Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GAGNRÝNENDUR Morgunblaðsins komu saman í gær til málþings um gagnrýni og hlut- verk hennar. Auk gagnrýnenda blaðsins í öllum greinum lista, tónlist, myndlist, leiklist, bók- menntum og kvikmyndum, var boðið fulltrúum útgefanda, leikhúsa, tónleikahaldara og samtaka listamanna til að eiga samtal um eðli og hlut- verk gagnrýninnar. Í Morgunblaðið er skrifuð árlega gagnrýni um hundruð listviðburða og kom fram á málþinginu að enginn annar fjölmið- ill sinnir listum af viðlíka umfangi. Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri Eddu út- gáfu og stjórnarmaður í Félagi íslenskra bóka- útgefenda, hafði framsögu um bókmennta- gagnrýni og beindi spjótum sínum að tortryggni gagnrýnenda gagnvart metsölubókum, og kallaði það „markaðsandstöðuþráhyggju“. Hann taldi gagnrýnendur ekki vera í takt við hinn lesandi almenning á Íslandi og beina sjónum sínum að „samfélagi handan við markaðssamfélagið“. Hæfileiki en ekki eiginleiki Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur, mynd- listarmaður og forseti Bandalags íslenskra lista- manna, hafði einnig framsögu og talaði um nauðsyn þess að gagnrýnendur brúuðu bilið milli listamanna og almennings. „Listsköpun er álitin hæfileiki en ekki eiginleiki í samfélagi okk- ar og sú hugsun hefur mótast á undanförnum áratugum að aðeins fáum útvöldum sé gefið að skapa listaverk, þ.e. listamönnum. Hlutverk gagnrýnandans hefur orðið að fjalla um list- viðburði á faglegan og tæknilegan máta í stað þess að láta listina blása sér í brjóst umfjöllun frá innstu rótum hjartans. Vera sannur og þekkja sig sem manneskju,“ sagði Þorvaldur og bætti því við að ef listviðburðurinn blési gagn- rýnandanum ekki neinu í brjóst væri kannski heppilegast að skrifa ekkert. Fjörlegar umræður spunnust í kjölfar fram- sögu þeirra Kristjáns og Þorvaldar og var m.a. bent á að ekki væri fjallað um alla viðburði þó vissulega væri leitast við gera sem flestu skil. Voru allir sammála um nauðsyn þess að gagn- rýni væri málefnaleg þó sumum þætti „fag- mennska“ í því samhengi bæði ofnotað orð og misnotað. Þá var einnig bent á að gagnrýni dag- blaða væri annars eðlis en fagtímarita, bæði hvað varðar lengd umfjöllunar og þann tíma sem gagnrýnandinn hefði til umráða við skrif sín. Málefnaleg gagnrýni en mennsk Morgunblaðið/SverrirGagnrýnendur Morgunblaðsins hittust á málþingi í gær þar sem rætt var um hlutverk gagnrýni. RITHÖFUNDURINN og myndlist- arkonan Ragnheiður Gestsdóttir hlýtur Norrænu barnabókaverð- launin 2005 fyrir höfundaferil sinn sem rithöfundur og mynd- listarmaður með sérstakri áherslu á unglingabókina Sverð- berann. Í verðlaun er listmunur og viðurkenningarskjal og verða verðlaunin veitt 29. júní næst- komandi af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra. Norrænu barnabókaverðlaunin eru heiðursverðlaun sem veitt eru af Nordisk skolebibliotek- arforening, norrænum samtökum skólasafnskennara, sem Ísland er aðili að. Dómnefndin er skipuð fulltrú- um allra Norðurlandanna og er Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, skólasafnskennari í Langholts- skóla, fulltrúi Íslands. Í umsögn dómnefndar segir að verk Ragnheiðar séu mjög fjöl- breytt og skemmtileg og hæfi öll- um árgöngum grunnskólans. Myndskreytingar hennar séu afar fallegar og fjölbreyttar og gefa verkunum aukið gildi. Þetta er í þriðja sinn sem íslenskur höf- undur hlýtur þessi verðlaun. „Það er óskaplega hvetjandi að hljóta verðlaun fyrir ritstörf mín og ég er alveg í skýjunum,“ sagði Ragnheiður Gestsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún segist alltaf vera að skrifa og í haust mun hún gefa út myndabók fyrir yngri börnin en einnig er unglingabók í smíðum. „Það er bæði gaman að skrifa fyrir börn og unglinga en samt ákaflega gott að geta skipst á að skrifa fyrir þessa hópa.“ Tvær aðrar bækur Ragnheiðar hafa unnið til verðlauna auk þess sem hún hefur hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Ragnheiður Gestsdóttir fékk Norrænu barnabókaverðlaunin STERLING-lággjaldaflugfélagið, sem Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu í síðasta mánuði, leitar að nýjum forstjóra. Í danska viðskiptablaðinu Børsen segir að Sigurður Helgason, sem lætur senn af störfum sem forstjóri Flugleiða, sé einn þeirra sem nefndir hafa verið sem hugsanlegur nýr forstjóri Sterl- ing. „Ég er að hætta sem forstjóri Flugleiða og ég er ekki að fara að verða forstjóri annars flugfélags,“ sagði Sigurður í samtali við Morg- unblaðið í gær. Haft er eftir Pálma Haraldssyni í Børsen að hann vilji einungis segja það, að forstjóri Sterling verði frá Norðurlöndum og að Ísland sé hluti af þeim. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekkert vilja tjá sig frekar um þessi mál. Í Børsen segir að sérfræðingar á flugmarkaði telji líklegt að nýr for- stjóri Sterling verði Íslendingur. Þá segir blaðið að það muni koma í hlut nýs forstjóra að stýra miklum fyr- irhuguðum vexti félagsins og útrás til nýrra áfangastaða. Útrás og vöxtur Sterling flýgur nú til tæplega 30 áfangastaða í Evrópu, frá Kaup- mannahöfn, Ósló og Stokkhólmi. Flestir áfangastaðirnir eru í Suður- Evrópu, á Bretlandi og Írlandi, auk þess sem félagið flýgur milli borga á Norðurlöndunum. Í Børsen segir að áætlað sé að hefja flug frá Kaup- mannahöfn til Bandaríkjanna og einnig til Asíu. Gangi áætlanir eftir verði Sterling næststærsta flug- félagið sem flýgur frá Kastrup-flug- velli, næst á eftir SAS. Forstjóri Sterling verð- ur frá Norðurlöndum Í DAG verður birt fréttagetraun á mbl.is þar sem spurt verður nokk- urra spurninga úr fréttum vik- unnar. Gert er ráð fyrir að slík get- raun birtist hér eftir á hverjum föstudegi. Getraunin er einkum ætluð les- endum til gamans og er m.a. spurt um fréttir, sem ekki er hægt að telja til stórfrétta. Hægt er að nálgast getraunina á forsíðu mbl.is undir hausnum Nýtt á mbl.is. Fréttagetraun á mbl.is ÞRÍR fjórðu hlutar Íslendinga segjast hafa áhyggjur af lofts- lagsbreytingum í heiminum vegna gróðurhúsaáhrifa. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Nátt- úruverndarsamtök Íslands ný- lega. Alls sögðust 75,4% aðspurðra hafa áhyggjur af loftslagsbreyt- ingum í heiminum vegna gróður- húsaáhrifa. Tæplega 17% hafa litlar áhyggjur og tæp 8% hafa engar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Af þeim sem sögðust óttast lofts- lagsbreytingar kváðust 35,7% hafa miklar áhyggjur og 39,6% nokkrar áhyggjur. „Þessi niðurstaða kallar á að stjórnvöld standi við gefin fyr- irheit um að efla fræðslu og upp- lýsingagjöf til almennings um leiðir til þess að draga úr út- streymi gróðurhúsalofttegunda og gangi á undan með góðu for- dæmi,“ segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökum Íslands vegna málsins. 75% hafa áhyggj- ur af loftslags- breytingum FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu til á fundi ráðsins í gær að frá 1. maí n.k. yrði fallið frá hækkunum á leikskólagjöldum sem samþykktar voru af Reykavíkurlist- anum fyrir fjórum mánuðum. Tillög- unni var vísað til afgreiðslu mennta- ráðs. Sjálfstæðismenn lögðu einnig fram bókun á fundinum, þar sem segir m.a. að þeir leggi áherslu á heildstæða stefnu í málefnum reyk- vískra skóla sem komi til móts við öll leikskóla- og grunnskólabörn og tryggi að umhverfi barnafjölskyldna sé með því besta sem þekkist. Í því sambandi sé mikilvægast að tryggja foreldrum viðunandi vistun fyrir öll börn um leið og fæðingarorlofi for- eldra lýkur, eða við 9 mánaða aldur. Tryggja verði öllum börnum eldri en 18 mánaða leikskólapláss, en þeim árangri hafi ekki enn verið náð í Reykjavík. Að auki þurfi að veita öll- um börnum sama stuðning, óháð því hvort þau dvelji í einkareknum eða borgarreknum skóla. Í bókuninni segir, að tillögurnar um það sem R-listinn kjósi ranglega að kalla gjaldfrjálsan leikskóla, séu bæði illa ígrundaðar og fram settar með þeim hætti, að Reykvíkingar geti ekki áttað sig á því sem þær raunverulega boði. Innihaldslaust kosningaloforð R-listans um lækkun leikskólagjalda í óljósri framtíð á sama tíma sem löngu gefin loforð í leikskólamálum hafi ekki verið upp- fyllt, sé ódýr kosningabrella sem ekki sé hægt að samþykkja. Fallið verði frá hækk- un leikskólagjalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.