Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR sviði eftir tólf ára rannsóknir á hög- um og líðan ungs fólks á Íslandi. Bæði nemendur og kennarar við deildina munu fá aðgang að gagna- grunni þessara rannsókna.“ Meistaranámið er skipulagt í samstarfi við Columbia-háskóla í New York og munu kennarar það- an kenna hluta námsefnisins á Ís- landi auk þess sem nemendum gefst kostur á að sækja hluta náms- ins til Columbia-háskólans. Teknir verða inn níutíu nemendur í námið í haust og gert er ráð fyrir að þeir geti stundað meistaranámið með vinnu. Lifum í samfélagi breytinga „Það má spyrja sig hvers vegna við leggjum áherslu á að bjóða upp á nám bæði fyrir kennara og fagfólk sem sinnir málefnum barna og ung- menna utan skóla. Rökin eru aug- ljós. Við lifum í samfélagi sem hefur tekið grundvallarbreytingum á stuttum tíma. Nú búa 75% fimmtán ára unglinga hjá báðum líffræðileg- um foreldrum sínum en 25% við annað fyrirkomulag. Sá tími sem foreldrar verja með börnum sínum daglega hefur styst verulega sé litið til síðustu áratuga, hraðinn hefur aukist og áreitum fjölgað. Allt hefur NÝ deild við Háskólann í Reykja- vík, kennslufræði- og lýðheilsu- deild, sem tekur til starfa í haust, mun bjóða upp á þrjár meistara- námsbrautir og eina grunnnáms- braut fyrir fólk sem hyggst vinna með börnum og ungmennum innan og utan skóla. Undirbúningur að stofnun deild- arinnar stendur nú sem hæst. Deildarforseti er dr. Inga Dóra Sig- fúsdóttir. Námsbrautirnar eru í fyrsta lagi meistaranám fyrir verð- andi kennara sem vilja verða fram- úrskarandi í kennslu stærðfræði og raungreina. Í öðru lagi er í boði meistaranám í lýðheilsufræðum fyrir fólk sem vill vinna að stjórnun og stefnumótuninnan stofnana og fyrirtækja og svo þá sem hyggjast vinna með börnum og ungmennum í skipulögðu starfi á vettvangi. Í þriðja lagi er í boði meistaranám fyrir verðandi kennara sem vilja leggja áherslu á lýðheilsu í starfi sínu innan skóla. Í fjórða lagi verð- ur boðið upp á grunnnám til B.Ed.- prófs í íþróttafræðum fyrir verð- andi íþróttakennara þar sem lögð er áhersla á íþróttir sem mikilvæg- an þátt í forvarnarstarfi. Að sögn Ingu Dóru er hugmynd- in með stofnun nýju deildarinnar m.a. sú að horfa ekki einvörðungu á börn og unglinga sem nemendur í skóla, heldur einstaklinga á víðum grunni. „Það má fullyrða að við séum með nýja sýn í málefnum barna og ungmenna,“ segir hún. „Ef við vilj- um skapa þeim kjöraðstæður til menntunar verðum við einnig að sjá til þess að þeim líði vel.“ Tölum stundum um skólann sem einangrað fyrirbæri „Okkur hættir stundum til að tala um skólann sem einangrað fyr- irbæri í samfélaginu þar sem vandamál koma upp og þar eigi að leysa þau líka. En staðreyndin er sú að ef við erum að kljást við vanda- mál innan skólans, t.d. agavanda- mál, þá eiga þau sér rætur ekki síð- ur utan skólans en innan hans. Við vitum að námsárangur barna ræðst að verulegu leyti af þáttum sem liggja utan skólans sjálfs. Fyrstu árin við nýju deildina hér við HR munum við því einbeita okkur að málefnum barna og ungmenna að þessu leyti. Við erum sterk á þessu þetta kallað á ný viðfangsefni. Ára- tugalangar rannsóknir hafa leitt í ljós að að örar þjóðfélagsbreytingar koma gjarnan niður á félagslegri einingu samfélagsins og geta leitt til aukinnar tíðni frávikshegðunar og andlegrar vanlíðunar. Það má fullyrða að hlutverk þeirra sem sinna menntun og uppeldi barna ut- an heimila hafi aldrei verið jafn mikilvægt. Traust fagleg þekking þeirra á högum, líðan og aðstæðum ungs fólks í nútímanum er forsenda þroska þessara einstaklinga.“ Inga Dóra segir Íslendinga þeg- ar komna með reynslu í að snúa við neikvæðri þróun í málefnum barna og ungmenna, þ.e. með ítarlegum rannsóknum og aðgerðum sem vitna um minnkandi vímuefna- neyslu þeirra á liðnum áratug. Nú vilji Evrópuþjóðir flytja út íslenska líkanið með verkefninu Youth in Europe. „Á sama hátt getum við flutt módelið yfir á önnur svið og farið að sporna við andlegri vanlíð- an barna og ungmenna,“ segir Inga Dóra. Fyrri frestur til að sækja um meistaranámið er til 18. apríl og sá síðari til 27. maí en frestur vegna B.Ed. námsins í íþróttafræði er til 27. maí. Ný kennslufræði- og lýðheilsudeild við HR „Erum með nýja sýn í málefnum barna og ungmenna“ Morgunblaðið/Árni Torfason „Við vitum að námsárangur barna ræðst að verulegu leyti af þáttum sem liggja utan skólans sjálfs,“ segir dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir deildarforseti. MEÐ því að leggja sérstaka áherslu á menntun stúlkna er hægt að ná veru- legum árangri í baráttu gegn fátækt og fáfræði í þróunarlöndunum. Þetta sagði Ólöf Magnúsdóttir, verk- efnastjóri hjá UNICEF á Íslandi, en hún flutti erindi á málstofu sem Verzlunarskóli Íslands stóð fyrir um hjálparstarf í gær. Á málþinginu var rætt um framkvæmd hjálparstarfs og árangur af starfinu. Ólöf sagði að sumum þætti kannski einkennilegt að hjálparstarf gengi út á að leggja sérstaka áherslu á mennt- un stúlkna. Hafa þyrfti hins vegar í huga að um 120 milljónir barna í heiminum gengju ekki í skóla og þar af um 80 milljónir stúlkna. Með því að leggja sérstaka áherslu á menntun stúlkna næðust mörg markmið. Menntaðar konur eignuðust færri börn en ómenntaðar. Börn menntað- ara mæðra væru einnig heilbrigðari. UNICEF einbeitir sér að hjálp- arstarfi við börn og er sá aðili í heim- inum sem bólusetur flest börn árlega. Ólöf sagði að bólusetningar björguðu árlega 2,6 milljónum barna. Barna- dauði í heiminum hefði minnkað á ár- unum 1990–2002 um 11%. Árangur af hjálparstarfinu væri því greinilegur. Ólöf sagði hins vegar að vandamálin væru enn gríðarlega stór. Um 246 milljónir barna væru hnepptar í barnaþrælkun og 1,2 milljónir barna væru seldar árlega. Gríðarlegur vandi blasti við vegna eyðnismits. Lykilorðið í baráttu við sjúkdóminn væri fræðsla. Eiga skilið þakklæti og virðingu Óli Tynes blaðamaður flutti einnig erindi á málþinginu. Hann sagði að fátækt og hungur væri víða að finna í heiminum. Fólk í stórborgum í þró- unarlöndunum, þar sem væru glæsi- leg hús og hótel, þyrfti að berjast við hungur á hverjum degi. Úti á lands- byggðinni væri einnig fólk sem lifði við hungurmörk. Ástæðan væri m.a. frumstæðir búskaparhættir. Hann benti í því sambandi á N-Kóreu þar sem hundruð þúsunda hefðu dáið úr hungri á síðustu árum. Óli sagði að víða væri verið að vinna mjög gott starf í þágu hungr- aðra og fátækra í heiminum. Og þó að hluti þeirra fjármuna sem varið væri til hjálparstarfs færi í spillingu mætti ekki gleyma öllu því fólki sem væri í brýnni þörf fyrir hjálp. Hann sagði að á síðustu árum hefðu hjálparsamtök verið að breyta um aðferðir til að tryggja betur að hjálpin skilaði sér til þeirra sem þyrftu á henni að halda. Rauði krossinn legði t.d. mikla áherslu á að senda fólk á staðinn. Þetta fólk legði sig í lífshættu og ætti skilið þökk okkar og virðingu. Reuters Peace Olalude, 5 ára gamall drengur í Lagos í Nígeríu, bólusettur. Menntun stúlkna mikilvæg í hjálparstarfi Málþing í Verzlunarskóla Íslands FULLTRÚAR Reykjavík- urlistans í borgarráði bók- uðu á fundi ráðsins í gær þegar fjallað var um sam- gönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008 að með áherslum í samgönguáætluninni fari höfuðborgarsvæðið enn á ný verulega varhluta af framkvæmdum ríkisins í samgöngumálum og Reykjavíkurborg sérstak- lega. Til framkvæmda í höf- uðborginni sjálfri, þar sem búa um 40% landsmanna, renni ein- göngu 8–9% framkvæmdafjár. Í bókunninni segir síðan m.a.: „Á höfuðborgarsvæðinu öllu búa um 63% landsmanna og eru þar skráðar 127.000 bifreiðir, eða um 64% bif- reiðaflota landsmanna. Engu að síð- ur fer aðeins fimmta hver króna veg- áætlunar til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þetta fjár- svelti svæðisins hefur verið langvar- andi, því á árunum 1990–2004 hefur hlutfall framlaga til vegamála á höf- uðborgarsvæðinu einungis verið 22%. Samgönguráðuneytið hefur verið í höndum Sjálfstæðisflokksins óslitið frá árinu 1991 og ber hann því höfuðábyrgð á fjársveltinu. Mikil- vægasta samgöngubót á svæðinu og væntanlega sú hagkvæmasta á land- inu, lagning Sundabrautar, er ótíma- sett í áætluninni sem er algerlega óviðunandi. Yfirlýst áform ríkis- valdsins um sérstaka fjármögnun brautarinnar eiga ekki að standa í vegi fyrir því að framkvæmdin verði tímasett. Þá er grundvallaratriði að þrátt fyrir að um sérstaka fjármögn- un kunni að verða að ræða, feli það ekki í sér að um sérstaka gjald- heimtu verði að ræða af notendum Sundabrautar.“ Segir borgina afskipta í sam- gönguáætlun Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.