Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ragna Gests-dóttir fæddist 7.
apríl 1928 í Garðs-
vík á Svalbarðs-
strönd. Ættir sínar
rakti hún í Fnjóska-
dal og Flateyjar-
dalsheiði. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjaldarvík 5.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Gestur Jó-
hannesson, f. 6.9.
1897, d. 13.2. 1992,
og Lísbet Tryggva-
dóttir, f. 3.9. 1904,
d. 28.9. 1989. Systkini Rögnu
voru Bára, f. 1925, d. 1999,
Gásum við Eyjafjörð, d. 26.10.
1998. Börn þeirra hjóna eru: 1)
Sigurður Eggert, f. 1946, kona
hans Ólöf Regína Torfadóttir og
eiga þau tvö börn. 2) Hólmfríður,
f. 1950, maður hennar Stefán
Árnason og eiga þau tvo syni og
þrjú barnabörn. 3) Kristján, f.
1951, kona hans Valgerður
Kristjana Guðlaugsdóttir og eiga
þau tvö börn og þrjú barnabörn.
4) Lísbet, f. 1956, maður hennar
Snorri Kristinsson og eiga þau
þrjú börn og eitt barnabarn. 5)
Gestur Ragnar, f. 1964, kona
hans Svava Guðrún Daðadóttir
og eiga þau þrjú börn. Börn
þeirra Rögnu og Davíðs eru öll
búsett á Akureyri. Heimili þeirra
var lengst af á Reynivöllum 2 en
síðar í Skarðshlíð 13 og síðast í
Lindasíðu 2.
Útför Rögnu verður gerð frá
Glerárkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Tryggvi Jóhann, f.
1930, og Sigurður
Hólm, f. 1932.
Ragna gekk í
Barnaskóla Akur-
eyrar og síðan í Iðn-
skólann á Akureyri
og nam hárgreiðslu
og starfaði við þá
iðn, bæði á stofu sem
og á heimili sínu til
fjölda ára. Þá vann
hún við þrif hjá Út-
gerðarfélagi Akur-
eyringa í hartnær
þrjá áratugi. Hinn
10. nóvember 1946
giftist Ragna Davíð Sigurði
Kristjánssyni, f. 10.11. 1922, frá
Amma okkar Ragna Gestsdóttir
er látin. Við minnumst hennar með
hlýhug um leið og við rifjum upp þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Okkur eru sérstaklega minnis-
stæðir laugardagarnir þegar fjöl-
skyldan hittist öll á Reynivöllunum
og borðaði graut saman, sem amma
eldaði. Þá var alltaf mikið fjör, amma
var glaðlynd og okkur leið vel í ná-
vist hennar. Hún lagði mikla áherslu
á að við krakkarnir værum kurteisir
og vel til hafðir.
Amma hafði mikla söfnunaráráttu
og vildi helst ekki henda neinu. Við
höfðum mjög gaman af því að skoða
gamla pöntunarlista sem hún
geymdi mörg ár aftur í tímann. Þar
var að finna ýmislegt dót sem var
ómögulegt að fá hér og við létum
okkur dreyma um að eignast. Fata-
skápur ömmu var gott dæmi um
söfnunaráráttuna. Þar var hægt að
finna föt sem tilheyrðu ýmsum tísku-
tímabilum og gaman var að bregða
sér í. Amma var einnig mjög fær
saumakona og saumaði mikið á okk-
ur krakkana, bæði föt og svo að sjálf-
sögðu öskudagsbúninga sem voru
stórglæsilegir. Okkur er ofarlega í
huga þegar við systkinin vorum að
fara á álfabrennu Þórs eitt árið og
amma hristi fram úr erminni púka-
búninga rétt áður en við fórum af
stað.
Amma var alla tíð mikil íþrótta-
áhugakona og hafði sérstaklega
gaman af boltaíþróttum enda æfði
hún handbolta á sínum yngri árum
með Þór. Þórsskjöldurinn var uppi
hjá henni fram á síðasta dag og
reyndi hún að fá okkur til að verða
alvöru Þórsara eins og hún. Hún
hvatti okkur krakkana til að stunda
íþróttir enda var hún mjög hlynnt
heilsusamlegu líferni. Amma hafði
mjög gaman af því að segja manni
sögur af liðnum tíma, bæði af mönn-
um og atburðum. Við minnumst þess
vel að hafa hlustað á sögur frá upp-
vaxtarárum ömmu af Eyrinni, sem
hún naut svo að segja frá. Ekki má
heldur gleyma postulínsmáluninni,
við barnabörnin eigum öll einhverja
postulínshluti sem amma hefur mál-
að á, enda var hún flinkur postulíns-
málari.
Elsku amma, það er alltaf sorglegt
að kveðja, þó að við vitum að þú sért
komin á góðan stað þar sem þú hittir
afa aftur. Sú minning verður alltaf í
huga okkar þegar við hittum þig síð-
ast, nú um páskana, og þú sagðir við
okkur þegar við vorum að fara: „Guð
veri með ykkur.“ Það voru síðustu
orðin sem þú sagðir við okkur og nú
ætlum við að nota þau orð til að
kveðja þig: Guð veri með þér, elsku
amma.
Sólveig og Davíð.
Þegar ég heyrði um andlát ömmu
Rögnu var það afi Dæi sem kom
fyrst í hugann. Alltaf var eins og þau
bættu hvort annað upp og ég er viss
um að fáir hafa fengið hlýrri mót-
tökur við Gullna hliðið en amma
Ragna. Ég man fyrst eftir þeim á
Reynivöllunum en þar var gjarnan
gestkvæmt og margt skrafað og rætt
og oftast var afi Dæi í essinu sínu.
Sjálf var hún ekki allra og gat jafnvel
virkað seintekin. Þó vissum við fjöl-
skyldan að þeim sem hún hleypti að
sér sleppti hún ekki og reyndist þeim
bæði traustur og hlýr vinur.
Amma var mjög snyrtileg og var
umhugað um heimili sitt. Sjálf var
hún alltaf vel til höfð og naut þess að
klæða sig upp. Ég man vel eftir því
þegar hún var að elta mig milli her-
bergja til þess að klippa mig, en
amma var hárgreiðslukona og klippti
mig alltaf þegar ég var lítil. Þá gat ég
ekki setið kyrr og hljóp um með hár-
ið „allt í skottum“. Ömmu var ekki
bara lagið að klippa og greiða. Hún
var dverghög, handavinna, saumar
og prjónar; hvaðeina lék í höndunum
á henni. Hún málaði á postulín og
eigum við afkomendur hennar flest
handmálað postulín. Oft má kannski
segja að amma hafi verið fullná-
kvæm eins og þegar hún var að virða
fyrir sér nánast fullkláraðan prjóna-
kjól. Sér hún þá ekki villu neðst og
skiptir þá engum togum; allt rakið
upp og byrjað upp á nýtt. Svona var
amma Ragna, alls ekki skaplaus.
Amma var mjög áhugasöm um
íþróttir og spilaði sjálf handbolta
með Þór og m.a. á Íslandsmóti 15 ára
gömul. Þá fór hún til Reykjavíkur
með „Tryggva heitnum Þorsteins“
og sagði oft söguna af því þegar
skátahöfðinginn var að reyna að
vernda þær saklausar stúlkurnar
fyrir óprúttnu drengjastóði, sem lá á
gluggunum í Austurbæjarskóla um
náttmál. Til marks um skapið í henni
þá gat hún enn tuðað yfir aukakasti
sem var dæmt á hana í þessari ferð,
sextíu árum síðar.
Elsku amma. Nú ertu komin til afa
Dæja og við minnumst þín með
þakklæti fyrir allar góðu stundirnar.
Ég get aðeins vonað að ég verði líka
fín frú þegar ég verð orðin amma
Ragna. Áfram Þór!
Ragna Kristjánsdóttir.
RAGNA
GESTSDÓTTIR
✝ Þórir KetillValdimarsson
trésmíðameistari
fæddist í Shellvegi 4
(Skrúð) í Skerjafirði
25. mars 1943. Hann
andaðist á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans v/Hringbraut
mánudaginn 4. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Valdimar Ketilsson
verkstjóri hjá
Reykjavíkurborg, f.
6.2. 1909, d. 2.6.
1980, og Guðmunda
Sveinsdóttir húsfreyja, f. 29.4.
1923, d. 21.3. 2000.
Þórir Ketill var frumburðurinn í
röð fimm systkina. Hin eru: 1)
29.6. 1951. 4) Þórunn, starfsmaður
Vátryggingafélags Íslands, f. 28.6.
1954.
Þórir Ketill ólst upp í Skerja-
firðinum fram til 17 ára aldurs en
þá flutti hann með foreldrum sín-
um og systkinum í Stigahlíð 43.
Síðan byggði hann sér raðhús á
Seljabraut 82. Hann gekk í Mela-
skólann, leiðin lá þá í Miðbæjar-
skólann og að lokum í Vesturbæj-
arskólann og endaði í Iðnskóla
Reykjavíkur og nam trésmíði og
lauk því námi 1965. Hann starfaði
við trésmíðaverkstæði Reykjavík-
urborgar, þá vann hann um tíma
hjá Jóni Hannessyni trésmíða-
meistara, en hann starfaði mikið
fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur, og
þá fluttist hann til Vatnsveitu
Reykjavíkur og starfaði allt til
dauðadags hjá Orkuveitu Reykja-
víkur.
Útför Þóris Ketils fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11. Jarðsett verður
í Fossvogskirkjugarði.
Sveinn Jón fyrrver-
andi verkstjóri, f.
11.11. 1944, maki Guð-
rún Ragnhildur Haf-
berg, f. 24.1. 1955,
börn þeirra eru Bryn-
dís Hrönn, f. 26.12.
1974 (uppeldisdóttir),
Guðmunda Guðlaug, f.
29.4. 1977, Valdimar
Jón, f. 6.2. 1983, og
Þröstur Jarl, f. 23.12.
1984. 2) Magnús Viðar
rafverktaki, f. 7.6.
1948, maki Linda Kon-
ráðsdóttir, f. 1.10.
1956, dóttir þeirra er
Sara Þórisdóttir Barðdal, f. 29.6.
1988 (uppeldisdóttir). 3) Jónína
Sigurbjörg, sérkennslustjóri hjá
Leikskólum Kópavogsbæjar, f.
Stutt er á milli lífs og dauða. Ekki
hefði okkur órað fyrir því að komið
væri að kveðjustundinni hjá þér,
kæri bróðir. Þú kvartaðir aldrei um
krankleika, auk þess lifðir þú heil-
brigðu lífi og varst reglusamur mað-
ur.
Síðustu fimm árin styrktust vina-
böndin á milli þín og okkar systr-
anna, þó að töluverður aldursmunur
væri á milli okkar, þá var hann ekki
merkjanlegur í seinni tíð.
Þessi síðustu fimm ár breyttust
tengslin og kynslóðabilið var ekki
fyrirstaðan lengur og við nutum
ríkulega samskipta þinna því þú
lagðir krók á leið þína og kíktir inn í
heimsókn til okkar í lok vinnudags.
Þú varst ekki bara bróðir okkar,
heldur góður vinur og ferðafélagi.
Við vorum að skipuleggja ferð til
Danmerkur í sumar. Það var eftir-
vænting í orðum þínum, þegar þú
hafðir orð á því við okkur systur þín-
ar, hvort við værum búnar að huga
að gistingu og að panta farmiðana.
Ekki hvarflaði það að Tótu systur
þinni þegar þú hringdir í hana eftir
hádegi sl. föstudag, þá varst þú hress
og ekki merkti hún annað en gleði og
tilhlökkun, að það var að koma helgi.
Í seinni tíð var gott að leita til þín,
því þú varst systkinum þínum
traustur og greiðvikinn og heiðarleg-
ur í garð okkar.
Við þökkum nú þér fyrir að hafa
fengið að vera þess aðnjótandi að
vera í daglegum samskiptum við þig,
þá var skrafað um sameiginlegar
minningar frá bernskunni í Skerja-
firði og rifjaðar upp markverðar per-
sónur sem bjuggu þar þegar þú varst
stráksnáði. Þú sagðir okkur sögur af
föðurömmu okkar, sem þú kynntist
en ekki við. Það eru kærar minning-
ar tengdar Skrúð í Skerjafirðinum
og Stigahlíðinni. Þú varst af Elvis
Presley kynslóðinni og grammó-
fónninn var óspart notaður af þér og
frændsystkinum þínum af efri hæð-
inni í Skrúð og það var tekin Elvis
Presley sveiflan með brillíantínið í
hárinu, því það varð að líkjast goð-
inu.
Elsku Kalli, minningin lifir ávallt
um kærleiksríkan bróður. Mikið
tómarúm hefur myndast hjá okkur
þegar þú ert horfinn á braut. Guð
blessi þig bróðir.
Jónína Sigurbjörg, Þórunn,
Magnús Viðar og Sveinn Jón.
ÞÓRIR KETILL
VALDIMARSSON
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og jarðarför móður minnar,
tengdamóður og ömmu,
SALBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR,
Hringbraut 50,
Reykjavík.
Gunnar M. Jónasson, Sigríður S. Rögnvaldsdóttir,
Sif Gunnarsdóttir,
Sjöfn Gunnarsdóttir.