Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frá Hreppamönnum Nú er nýlega lokið sveitakeppni í brids á Flúðum. Það var sannkallað líf og fjör í keppninni en fljótlega kom í ljós að Gnúpverjar yrðu hlut- skarpastir þótt hart væri sótt að þeim enda fór svo að þeir stóðu uppi sem sigurvegarar. Keppt var um farandbikar sem öðlingurinn Knútur Jóhannesson gaf í fyrra. Hann kom hingað frá Danmörku fyrir margt löngu og er með elstu keppendunum hjá okkur í bridsinum og einkar gaman að spila við hann. Úrslit urðu þessi: 1. Sveit Knúts Jóhannessonar, Ari Einarsson, Viðar Gunngeirsson og Gunnar Marteinsson 109 stig. 2. Sveit Ásgeirs Gestssonar, Guð- mundur Böðvarsson, Margrét Runólfsdóttir og Bjarni H. Ans- nes 103 stig. 3. Sveit Karls Gunnlaugssonar, Jó- hannes Sigmundsson, Magnús Gunnlaugsson og Pétur Skarp- héðinsson 90 stig. 4. Sveit Sigurðar Sigmundssonar, Ingibjörg Steindórsdóttir, Jón Þ. Hjartarson, Hörður Úlfarsson og Guðrún Bergmann 56 stig. Brids í Borgarfirði Mánudaginn 11. apríl var spilað annað kvöldið í opna Borgarfjarð- armótinu í tvímenningi. Þeir félagar Siggi Tomm og Hall- grímur hafa nú endanlega stungið aðra keppendur af því þeir skoruðu manna mest rétt eins og fyrsta kvöldið. Nú þurfa þeir vart annað en að gæta þess að svíkja ekki lit síð- asta kvöldið til að tryggja glæstan sigur. Þá vöknuðu þeir félagar Tryggvi og Þorgeir vel til lífsins þetta kvöld en venju fremur slappur árangur fyrsta kvöldið mun líklega koma í veg fyrir miklar rósir af þeirra hálfu. Úrslit kvöldsins urðu annars sem hér segir: Sigurður Tómass. – Hallgr. Rögnvaldss. 95 Tryggvi Bjarnason – Þorgeir Jósefsson 82 Jón H. Einarsson – Anna Einarsdóttir 81 Lárus Pétursson – Jón Smári Pétursson 78 Og staðan fyrir síðasta kvöldið: Sigurður Tómass. – Hallgr. Rögnvaldss. 184 Karl Ó. Alfreðss. – Alfreð Þór Alfreðss. 114 Lárus – Sveinbjörn – Jón Smári 97 Karl Alfreðsson – Bjarni Guðmundss. 91 Jón V. Jónmundss. – Þorvaldur Pálmas. 88 Frá FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 12. apríl var spilaður tvímenningur á sex borðum. Meðal- skor var 120. Úrslit urðu þessi í N/S: Eysteinn Einarsson – Jón Stefánss. 161 Magnús Oddsson – Ragnar Björnss. 134 Einar Einarss. – Ragnar Ásmundss. 117 A/V Lúðvík Ólafsson – Ólafur Lárusson 154 Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 131 Magnús Halldórss. – Oliver Kristófss. 131 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 12. apríl var spilað á tíu borðum og var meðalskor 216. Úrslit urðu þessi í N/S: Jón Pálmason – Sverrir Jónsson 267 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 245 Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 242 Sigurb. Elentínuss. – Sverrir Gunnars. 236 A/V: Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 264 Knútur Björnss. – Sæmundur Björnss. 262 Árni Guðmundss. – Hera Guðjónsd. 231 Skarphéðinn Lýðss. – Jón Gunnarsson 222 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sigursveitin hjá Hreppamönnum. F.v. Knútur Jóhannesson, Viðar Gunn- geirsson, Ari Einarsson og Gunnar Marteinsson. Málverk af ættmóður ís- lenska kúastofnsins og verndara keppninnar, Huppu frá Kluftum, í baksýn. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson VINIR Afríku verða með kynningu á sjálfboðaliðastarfi á þeirra vegum á Litla ljóta andarunganum, Lækj- argötu 6b á morgun, laugardaginn 16. apríl, kl. 16. Vinir Afríku styðja uppbygging- arstarf Húmanistahreyfingarinnar í Kenýa og í Sambíu. Í þessum löndum er unnið að verkefnum á sviði heilbrigðismála, menntamála og í sambandi við framfærslu. Byggt er á að hjálpa fólki í þessum löndum að hjálpa sér sjálft og er meðal annars í gangi herferð gegn malaríu og einnig hafa margir skól- ar verið settir á fót fyrir mun- aðarlaus börn, segir í fréttatilkynn- ingu. Kynningarfundur Vina Afríku á laugardag MÁLÞINGI um akstur utan vega á vegum Umhverfisstofnunar og Landverndar sem vera átti laugar- daginn 16. apríl verður frestað til laugardagsins 30. apríl. Málþingið verður haldið í húsnæði Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 Reykjavík kl. 13–17. Fjallað verður um akstur ut- an vega frá ýmsum sjónarhornum með pallborðsumræðum í lokin. Megináhersla verður lögð á hvar vandinn liggur og hvað er til ráða. Málþingi frestað til 30. apríl FRÆÐSLU- og forvarnarverkefni Alnæmissamtakanna hefur nú staðið yfir í tæpa tvo mánuði. Landlæknisembættið styrkir verk- efnið, einnig styrkir Fræðsluráð Reykjavíkurborgar heimsóknir í grunnskóla Reykjavíkur. Í nýlegum upplýsingum frá sótt- varnalækni kemur m.a. fram að ný- greindum HIV-smitum hefur fækkað að undanförnu og benda má á fækkun greindra klamydíu- smita árið 2003, eða um tæp 30% miðað við árið á undan. En vet- urinn 2002–2003 skipulögðu Al- næmissamtökin sambærilegt fræðslu- og forvarnarverkefni og nú er í gangi og voru þá allir grunnskólanemendur í 9. og 10. bekkjum heimsóttir. Verkefnið hófst formlega 18. febrúar með fræðslufundi í Engja- skóla í Reykjavík og frá þeim tíma hafa fræðslufulltrúar Alnæmissam- takanna verið á ferð og flugi. Allir grunnskólar í Reykjavík hafa verið heimsóttir, að frátöldum fjórum sem heimsóttir verða í lok maí. Margir grunnskólar í nágranna- sveitarfélögum Reykjavíkur hafa verið sóttir heim. Allir skólar á Vesturlandi og Vestfjörðum hafa verið heimsóttir og lokið er við grunnskólana á Akureyri og 18. apríl lýkur Norðurlandi vestra. Yf- irferð um Norðurland eystra hefst 18. apríl og lýkur 22. apríl. Þá munu ríflega 5.000 nemendur í alls 81 skóla hafa hlotið fræðslu. Framhaldið er í vinnslu en það ræðst einnig af því fjármagni sem Alnæmissamtökin hafa úr að spila til verkefnisins, segir m.a. í frétta- tilkynningu. Fulltrúar Alnæmissam- takanna heimsækja skóla FÉLAG kúabænda á Suðurlandi hefur gefið út afmælisrit, en félagið fagnar um þessar mundir 20 ára af- mæli sínu. Í ritinu er fjallað um þró- un kúabúskapar síðustu 20 ár og reynt að skyggnast til framtíðar. Meðal efnis er saga félagsins í stuttu máli, viðtöl við bændur, s.s. Arnar Bjarna Eiríksson í Gunn- bjarnarholti, Fjólu Kjartansdóttur í Birtingaholti 4 og hjónin Geir Ágústsson og Margréti Stefánsdótt- ur í Gerðum. Einnig er að finna ým- ist talnaefni um þróun kúabúskapar á Suðurlandi. Útgefandi er Félag kúabænda á Suðurlandi en ritstjórn var á hendi Tjörva Bjarnasonar. Páll Lýðsson ritaði sögu félagsins sem er einnig að finna á vef Búnaðarsam- bands Suðurlands, www.bssl.is. Blaðið er hægt að nálgast hjá Landssambandi kúabænda. Fagna 20 ára afmæli félags kúabænda ÓLAFUR Rastrick M.A. hlaut styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þor- steinssonar að þessu sinni, 300 þús- und krónur, til að vinna að doktors- verkefni við Háskóla Íslands um menningarstefnu á Íslandi 1800– 2000. Frá 1990 hafa árlega verið veittir styrkir úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar til stúdenta við fram- haldsnám í sagnfræði eða kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök efni er varða sögu Íslands eða efni því nátengdu, segir í fréttatilkynningu. Hlaut styrk úr sagnfræðisjóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.