Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 29. ágústs, 8 vit- laus, 9 kroppar, 10 sár, 11 virðir, 13 óhreinkaði, 15 sakleysi, 18 lýsis- dreggja, 21 kyrr, 22 beri, 23 reyfið, 24 fýsilegt. Lóðrétt | 2 gjafmild, 3 alda, 4 dútla, 5 hlýða, 6 hóta, 7 vaxi, 12 elska, 14 hreinn, 15 bráðum, 16 bogni, 17 eldstæði, 18 heilabrot, 19 landræk, 20 hljómur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 útför, 4 kjóll, 7 látum, 8 öfugt, 9 Týr, 11 tóra, 13 Oddi, 14 seigt, 15 hólk, 17 akir, 20 Ægi, 22 gómar, 23 lufsu, 24 aukið, 25 iðrun. Lóðrétt | 1 útlit, 2 fótur, 3 rúmt, 4 kjör, 5 ólund, 6 látni, 10 ýring, 12 ask, 13 ota, 15 hegna, 16 lúmsk, 18 kofar, 19 rausn, 20 ærið, 21 ildi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gefðu hugmyndunum sem þú færð á næstu vikum gætur, þú ert í mikilli sveiflu. Líklega muntu eyða peningum í eitthvað fallegt handa þér og ástvinum þínum á næstunni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Venus (ást, samskipti) fer í nautsmerkið í dag og verður þar næstu þrjár vikur. Nautið er enn meira hrífandi og aðlað- andi á meðan fyrir vikið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einvera í fallegu umhverfi laðar tvíbur- ann og lokkar um þessar mundir, sem og lestur tímarita og bóka. Tvíburinn vill hafa nóg fyrir stafni og er líka afar for- vitinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Félagslíf krabbans batnar til muna í næsta mánuði. Þiggðu heimboð og bjóddu vinum heim til þín eða á stefnu- mót einhvers staðar. Njóttu góðra stunda í góðum félagsskap. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Venus (ást, samskipti) trónar hátt í sól- arkorti ljónsins núna. Notaðu tækifærið og segðu þeim sem stendur hjarta þínu næst hug þinn. Þér er hlýtt til allra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan nýtur þess að ferðast sér til ánægju á næstu vikum og mánuðum. Dálæti þitt á fallegum stöðum og hlutum vex til muna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin nýtur góðsemi annarra á næstu vikum. Þiggðu gjafir sem þér eru réttar og ekki hafa áhyggjur af því hvort eitt- hvað búi undir. Örlæti veltur á því að einhver vilji þiggja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn fær gott tækifæri til þess að bæta sambandið við nána vini og maka á næstunni. Einnig er lag að byrja nýtt samband og handsala viðskipti. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samstarfsfólkið er bæði samvinnuþýtt og hvetjandi þessa dagana. Leggðu þig fram um að gjalda líku líkt. Góðir straumar verða ríkjandi næstu vikurnar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Rómantíkin blundar með steingeitinni um þessar mundir. Næsti mánuður er kjörinn fyrir frí, rómantík og ástar- ævintýri. Hið sama gildir um íþróttir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberann langar til þess að kaupa eitthvað fallegt fyrir heimilið á næstu vikum. Næsti mánuður er einnig hag- stæður fyrir fasteignaviðskipti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn áttar sig á því á næstu vikum hversu mikil ást og umhyggja er í kring- um hann. Láttu systkini þín vita að þér þyki mikið til þeirra koma. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Kjör manneskjunnar vekja áhuga þinn, ekkert mannlegt er þér óviðkomandi. Þú kannt að hvetja aðra og ert skipulögð og vinnusöm manneskja. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  Tónlist Café Rosenberg | Mood verður með tón- leika kl. 23. Frítt inn. Sjá: www.mood.is. Ketilshúsið Akureyri | Pólsku tónlist- arsnillingarnir í Trio Cracovia eru með tón- leika kl. 17.30. Á tónleikunum leika þeir píanótríó í d-moll eftir Anton Arensky og píanótríó í f-moll eftir Antonin Dvorák. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Parachutes er samstarfsverkefni tveggja Bandaríkjamanna að nafni Alex og Scott. Innsetningin er samansett af mynd- bandsverki og tónlist sem þeir félagar sömdu á meðan þeir bjuggu á ónefndu fjalli á Ítalíu. Þetta verk kallast (þ.e. lögin) Susy og stendur til 29. apríl. Stúdentakjallarinn | JazzAkademían stendur fyrir síðasta FöstudagsDjammi kl. 16–18. Tríó Sigurðar Flosasonar. Með Sig- urði leika Þórir Baldursson og Erik Qvick. Efnisskráin verður jarðbundin jazztónlist blönduð ryþmablúsi og fönki. Aðgangur ókeypis og veitingar á jazzverði. Myndlist 101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson – Skáhalli tilverunnar (Theo van Doesburg, Goya og aðrir). Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar. Ólöf Björg. FUGL, Félag um gagnrýna myndlist | Anna Hallin – Hugarfóstur – kort af samtali. Gallerí Dvergur | Baldur Bragason sýnir skúlptúra. Sýningin ber heitið „Vasa- málverk –vasinn geymir bæði andann og efnið“ og er hún opin fös.–sun. kl. 17–19. Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson Af- gangar. Gallerí Gyllinhæð | Í dag kl. 17 munu þrír ungir listamenn opna sýninguna 17% Gull- insnið. Sýnendur eru Árni Þór Árnason, Maríó Múskat og Sindri Már Sigfússon og stunda þeir allir nám við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Gallerí I8 | Hrafnkell Sigurðsson. Gallerí Sævars Karls | Regína sýnir olíu- málverk máluð á striga. Gallerí Terpentine | Halldór Ásgeirsson. Gel Gallerí | Guðbrandur kaupmaður sýnir verk sín. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jóhannes Dagsson „End- urheimt“. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni. Hafnarborg | Í samvinnu við Sophienholm í Kaupmannahöfn og Hafnarborg, hefur Jo- hannes Larsen safnið sett saman stóra sýningu um danska og íslenska listamenn og túlkun þeirra á íslenskri náttúru á 150 ára tímabili. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson. Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menn- ingarsalnum 1. hæð. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal – eitt verk, ekkert upphaf né endir. Listasafn ASÍ | Helgi Þorgils Friðjónsson. Olíumálverk og skúlptúra unna í leir og málaða með olíulitum. Listasafnið á Akureyri | Erró. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945. Rúrí Archive Endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Ragnar Axelsson – Framandi heim- ur. Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Fjórar glerlistasýningar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir Myndheimur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Markmið XI Hörður Ágústsson Yfirlitssýn- ing. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Menntagátt | Menntagátt opnaði í febrúar myndasafn á vefnum menntagatt.is/ gallery. Þar hafa allir grunnskólanemendur haft tækifæri til að senda inn myndir til birtingar. Skilyrði er að myndirnar sýni á einhvern hátt íslenskan vetur. Hægt er að senda inn myndir fram til 18. apríl. Norræna húsið | „Farfuglarnir“ myndlist- arsýning sex norrænna myndlistarmanna frá Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Flest verkin eru gerð á pappír. Sýningin er opin daglega, nema mánudaga, frá kl. 12–17. Saltfisksetur Íslands | Nú stendur yfir sýning Fríðu Rögnvaldsdóttur sýninguna nefnir hún Fiskar og fólk. Allar myndirnar eru unnar með steypu á striga. Þjóðminjasafn Íslands | Ljósmyndasýning- arnar Í Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione – ljósmyndir úr fórum Man- fronibræðra. Leiklist Halaleikhópurinn | Halaleikhópurinn sýnir Kirsuberjagarðinn eftir Anton Tsjekhov í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar kl. 20. Hátúni 12. Listasýning Ráðhús Reykjavíkur | Dropar af regni – Amnesty International á Íslandi í 30 ár. Sýningin gefur ágrip af þeim fjölda ein- staklinga sem félagar Íslandsdeildar Amn- esty International hafa átt þátt í að frelsa. Dans Breiðfirðingafélagið | Vorfagnaður Breið- firðingafélagsins verður í Breiðfirðingabúð laugardaginn 16. apríl. Hljómsveitin Mið- aldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi frá kl. 22–3. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Pét- ursson (1614–1674) er skáld mánaðarins. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til– menning og samfélag í 1200 ár. Ómur Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955 ljós- myndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Riccione ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Opið kl 11–17. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli skemmtir í kvöld. Cafe Amsterdam | Hljómsveitin Svörtu Zapparnir spila metal í anda Grjótsins og Rósenberg á Café Amsterdam alla helgina langt fram á morgunn. Svörtu Zapparnir eru þeir Binni, bassa, Öbbi, gítar, Sigurjón Skæringss, söngur og Jói Motorhead, trommur. Kringlukráin | Pónik og Einar saman á ný og ætla að leika fyrir dansi helgina 15.–16. apríl. Roadhouse | Roadhouse um helgina. Föstudag og laugardag verður boðið til Festivals þar sem stelpur borga 1.500 kr. og strákar 2000 og drekka eins og þeir/ þær geta af krana um nóttina. Dj le chef verður í búrinu og passar að allir verða í partígírnum. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Hljómsveit Hilmars Sverrissonar ásamt stórsöngkon- unni Helgu Möller halda uppi dúndrandi stuði um helgina. Mannfagnaður Ólsaragleði | Ólsaragleði verður haldin laugardaginn 23. apríl í Gullhömrum, Graf- arholti. Dagskrá hefst kl. 20 með borð- haldi, ræðumaður, skemmtiatriði og Klaka- bandið leikur fyrir dansi. Miðaverð er kr. 4.800 og er hægt að kaupa miða til 17. apríl. Miðasala og nánari upplýsingar: Nína s. 691 1771, Sjöfn s. 897 1411, Þórheiður s. 820 4468. Players, Kópavogi | Skagfirðingakvöld föstudaginn 15. apríl. Hljómsveitirnar Spútnik, Von og hljómsveit Geirmundar Valtýssonar halda uppi stemmningu. Fréttir ITC-samtökin á Íslandi | ITC-samtökin halda uppá alþjóðadag samtakanna 16. apríl. ITC eru þjálfunarsamtök þar sem að- ilar sækja menntun og styrk til frekari sjálfstyrkingar. Fundir eru öllum opnir. http://www.simnet.is. Fundir Árhús | Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn í dag kl. 20.30, í Árhúsum Hellu. Venjuleg aðalfundarstörf og fræðsluerindi um skógrækt í umsjón Einars Gunnarssonar skógfræðings. Háskólinn á Akureyri | Í borgaspjalli Auð- lindadeildar HA, í dag kl. 12.30, flytur Guð- jón Atli Auðunsson erindið: Rýnt í gögn um aðskotaefni í vistkerfi sjávar. Spjallið fer fram á 2. hæð (við kaffiteríu) í rannsókn- arhúsinu Borgum. Krabbameinsfélagið | Samhjálp kvenna verður með „Opið hús“ í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, 19. apríl kl. 20. Her- dís Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur ræðir um reynslu einstaklinga af því að fá krabbamein og samskipti við heilbrigð- isstarfsmenn í lyfjameðferð. Hjálparbún- aður sýndur. Allir velkomnir. Málstofur Seðlabanki Íslands | Málstofa verður í dag kl. 15, í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli. Málshefjendur eru þeir Kári Sigurðsson og Kári Guðjón Hallgrímsson hagfræðingar. Erindi þeirra ber heitið: Áhrif kaups og sölu viðskiptavina íslenskra banka á gengis- þróun íslensku krónunnar. Málþing Grand hótel Reykjavík | Tannlæknafélag Íslands efnir til málþings laugardaginn 16. apríl kl. 9.30–13, um reykingar og tann- heilsu. Málþingið er öllum opið og aðgang- ur ókeypis. Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 15. apríl í síma 575 0500 eða á netfangið tannsi@tannsi.is. Sjá á tann- laeknar.is. Norræna húsið | Málþing um akstur utan vega laugardaginn 16. apríl kl. 13–16.45, á vegum Umhverfisstofnunar og Land- verndar í Norræna húsinu í Reykjavík. Boð- ið verður upp á kaffiveitingar. Aðgangs- eyrir er 500 kr. Námskeið Alþjóðahúsið | Amal Tamimi, fé- lagsfræðingur frá Palestínu, heldur nám- skeið um konur og islam, 18. og 20. apríl kl. 20–22 báða dagana. Hvaða áhrif hefur is- lam á líf kvenna í löndum múslima? Hvað segir Kóraninn og hver er raunveruleikinn? Verð er 5.000 kr. og skráning í síma 5309300 og á amal@ahus.is. Félag íslenskra heilsunuddara | Félag ís- lenskra heilsunuddara verður með fram- haldsnámskeið um andlega uppbyggingu 18.–21. apríl, 1 og 2. Kennari Jarle Tamsen í Rósinni, Bolholti 4. Nánari upplýsingar og skráning á www.nuddfelag.is og í síma: 6942830, 6907437. www.ljosmyndari.is | 3 daga námskeið (12 klst) fyrir stafrænar myndavélar, 18., 20. og 21. apríl og 25., 27. og 28. apríl kl. 18– 22, alla dagana. Verð kr. 14.900. Tekið er fyrir: myndavélin, myndatakan, ljósmyndastúdíóið, tölvan, photoshop. Fyrir byrjendur og lengra komna. Skráning á www.ljosmyndari.is eða síma 898-3911. Íþróttir Grunnskólinn Hellu | Fjölskylduskák í Grunnskólanum Hellu 16. apríl kl. 10.30. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is TRÍÓIÐ Cuesta Arriba frá Buenos Aires leikur á tangóballi í Iðnó á laugardagskvöldið. Cuesta Arriba er á tónleikaferð um Evrópu og hefur undanfarið leikið á tangóklúbbum á Spáni, í Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu og Þýskalandi. Tónlistin sem tríóið leikur þykir bæði grípandi og dansvæn. Á efnisskránni eru ýmsir tangóar, þekktir sem minna þekktir hér á landi, tangóvalsar og milongur, m.a. verk eftir tónskáldið og bandóneónleikarann Piazzolla. Í Buenos Aires er jafnan sýndur dans á tangóböllunum og svo verður einnig hér en tangódansararnir Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya munu sýna. Cuesta Arriba er skipað Pablo Yanis sem leikur á bandóneón, Mariano Gil sem leikur á gítar og Juan Fracci sem leikur á bassa. Húsið verður opnað kl. 21. Tangóball í Iðnó STEFÁN T. Hjaltalín sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni á Hrafnistu í Hafnarfirði, menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Stefán er fæddur á Selvöllum við Stykkishólm 1916, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnar- firði. Hann hefur stundað nám- skeið í handmennt og málun frá 2001 og er þetta fyrsta einka- sýning Stefáns. Sýningin stendur til 10. maí. Stefán á Hrafnistu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.