Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þuríður Halldórs-dóttir fæddist að Miðdalsgröf í Stein- grímsfirði 14. ágúst 1907. Hún lést í Sunnuhlíð, hjúkrun- arheimili aldraðra í Kópavogi, 29. októ- ber síðastliðinn. Þur- íður var dóttir hjónanna Halldórs Jónssonar, f. 16.9. 1871, d. 5.10. 1912, og Elínar Samúelsdótt- ur, f. 18.6. 1884, d. 20.6. 1971. Bræður Þuríðar voru: Alfreð, f. 22.5. 1902, d. 15.11. 1981; Eggert, f. 1.7. 1903, d. 23.2. 1992; Jón, f. 23.4. 1905, d. 30.11. 1994; Samúel, f. 13.10. 1910, d. 22.10. 1914; Rich- ard (sammæðra), f. 1.8. 1925, d. 23.4. 1999. Þuríður, eða Huja, eins og hún var ávallt kölluð, var ógift og barn- laus. Hún fluttist frá Miðdalsgröf til Ísafjarðar árið 1920. Hún bjó þar með móður sinni og seinni manni hennar, Björgvini Bjarna- syni, f. 14.8. 1903, d. 6.6. 1983, til ársins 1953 er þau fluttu til Reykjavíkur og bjuggu lengst af á Flókagötu 69. Árið 1987 fluttist Huja í Kópavog og bjó þar til dánardags. Huja starfaði hjá Skartgripaverslun Kornelíusar Jónsson- ar og við Gjaldheimt- una í Reykjavík um árabil. Seinna vann hún við hlið bróður síns Richards og stjúpföður Björgvins við Hraðfrysti- og Niðursuðuhús Langeyrar hf., jafnt á Langeyri við Álftafjörð og á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Fyrirtækið vann hinar ýmsu sjáv- arafurðir til útflutnings og sá einn- ig um útflutning á sjávarfangi fyrir aðra aðila. Þuríður var hagmælt og liggur eftir hana mikill fjöldi af óbirtum vísum, kvæðum og þulum. Útför Þuríðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Huja frænka hefur kvatt okkur í hárri elli 97 ára. Hún fæddist 1907 í torfbæ norður á Ströndum sem hún ávallt kallaði heima, þó að heimili hennar væri annars staðar mestan hluta ævinnar. Ekki þarf að fjölyrða um alla þá þróun, framfarir og tæknibyltingar sem orðið hafa síðan. Huja var dug- leg að fylgjast með og órög við að til- einka sér. Hún var víðsýn, vel lesin, hagmælt og vissi margt sem öðrum er hulið þó að skólaganga væri stutt. Alla ævi þráði hún að mennta sig og ferðast en örlögin, aðstæður og sú hugsun að hugsa fyrst um aðra á undan sjálfri sér mótaði hennar ævi- feril. Alla ævi var hún í þjónustuhlut- verki hvort sem var í atvinnu eða við umsjón heimilis sem hún hélt með móður og stjúpa, bæði á Ísafirði og í Reykjavík allt fram að láti þeirra. Huja var að nálgast 80 ár þegar hún eignast eigið heimili í Kópavogi og var þá fullseint að hafa áhrif á breytingar í lífinu enda var hún vön að sætta sig við það sem örlögin sköpuðu. Börnin mín, Agnes og Hlynur og bróðursonur Arnar ásamt öllum sínum vinum nutu góðs af ná- vist hennar á heimili hennar í Kópa- vogi, því ósjaldan þurftu þau að skreppa til Huju frænku ýmist ein eða með hóp með sér og þá gat oft verið glatt á hjalla. Huja veitti þeim mikið af andlegu fóðri og munu þau bera það með sér alla sína ævi og minnast þau hennar með hlýju. Síðustu æviárin var hún á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð og naut þar góðrar umhyggju og umönnunar. Starfsfólki Sunnuhlíðar, deild 4, eru færðar alúðarþakkir fyrir þeirra óeigingjörnu störf. Það fólk sem á fyrri hluta síðustu aldar skóp Ísland af mikilli óeigin- girni er óðum að hverfa en það er framtíðarinnar að njóta ávaxtanna af verkum þeirra. Ég þakka Huju frænku fyrir sam- fylgdina og er sannfærð um að bræð- ur hennar hafa tekið vel á móti henni, e.t.v. hefur verið snarað í pönsur og kaffi. Hvíl í friði. Elín Richards. „Mér finnst stundum gott að rísla í minningum liðna tímans, staldra við í önnum lífsins, rifja upp og hugsa. Kafa í djúp þess horfna, sem er og verður þó alltaf til.“ Þetta sagði Huja í bréfi til mín fyr- ir 23 árum. Hún lifði sannarlega horfna tíma. Hún fæddist í torfbæ á Ströndum skömmu eftir aldamótin 1900 og ólst upp á tíma sem í dag er flestum horfinn. Í hennar huga var sá tími þó ennþá til og hún gat allt sitt líf kallað fram myndir og minningar frá því hún sem lítil stúlka vappaði um hlaðvarpann á Miðdalsgröf, hljóp um tún, lagðist í grasið og hlustaði á hljóð náttúrunn- ar. Huja bjó aðeins á Ströndum fram á unglingsár, flutti til Ísafjarðar og bjó þar í þrjá áratugi og í meira en 50 ár í höfuðborginni. Samt voru Strandirnar alltaf „heima“, þaðan átti hún sínar ljúfustu og kannski líka sárustu minningar, þangað vildi hún fara, eins oft og hún gat. Sárust var minningin um föður- missinn. Halldór Jónsson var merk- ur sjálfmenntaður alþýðumaður sem lést í blóma lífsins frá konu og fimm ungum börnum. Huja var aðeins fimm ára gömul er hann féll frá en hún mundi hann, húslestra hans, bækurnar hans sem voru honum ákaflega dýrmætar, hvernig hún sat við fótskör hans og lærði alveg „óvart“ að skrifa og lesa þegar ætl- unin var að kenna eldri bræðrum hennar að draga til stafs. Frá honum fékk hún áreiðanlega löngunina til mennta og þó formleg skólaganga hennar væri ósköp stutt var hún ákaflega vel menntuð kona, margfróð um lífið og tilveruna, sög- una, ljóð og náttúru. Hún var einstakur náttúru- og dýravinur. Hún þekkti hvert einasta blóm í flóru Íslands og hvern einasta fugl og nægði henni að heyra hljóð þeirra og vængjaþyt til að vita hvaða „vinur“ væri á ferð. Mér er minnis- stæð lýsing hennar á „dásamlegri sinfónía fuglanna“ sem barst með blænum inn um gluggann hennar einn fagran sunnudagsmorgun. Var líkt hún væri að lýsa stórfenglegu tónverki, sem fyrir hlustir hennar bar. Náttúran var henni ætíð hugleikin og voru spjöll misfróðra ráðamanna á dýrmætustu perlum þessa lands, henni eitur í beinum. Huja hefur alltaf verið hluti af lífi mínu. Sem barn átti ég hjá henni at- hvarf. Þegar foreldrar mínir þurftu að bregða sér af bæ, vildi ég hvergi ann- ars staðar vera en hjá henni. Hjá henni lærði ég sögur af álfum og huldufólki, fuglum og náttúru, sögur úr báðum heimum. Það er fyrir hennar orð sem mér hefur alltaf fundist að huldir heimar séu eðlileg- ur hluti af tilverunni. Huja sá hluti sem aðrir sáu ekki, hún var berdreymin og hennar var vitjað úr öðrum heimum. Hún trúði því að við ættum ekki einungis ból á jörðinni, brúin yfir í hinn heiminn væri mjög stutt og þar biðu allir þeir sem við hefðum í lífinu veitt tryggð. Sumum varð nóg um hversu henni fannst liðnir jafnt sem lifandi vera nærri sér. Hvað sem okkur hinum finnst, er ljóst að Huja sá fyrir hluti sem jafnvel heitustu efasemdamenn gátu ekki þrætt fyrir. Frásagnargáfa hennar var mjög sérstök. Oft byrjuðu sögurnar á litlu atviki, kannski eitthvað sem gerðist í gær. En fyrr en varði var sagan kom- in eitthvað allt annað, upp í hæstu hæðir og allt um kring. Kímnin var aldrei langt undan og hún sá sjálfa sig og umhverfi sitt oft í spaugilegu ljósi. Um leið og hún sagði frá gerði hún óspart grín að sjálfri sér, bullinu í sér og vitleysunni, eins og hún kall- aði það sjálf. En reyndin var hins vegar sú, að hún hitti iðulega naglann á höfuðið og tókst að fanga kjarna málsins betur en margur annar. Gæska hennar, gjafmildi og um- hyggja var engu lík. Við bræðrabörn hennar höfum óspart notið þess, hvert á sinn hátt. Öll börn hændust að henni og þegar ein kynslóð óx úr grasi tók sú næsta við. Samband hennar og föður míns Richards var einstakt systkinasam- band. Varla leið sá dagur að þau hitt- ust ekki eða töluðust við. Þau áttu saman sterkan streng sem aldrei slitnaði og veröld sem var þeirra og engra annarra. Ég kveð nú þessa einstöku frænku mína. Hún hélt reisn sinni, visku og virðingu fram á hinsta dag. Hún sofnaði sátt við þennan heim og gekk fagnandi til móts við hinn nýja. Ég sendi henni mínar hlýjustu saknað- arkveðjur yfir brúna, þess fullviss að ég eigi eftir að hlýða á sögur hennar um fegurð, dýrð og náttúru, einhvern tímann á ný. Ása Richardsdóttir. Þá er komið að því að kveðja frænku mína og nöfnu, hana Þuríði. Huja, eins og við kölluðum hana gjarnan, var mér og fjölskyldu minni mjög kær. Hún kom oft í heimsókn til Grindavíkur áður en heilsu hennar fór að hraka og hafði hún einstaka ánægju af því, sérstaklega á vorin og sumrin þegar fuglalíf var mikið. Ég man að við áttum oft góða stund sam- an þar sem hún sagði okkur sögur úr lífi sínu. Meðal annars sagði hún mér stundum sögur af pabba mínum frá því að hann var lítill strákur. Hann ÞURÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Sigurður TraustiSigurjónsson fæddist á Hvoli í Vest- urhópi 1. maí 1912. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Hvammstanga 4. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Sigurðar- dóttir, f. á Felli í Strandasýslu, f. 17. nóv. 1881, d. 25. maí 1969 og Sigurjón Árnason frá Hörgs- hóli, f. 16. júní 1888, d. 25. mars 1937. Bræður Trausta voru Björn, f. 1914, d. 25. mars 1937, Árni, f. 1916, d. 1960, Torfi Óldal, f. 1918, d. 2002 og Sigurjón Hólm, f. 1922, sem lifir einn bræður sína. Fyrri kona Trausta var Sigríður Hansína Sigfúsdóttir, f. 21. ágúst 1915, d. 29. ágúst 1999. Börn þeirra eru: 1) Björn Sigurjón, f. 29.5 1938. Kona hans er Sigríður Kerúlf. Börn þeirra Margrét Sig- rún, Karen og Frímann Freyr. 2) Þorkell Ragnar, f. 10.7. 1939. Kona hans er Halldóra Kristinsdóttir. Sonur þeirra er Kristinn Már. 3) Agnar, f. 22.3. 1941. 4) Þráinn, f. 9.4. 1942. Kona hans var Guðrún Halldóra Helgadóttir, d. 4. febr. 1987. Börn þeirra Kristín Harpa, Sig- urður Helgi, Fríða Birna. Þráinn er í sambúð með Elínu Ásu Ólafsdóttur. 5) Guðbjörg Stella, f. 15.6. 1943. Sonur hennar og Helga Friðgeirsonar: Frið- geir Trausti. Stella og Friðgeir búa í Kaliforníu. 6) Sigfús, f. 29.5. 1945. Kona hans er Sigurveig Guðjónsdóttir. Börn þeirra Sigríður Helga, Árni, Guðjón Trausti, Björn og Sigurður Ellert. 7) Hörður, f. 2.1. 1955. Börn hans og Ásu Alex- andersdóttur Guðbjörg Sóley, Símon Pétur og Árni Þór. 8) Sig- urður Rósberg, f. 9.12. 1957, d. 8.7. 2000. Barnabarnabörnin eru 21. Seinni kona Trausta var Lára Hólmfreðsdóttir, þau skildu. Trausti var bóndi á Hörgshóli frá árinu 1936–1962, vann síðan í byggingarvinnu og var afgreiðslu- maður í KVH á Hvammstanga um 20 ára skeið. Útför Trausta verður gerð frá Breiðabólstaðarkirkju í Vestur- hópi í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Látinn er faðir minn og tengda- faðir, Sigurður Trausti Sigurjóns- son. Foreldrar hans, Guðbjörg og Sig- urjón, hófu búskap á Hvoli í Vest- urhópi árið 1911 en að tveim árum liðnum fluttu þau á Hörgshóli þar sem þau bjuggu í tvíbýli á móti Árna föður Sigurjóns á meðan hann lifði. Á Hörgshóli var húsakostur allur úr torfi eins og víðast var á þeim tíma. Það er ekki auðvelt fyrir nútímafólk að ímynda sér þær aðstæður sem fólk í sveitum landsins bjó við á þess- um árum. Börn þeirra tíma tóku fljótt þátt í bústörfum og voru þeim falin þau störf sem þeim var treyst fyrir. Svo var með Trausta og hafði hann alla tíð áhuga á búskap. Hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur. Eftir það vann hann á Korpúlfsstöð- um og við vegavinnu. Trausti tók við búi af föður sínum, árið 1936, sem þá var orðinn mikið veikur af krabbameini og lést hann 25. mars 1937, aðeins 48 ára gamall. Þann dag var mikill harmur kveðinn að fjölskyldunni á Hörgshóli því einnig bárust fréttir um lát Björns Sigurjónssonar. Hann var aðeins 22 ára, nýútskrifaður kennari við störf á Hellissandi og lést þar úr lungna- bólgu. Var það mikið áfall einkum fyrir Guðbjörgu ömmu mína. Þeir feðgar voru jarðsettir saman í Breiðabólstaðarkirkjugarði. Ári síðar hóf Trausti búskap með Sigríði Hansínu Sigfúsdóttir frá Æg- issíðu og eignuðust þau stóran barnahóp. Trausti var stórhuga bóndi, stækkaði túnin, vélvæddi bú- ið, fjölgaði skepnum og byggði öll hús á Hörgshóli upp á nýtt úr steini og timbri. Hann var fjárglöggur maður og þekkti allar sínar kindur. Á hverju kvöldi voru kindurnar tald- ar inn í fjárhús eftir að við strákarnir vorum búnir að smala. Pabbi fylgdist vel með líðan ánna um meðgöngu- tímann og vigtaði nokkrar þeirra reglulega til þess að fylgjast með fósturþunganum. Árið 1948–’49 urðu fjárskipti í Húnaþingi vegna mæði- veiki. Þá var öllu fé heima slátrað og nýtt fé fengið frá Vestfjörðum. For- eldrar mínir sáu eftir gamla stofn- inum en vestfirsku kindurnar voru harðgerðar og reyndust vel. Í ræktunarmálum var Trausti framsækinn og gerði ásamt Ágústi bónda á Urðarbaki tilraunir til að stífla Reyðarlækinn og veita vatninu upp á lækjarbakkann og mýrlendið í kring. Með því hugðust þeir fá gott land til slægju en tilraunirnar báru aldrei tilætlaðan árangur. Þá var landi bylt og unnin tún sem áttu að nægja til að fóðra bústofninn. Mamma og pabbi stunduðu refarækt um nokkurra ára skeið en á stríðs- árunum hættu skinnin að seljast því salan var mest til Þýskalands. Litlar tekjur urðu af þessari búgrein en þeir sem gátu selt lífdýr högnuðust eitthvað. Pabbi hafði ánægju af veiðiskap og var góð skytta. Hann gekk til rjúpna og veiddi vel en rjúp- ur voru aldrei á borðum á Hörgshóli því þær voru allar seldar. Hann lá oft fyrir tófu á grenjum og stundaði jafnframt minkaveiðar eftir að mink- ur var farinn að valda skaða á rjúpnastofninum og veiðinni í Reyð- arlæknum. Árið 1949 keypti pabbi fyrsta traktorinn í sveitinni í félagi við Björn bónda í Bjarghúsum. Það var árið 1949. Þá urðu mikil umskipti í öllum þeim störfum sem tengdust búskapnum. Dráttarvélin leysti með tímanum dráttarhestana af hólmi og létti okkur ýmis störf sem unnin höfðu verið hörðum höndum. Upp frá þessu gat pabbi hafið jarðarbæt- ur og stækkað búið. Traktorinn var líka notaður til fólksflutninga fyrst í stað. Pabbi smíðaði vagn með grind- um aftan í hann og flutti heimilis- fólkið á milli bæja þegar eitthvað stóð til. Sátum við þar á vagninum á kössum eða fötum og man ég ekki eftir að það hafi verið neinum vand- kvæðum bundið. Fyrsti bíllinn sem pabbi eignaðist var Rússajeppi. Hann hafði haft hug á að eignast Land Rover en fékk ekki leyfi hjá stjórnvöldum til að kaupa slíka „lúxuskerru“. Um árabil tók pabbi að sér að keyra póst heim á alla bæi hringinn í kringum Vatns- nesfjall. Voru þær ferðir farnar á Rússajeppanum á holóttum malar- vegi og í misjöfnu færi að vetri til. Eitt sinn lánaði Björn bróðir minn pabba Buick árgerð ’36 í þessar ferð- ir og ráku bændur upp stór augu er þeir sáu ,,drossíuna“ renna í hlað. Árið 1963 slitu mamma og pabbi samvistum, pabbi flutti í burtu en mamma hélt áfram búskap á Hörgs- hóli með Agnari bróður mínum og yngstu drengjunum. Pabbi giftist Láru Hólmfreðsdóttur á Þóreyjar- núpi. Eftir það vann hann í bygging- arvinnu, aðallega hjá Birni, bróður mínum. Sumarið 1967 datt hann ofan af húsþaki við byggingu á Hvamms- tanga og mjaðmagrindarbrotnaði illa. Það gekk kraftaverki næst hve vel hann náði sér eftir það slys og merkilegt að hann hélt fullri starfs- orku til 80 ára aldurs og fann aldrei til neinna þrauta. Pabbi og Lára skildu og síðar fluttist hann til Agn- ars sem þá var fluttur að Laugar- bakka. Trausti vann í Kaupfélaginu á Hvammstanga til ársins 1992 er hann lét af störfum þegar hann átti eftir viku í áttrætt. Sinnti hann störfum sínum þar af áhuga og kost- gæfni. Til marks um það átti hann það til að benda bændum sem pönt- uðu hjá honum varahluti á að líklegt væri að aðrir hlutar vélanna biluðu líka. Á sinn hlýlega hátt spurði hann karlana hvort þeir vildu ekki panta fleiri varahluti. Af reynslu sinni þekkti hann bæði hvaða vélarhlutar voru líklegastir til að bila og ekki síð- ur hversu óheppilegt og erfitt er fyr- ir bændur að standa uppi með bil- aðar vélar þegar mest á reynir. Hann átti það líka til að benda óhörðnuðum börnum eða unglingum sem komu í búðina til að kaupa sér eitthvert glingur á það að það væri skynsamlegra að ávaxta aurana í sparisjóðnum eða safna fyrir ein- hverju nytsamara. Pabbi var góður faðir, þótti vænt um börnin sín og vildi þeim allt það besta í lífinu. Hann kenndi okkur að vinna og við lærðum að skila því verki sem okkur var sett fyrir. Hann var félagslyndur og undi sér vel í góðra vina hópi. Hann hafði lært að spila á orgel sem barn en Sigurjón faðir hans spilaði á orgel og var org- anisti í kirkjunni á Breiðabólstað. Trausti var góður söngmaður eins og bræður hans og faðir. Stofnuðu þeir bræður kvartett og sungu á skemmtunum, ýmist fjórir saman eða þrír í félagi við Pétur Aðalsteins- son frá Stóru Borg. Stórbóndinn og framkvæmdamað- urinn Trausti er nú horfinn yfir móð- una miklu þar sem hann hittir fyrir marga vini sem á undan eru gengnir. Hann var trúaður og trúði á annað líf eftir dauðann og var tilbúinn að mæta Guði sínum. Síðastliðin tvö og hálft ár var Trausti á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga þar sem hann naut einstakrar umönnunar starfsfólks- ins. Hann var þakklátur hverju því sem honum var veitt og lét ánægju sína í ljós með fallegum orðum til starfsstúlknanna. Starfsfólkinu öllu viljum við senda okkar bestu kveðjur SIGURÐUR TRAUSTI SIGURJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.