Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 31 VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR 75 ÁRA störf sín, þá bað hún pabba að fara inn og koma af stað samræðum meðan hún væri að hafa til kaffi og meðlæti. Þegar við mæðgur komum svo inn voru allir í hrókasamræðum. Mér er á sama hátt lagið að tala við fólk og þykir gaman að spjalla við hvern sem er. Þetta stafar af því að mér þykir svo vænt um fólk. Það var mér besta veganestið í forseta- starfinu – hve vænt mér þykir raunverulega um fólk og hve það stendur hjarta mínu nærri. Ég geri ráð fyrir að þar njóti ég uppeldis míns, ég ber trúnaðartraust til annars fólks og hef aldrei á ferli mínum hitt vonda mann- eskju.“ Forsetaembættið var mjög opið í minni tíð „Það er hins vegar aldrei hægt að vera allra viðhlæjandi og auðvitað varð ég stundum fyrir aðkasti á ferlinum sem særði mig. Ég á eink- um erfitt með að kyngja óréttlæti. Ég hef sterka réttlætiskennd, það sæki ég líka í upp- eldið. Ef ég varð vitni að því að aðrir yrðu fyr- ir óréttlæti þá sveið mér það jafn mikið og ef ég sjálf sætti slíku. Forsetaembættið var mjög opið í minni tíð, það máttu allir koma sem vildu á þriðjudögum og það komu þá margir til mín. Oft gat maður ekki hjálpað en ég fann og vissi að það var mörgu fólki léttir að hafa átt þess kost að segja forseta sínum frá vandamálum sínum. Með kosningu minni var brotið blað Það er ekki svo að maður vakni upp einn morguninn og segi: „Góðan daginn, ég ætla að verða forseti.“ Þannig er það ekki og allra síst var það inni í dagskrárliðum kvenna á minni tíð. Með kosningu minni til forsetaembættis var brotið slíkt blað að með ólíkindum var. Ég er mjög hreykin af Íslendingum að senda þau skilaboð út í heim að það sé allt í lagi að kjósa konu sem forseta. Þegar ég var í opinberum heimsóknum eða var beðin að halda fyr- irlestur var ég gjarnan spurð: „Hver kaus yð- ur, madame? Voru það bara konur?“ Ég svaraði að ég hefði verið kosin jafnt af körlum sem konum og bætti jafnan við: Ég er svo hreykin af þessum skilaboðum til um- heimsins – því þetta voru slík skilaboð.“ „Ég lagði mig alla fram því ég vissi að ég mætti ekki misstíga mig. Karlar hafa sinnt svona embættum lengi og margoft misstigið sig en sem kona þá fannst mér ég ekki hafa ráð á að misstíga mig að neinu leyti. Það að ég var einstæð var hins vegar ekki tilefni neinna sérstakra umræðna eftir að ég var kosin, en í kosningabaráttunni kom það til umræðu. Einu sinni var ég spurð: „Hvernig ætlar þú að fara að, Vigdís, ef þú átt engan mann, hverjum ætlar þú að segja þín trún- aðarmál?“ Ég svaraði: „Ég vona að forseti Íslands eigi aldrei nein þau leyndarmál að hann geti eng- um sagt þau nema maka sínum.“ Eftir að ég var orðin forseti var eins og eng- inn saknaði þess að ég ætti ekki maka. Ég fann aldrei fyrir neinu slíku við opinberar at- hafnir eða í veislum þeim samfara.“ Töluvert nám að læra hirðsiði og tíma tók að velja föt „Það var töluvert nám að átta sig á þeim siðum og hefðum sem tíðkast í opinberum samskiptum fyrir þá sem ekki eru sérstaklega aldir upp við slíkt eins og gerist með þjóðhöfð- ingja sem fæðast til slíks embættis. Leiðsagn- ar í hirðsiðum er þörf, einkum hvernig forseti ávarpar hina ýmsu aðila. Á frönsku segir mað- ur Monsieur eða Madame l’ambassadeur en á ensku var mér sagt að það væri nóg að segja bara ambassador. – Reyndar grunaði mig sumt af þessu, hafði lesið um það í bókum. Umræðuefni getur maður hins vegar valið samkvæmt brjóstviti og þekkingu. Ég und- irbjó mig jafnan vel þegar ég fór í heimsóknir á ókunnar slóðir til þess að geta haldið uppi samræðum svo sæmilegt væri. Ég sat oft til borðs með mjög áhugaverðu fólki, bæði meðan ég var forseti og líka eftir að ég lét af embætti, stundum leiddu þær samræður ýmislegt gagnlegt af sér. Þegar Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, var í opinberri heimsókn í Danmörku og ég var stödd þar var mér boðið til veislu í Krist- jánsborg og fékk sem borðherra forseta hæstaréttar í Danmörku. Það vildi svo til að hann hafði skrifað bók um Borges og var mik- ill sérfræðingur í þeim fræðum. Ég hafði lesið svolítið í Borges og milli okkar tókust mjög skemmtilegar samræður sem leiddu til þess að hann sendi mér bókina og ég gat dreift henni til annarra aðila á Íslandi sem hafa áhuga á Borges. Kona sem gegnir forsetaembætti þarf að koma sér upp miklu viðameira fataúrvali en karl í sams konar embætti og hugsa mun meira um hvað sé viðeigandi við hvert og eitt tækifæri. Það voru mér talsverð viðbrigði að þurfa að hugsa svona mikið um föt eins og ég þurfti að gera eftir að ég varð forseti. Þegar ég kom ung frá Reykjavík til Parísar í háborg tískunnar var ég blönk og gat lítið keypt mér af þeim fallegu fötum sem á boðstólum voru. Meira að segja þegar mamma kom að heim- sækja mig og við gengum framhjá gluggum fullum af glæsilegum fötum og hún bauð mér að velja mér eitthvað, þá neitaði ég, var orðin svo vön að skoða bara í gluggana og láta þar við sitja. Lengi vel dugði líka svarta stúdentsdragtin sem mömmu tókst einhvern veginn að útvega efni í á haftatímum og Andrés klæðskeri saumaði. En þegar ég varð forseti var sú dragt löngu búin að skila sínu og ég þurfti að koma mér upp fataskáp sem gæti gengið á op- inberum vettvangi. Ekki síst þurfti ég að eign- ast pels. Ég hafði aldrei átt loðkápu, nú þurfti ég að eignast eina slíka til þess að geta staðið við hlið drottninga við opinber tækifæri. Það var valinn fyrir mig fallegur pels frá Ítalíu sem gegndi vel sínu hlutverki. Allt var í þessa veru, það þurfti að velja kjóla og dragtir fyrir hin ýmsu tækifæri, í þetta fór drjúgur tími. Sömuleiðis þurfti að skoða vandlega hár- greiðslu og skartgripi. Þetta tilheyrði mínu starfi en meira yndi hafði ég sem forseti af að leggja málefnum lið sem mér þóttu áhugaverð.“ Vildi auka sjálfstraust Íslendinga sem þjóðar „Ég tók mjög snemma þann pól í hæðina að taka fyrir mannrækt af ýmsu tagi, ég er ekki stjórnmálamaður og hlutlaust kjörin af fólkinu í landinu, þess vegna þótti mér þetta við hæfi. Mér var sérstaklega hugleikið að minna Ís- lendinga á sjálfsmynd sína, minna á tunguna, landið og börnin – allt sem viðkom ræktun. Mér var ofarlega í huga að auka sjálfstraust Íslendinga og sjálfstraust fæst aðeins með því að eiga sterka rödd og vera sterk þjóð. Og þjóðin verður sterk með því að eiga sína eigin tungu og leggja rækt við eigin sögu og eigið land. Einsemdarinnar starf Ég var sextán ár forseti en ákvað svo að gefa ekki kost á mér lengur í það starf. Ég var svo lánsöm að fá góðan tíma til að ganga frá skrifstofu minni, er enn að taka upp úr köss- um og finna fjölmörg bréf þar sem ég er ein- dregið hvött til að gefa kost á mér í forseta- embættið áfram. En starf forseta gefur ekki mikið persónufrelsi og sú tilfinning mín fór vaxandi með árunum. Þetta er einsemd- arinnar starf. Endanlega er maður einn í ákvörðunum sínum. Ég hefði ekki haldið út hefði ég ekki átt stóran hóp af traustum vin- um sem komu til mín reglulega, spjölluðu og hlógu með mér og leyfðu mér að herma eftir, sem er ein mín uppáhaldsiðja. Það að ala upp hana Ástríði mína, gegna embætti mínu og hitta vini mína gaf mér ríkt lífsinnihald. Auk þess á ég þessari þjóð mikið að þakka því bæði konur og karlar hafa sýnt mér mikla vináttu. Margt gerðist mjög skemmtilegt á þessum árum, það skemmtilegasta var þó þegar ég fann að mér gekk vel í útlöndum sem fulltrúi þjóðarinnar, að það var hlustað á rödd hennar fyrir mitt tilstilli.“ Starf forseta verður ekki unnið í hjáverkum En hvað með framtíð forsetaembættisins – sumir telja það jafnvel ónauðsynlegt? „Þetta er svo mikil vinna, að koma fram fyr- ir hönd þjóðarinnar, að ég held að það væri of mikið lagt á forsætisráðherra eða forseta Al- þingis að sinna því í hjáverkum. Það er sam- kvæmt minni reynslu gott að hafa einhvern sem getur komið fram hlutlaust, einhvern sem ekki er talsmaður neinnar pólitískrar stefnu. Stjórnmálamenn sem voru að störfum með- an ég var forseti sýndu mér mikla kurteisi og virðingu. En eigi að síður komu upp mál sem urðu umhugsunarefni. Ég hafði spurt Ólaf Jóhannesson hvað ég ætti að gera ef upp kæmu aðstæður þar sem eitthvað væri þess valdandi að ég vildi t.d. fresta að skrifa undir lög. „Þá áttu að kalla á forsætisráðherra og ráð- færa þig við hann,“ sagði Ólafur. Á afmæli kvennafrídagsins 24. október 1985 kom upp sú staða að ég tók mér umhugs- unarfrest vegna undirritunar laga sem sett voru þann dag til að binda endi á verkfall flug- freyja. Þetta er kvennastétt og ég taldi að það væri mikið högg í andlit kvenna að setja lög á flugfreyjur þennan dag. Ég kallaði því á for- sætisráðherra, Halldór Ásgrímsson var þá staðgengill hans, en hann gat ekki komið að máli við mig fyrr en um hádegi þennan dag. Þá spurði ég hann hreint út hvort hægt væri að fresta því að skrifa undir þessi lög til sól- arlags vegna þess hvaða dagur þetta væri í heimi kvenna. En það var ekki hægt að hans mati og ég skrifaði í framhaldi af því undir lögin. Það kom auðvitað aldrei til greina hjá mér að neita að skrifa undir þessi lög og fara með því að skjóta lögum um flugfreyjuverkfall til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég vildi aðeins fresta undirritun þeirra fram yfir þennan há- tíðisdag kvenna.“ Þjóðin var klofin í afstöðu sinni til EES-samningsins „Lögin um EES-samninginn klufu þjóðina í tvær fylkingar. Ég tel að ég hafi við þær að- stæður sýnt raunsæi er ég undirritaði þau lög. Ef ég hefði ekki skrifað undir hefði það orsak- að mikla ringulreið og jafnvel upplausn í þjóð- félaginu. Komið hefði getað til afsagnar for- seta eða ríkisstjórnar og auk þess sem ég hefði gengið gegn samþykkt lýðræðiskjörins Alþingis. Ég kaus því að skrifa undir og gerði það af góðum hug fyrir æskuna í landinu, með undirrituninni taldi ég mig opna dyr í átt að Evrópu fremur en að loka þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að margir voru mér sárir og reiðir fyrir undirritun þessara laga og ég tók það mjög nærri mér. En ég sé það núna að ég brást þessu fólki ekki, ég átti ekki neinna annarra kosta völ en skrifa undir. Þetta atvik var það erfiðasta á mínum ferli sem forseti Ís- lands.“ Bessastaðastofa byggð upp „Þegar ég ákvað að halda áfram sem forseti eftir 12 ára setu í því embætti gerði ég það vegna eindreginna og einarðlegra óska „þeirra sem ég tek mark á“, eins og Halldór Laxness orðaði það. En auk þess átti ég eftir að hnýta nokkra hnúta sem mér fannst að ég þyrfti að gera. Konur erlendis litu margar til Íslands sem fyrirmyndar hvað jafnrétti snerti, má þar nefna stofnun Samtaka kvenna í leið- togastörfum. Í þeim samtökum voru átta fyrr- verandi forsetar og forsætisráðherrar þegar þau voru stofnuð en nú eru í þeim tuttugu og tvær konur. Ég vildi fylgja þessu eftir og einnig kvennaráðstefnunni í Japan. Loks var ég mjög áhugasöm um að byggt yrði upp á Bessastöðum og það var meðfram vegna seiglu minnar að það hafðist í gegn. Þá var jafnframt byggt upp hús fyrir einkaheimili forseta Íslands. Bessastaðastofa, sem byggð var 1786, var þá að hruni komin. Ég bauð jafnan fjárveitinganefnd í heimsókn einu sinni á ári og sýndi þeim þá húsið og loks kom að því að menn gerðu sér ljósa nauðsyn upp- byggingarinnar. Þá stóð ríkisstjórnin svo ein- arðlega fallega að málum með mér, Ráð- Reuters Vigdís ásamt Jiang Zemin forseta Kína í Peking 1995. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Elísabet Bretadrottning og Vigdís á Austurvelli í júní 1990. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vigdís gróðursetur tré í opinberri heimsókn í Húnavatnssýslu í ágúst 1988. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.