal að lokum tekið undir þessi orð Þorgerðar Katrínar. Þetta mat er í raun eina færa leiðin til þess að leysa þá alvarlegu og dapurlegu vinnudeilu sem hér hef- ur verið að undanförnu. Ég er þess fullviss að farsæld okkar Íslendinga í framtíðinni er hér í húfi. Seltirningi svarað Ólafur Oddsson svarar Magnúsi Erlendssyni Ólafur Oddsson ’ Löng reynslamín segir mér að það er ekki hægt að tala á vitrænum grundvelli við slíka menn um kennslumál.‘ Höfundur er menntaskólakennari. Jólaskeið Ernu kr. 6.700 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Landsins mesta úrval Silfurbúnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.