Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g elska konuna mína, hef alltaf haft dálæti á konum og tel þær skynsamlegri og fremri okkur karl- mönnum á mörgum sviðum. Um- ræða um jafnréttismál getur hins vegar oft á tíðum farið afskaplega mikið í taugarnar á mér. Ekki vegna þess að ég sé andvígur jafn- rétti kynjanna, síður en svo. Hver getur verið á móti því að kynin búi hvarvetna við sömu aðstæður og kjör? Vonandi enginn. Það sem fer í taugarnar á mér er sífelldur samanburður og jöfnuður á konum og körlum og þau sjón- armið að konur verði að standa jafnfætis körlum á ÖLLUM svið- um og helst mun framar. Að koma þurfi konum í allar stjórn- unarstöður og forystuhlutverk, hvort sem það eru fyrirtæki, stjórnmálaflokkar eða annars kon- ar félagasamtök. Ég tel það ekki vera málstað kvenna til fram- dráttar að ráða eigi konur í ein- hverjar stöður bara af því að þær eru konur. Við eigum að meta fólk út frá þeirra eigin hæfni og verð- leikum, ekki eingöngu út frá kyn- ferði. Annars erum við að tala um misrétti, ekki jafnrétti. Það gleymist gjarnan í um- ræðunni, allt að því meðvitað af sumum, að karl og kona eru ólík af guði gerð, bæði andlega og lík- amlega. Af þeim einföldu ástæðum henta t.d. sum störf betur konum en körlum, og öfugt. Sem betur fer eru þó flest störf þannig að kynin standa fullkomlega jöfn að vígi. Persónulega finnst mér þó t.d. her- mennska og sjómennska eiga bet- ur við karla en konur en það getur vel verið vitleysa hjá mér. Ég tel konur t.d. hafa meira fjármálavit en karlar, enda eru þær æ meira að hasla sér völl í viðskiptalífinu. Þegar viðlíka viðhorf eru höfð uppi vill allt vitlaust verða og ef- laust eru t.d. femínistar nú þegar orðnir brjálaðir við lestur þessa pistils. Hef ég sjálfsagt þegar fengið stimpilinn „argasta karl- remba“ með viðhorf aftan úr forn- öld, lituð af fordómum og fáfræði. Ég læt mig samt hafa það, við karl- menn gerum alltof lítið af því að tjá okkur um þessi mál, jafnvel hinir „mjúku“ eins og ég tel mig vera. Til hvers er verið að steypa öllu fólki í sama mót? Af hverju leyfum við ekki kvenleika og karlmennsku að þrífast á eigin forsendum, án þess að verið sé að þrýsta kynj- unum út í eitthvað sem þau ekki vilja eða ráða ekki við? Leyfum konum að vera konur og körlum að vera karlar. Vonandi eru allir sammála því að gríðarleg breyting til batnaðar hefur orðið í jafnréttismálum á undanförnum tveimur áratugum. Konum hefur fjölgað í mörgum starfsstéttum, menntun þeirra hef- ur stóraukist og smátt og smátt verða þær meira áberandi í stjórn- unarstöðum. Hvert „vígi“ karl- manna eftir öðru hefur verið að falla, nú síðast staða rektors Há- skóla Íslands, og þau eiga fleiri eft- ir að falla. Jafnréttisbaráttan hefur einnig skilað sér inn á heimilin. Þannig þótti áður fyrr fásinna að feður væru viðstaddir fæðingu barna sinna. Í dag þykir það hinn eðlileg- asti hlutur. Daginn sem ég kom í heiminn fyrir bráðum 38 árum var faðir minn í steypuvinnu. Það varð að koma steypunni í mótin á rétt- um tíma! Sá litli hlyti að skila sér, sem og hann gerði án teljandi vandræða ef mér hefur verið sagt satt og rétt frá! Nú er enginn faðir maður með mönnum nema hann sé viðstaddur fæðingu og er það í sjálfu sér hið besta mál. Reyndar situr alltaf svolítið í mér viðtal sem ég tók fyr- ir fáum árum við ljósmóður sem stóð þá á sjötugu og var að hætta eftir áratugalöng störf. Sagðist hún vera algjörlega andvíg því að feður væru viðstaddir fæðingu barna sinna, þeir hefðu bara trufl- andi áhrif á móðurina og samskipti hennar við ljósmóðurina. Ég hef orðið var við álíka sjón- armið margra kvenna af þessari kynslóð, sem skilur ekkert í yngri kynsystrum sínum og þeirra hörðu baráttu fyrir auknu jafnrétti. Finnst þeim þá sem konum beri að gæta bús og barna á meðan karlar eigi að vera fyrirvinnan. Eru þessi sjónarmið sem betur fer hverfandi. Svo eru líka aðrar eldri konur sem öfunda hinar yngri fyrir þá aðstoð sem þær fá frá sambýlismönnum sínum og eiginmönnum. Þannig gleymi ég ekki svipnum á tveimur eldri konum, fyrrum nágrönnum mínum, sem komu að mér í sam- eiginlegu þvottahúsi að taka út úr þvottavél og hengja tauið upp til þerris. „Hugsaðu þér, ef við hefð- um nú átt svona karlmenn,“ sagði önnur þeirra með í senn aðdáun og eftirsjá á svip. Annað lítið atvik situr í mér, svipaðs eðlis, eða þegar eldri og miðaldra konur, samhliða mér á fjölskyldusamkomu, furðuðu sig á því að ég væri að skipta á litlu dótt- ur minni, þá nokkurra vikna gam- alli. Allt eru þetta atvik sem sýna og sanna að tímarnir hafa gjör- breyst en í jafnréttisbaráttunni verðum við að halda sönsum, hvort sem það eru karlrembur, femínist- ar eða aðrir. Öfgakennd viðhorf eru baráttunni ekki til góðs. En við karlmenn mættum láta meira heyra í okkur um jafnréttismál. Vaknið, áður en það verður um seinan! Ps. Ég hef oft spáð í af hverju við tölum um móðurmál, móðurfé- lög eða dótturfélög. Af hverju ekki föðurmál, föðurfélög eða sonar- félög? Móðurland mun þó senni- lega aldrei koma í stað föðurlands- ins góða… Vaknið, karlmenn! Til hvers er verið að steypa öllu fólki í sama mót? Af hverju leyfum við ekki kvenleika og karlmennsku að þrífast á eigin forsendum, án þess að verið sé að þrýsta kynjunum út í eitthvað sem þau ekki vilja eða ráða ekki við? Leyfum konum að vera konur og körlum að vera karlar. VIÐHORF Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FLEST okkar telja trú á hið góða fagra og það að vera góður sé göfugt. Vandamáli skýtur hins vegar upp kollinum þegar við ætl- um að skilgreina hið góða. Gera verður þá greinarmun á hinu ein- staka og hinu almenna. En rétt eins og flestir telja listir vera af hinu góða, er langur vegur frá að menn séu sammála um hvað sé list og hverjir séu listamenn. Útkoman er, að það sem einn telur gott sér annar vont Ég er til dæmis af- ar ósammála „sjálf- stætt starfandi fræði- manni“ sem mærði frétta- og blaðamenn á síðum Morgunblaðs- ins nýlega. Tel óhæft að stétt manna sé upphafin á þennan einfeldningslega hátt. Ég get tekið sem dæmi að þótt mér sé ekkert illt kunnugt um kollega mína, er fjarri mér að telja þá engla á rósbleiku skýi. Engin stétt er annarri göfugri. Fréttamenn eru eins og við hin, munurinn er sá að vegna návistar okkar við þá kynnumst við þeim stundum betur en við kærum okkur um. Sumir þeirra telja sig nefnilega þurfa að neyða einkaskoðunum sínum upp á okkur, sem sjá um að fylla launaumslag þeirra. Lái mér ein- hver þótt ég spyrni við fótum. Hvað manninum gekk til með þessari hjartnæmu hugvekju skal ósagt látið, en sem neytandi fréttaþjónustu hentar mér betur að fá staðreyndir, með og á móti og draga mínar eigin ályktanir, heldur en að þiggja pólitískar fréttaskýringar manna sem telja sig hafa höndlað sannleikann í svart-hvítum heimi. Dæmin eru ótæmandi, en ég tel mig ekki vera að rægja starfstétt fréttamanna þótt ég staldri við nokkur atriði sem tengjast texta fræðimannsins og hann telur sýna að þeir liggi undir ósanngjörnu ámæli fyrir. Fyrir nokkru var útnefning Paul Wolfowitz í bankastjórastól Al- þjóðabankans rædd í fréttaskýr- ingarþættinum Spegillinn. Aldrei þessu vant var boðið upp á tvö sjónarhorn á manninn. Mig rak í rogastans. Ég minnist þess ekki að um Wolfowitz hafi áður verið fjallað í fjölmiðlum á jákvæðan hátt. Bjóst jafnvel við að hann væri einhvers konar óargadýr með blóðugar vígtennur og skott. Þannig hefur umræðan verið. Svona viðtal hefði ekki verið tekið í þessum þætti fyrir nokkrum mánuðum. Vonandi eru það vorvindarnir sem fara nú um Mið- Austurlönd sem eru kveikjan að þessum sinnaskiptum, frekar en að þeir séu bara að reyna að má af sér hlutdrægnistimpilinn, nú í aðdraganda fréttastjóraskipta. Það væri hlálegt ef ís- lenskir frétta- og dag- skrármenn yrðu síð- astir til að spyrja sig, hvort George W. Bush hafi kannski haft rétt fyrir sér þegar upp er staðið. Hinn sjálfstæði fræðimaður seg- ir það hlutverk fréttamanna að standa vörð um lýðræðið þegar stjórnmálamenn bregðast því. Það er rétt, en ég vil bæta því við að það er hlutverk okkar allra og ekki bara gagnvart stjórn- málamönnum. Hysterían í kring- um fjölmiðlafrumvarpið hafði ekk- ert með lýðræðisbaráttu að gera. Hún var vopn í hagsmunabaráttu þar sem fjölmiðlamenn misnotuðu gróflega aðstöðu sína. Hysterían hefur verið notuð sem baráttutæki nú um nokkurt skeið. Fyrst prufu- keyrð í Speglinum með aðstoð nokkurra fréttamanna á frétta- stofu útvarpsins snemma árs 2002, þegar þjóðin var alin á gyð- ingahatri sem rekja mátti beint í frönsku pressuna. Þvílíkur spuni var settur á svið að óhug setti að manni. Svo langt var gengið að þjóðkirkjan var orðin þátttakandi í ruglinu og þurfti fréttamaður á Stöð 2 að benda biskupi Íslands á óhæfuna. Þar kom fréttamaður til bjargar, en ekki vegna misviturra stjórnmálamanna heldur vegna dómgreindarlausra fréttamanna. Þegar herferðinni gegn gyðingum slotaði reyndist auðvelt að plægja akur kjósenda fyrir sveit- arstjórnakosningarnar og síðan hefur þeim verið haldið á tánum. Nú er svo komið að hysterían hef- ur bitið í skottið á sér og frétta- stofa RÚV í uppnámi af því að fréttamenn fá ekki að velja sér yf- irmann sjálfir. Ég get ekki séð að fjölmiðla- menn komi sérlega vel frá Hann- esarmálinu. Sýnist reyndar að þar hafi dagskrár- og fréttamenn enn einu sinni misnotað aðstöðu sína. Átta mig ekki á að það geti talist til dyggða að ráðast á mann sem staddur er í fleiri þúsund kíló- metra fjarlægð og lumbra á hon- um vikum saman án þess að hann geti borið hönd fyrir höfuð sér. Og út af hverju? Voru þessar gæsa- lappir svona stórt mál í augum þeirra? Eigum við ekki bara að viðurkenna að þetta var trúar- bragðastríð. Í augum þeirra sem hæst létu á hátíð ljóssins það árið, var það vanhelgun guðdómsins sem Hannes hafði gert sig sekan um. Hver skyldu laun „sófistanna“ hafa verið í þessu máli? Þótt ég andmæli hér þessari til- raun fræðimannsins til að upp- hefja á æðra plan einstaklinga af holdi og blóði má ekki taka það sem svo að ég sé á móti frétta- og blaðamönnum. Flestir vanda vel til verka. En umburðarlyndi gagn- vart yfirgangi á ekki að líða. Grein hins „sjálfstæða“ verður því að teljast misviturt innlegg í lýðræð- isumræðuna. Það er nefnilega ekki það sama að vilja trúa einhverju og að það sé satt. Formaður blaðamannafélagsins brenndi sig illilega á þessu fyrr í vetur. Hann varð maður að meiru að horfast í augu við að kapp hans var meira en forsjá. Af göfugum frétta- mönnum og afskiptasöm- um neytendum Ragnhildur Kolka fjallar um fréttamenn ’Þótt ég andmæli hérþessari tilraun fræði- mannsins til að upphefja á æðra plan einstaklinga af holdi og blóði má ekki taka það sem svo að ég sé á móti frétta- og blaðamönnum.‘ Ragnhildur Kolka Höfundur er meinatæknir. BIRTING – hátíð ungs fólks á Ak- ureyri – var sett að við- stöddu fjölmenni í Ket- ilhúsinu sl. laugardag. Við setninguna voru flutt tónlistaratriði og sýnd brot úr söng- leiknum Rígnum sem er samstarfsverkefni VMA og MA. Um er að ræða vikuhátíð sem endar með Söngkeppni fram- haldsskólanna. Birting er sameig- inlegt átak ungs fólks á Akureyri sem hefur svo sannarlega sýnt að það er mikill kraftur, jákvæðni og vilji fyrir hendi hjá þessari kynslóð. Há- tíðin á það sannarlega skilið að fjöl- miðlar landsins fjalli um það hversu skemmtilegt og uppbyggilegt starf fer þar fram. Með Birtingu er ungt fólk að breyta neikvæðri ímynd með því að gera það jákvæða starf sem það stundar sýnilegt. Vonandi verða landsmönnum öllum fluttar af því fréttir hvers ungt fólk er megnugt. Á dagskránni er t.d. stórgóður rokk- söngleikur, myndlista- og ljós- myndasýningar og ungir tónlistarmenn leika ýmiss konar tón- list, allt frá sígildri til þungarokks. Há- punkturinn er svo ef til vill sjálf Söng- keppni framhaldsskól- anna en á hana flykkj- ast framhalds- skólanemar af öllu landinu til að skemmta sér saman í sátt og samlyndi sér til sóma. Dagskrá Birtingar í heild er m.a. hægt að nálgast á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is, og einnig á síðu hátíðarinnar, www.birting.is. Ég vil sérstaklega benda á þetta góða framtak þar sem stundum gleymist að lofa og virða það sem vel er gert og öll umræðan snýst um það sem miður fer. Það er ánægjulegt að verða vitni að framkvæmd sem þess- ari og hún ber þess vitni að æska landsins á skilið mikið hrós fyrir alla þá góðu hluti sem hún stendur fyrir. Ég óska framkvæmdastjórn Birt- ingar til hamingju með glæsilega há- tíð. Þið eruð að vinna virkilega gott starf. Akureyringar og aðrir lands- menn, höfum það hugfast þegar við horfum á söngvakeppnina nk. laug- ardagskvöld. Bjart er yfir Akureyri Kristján Þór Júlíusson fjallar um samtök ungs fólks á Akureyri ’Birting er sameigin-legt átak ungs fólks á Akureyri sem hefur svo sannarlega sýnt að það er mikill kraftur, já- kvæðni og vilji fyrir hendi hjá þessari kyn- slóð.‘ Kristján Þór Júlíusson Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.