Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GAGNRÝNENDUR Morgunblaðsins komu
saman í gær til málþings um gagnrýni og hlut-
verk hennar. Auk gagnrýnenda blaðsins í öllum
greinum lista, tónlist, myndlist, leiklist, bók-
menntum og kvikmyndum, var boðið fulltrúum
útgefanda, leikhúsa, tónleikahaldara og samtaka
listamanna til að eiga samtal um eðli og hlut-
verk gagnrýninnar. Í Morgunblaðið er skrifuð
árlega gagnrýni um hundruð listviðburða og
kom fram á málþinginu að enginn annar fjölmið-
ill sinnir listum af viðlíka umfangi.
Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri Eddu út-
gáfu og stjórnarmaður í Félagi íslenskra bóka-
útgefenda, hafði framsögu um bókmennta-
gagnrýni og beindi spjótum sínum að tortryggni
gagnrýnenda gagnvart metsölubókum, og kallaði
það „markaðsandstöðuþráhyggju“. Hann taldi
gagnrýnendur ekki vera í takt við hinn lesandi
almenning á Íslandi og beina sjónum sínum að
„samfélagi handan við markaðssamfélagið“.
Hæfileiki en ekki eiginleiki
Þorvaldur Þorsteinsson, rithöfundur, mynd-
listarmaður og forseti Bandalags íslenskra lista-
manna, hafði einnig framsögu og talaði um
nauðsyn þess að gagnrýnendur brúuðu bilið
milli listamanna og almennings. „Listsköpun er
álitin hæfileiki en ekki eiginleiki í samfélagi okk-
ar og sú hugsun hefur mótast á undanförnum
áratugum að aðeins fáum útvöldum sé gefið að
skapa listaverk, þ.e. listamönnum. Hlutverk
gagnrýnandans hefur orðið að fjalla um list-
viðburði á faglegan og tæknilegan máta í stað
þess að láta listina blása sér í brjóst umfjöllun
frá innstu rótum hjartans. Vera sannur og
þekkja sig sem manneskju,“ sagði Þorvaldur og
bætti því við að ef listviðburðurinn blési gagn-
rýnandanum ekki neinu í brjóst væri kannski
heppilegast að skrifa ekkert.
Fjörlegar umræður spunnust í kjölfar fram-
sögu þeirra Kristjáns og Þorvaldar og var m.a.
bent á að ekki væri fjallað um alla viðburði þó
vissulega væri leitast við gera sem flestu skil.
Voru allir sammála um nauðsyn þess að gagn-
rýni væri málefnaleg þó sumum þætti „fag-
mennska“ í því samhengi bæði ofnotað orð og
misnotað. Þá var einnig bent á að gagnrýni dag-
blaða væri annars eðlis en fagtímarita, bæði
hvað varðar lengd umfjöllunar og þann tíma
sem gagnrýnandinn hefði til umráða við skrif
sín.
Málefnaleg gagnrýni en mennsk
Morgunblaðið/SverrirGagnrýnendur Morgunblaðsins hittust á málþingi í gær þar sem rætt var um hlutverk gagnrýni.
RITHÖFUNDURINN og myndlist-
arkonan Ragnheiður Gestsdóttir
hlýtur Norrænu barnabókaverð-
launin 2005 fyrir höfundaferil
sinn sem rithöfundur og mynd-
listarmaður með sérstakri
áherslu á unglingabókina Sverð-
berann. Í verðlaun er listmunur
og viðurkenningarskjal og verða
verðlaunin veitt 29. júní næst-
komandi af Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur menntamálaráð-
herra.
Norrænu barnabókaverðlaunin
eru heiðursverðlaun sem veitt
eru af Nordisk skolebibliotek-
arforening, norrænum samtökum
skólasafnskennara, sem Ísland er
aðili að.
Dómnefndin er skipuð fulltrú-
um allra Norðurlandanna og er
Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir,
skólasafnskennari í Langholts-
skóla, fulltrúi Íslands.
Í umsögn dómnefndar segir að
verk Ragnheiðar séu mjög fjöl-
breytt og skemmtileg og hæfi öll-
um árgöngum grunnskólans.
Myndskreytingar hennar séu afar
fallegar og fjölbreyttar og gefa
verkunum aukið gildi. Þetta er í
þriðja sinn sem íslenskur höf-
undur hlýtur þessi verðlaun.
„Það er óskaplega hvetjandi að
hljóta verðlaun fyrir ritstörf mín
og ég er alveg í skýjunum,“ sagði
Ragnheiður Gestsdóttir í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Hún segist alltaf vera að skrifa
og í haust mun hún gefa út
myndabók fyrir yngri börnin en
einnig er unglingabók í smíðum.
„Það er bæði gaman að skrifa
fyrir börn og unglinga en samt
ákaflega gott að geta skipst á að
skrifa fyrir þessa hópa.“
Tvær aðrar bækur Ragnheiðar
hafa unnið til verðlauna auk þess
sem hún hefur hlotið marg-
víslegar viðurkenningar fyrir
verk sín.
Ragnheiður Gestsdóttir fékk
Norrænu barnabókaverðlaunin
STERLING-lággjaldaflugfélagið,
sem Pálmi Haraldsson og Jóhannes
Kristinsson keyptu í síðasta mánuði,
leitar að nýjum forstjóra. Í danska
viðskiptablaðinu Børsen segir að
Sigurður Helgason, sem lætur senn
af störfum sem forstjóri Flugleiða,
sé einn þeirra sem nefndir hafa verið
sem hugsanlegur nýr forstjóri Sterl-
ing.
„Ég er að hætta sem forstjóri
Flugleiða og ég er ekki að fara að
verða forstjóri annars flugfélags,“
sagði Sigurður í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Haft er eftir Pálma Haraldssyni í
Børsen að hann vilji einungis segja
það, að forstjóri Sterling verði frá
Norðurlöndum og að Ísland sé hluti
af þeim. Hann sagðist í samtali við
Morgunblaðið í gær ekkert vilja tjá
sig frekar um þessi mál.
Í Børsen segir að sérfræðingar á
flugmarkaði telji líklegt að nýr for-
stjóri Sterling verði Íslendingur. Þá
segir blaðið að það muni koma í hlut
nýs forstjóra að stýra miklum fyr-
irhuguðum vexti félagsins og útrás
til nýrra áfangastaða.
Útrás og vöxtur
Sterling flýgur nú til tæplega 30
áfangastaða í Evrópu, frá Kaup-
mannahöfn, Ósló og Stokkhólmi.
Flestir áfangastaðirnir eru í Suður-
Evrópu, á Bretlandi og Írlandi, auk
þess sem félagið flýgur milli borga á
Norðurlöndunum. Í Børsen segir að
áætlað sé að hefja flug frá Kaup-
mannahöfn til Bandaríkjanna og
einnig til Asíu. Gangi áætlanir eftir
verði Sterling næststærsta flug-
félagið sem flýgur frá Kastrup-flug-
velli, næst á eftir SAS.
Forstjóri Sterling verð-
ur frá Norðurlöndum
Í DAG verður birt fréttagetraun á
mbl.is þar sem spurt verður nokk-
urra spurninga úr fréttum vik-
unnar. Gert er ráð fyrir að slík get-
raun birtist hér eftir á hverjum
föstudegi.
Getraunin er einkum ætluð les-
endum til gamans og er m.a. spurt
um fréttir, sem ekki er hægt að
telja til stórfrétta.
Hægt er að nálgast getraunina á
forsíðu mbl.is undir hausnum Nýtt
á mbl.is.
Fréttagetraun
á mbl.is
ÞRÍR fjórðu hlutar Íslendinga
segjast hafa áhyggjur af lofts-
lagsbreytingum í heiminum
vegna gróðurhúsaáhrifa. Þetta
kemur fram í skoðanakönnun
sem IMG Gallup gerði fyrir Nátt-
úruverndarsamtök Íslands ný-
lega.
Alls sögðust 75,4% aðspurðra
hafa áhyggjur af loftslagsbreyt-
ingum í heiminum vegna gróður-
húsaáhrifa.
Tæplega 17% hafa litlar
áhyggjur og tæp 8% hafa engar
áhyggjur af loftslagsbreytingum.
Af þeim sem sögðust óttast lofts-
lagsbreytingar kváðust 35,7%
hafa miklar áhyggjur og 39,6%
nokkrar áhyggjur.
„Þessi niðurstaða kallar á að
stjórnvöld standi við gefin fyr-
irheit um að efla fræðslu og upp-
lýsingagjöf til almennings um
leiðir til þess að draga úr út-
streymi gróðurhúsalofttegunda
og gangi á undan með góðu for-
dæmi,“ segir í tilkynningu frá
Náttúruverndarsamtökum Íslands
vegna málsins.
75% hafa áhyggj-
ur af loftslags-
breytingum
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins
í borgarráði lögðu til á fundi ráðsins í
gær að frá 1. maí n.k. yrði fallið frá
hækkunum á leikskólagjöldum sem
samþykktar voru af Reykavíkurlist-
anum fyrir fjórum mánuðum. Tillög-
unni var vísað til afgreiðslu mennta-
ráðs.
Sjálfstæðismenn lögðu einnig
fram bókun á fundinum, þar sem
segir m.a. að þeir leggi áherslu á
heildstæða stefnu í málefnum reyk-
vískra skóla sem komi til móts við öll
leikskóla- og grunnskólabörn og
tryggi að umhverfi barnafjölskyldna
sé með því besta sem þekkist. Í því
sambandi sé mikilvægast að tryggja
foreldrum viðunandi vistun fyrir öll
börn um leið og fæðingarorlofi for-
eldra lýkur, eða við 9 mánaða aldur.
Tryggja verði öllum börnum eldri en
18 mánaða leikskólapláss, en þeim
árangri hafi ekki enn verið náð í
Reykjavík. Að auki þurfi að veita öll-
um börnum sama stuðning, óháð því
hvort þau dvelji í einkareknum eða
borgarreknum skóla.
Í bókuninni segir, að tillögurnar
um það sem R-listinn kjósi ranglega
að kalla gjaldfrjálsan leikskóla, séu
bæði illa ígrundaðar og fram settar
með þeim hætti, að Reykvíkingar
geti ekki áttað sig á því sem þær
raunverulega boði. Innihaldslaust
kosningaloforð R-listans um lækkun
leikskólagjalda í óljósri framtíð á
sama tíma sem löngu gefin loforð í
leikskólamálum hafi ekki verið upp-
fyllt, sé ódýr kosningabrella sem
ekki sé hægt að samþykkja.
Fallið verði frá hækk-
un leikskólagjalda