Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UM KÚNSTINA að segja sögu, uppsprettur sagna, úrvinnslu skálds- ins á reynslu, upplifun á sögum og áhrif þeirra, um það fjallar kannski þetta fremur óræða og leyndardóms- fulla leikrit um rithöfund nokkurn, sem ásamt bróður sínum er skyndi- lega fangelsaður vegna hræðilegra morða á börnum er þykja eiga sér hliðstæður í hryllingssmásögum rit- höfundarins. Í sal litla sviðs Þjóðleikhússins eru áhorfendur lokaðir inni í kuldalegu steinrými, fangelsi í einhverju óskil- greindu austur-evrópsku einræð- isríki, fyrir endanum málmveggur; með því að nota einn stiga og opna einn glugga er okkur svipt í einu vet- fangi niður í kjallara og þegar málm- veggurinn – sem líka er áhrifamikill hljóðgjafi – opnast flytur Vytautas Narbutas okkur inn í ofhlaðna, lit- skrúðuga hryllingsheima barna- herbergisins – inn í barnssálina – inn í ævintýrið. Þar sem jafnvel brúður gerðar af meistarahöndum Bernds Ogrodniks lifna. Það er ótrúlegt hvernig Vytautasi tekst að skapa svo margar víddir á þessu pínulitla svæði og draga áhorfandann inn í and- rúmsloft myrks ímyndunarafls, þar er hann vel studdur af hljóðmynd Sigurðar Bjólu, sem er einstaklega vel unnin, og lýsingu Björns Berg- steins Guðmundssonar og Ásmundar Karlssonar. Það er Þórhallur Sig- urðsson, leikstjórinn, sem að sjálf- sögðu heldur utan um alla þræði og leggur áhersluna á ævintýrið og þannig náði hann utan um áhorf- endur á frumsýningu, fékk þá til að stinga fingrum í eyru og hræða þá einu sinni svo að þeir gripu andann á lofti og gáfu frá sér niðurbæld skelf- ingarhljóð. Persónusköpunin er einnig eins og í ævintýri, einföld og einlit. Sigurður Sigurjónsson og Arnar Jónsson leika afskaplega vondar og afskaplega klókar löggur sem yfirheyra sakleys- islegan, nánast barnslegan rithöf- und, Rúnar Frey Gíslason; Þröstur Leó Gunnarsson skapar kunnuglega staðlaða mynd af misþroska ein- staklingi, bróður skáldsins Mikael, en gerir það ákaflega vel. Randveri Þorlákssyni og Helgu Jónsdóttur bregður fyrir í hlutverkum foreldra og einnig Birnu Sigurðardóttur sem tekst skemmtilega að tengja sig við brúðu og leika mállausa stúlku. En hin almenna einfalda leið að persónunum er hins vegar á kostnað vitsmunalegrar hliðar verksins og ýmissa spurninga er það varpar upp. Og í sannleika er mér ekki alveg ljóst hvers vegna Rúnar Freyr var valinn í vandasamt hlutverk rithöfundarins, því þótt hann leggi sig allan fram og vinni af einlægni og alúð verður per- sónan aldrei margræð og hann er ekki sögumaður af guðs náð eins og þetta hlutverk krefst; ræður heldur ekki yfir tækninni að láta sögu lifna; eins og margir af hans kynslóð hefur hann alist upp við þá hefð að láta textann snerta sig um of eða sulla yf- ir hann einni tilfinningu í stað þess að skapa fjarlægð milli sjálfs sín og textans. Arnar Jónsson kann hins vegar að segja sögu og saga lögg- unnar minnir mann óþægilega á hvernig segja hefði mátt ýmsar aðr- ar sögur í sýningunni. Það eru gáturnar, hvernig snúið er aftur og aftur upp á söguþráðinn, og saga sögð af sögu í sögu um sögu, hugarleikfimi höfundar sem ekki er nostrað við í þessari sviðsetningu. En þeir, sem langar til að uppgötva aftur barnið í sjálfum sér, láta hræða sig eins og barn með ævintýri, eiga von á góðri skemmtan í Þjóðleikhús- inu. Hryllingssaga fyrir barnið í okkur LEIKLIST Þjóðleikhús Eftir Martin McDonagh í þýðingu Ing- unnar Ásdísardóttur. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas. Brúðugerð: Bernd Ogrodnik. Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson og Ásmundur Karlsson. Tón- list: Sigurður Bjóla. Leikarar: Arnar Jóns- son, Helga Jónsdóttir, Randver Þorláksson, Rúnar Freyr Gíslason, Sig- urður Sigurjónsson, Þröstur Leó Gunn- arsson og Birna Sigurðardóttir. Litla svið- ið, miðvikudag kl. 20.00. Koddamaðurinn María Kristjánsdóttir „Þröstur Leó Gunnarsson skapar kunnuglega staðlaða mynd af misþroska einstaklingi, bróður skáldsins Mikael, en gerir það ákaflega vel.“ Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning Ath: Miðaverð kr 1.500 HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 Aukasýningar SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Su 17/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20 Síðustu sýningar BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20 - UPPSELT, Su 17/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, - UPPSELT, Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 20 - UPPSELT, Su 24/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 29/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 30/4 kl 20 - UPPSELT, Su 1/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 5/5 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Fáar sýningar eftir DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Í kvöld kl 20, Lau 16/4 kl 20 Fö 22/4 kl 20, Lau 23/4 kl 20 AUGNABLIKIÐ FANGAÐ - DANSLEIKHÚSIÐ fjögur tímabundin dansverk Fi 21/4 kl 19.09 - Frumsýning, Su 24/4 kl 19.09, Su 1/5 kl 19.09 Aðeins þessar 3 sýningar TERRORISMI e. Presnyakov bræður Frumsýning í kvöld kl 20 - UPPSELT Mi 20/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20, Fi 5/5 kl 20 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Aðalæfing mi 20/4 kl 18 - kr 1.350 - UPPSELT, Frumsýning fi 21/4 kl 14 - UPPSELT, Lau 23/4 kl 14, Su 24/4 kl 14, Su 1/5 kl 14, Su 1/5 kl 17 Apótekarinn eftir Haydn Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar 29. apríl kl. 20 - Frumsýning 1. maí kl. 20 - 2. sýn - 3. maí kl. 20 - 3. sýn 8. maí kl. 20 - 4. sýn - 10. maí kl. 20 - 5. sýn - Lokasýning Ath. Aðgangur ókeypis www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400 geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is SÍÐUSTU SÝNINGAR Ekki missa af þessari sýningu! • Föstudag 15/4 kl 20 LAUS SÆTI ALLRA SÍÐASTA SÝNING Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 13-18 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Pakkið á móti frumsýnt 15. Apríl Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös. 15.4 kl 20 Frums. UPPSELT Lau. 16.4 kl 20 2. kortas. UPPSELT Fim. 21.4 kl 20 3. kortas. UPPSELT Fös. 22.4 kl 20 4. kortas. UPPSELT Lau. 23.4 kl 20 5. kortas. UPPSELT Fös. 29.4 kl 20 6. kortas. Örfá sæti laus Lau. 30.4 kl 20 Örfá sæti laus Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Pónik og Einar í kvöld BIRTA Guðjónsdóttir opnar einkasýningu sína sem ber titilinn „Tíminn er efnið sem við erum gerð úr“ í sýningarrýminu Suð- suðvestur á laugardaginn kl. 16. Verkin á sýningunni eru, að sögn Birtu, unnin út frá vanga- veltum um upplifun okkar á tím- anum; um tilraunir okkar til að stoppa og fanga núið; um end- urtekningu augnablika og tímann eins og við upplifum okkur sjálf í honum. Birta fæst við ýmsa miðla, s.s. ljósmyndun, vídeó og skúlptúra. Hún hefur sýnt verk sín á Íslandi, í Hollandi, Skotlandi og Belgíu. Jafnframt hefur hún tekið þátt í mörgum sýningarverkefnum í samstarfi við listamenn úr öllum listgreinum, gert verk fyrir list- tímarit og rekur sýningarrýmið Gallerí Dverg í Reykjavík. Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Þar er opið fimmtudaga og föstu- daga frá 16.00 til 18.00 og laug- ardaga og sunnudaga frá 14.00 til 17.00. Sýningunni lýkur 8. maí. Birta og tíminn this.is/birta/#null sudsudvestur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.