Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 55 DAGBÓK Lífeindafræði – lykill að lækningu, er yfir-skrift alþjóðlegs dags lífeindafræðingasem er í dag. Kristín Hafsteinsdóttir erformaður Meinatæknafélags Íslands, sem hún vonar reyndar að verði sem fyrst Félag lífeindafræðinga, en meinatæknar hér eru aðilar að alþjóðasamtökum lífeindafræðinga. Kristín seg- ir stétt meinatækna oft ósýnilega, og þess vegna sé dagurinn haldinn hátíðlegur, til þess að vekja at- hygli á stéttinni. Íslenskir meinatæknar hafa lengi barist fyrir því að starfsstéttin fái að taka upp nýtt nafn. „Þetta hefur mjög brunnið á okkur síðan upp úr 1980, en Jón Kristjánsson er fyrsti ráðherrann sem tekið hefur á málinu. Nú hefur heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytið viðurkennt nafnið, en ákveðið var að bíða með að breyta því þar til um leið og ný lög um meinatækna taka gildi,“ segir Kristín. Laga- frumvarpið var afgreitt úr nefnd á Alþingi í gær. Til eru sérstök lög um lækna, önnur um aðrar heilbrigðisstéttir, sem Kristín segir rúmlega 30, og svo þriðju lögin um meinatækna. Þau eru leifar þess tíma seint á sjöunda áratug síðustu aldar, seg- ir Kristín, að nýstúdentar hófu að ráða sig á rann- sóknarstofur og fóru að vinna þar með læknum. Síðar var sett upp nám í meinatækni við Tækni- skóla Íslands, sem síðan hefur aukist og lengst. „Meinatæknar eiga að baki fjögurra ára háskóla- menntun, þeir vinna að ýmsum erfiðum verkefnum og vinna vísindastörf – en samkvæmt núgildandi lögum má samt ekki heita að þeir beri ábyrgð á störfum sínum.“ Ástæðuna segir hún að læknar hafi á sínum tíma komið því svo fyrir að í lögum um meinatækna sé skýrt tekið fram að meinatæknar megi ekki starfa neins staðar nema „það sé látið heita svo að þeir njóti handleiðslu eða ábyrgðar lækna,“ segir Kristín og velkist ekki í vafa um ástæðuna: „Læknar fá þá borgað fyrir að vera yf- irmenn.“ Sama fyrirkomulag og hér er við lýði í Ameríku og Þýskalandi, segir hún, „en í Suður- Evrópu hefur þetta aldrei þekkst og við erum fyr- irlitnar þar fyrir að láta fara svona með okkur! Ég held því reyndar fram að fyrirkomulagið hér sé þrælahald og fara mætti með málið fyrir Mann- réttindadómstól Evrópu; það er þrælahald þegar ein stétt er gefin annarri stétt til að ráðskast með og hafa af henni tekjur.“ Kristín tekur skýrt fram að nútímalegir læknar geri sér „fulla grein fyrir því að stéttir okkar stunda samstarf. Það er sam- vinna sem skapast ef lækni vantar rannsókn til að geta greint sjúkdóm og eins til að hafa eftirfylgni eftir að hafa meðhöndlað sjúklinginn. Mér verður stundum hugsað til þess að í öllu stjórnkerfinu og áreiðanlega í öllum fyrirtækjum stjórnar fólk sem hefur tileinkað sér stjórn- unarstörf. Í heilbrigðiskerfinu stjórna læknar, en þeir hafa enga undirbúningsmenntun í stjórnun. Sjúklingar eiga rétt á bestu þjónustu sem völ er á, en of margir læknar eru ekki að sinna sjúkling- um vegna tímafrekra stjórnunarstarfa.“ Martha Á. Hjálmarsdóttir var formaður Al- þjóðasamtaka meinatækna í sex ár, þar til í júní í fyrra, að sögn Kristínar og hún segir Íslendinga njóta mikillar virðingar innan evrópsku og al- þjóðlegu samtakanna. „Okkar nærveru er mjög oft óskað á fundum og tillögur okkar þykja mikils virði í Brussel, þó svo Ísland sé ekki í Evrópusamband- inu,“ segir Kristín Hafsteinsdóttir. Heilbrigðisþjónustan | Alþjóðlegur dagur lífeindafræðinga er haldinn í dag Háskólagengin þrælastétt  Kristín Hafsteins- dóttir er fædd 23. febr- úar 1951 í Reykjavík, en alin upp í Keflavík og Grindavík. Hún er gift Hjörleifi Helga Helga- syni og starfar við lyfjamælingar í mein- efnafræðideild á Land- spítala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut. Eftir nám í meinatækni í Tækniskóla Íslands tók hún BA í ensku frá Háskóla Íslands og M.Phil. í bókmenntafræði við Sydney-háskóla í Ástralíu. Kristín hefur unnið sem meinatæknir á Íslandi og í Englandi, og einnig m.a. verið dagskrárgerðarmaður á Rás 1 ríkisútvarpsins. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Þorleifur Gunn-laugsson, dúklagningarmaður í Reykjavík, varð fimmtugur 27. mars síðastliðinn. Næstkomandi sunnudag, 17. apríl, klukkan fimm, tekur hann á móti gestum í veitingasalnum í List- húsinu Laugardal. Vinir og sam- ferðamenn hjartanlega velkomnir. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 15. apríl, eráttræð Sigurbjörg Hreiðars- dóttir, áður húsfreyja í Garði, nú Vesturbrún 18, Flúðum. Hún dvelur hjá systur sinni á Akureyri á afmælis- daginn. Fr um Varðskipið TÝR Sýning á silfurskúlptúrum og örsmáum skipslíkönum, Sigurðar Þórólfssonar, gullsmiðs, í Norræna húsinu kl.12-17. Síðasta sýningarhelgi. Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 4ra vikna vornámskeið hefst 30. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur Hugleiðing ellilífeyrisþega Í HÁDEGINU söng óperusöngkona síðasta lag fyrir fréttir, sem ekki er í frásögur færandi, nema hvað, ekki hlustar maður með réttu hugarfari þá stundina held ég. Einu sinni var ég stödd í Ríkisútvarpinu, ásamt tveim vinkonum mínum, og ég spurði einn ráðamanninn: „Hvers vegna eru alltaf spiluð leiðinleg lög síðast fyrir frétt- ir?“ Svarinu gleymi ég aldrei, held ég. „Einhvern tíma þarf að spila þau,“ svaraði hann, og mér fannst hann hafa rétt fyrir sér, og hana nú. Ég hlusta mikið á útvarp og allar græjur á ég, eins og lög gera ráð fyrir og fólk á yfirleitt í dag, til að hlusta á músik. Ég er svo sannarlega alæta á músik. Ég hlusta mikið á kóra, Karla- kórinn Heimi t.d., og á Álftagerð- isbræður. Ég er svo heppin að eiga alla diska sem þeir hafa gefið út og svo á ég auðvitað eina diskinn hans Ósk- ars Péturssonar, hann er svo góður, röddin svo falleg og lögin einnig. Ég er með sjónvarpið á allan dag- inn, bókstaflega, svo ég kemst ekki hjá því að horfa og hlusta á þingmenn- ina okkar og það hélt ég að ég ætti ekki eftir að gera. En svo lengi lærir sem lifir o.s.frv. Það væri bara hollt fyrir fleiri. Aðalrifrildið á þingi fyrir stuttu síðan var um fréttastofustjór- ann og útvarpsstjórann hjá Rík- isútvarpinu og alltaf hlustaði ég í þeirri von að fá svar við einni spurn- ingu, sem er: Ef ráðinn væri maður í fréttastjórastöðuna sem er rauður stjórnmálalega séð, hefði þá orðið há- vaði? Ég held ekki, þeir höfðu hæst á þingi Samfylkingin og Vinstri grænir. Svo er annað í þessari blessaðri tík, sem er pólitík, hvernig menn geta skipt um skoðun og haldið stólp- aræður í nafni græns, rauðs eða blás. Ég fæ engan botn í hvernig menn geta rifið kjaft í pontu og setjið hjá ef greitt er atkvæði um málefnið. Þeir sem sagt segja ekki meiningu sína um viðkomandi mál, þeir segja ekki nei, það skiptir ekki máli hver er í meirihluta, ef menn meina það sem þeir segja ekki, ha? Ekki ræð ég. Mér finnst leiðinlegt að vera göm- ul, það verð ég að segja, og lenda í hremmingum eins og ég gerði 60 ára þegar mér var hent út í horn eins og rifinni og skítugri tusku. Nú er svo komið fyrir mér að ég get ekki skrifað nema á tölvu eða rit- vél og ekki heldur talað svo vel sé, eða sungið og spilað á hljóðfæri, sem ég hafði þó mjög gaman af. Ég sé mikið eftir þeim tíma sem ég hafði til að gera það. Og svo er það eitt enn. Ef fólk langar til að gera eitthvað í dag en ætlar að geyma það til elliáranna af því að það hefur ekki tíma í dag, þá á það ekki að geyma það, því ef heils- an fer þá gerir fólk ekkert seinna. Ég tala af reynslu. Ellilífeyrisþegi. Kettlingar fást gefins LOÐNIR, kassavanir kettlingar, 7 vikna, fást gefins. Upplýsingar í síma 697 4872. Gríma er týnd í Fossvogi GRÍMA týndist í Fossvogi fyrir u.þ.b. viku síðan. Hún er fjórlit, að- allega svört og ljósbrún, smá hvít og dökkbrún og snögghærð, nýkomin úr klippingu.. Er eyrnamerkt og tekin úr sambandi. Hún er með ljósbrúna ól með merkitunnu. Íbúar í Fossvogi eru beðnir að athuga geymslur og bíl- skúra. Þeir sem vita um hana eru beðnir að láta vita í Kattholt. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar BANDARÍSKI gömbuleikarinn Laurence Dreyfus heldur „masterclass“ í túlkun barokk- tónlistar við Listaháskóla Íslands á laugardag og sunnudag. Á námskeiðinu leika nemendur tón- listardeildar LHÍ einleiksverk og kammertónlist, m.a. eftir J.S. Bach, Handel, Vivaldi og Biber. Námskeiðið hefst á stuttum er- indum Dreyfus báða dagana, um flutning barokktónlistar á strengjahljóðfæri (á laugardag) og um hugmyndafræði hinnar svokölluðu „sagnréttu“ stefnu í tónlistarflutningi (á sunnudag). Námskeiðið fer fram í húsnæði tónlistardeildar LHÍ að Sölvhóls- götu 13, og stendur frá kl. 10-17 báða dagana. Aðgangur kostar 1.500 kr. hvorn dag, en er ókeyp- is fyrir nemendur í tónlist- arskólum. Laurence Dreyfus hefur m.a. hljóðritað gömbusónötur Bachs, Pièces de violes eftir Marais og Pièces de clavecin en concert eft- ir Rameau, og lék með Sylviu McNair á hljómdiski með söng- lögum Purcells (sem vann til Grammy-verðlauna). Dreyfus er einnig tónvísindamaður og hefur ritað bækurnar Bach́s Continuo Group og Bach and the Patterns of Invention (Harvard, 1987 og 1996). Dreyfus hefur gegnt kenn- arastöðum við Yale, Chicago og Stanford-háskóla, Royal College of Music í Lundúnum, og er nú prófessor við Kinǵs College í Lundúnum. Hann var kjörinn fé- lagi í Bresku vísindaakademíunni árið 2002. Námskeið um barokktónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.