Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 36

Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN E ngin lognmolla hefur verið í fréttum síð- ustu vikur og mán- uði. Nægir að nefna mál eins og kenn- araverkfallið, Skeiðarárhlaup, eldgosið í Grímsvötnum, olíu- skýrslu Samkeppnisstofnunar, kjarasamninga sjómanna og út- vegsmanna, sprengjuárás í miðjum teppakaupum í Kabúl, af- sögn borgarstjórans í Reykjavík og nú síðast óvænt krýning borg- arstýru. Fjölmiðlar jafnt og per- sónur og leikendur í þessum stóru fréttum hafa verið undir miklu álagi og flestir sýnt ábyrgð í verki. Þegar talin eru upp þessi mál koma af einhverjum ástæð- um upp í hugann orðtök, spak- mæli og heil- ræði eins og allt hefur sinn tíma, kapp er best með forsjá, þolinmæði þrautir vinnur allar, aðgát skal höfð í nærveru sálar, mennt er máttur (hún var það að minnsta kosti einu sinni) og sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta stein- inum. Okkur fjölmiðlamönnum hætt- ir til að vera óþolinmóðir þegar viðmælendur eru spurðir spjör- unum úr en fátt verður um svör- in. Þetta birtist okkur vel í sjón- varps- og útvarpsfréttum þar sem fréttamenn og viðmælendur eru í návígi, oft í beinni útsend- ingu. Metnaðargjörnum frétta- mönnum getur hlaupið kapp í kinn og þeir sætta sig illa við svör eins og „við verðum að bíða og sjá“, „þetta mun skýrast á næstu dögum“ eða „ég get ekki tjáð mig um málið á þessari stundu“. Þegar slík svör fást ítrekað, eins og raunin var í kringum borgarstjóramál Reykjavíkurlist- ans, þá getur maður vel skilið óþolinmæði og gremju frétta- manna. Öll viljum við skila inn góðri frétt, eða „skúbba“ eins og slett er í faginu. Það er hverju orði sannara sem stendur í Predikaranum að allt hafi sinn tíma. Sjómenn og útvegsmenn voru lengi að kom- ast að niðurstöðu en náðu að munda pennana og fá vöfflur hjá ríkissáttasemjara eftir margra mánaða viðræður, þar sem marg- sinnis var siglt í strand. Kennaraverkfallið stendur því miður enn yfir og fáar lausnir í sjónmáli aðrar en þær að gerð- ardómur ákvarði kennurum laun eða að ríkið setji lög á verkfallið. Sagan kennir okkur að verkfall- inu mun á endanum ljúka, stóra spurningin er bara hvenær, og ljóst að þolinmæði foreldra, kennara, nemenda og allra í þjóðfélaginu fer þverrandi með hverjum deginum. Skeiðarárhlaup og síðar eld- gosið í Grímsvötnum stóðu ekki lengi yfir, reyndar svo stutt að fjölmiðlar voru flestir búnir að missa allan áhuga á því á þriðja degi. Þetta gos var greinilega ekki nógu nálægt okkur, enginn í lífshættu og hlaupið í Skeiðará í góðu meðallagi. En á endanum lauk þessum hamförum og at- hygli fjölmiðla beindist í aðrar áttir. Eftir nokkuð óljósar fréttir í fyrstu skýrðist atburðarásin í Kabúl, þar sem friðargæsluliðar urðu fyrir sprengjuárás í versl- unarferð í Kjúklingastræti. Á endanum var upplýst nánar hvað gerðist og ákveðin málalok hafa fengist með því að yfirmaður friðargæslunnar er kallaður heim fyrr en áætlað hafði verið. Eftir mikla bið og áralanga vinnu hefur Samkeppnisstofnun skilað af sér ítarlegri skýrslu um meint samráð olíufélaganna. Rétt er að benda á að hér er aðeins um úrskurð á stjórnsýslustigi að ræða, ekki neinn lokadóm. Næst fer málið fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og þaðan vænt- anlega í dómsali. Þangað til telj- ast menn saklausir á meðan sekt hefur ekki verið sönnuð, eins og forsætisráðherra benti réttilega á í sölum Alþingis í vikunni. Öll mál fá sinn endi. Okkur hættir nefnilega til, bæði fjölmiðlum og almenningi, að dæma menn án dóms og laga og upp kemur eitthvert gamalt víkingaeðli með hefndarglampa í augum. Við slíkar aðstæður er eins og við gleymum stað og stund og þeim heilræðum sem okkur eiga að hafa verið kennd í æsku, að bera virðingu fyrir náunganum og hafa aðgát í nær- veru sálar. Ég ætla mér ekkert að setjast í hlutverk einhvers dómara, enda ekki syndlaus maður, heldur minna á að fólk gefi sér tíma til að staldra við og slaka á þótt á móti blási og leikar standi hátt. Ég skal að endingu játa litla synd sem kappsfullur fréttamað- ur. Ég tók þátt í meintri „aðför“ fjölmiðla að fráfarandi borg- arstjóra með því að hírast fyrir utan Ráðhúsið eitt kvöld í kulda og trekki og bíða eftir því að fundi borgarfulltrúa R-listans lyki. Inni í hlýjunni var á meðal annarra Dagur B. Eggertsson, sem á þeim tíma var orðaður við borgarstjórastólinn. Er ég loks leitaði skjóls inni í bíl og setti miðstöðina á fullt varð mér hugs- að allnokkur ár aftur í tímann er við Dagur störfuðum saman á ónefndu dagblaði. Þetta var að- eins sunnar á Tjarnargötunni og við biðum úti í bíl eftir því að fundi ríkisstjórnarinnar lyki í Ráðherrabústaðnum. Ef ég man rétt þá var verið að karpa um fjárlögin þetta haustið og við stukkum út úr bílnum til að næla í viðtöl við ráðherrana þegar þeir laumuðust út í kvöldhúminu. Minnir mig að Dagur hafi króað Sighvat Björgvinsson af milli trjáa og sýndi þar sem oftar alla burði til að verða góður blaða- maður. Nú rúmum áratug síðar stökk ég út úr bílnum við Ráð- húsið þegar borgarfulltrúarnir birtust loksins en af Degi missti ég út í náttmyrkrið. Búið var að skipa talsmann hópsins, sem tal- aði við loppna og lúna frétta- mennina. Allt hefur sinn tíma og Dagur á kannski enn von til að verða borgarstjóri síðar meir, hver veit. Spurningin er bara hvort og hvar ég mun þá stökkva út úr bílnum. Allt hefur sinn tíma Okkur hættir nefnilega til, bæði fjöl- miðlum og almenningi, að dæma menn án dóms og laga og upp kemur eitthvert gamalt víkingaeðli með hefndarglampa í augum. VIÐHORF Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is MÖRG héruð og bæir eru rík af menningu, sögu og náttúru. Við bú- um að miklum þekkingararfi og nið- urstöðum rannsókna á mannlífi og náttúru sem í takmörkuðum mæli hefur verið miðlað til íbúa viðkom- andi svæða. Gildi þessarar þekk- ingar fyrir ferðaþjón- ustu er mikið og hefur verið unnið gott starf við hagnýtingu henn- ar, sérstaklega í menn- ingartengdri ferða- þjónustu. Betur má þó gera gagnvart íbúun- um sjálfum í fræðslu um menningu og nátt- úru heimabyggðar. Hin sterka ímynd samfélagsins Nauðsynlegt er að auðga umhverf- isfræðslu í skólum með því að gefa nemendum kost á að upplifa sitt eig- ið umhverfi og náttúru innan seil- ingar. Nemendur læra, að jafnvel í þeirra nánasta umhverfi er til fjöl- breytt og lítt snortin náttúra sem þau geta nýtt og notið og þau læra að þekkja hana. Sama gildir um svæðisbundinn sagnaarf og mann- lífsmyndir. Fjalla verður um menn- ingu og náttúru einstakra svæða sem eina órofa heild, því að allt mannlífið markast af legu byggð- arlaganna og náttúruauðlindum þeirra. Fræðsla af þessu tagi styrkir sjálfsmynd uppvaxandi kynslóða og eykur næmi fyrir eigin uppruna og virðingu fyrir umhverfi og menn- ingu. Fræðsla um nærumhverfi er til þess fallin að vekja áhuga og auka virkni nemenda. Víða eru myndarleg söfn um sögu byggðarlaga og lifandi náttúruminjar. En ekki síst höfum við síkvika náttúruna umhverfis okkur, mannlífið og söguna. Frumkvöðla- starf sem hefur heppnast vel Grunnskólakennsla í líffræði tók miklum stakkaskiptum á sínum tíma fyrir tilstilli fyrsta námsstjórans í líffræði, Reynis Bjarnasonar. Aukin áhersla var lögð á lifandi kennslu í ná- inni snertingu við nátt- úruna. Dæmi um ein- stök verkefni í menningarsögu sem sættu nýmælum þó svæðisbundin væru, var sérstakt námsefni útbúið af Ólafi H. Torfasyni um sögu og mannlíf á Snæfellsnesi til að kenna þar í heimabyggð fyrir 25 árum síð- an. Sambærilegt frumkvöðlastarf hefur verið unnið í Garðabæ á sviði umhverfisfræðslu í grunnskólum bæjarins. Garðyrkjustjóri og um- hverfisnefnd Garðabæjar létu útbúa námsefni um lífríki og umhverfi Víf- ilsstaðalands innan bæjarmarkana fyrir grunnskólana sem byggt var að stóru leyti á niðurstöðum rannsókna á svæðinu. Það námsefni hefur nú verið kennt með góðum árangri í fimm ár og sérfræðingar um náttúru svæðisins hafa ásamt kennurum séð um útikennslu við Vífilsstaðavatn á haustin. Verkefnum af þessum toga hefur verið hleypt af stokkunum víð- ar síðustu misserin. Möguleikarnir eru til staðar Skipuleg vinnsla fræðsluefnis og úti- kennsla um náttúru og sögu ein- stakra bæja og byggðarlaga sér- staklega hefur óvíða orðið að veruleika enn sem komið er. Sá fjöldi stofnana og fagfólks á sviði sögu, menningar og náttúrufræði sem er að finna víða um land gefur einstaka möguleika til að auðga skólastarf með fræðslu um mannlíf og náttúru í heimabyggð. Hér er á ferðinni krefjandi verkefni fyrir sveitarfélög og skólayfirvöld að tak- ast á við. Náttúra og menning í heimabyggð á erindi inn í skólastarfið Bjarni Jónsson fjallar um náttúru og menningu ’Nauðsynlegt er aðauðga umhverfisfræðslu í skólum með því að gefa nemendum kost á að upplifa sitt eigið um- hverfi og náttúru innan seilingar.‘ Höfundur er sveitarstjórnarmaður Vinstri-grænna í Skagafirði. Bjarni Jónsson FYRIR nokkur skrifaði ég grein í Morgunblaðið um Félag áfengis- ráðgjafa og hið nýja fag áfengis- ráðgjöf. Margir höfðu samband við mig eftir það og vildu vita meira um starfið og hvernig hægt er að læra það. Fólki er þetta starf fram- andi en vill gjarnan vita meira. Margir héldu að það sem til þyrfti væri einungis persónuleg reynsla af vandamálinu og gott hjartalag. Þetta er að hluta til rétt en alls ekki nóg. Til viðbótar við gott hjartalag og áhuga þarf auðvitað þekk- ingu. Þekkingu á fíkni- sjúkdómum. Þekkingu sem er grunnur þess sem unnið er að og hvernig. Þekkingu sem byggist á vís- indum. Fyrir um það bil 27 árum fór af stað landsátak til að koma af stað sam- tökum til að vera með meðferð fyr- ir alkóhólista hér á landi. Nokkrir tugir landskunnra drykkjumanna höfðu farið til Bandaríkjanna í áfengismeðferð og fengið þar góðan bata. Þessir einstaklingar fóru fram fyrir alþjóð í fjölmiðlum landsins og töluðu um drykkjuvanda sinn og þetta nýja líf sem þeir höfðu eign- ast án áfengis. Þetta vakti mikla at- hygli og á stuttum tíma breyttust viðhorf þjóðarinnar til áfengissýki. Það sem áður var eitthvað til að skammast sín fyrir var nú einungis verkefni til að taka á. Ný þekking og ný viðhorf urðu til þess að þjóð- in eignaðist nýjan skilning á áfeng- isvandamálinu. Landsátakið sem þessir einstaklingar hrundu af stað leiddi til stofnunar SÁÁ. Í lögum SÁÁ var strax varðað að félagið skyldi leiða saman leika og lærða til að vinna að markmiðum sínum. Fljótlega varð til þverfaglegt teymi inna SÁÁ sem samanstóð af ýmsum heilbrigðisstarfsmönnum, s.s. lækn- um, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Inn í þetta þverfag- lega teymi komu síðan ófaglærðir starfsmenn sem fengu þjálfun til að gera ákveðna verkþætti inni í með- ferðinni. Þessir nýju ófaglærðu starfsmenn höfðu ekkert formlegt starfsheiti fyrst, en voru kallaðir leiðbeinendur eða ráðgjafar á víxl. Fljótlega festist nafnið „ráðgjafi“ eða áfengisráðgjafi við þá. Áður en áttundi áratugurinn var allur voru fagheitin orðin nokkur enda sérhæf- ing þessara starfs- manna þegar farin að eiga sér stað. Nöfnin sem notuð voru til að skilgreina starfssvið þessara starfsmanna voru orðin nokkur með vísan til þess hvert meginviðfangsefni starfsmannsins var. Nöfnin sem eru notuð eru, ráðgjafi, áfengis/vímuefnaráð- gjafi saman eða aðskilin, fjöl- skylduráðgjafi, unglingaráðgjafi, vímuefnafræðingur og spilafíklaráð- gjafi. Þó getur maður sagt að orðið áfengisráðgjafi hafi sigrað og sé í daglegu tali það nafnorð sem vísar til þessara starfa. Sú hugmyndafræði sem stuðst er við þegar kennsla og þjálfun áfeng- isráðgjafa fer fram er upphaflega ættuð frá Bandaríkjunum en hefur þróast og tekið til sín þá þekkingu sem tiltæk er hverju sinni. Þeir sem sjá um menntun ráðgjafa í dag eru háskólamenntað fagfólk sem hefur sérhæft sig í áfengislækn- ingum. Staðan á Íslandi er sú að langflestir sem starfa við vímuefna- meðferð á sjúkrastofnunum hafa fengið þjálfun sína í Ráðgjafaskóla SÁÁ. Sá skóli er um tveggja ára starfsþjálfunarnám sem fer fram á starfsstöðum SÁÁ. Þar fer neminn í gegnum mikla þjálfun og hand- leiðslu. Samhliða þjálfuninni fer fram mikil kennsla í þeim þekking- aratriðum sem neminn á að kunna skil á. Náminu er stillt upp þannig að á þessum tveimur árum sem náms- tíminn er nái nemendurnir góðum tökum á þeim fjórum þáttum sem mynda rammann um þekkingarleg og fræðileg atriði námsins. Þessir þekkingarflokkar eru lyfjafræði vímuefna, sál- og félagsfræði, siða- reglur og fagleg vinnubrögð. Innan hvers flokks eru margir undir- flokkar. Þessi uppsetning á náminu og þeim prófum sem SÁÁ leggur fyrir á námstímanum nýtast vel þeim sem síðar hyggja á rétt- indanám það sem FÁR hefur verið að færa inn í landið. Félag áfengisráðgjafa FÁR, er orðið gríðarlega sterkt fagfélag sem hefur áunnið sér traust og virðingu meðal virtra fagfélaga vestanhafs. Innan FÁR eru vel menntaðir áfengisráðgjafar sem eru hluti af heilbrigðiskerfinu og veita þar dýr- mæta þjónustu. Í félaginu eru auk ráðgjafa, læknar og hjúkrunarfræð- ingar. Hægt er að nálgast lesefni hjá réttindaráði FÁR sem einnig veitir allar upplýsingar um prófin og þjálfunina. Hægt er að nálgast fé- lagið á heimasíðu þess www.far.is og á netfanginu far@far.is Hin nýja starfsstétt Hjalti Þór Björnsson fjallar um áfengismálin ’Innan FÁR eru velmenntaðir áfengisráð- gjafar sem eru hluti af heilbrigðiskerfinu og veita þar dýrmæta þjónustu.‘ Hjalti Þór Björnsson Höfundur er dagskrárstjóri hjá SÁÁ og hefur starfað sem áfengis- ráðgjafi í 18 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.