Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR María Skagan er látin. Þegar veturinn tók yfir yl, gróður og ljós sumarsins kvaddi hún þessa veröld okkar aðfaranótt annars nóvem- ber. Löngu veikindastríði er lokið, áratuga baráttu í þreyttum og þjáðum líkama. Hún átti samt sem betur fer ljúf og skemmtileg bernsku- og æskuár í fæðingar- sveit sinni á Bergþórshvoli í Aust- ur-Landeyjum. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt yngri syst- ur, Ástríði. Voru þær systur mjög samrýmdar alla tíð þrátt fyrir tals- verðan aldursmun, alls átta ár. Ástríður var glöð, elskuleg og vel gefin. Faðir þeirra séra Jón Skagan var prestur þar í sveit í mörg ár. Móðir hennar var Sigríður Jenný Skagan. Hún var væn kona, vel gefin og sterkur persónuleiki. Milli þeirra mæðgna var mjög innilegt samband. Þær studdu hvor aðra í blíðu og stríðu og var aðdáanlegt að sjá hve ánægðar þær voru er þær hittust á síðustu árunum sem Jenný lifði. Þær dvöldu þá hvor á MARÍA SKAGAN ✝ María JónsdóttirSkagan fæddist á Bergþórshvoli í Landeyjum 27. jan- úar 1926. Hún lést 2. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin sr. Jón Jónsson Skagan, prestur á Bergþórs- hvoli f. á Þangskála á Skaga 3. ágúst 1897, d. 4. mars 1989 og Sigríður Jenný Gunnarsdóttir Skag- an frá Selnesi á Skaga, f. á Sævar- landi í Laxárdal 21. janúar 1900, d. 19. febrúar 1991. Systir Maríu var Ástríður Jóns- dóttir Skagan, f. 13. mars 1933, d. 23. desember 1969. Kjördóttir Jóns og Jennýjar er Sigríður Kristín Lister, f. 17. október 1933, gift Kenneth Lister, f. 30. desem- ber 1925. Útför Maríu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. sínu hjúkrunarheim- ilinu. Maja unni átthög- um sínum af heilum hug alla tíð og hugsaði oft til Landeyjanna sinna. Hún var mikill dýravinur og hafði oft notið þess á unga aldri að sitja á hest- baki og taka þátt í bú- störfum svo sem hey- skap og fleiru. Hún hugsaði með hrifningu alla tíð um víðáttu Landeyjanna, fallega fjallahringinn, hafið og bylgjandi gras- sléttur í sól og sumarþey. Maja var afburða góðum gáfum gædd og fékk góða menntun, þó hún gæti ekki stundað langa skóla- göngu vegna veikinda, sem þjáðu hana meira og minna frá tvítugs- aldri. Hún var líka vel ritfær og komu út eftir hana nokkrar bækur, smásögur og órímuð ljóð. Hún sýndi í þessum kvæðum sínum að hún glímdi við margar gátur lífs okkar allra, ekki aðeins sína eigin baráttu við erfið örlög. En hún trúði líka á hjálp og styrk Guðs til okkar mannanna barna og að bak við þung ský væru oft ljós og gleðigeislar. Í einu kvæði sínu seg- ir hún: Sól legðu mig ljósi í gegn, svo blæði þessu sára myrkri, læstu mig sólstöfum í arma lífsins. Maja hafði mikla samúð með þeim, sem áttu erfitt og vildi styrkja allt mannúðarstarf. Hún stóð með sínu fólki í Sjálfsbjörgu og gaf m.a. fjárhæð í byggingu sundlaugar þar fyrir mörgum ár- um. Hún gat sjálf í nokkur ár sótt aukinn þrótt með því að fara í laugina, þó það væri allt of stuttur tími. Tónlistin var Maja mikið áhuga- mál og hugðarefni. Hún unni sí- gildri tónlist mikið en hafði jafn- framt gaman af léttari tónlist eins og t.d. sumum dægurlögum. Stundum þegar ég heimsótti hana höfðum við talað um ýmislegt úr daglega lífinu, sagði hún allt í einu: „Eigum við að setja einhverja góða og fallega tónlist á fóninn.“ Það var sérstök upplifun að hlusta með Maju á fallega tónlist. Hún varð svo víðs fjarri daglegum áhyggjum og angri og stillti tónlistina tals- vert hátt, já of hátt stundum. Hug- ur hennar sveif þá í óravíddir fyrir áhrif tónlistarinnar og gleymdi hún þá stað og stund. Árin liðu og voru fjölskyldunni oft erfið vegna veikinda, en sem betur fer komu inn á milli gleði- og ánægjustundir. Fjölskyldan var samhent og öll áttu þau sterka trú á góðan Guð. En árið 1979 urðu þau enn fyrir miklum harmi, er Ástríður yngri systir hennar lést á besta aldri. En nokkrum árum áður hafði fóstur- dóttir þeirra Sigríður Kristín flust til Íslands ásamt eiginmanni sínum Ken. Kitty eins og við vinir hennar köllum hana, kom svo sannarlega eins og sólargeisli inn í líf fjöl- skyldunnar. Hún annaðist fóstur- foreldra sína af einstakri um- hyggju og virðingu meðan þau lifðu. Maja og Kitty hafa verið ná- tengdar alla tíð og Kitty verið Maju ómetanleg hjálparhella. Þeir eru margir dagarnir og árin sem Kitty hefur hjálpað og styrkt Maju oft fársjúka af mikilli ástúð. Ken, eiginmaður Kitty hefur alltaf verið umhyggjusamur um velferð Maju og oft heimsótt hana daglega, sér- staklega þegar Kitty komst ekki sjálf. Ég veit að þau þrjú áttu sam- an gleðistundir, sem gott er að minnast nú. Maja bjó á Sjálfsbjargarheim- ilinu í fjöldamörg ár. Starfsfólkið þar annaðist hana af einstakri þol- inmæði og nærgætni. Þau eiga öll heiður skilið fyrir alla þá hjálp sem þau sýndu henni öll þessi ár. Á undanförnum árum bað hún mig oft um að skila hjartans þakk- læti til alls starfsfólksins í Sjálfs- bjargarhúsinu í Hátúni 12, þegar hún væri öll. Einnig bað hún mig um að færa Kitty fóstursystur sinni og Ken eiginmanni hennar ævarandi þakk- læti. Ég þakka Maju minni tryggð, vináttu og gleðistundir á liðnum árum. Þegar vorar aftur veit ég að hún verður komin á æskuslóðir sínar þar sem víðáttan er óend- anleg og bárurnar leika við Land- eyjasand. Blessuð sé minning Maríu Skag- an. Sólveig Ingimarsdóttir. Nú hefur María Skagan kvatt þetta jarðarlíf. Við höfum þekkst síðan við vorum ungar, ólumst upp í Landeyjum, ég í Austur- en hún í Vestur-Landeyjum. Affallið skildi þær grænu gróðursælu sveitir að. Samtöl okkar Maríu sveigðust oft að Landeyjum. Hún var trygg sín- um æskustöðvum og yrkir um feg- urðina þar, í bókinni „Ég ligg og hlusta“, kvæðinu „Þrá“: Hve ég sakna þér hvítskyggndu jöklar í órafirrð gædda skírri nánd að ég kenndi eilífðina innst í hjarta er ég leit yður nöktum augum. Og í ljóðinu „Heyannir“: Dalalæðan liggur kyrrlát yfir öllu og fjöllin og jöklarnir svo órafjarri mara í hálfu kafi í hvítum þokusænum. Máninn vindur sindurbrú yfir hafið milli lands og Eyja“. Sem unglingur gekk María í úti- verkin ef með þurfti og umgekkt hesta, hún var alla tíð hestaunn- andi. Í bókinni „Með brest í boga“, í kvæðinu „ Dögun“ eru þessar hendingar meðal annarra: Túnið orðið grænt og tindilfættur spói að vella í mó. Svo orti ég unglingur flutti mjólkina ríðandi með klyfjahest í taumi yfir Affallið heima. Ekki hefur það alltaf verið auð- velt; þegar flug var í Affallinu náði vatnið upp á miðjar síður hest- anna. María yrkir ennfremur seinna: Sportiginn fákur sprettur fram úr rjóðri sveiflar mér í söðul og þeysir af stað upp á hæstu fjöll niður í dýpstu dali sumsstaðar verða hófför hans blóðug og sár af vopnaburði mannanna og við grátum fákur minn og ég en við nemum ekki staðar heldur höldum áfram að sækja friðinn í greipar guðs og færa hann öllum þjóðum heims. Svo dreymdi mig þegar ég var ung og framtíðin hulin sjónum. Nú er ég löngu vöknuð. Já, í vöku og draumi vildi María allt bæta. Gegnum tíðina skrifaði hún og orti. Hún gaf út þrjár skáldsögur og fimm ljóðakver. Eftir að hún flutti í Sólheima 23 með foreldrum sínum var stutt á milli okkar, alltaf sömu frábæru móttökurnar á því fallega heimili. Þar bjó hún mörg ár. Þegar heilsu hennar hrakaði sótti hún um vist í Sjálfsbjargarhúsinu. Hún hafði brennandi áhuga á því að reist yrði sundlaug þar. Henni varð að ósk sinni og var látin vígja hana ásamt öðrum sundmanni. María var mús- íkelsk, hlustaði á klassíska tónlist, fylgdist vel með þjóðmálum og því menningarlega og dáðist að fögr- um listum, naut þess úr sjónvarpi eftir að hún varð alveg rúmföst. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkrum manni. Hægum skrefum hef ég gengið frá sjúkrabeði Maríu minnar hrærð í huga, hugsað margt, en lítið skilið. Hvers vegna er líf sumra svo erfitt? Hver er hetja á þessari jörð og hver ekki? Ég hugga mig við það sem Jesús Kristur sagði: „Blindir fá sýn, halt- ir ganga“. Nú fagna ég því að erf- iðleikum Maríu er lokið, veit að hennar bíður sæluríki, því hún var trúuð, vönduð og góð kona. Ingibjörg Björgvinsdóttir. Masa – Maja mín er farin, hún hefur þráð þetta ferðalag í mörg ár. Hún hefur verið bundin í fjötra þessa lífs, allavega jarðlíkami hennar. Ég kynntist henni fyrir um svona fimmtíu árum, þá var líf- ið farið að spinna þessa fjötra eða álög. Bundin við hækjur og að end- ingu við rúmið í tugi ára. En and- inn var óbugandi, hún skrifaði ljóð og sögur. Hafði hún sérstaklega gott vald á móðurmálinu okkar. Hún ferðaðist í huganum um alla álfu og við gátum rifjað upp fyrri æviskeið og drauma eða ferðalög næturinnar. Hún var vön að hringja um kvöldmatarleytið og láta gamminn geisa. Rifja upp minningar margra alda, og biðja um bænir fyrir þennan og hinn, því margir voru í hugarfaðmi hennar. Nú verður bið á að við hringjumst á, en við eigum eftir að hittast og það verður gaman að fara í ferða- lög um ókunn lönd á fallegum gæð- ✝ Ólafur Bjarna-son, fv. umdæm- isstjóri hjá Flug- málastjórn, fæddist að Grund á Kjalar- nesi 14. maí 1923. Hann andaðist á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrar- bakka 7. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helga Finnsdóttir, f. 25. des. 1891, d. 10. mars 1967 og Bjarni Árnason, f. 21. nóv. 1883, d. 8. febr. 1925, fósturfaðir Ólafs var Guðjón Sigurjónsson, f. 14. sept. 1888, d. 2. ágúst 1972. Ólafur var áttundi í tíu systkina hópi. Systkini Ólafs voru Ásta Frið- Óttarssyni og eiga þau þrjú börn, Silviu Sól, f. 1994 Pétur Örn, f. 1995 og Birnu Rún, f. 2000 Seinni kona Ólafs var Arn- dís Guðmundsdóttir, f. 17. júní 1924, d. 19. júní 2001. Börn þeirra eru: 1) Jón Finnur, kvæntur Þórönnu Ingólfsdóttur, þau eiga fjögur börn, þau eru: a) Arndís Hildur, f. 1975, í sambúð með Jóni Þór Þórissyni og eiga þau tvö börn Söru Björk, f. 1995 og Arnar Frey, f. 2001, b) Ing- ólfur Örn, f. 1979. c) Ólafur Þór, f. 1980, í sambúð með Bjarnfríði Laufey Guðsteinsdóttur. d) Anna Þóra, f. 1989. 2) Ólafur. 3) Krist- ín Guðrún, gift Guðna Birgi Svavarssyni, þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Svavar Guðni, f. 1980, í sambúð með Brynhildi Guðmundsdóttur. b) Elín Hrund, f. 1984, í sambúð með Hilmari Þór Hilmarssyni. c) Maríu Björk, f. 1987. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. mey, f. 1912, Sigurð- ur Árni. f. 1913, Guð- ríður, f. 1914, Stefán, f. 1915, Margrét Fanney, f. 1917, og Sigríður, f. 1919, sem öll eru látin, og Fjóla, f. 1921, Ágúst, f. 1924 og Bjarney, f. 1933, sem lifa systk- ini sín. Fyrri kona Ólafs er Jóna Salvör Þor- geirsdóttir, þau skildu. Dóttir þeirra er Helga, gift Pétri Erni Jónssyni. Dóttir Helgu og Jóns Halldórssonar er Elín, f. 1966 og á hún tvær dæt- ur Lindu, f. 1995 og Helgu, f. 1996. Dóttir Helgu og Péturs er Salvör, f. 1973, gift Snæbirni Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut, á lífsins örðugustu þyrnibraut. (Guðrún Jóhannesdóttir.) Elsku Óli minn, nú ertu búinn að hitta hana Dísu þína aftur sem þú hefur saknað svo sárt. Eflaust ertu nú í essinu þínu þó svo að við hefð- um gjarnan viljað hafa þig áfram hjá okkur. En maður getur ekki verið alls staðar. Minningar mínar um þig eru allar góðar, þú varst kannski ekki alltof upprifinn þegar Nonni þinn kynnti mig fyrir þér, en það breyttist fljótt. Ég held að okkur hafi bara komið ágætlega saman. Ég hefði allavega ekki viljað eiga annan tengdapabba. Fjölskyldan var þér mikils virði og þú gladdist í góðra vina hópi. Saman börðust þið Dísa fyrir framtíð Óla sonar ykkar sem átti við fötlun að stríða frá fæðingu. Bar- áttan stóð í yfir í fjörutíu ár og aldr- ei gáfust þið upp, þó á brattann væri að sækja, þið voruð og eruð hetjur og ef Óli gæti tjáð sig þá mundi hann örugglega þakka umhyggjuna og ástúðina sem þið sýnduð honum ávallt. Sár er söknuður hans eins og okkar hinna. Tengdapabbi, þú hafðir góða nær- veru, þú varst ljúfur og þægilegur í allri umgengni, þú varst börnunum okkar góður afi og langafi og fyrir það vil ég þakka. Um leið og ég bið algóðan Guð að vaka yfir börnunum þínum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum, þakka ég þér sam- fylgdina í bili, elsku tengdapabbi minn. Þínum anda fylgdi glens og gleði Gamansemin auðnu þinni réði, því skaltu halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar mínu lífi lýkur ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Þín tengdadóttir Þóranna. Okkur langar að kveðja afa með nokkrum orðum. Fráfall þitt gerðist svo fljótt að við náðum ekki að kveðja þig. Við hefð- um viljað geta komið oftar til þín á Eyrarbakka en aldrei héldum við að fráfall þitt væri á næsta leiti. En við eigum þó margar minningar um þig sem við munum ávallt geyma í hjört- um okkar. Okkur er minnisstætt þegar við komum og gistum hjá ykk- ur ömmu og Óla frænda þá fengum við alltaf að vaka lengi og horfa á sjónvarp eða vera í tölvunni með Óla. Það var sama hvað við gerðum, afi var alltaf þessi rólegi sem aldrei sagði neitt og var svo góður við okk- ur. Svavar man vel þegar afi sagði honum að ef hann tæki inn lýsi þá yrði hann stór og sterkur eins og afi. Greyið Svavar tók því svo bókstaf- lega að hann kláraði næstum heila lýsisflösku. Hann afi var ávallt glað- ur og það var því svo sárt að sjá hvað honum hrakaði eftir fráfall ömmu. En við munum ávallt muna eftir hon- um sem lífsglöðum manni. Núna líður honum vel og er hjá ömmu sem hann elskaði svo heitt. Við viljum þakka fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Það voru forréttindi að fá að eiga svona góðan afa. Hvíl í friði elsku afi. Þín barnabörn Svavar, Elín og María. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn, elsku Óli afi. Þótt söknuður okkar sé sár þá vitum við að þér líð- ur vel þar sem þú ert núna, hjá henni ömmu Dísu sem þú ert búinn að sakna svo sárt. Nú haldist þið amma í hendur og vakið yfir okkur öllum. Við minnumst þín sem elskulegs afa okkar, blíður og góður maður. Þú áttir alltaf til bros og faðmlag handa okkur. Minningarnar um þig munu lifa í hjarta okkar um alla framtíð. Elsku Óli afi, við þökkum þér fyrir samfylgdina og kveðjum þig með þessum orðum. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Þín barnabörn, Arndís Hildur, Ingólfur Örn og Anna Þóra. ÓLAFUR BJARNASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.