Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 52
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Svínið mitt
© DARGAUD
ER ÞETTA STAÐURINN ÞAR SEM
KÓNGULÓARÁÐSTEFNAN Á AÐ VERA?
JÁ
ÞEGAR ÉG
FER Í ÞESSA
BÚÐ VERÐ ÉG
SVO REIÐUR
ÉG STÓÐ ÞARNA INNI Í
45 MÍNÚTUR OG ENGINN
SVO MIKIÐ SEM LEIT Á MIG!
ÉG VONA AÐ RÚLLUSTIGINN
YKKAR BILI! ÉG VONA
AÐ ÞAÐ KOMI SPRUNGUR
Í ALLT MALBIKIÐ Á
BÍLASTÆÐINU YKKAR!!
REIÐI KÚNNINN
HOBBES, VIÐ ERUM AFTUR
BÚNIR AÐ TÝNA HÓPNUM OG
ERUM VILTIR Í ÓBYGGÐUNUM
SEM BETUR FER ER ÉG
SKÁTI OG ER ÞVÍ ÁVALT
REIÐUBÚINN
ÞAÐ SEM ER Í ÞESSUM
BAKPOKA GERIR OKKUR
KLEIFT AÐ LIFA AF Í
MARGAR VIKUR
SVO LENGI SEM VIÐ
VERÐUM EKKI SVANGIR
ERTU AÐ SEGJA MÉR
AÐ STÆRÐFRÆÐI-
KENNARINN HAFI
REFSAÐI YKKUR
AFTUR
JÁ, ÞAÐ VAR VEGNA
ÞESS AÐ ÉG VISSI EKKI
SVARIÐ OG KÍKTI HJÁ
GULLA
ÞETTA ER
EKKI SANN-
GJARNT
SVONA ER ÞAÐ ÞEGAR MAÐUR
SVINDLAR Í PRÓFI
ÞAÐ ER RÉTTLÁTT AÐ
HONUM SKULI LÍKA
HAFA VERIÐ REFSAÐ
ÓSANNGJARNT
RÉTTLÆTI
MÁ ÉG SJÁ PRÓFIN YKKAR?
ELSKAN, ÞAÐ
ER BÚIÐ AÐ
REFSA ÞEIM
ÉG SKIL
EKKI
ALVEG...
HVAÐ VAR
MÁLIÐ?
ÞAU ÁTTU AÐ REIKNA ÚT HVAÐ ÞAÐ
TÆKI LANGAN TÍMA AÐ FYLLA BAÐKAR
EF ÞAÐ LEKUR ÚR ÞVÍ EINN LÍTRI Á KOR-
TERI EN 1 OG 1/2 LÍTER RENNUR ÚR
KRANANUM Á KORTERI
OG HVAÐ?
ÞETTA
ER
FÁRÁNLEGT!
ÞAU SKRIFUÐU BÆÐI
SÖMU TÖLUNA
5555223!
HVAÐA NÚMER
ER ÞETTA
EIGINLEGA?
ÉG VEIT EKKI
HVAÐAN ÞAU
FENGU ÞAÐ?
ÞETTA ER
NÚMERIÐ HJÁ
FRÆNDA HANS
GULLA
HANN ER MJÖG
GÓÐUR PÍPARI!
Dagbók
Í dag er föstudagur 12. nóvember, 317. dagur ársins 2004
Víkverji þekkirkonu, sem býr í
Eskihlíðinni. Hún
hringdi í Víkverja og
sagði sínar farir ekki
sléttar. Íbúar í göt-
unni bjuggu lengi
sumars við mikið
ónæði vegna lagn-
ingar nýju Hring-
brautarinnar. Spreng-
ingar skóku hverfið
alla daga, þannig að í
neðstu húsunum döns-
uðu hlutir á hillum og
sprungur komu sums
staðar í veggi.
x x x
Einn daginn í sumar rann skyndi-lega lækur eftir Eskihlíðinni.
Vatnsleiðslan í götunni hafði farið í
sundur – og margir íbúar vildu
tengja það við sprengingarnar, þótt
ekkert væri hægt að sanna í þeim
efnum. Það næsta, sem gerðist, var
að verktaki birtist með tæki sín og
tól, ekki til að gera við bilunina held-
ur til að skipta um vatnsleiðsluna
eftir endilangri götunni. Það fannst
íbúunum svo sem ágætt, sagði við-
mælandi Víkverja; gott að hafa nýj-
ar lagnir.
Verktakinn kom sem sagt um
miðjan ágúst og þegar Víkverji tal-
aði við konuna í Eski-
hlíðinni í gær var
hann þar ennþá,
tveimur og hálfum
mánuði síðar. Hlíða-
búinn sagðist aldrei
hafa orðið vitni að öðr-
um eins seina- og
vandræðagangi við
nokkurt verk. Gatan
hefur öll verið upp-
grafin allan þennan
tíma og merkingar við
skurðina hafa ekki
verið betri en svo að
a.m.k. tvö umferð-
aróhöpp hafa orðið
svo að viðmælandi
Víkverja horfði á – og
ekki er ósennilegt að þau séu enn
fleiri. Menn hafa verið að moka ofan
í skurði og upp úr þeim aftur; liðið
hafa margir dagar, jafnvel vikur, áð-
ur en malbikað hefur verið yfir
skurði, sem búið var að fylla upp á
nýtt og upp á síðkastið hafa líka ver-
ið dagar, þar sem mest lítið virðist
yfirleitt vera unnið við verkið. Nú
virðist loks sjá fyrir endann á því,
segir viðmælandi Víkverja, en hún
spyr hvernig borgaryfirvöld geti lát-
ið það viðgangast að fyrst sé fólk ært
með sprengingum vikum saman og
gatan hjá því svo látin vera sundur-
grafin í tvo og hálfan mánuð.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Laugardalshöll | Íslandsmeistaramót Galaxy Fitness stendur nú yfir og
verður samanburður í Laugardalshöll í dag kl. 16. Þá verður úrslitakeppnin
haldin annað kvöld kl. 20, þar sem átta karlar og átta konur keppa um titilinn.
Alda J. Gunnlaugsdóttir er ein af keppendunum. Hún er fjörutíu og eins
árs en ákvað fyrir nokkrum mánuðum að taka keppnina með trompi. Andrés
Guðmundsson, skipuleggjandi keppninnar, segir framfarir Öldu með ólík-
indum, hún hafi staðið sig ótrúlega vel í að styrkja og móta líkama sinn í betra
form. Alda tók í lóðin í undirbúningi fyrir keppnina í gær.
Morgunblaðið/Kristinn
Hreystikeppni í Höllinni
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar.
(Post. 3, 19.)