Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 59 MENNING mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005 Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði ...ódýrasta 300 kr. birtist í 7 daga mbl.is smáauglýsingin Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr. Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar mbl.isá GÓÐVERKIN kalla er gaman- leikrit með söngvum sem var samið fyrir Leikfélag Akureyrar 1994. Leikritið hefur reynst vinsælt hjá áhugaleikfélögum síðustu árin en það fjallar um meting og nágranna- erjur í litlu þorpi þegar þrjú góð- gerðafélög ákveða hvert í sínu lagi að gefa sjúkrahúsinu nýtískutækið straumlínugjafa. Verkið býr yfir lit- skrúðugum persónum, orðaleikjum og skemmtilegum sönglögum eftir höfundana. Leikfélag Hofsóss og Halla Margrét leikstjóri taka rétta stefnu í flutningi verksins: Persón- urnar fá að njóta sín, umgerðin er einföld og skýr og brandarar eru staðfærðir þegar við á. Úr verður skemmtileg sýning og fjarska fynd- in á köflum. Halla Margrét hefur góða tilfinn- ingu fyrir rými leiksviðsins og hefur greinilega unnið mikið með fram- sögn og persónusköpun hjá mis- reyndum leikurunum. Persónur verksins eru misjafnlega veigamikl- ar. Erfiðustu hlutverkin eru hlut- verk hjónanna tveggja; fjandvin- anna Jónasar og Lúðvíks og eiginkvennanna Dagbjartar og Drífu. Jónas er formaður karla- klúbbsins Dívans og Lúðvík er for- maður Lóðarís. Hin dugmikla Drífa er formaður kvenfélagsins Sverðlilj- anna og Dagbjört er einföld og væn. Hlutverkin eru erfið þar sem um svo venjulegt fólk er að ræða þó að hvert þeirra hafi sín sérkenni sem nokkuð er gert úr. Þau Kristján Jónsson, Helgi Þór Thorarensen, Guðrún Helgadóttir og Fríða Eyj- ólfsdóttir léku þessi tvenn hjón prýðilega. Saklausu hjúkrunarkon- una sem flytur í þorpið lék Svan- hildur Harpa Kristinsdóttir ágæt- lega og Nonna kvennagull sem hrífst af henni en heldur við Drífu lék Þorsteinn Axelsson vel en hann var að leika í fyrsta sinn. Björn hér- aðslækni, hinn góðhjartaða og trú- gjarna mann, lék Jón S. Sigurðsson afar vel. Jón hafði sérstaka útgeisl- un á leiksviðinu og skilaði fíngerð- um húmor og sérkennum með sóma. Hinn klofna persónuleika Jökul Heiðar lék Sigmundur Jón Jóhann- esson mjög vel en hann uppskar mikinn hlátur út á persónu- leikaskiptin milli rómantíska góð- mennisins og grimma frjálshyggju- mannsins sem hann breyttist alltaf í ef hann þurfti að leiða hugann að bankastjórastarfi sínu. Stjarna sýn- ingarinnar var svo Ingibjörg Sól- veig Halldórsdóttir í hlutverki Bínu gömlu sem lýgur upp makalausum sögum, fylgist með öllum og drekk- ur af stút í laumi og ekki laumi. Ingibjörg hefur meðfædda leikhæfi- leika og sterka nærveru á sviðinu en allt sem hún gerði í þakklátu hlut- verkinu var fyndið og skemmtilegt. Lýsing, búningar og tónlist og dansar var ágætlega unnið, andinn í hópnum var skemmtilegur og gam- an að gleyma sér þessa kvöldstund á Hofsósi. LEIKLIST Leikfélag Hofsóss Höfundar: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri: Halla Margrét Jóhannesdóttir. Leikmyndarhönnun: Halla Margrét Jó- hannesdóttir. Ljósahönnun: Eiríkur Frí- mann Arnarson og Elvar Már Jóhanns- son. Frumsýning í Höfðaborg, Hofsósi 8. apríl 2005 Góðverkin kalla Hrund Ólafsdóttir „ÉG HAFÐI aldrei lesið svona leik- rit áður, en vissi strax að það ætti er- indi við áhorfendur hér á landi, það er hin besta skemmtun, fyndið en hefur einnig áríðandi boðskap,“ seg- ir Agnar Jón Egilsson sem leikstýrir verki Henry Adam, Pakkið á móti sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í kvöld, föstudagskvöldið 15. apríl. Leikritið vann til verðlauna á Ed- inborgarhátíðinni árið 2003, stærstu leiklistarhátíð heims sem besta nýja leikritið. Verkið er nú margverð- launað og hefur farið sigurför um Evrópu þar sem það hefur verið sýnt víða. Það hefur hvarvetna vakið at- hygli, enda þykir það í senn drep- fyndið og áleitið, en tekið er á mörg- um eldfimum málum sem til umræðu eru nú í heimsmálunum. Henry Adam fæddist í Norður- Skotlandi 1964, hann býr nú og starfar í Edinborg og vinnur að kvikmyndahandriti eftir Pakkinu á móti fyrir leikstjórann Andrew Douglas. Hasar, ofbeldi og sorg Vettvangur leiksins er stigagang- ur í fjölbýlishúsi í Lundúnum, þar sem býr fólk sem sumt hefur ein- angrað sig frá samfélaginu. Þannig er því háttað með aðalsöguhetjuna, Nigel, heimur hans tekur stakka- skiptum þegar lögregla brýst inn í íbúð hans og fær hann til að leggja gildru fyrir hálfbróður sinn, meintan hryðjuverkamann sem talið er að muni um síðir leita á náðir hans. Nigel er löglegur öryrki sem á eða átti við geðræn vandamál að stríða, en áhöld eru um hvort hann haldi í geðveiki sína til að missa ekki bætur. Við sögu kemur líka gömul skosk ekkja, sem leggur metnað sinn í að halda stigaganginum hreinum, en fylgist engu að síður líka vel með gangi heimsmála. Þá býr í þessum stigagangi unglingur með móður sinni, sem hann raunar sér ekki mik- ið en sú sér þeim mæðginum far- borða á vafasaman máta. „Þetta fólk lendir í ýmsum hremmingum, en þau mynda eins konar fjölskyldu, lit- ríka fjölskyldu,“ segir Agnar Jón og líkir sögu þeirra við napran veru- leika, „eins konar Tarantino bíó- mynd, ég sá þetta verk fyrir mér einhvern veginn á þann hátt.“ Has- ar, ofbeldi, sorg, eru orð sem hann notar til að lýsa verkinu. Það er und- irliggjandi ótti í samfélaginu eftir at- burðina 11. september, en af ein- hverjum ástæðum hafði gleymst að greina Nigel frá því sem gerðist, hann hefur misst af þeirri nýju heimsmynd sem nú blasir við, þann- ig að hann veit í raun ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar lögreglan brýst inn til hans í þeim erindagjörð- um að ná til bróður hans. Á ýmsu gengur, svo sem gera má ráð fyrir í stigaganginum, en öðrum þræði fá áhorfendur að fylgjast með hvernig ógæfumaðurinn sem verkið fjallar um finnur frið, hvernig fólk bregst við þegar virkilega á reynir og það finnur styrk sinn. „Við fáum að fylgj- ast með því hvernig hann fer að upp- lifa heiminn upp á nýtt,“ segir Agnar Jón. Manni þykir ósjálfrátt vænt um persónurnar Hann segir leikritið hafa allt til brunns að bera sem gott leikrit býr yfir, sagan sem sé mjög skemmtileg, hræri upp í tilfinningum fólks, ná- vistin sé mikil, „það er hægt að hlæja og gráta með persónunum og manni þykir ósjálfrátt vænt um þær.“ Leikritið sjálft bjóði upp á að því sé líkt við verulega grófa bíó- mynd, sem sífellt komi á óvart. „Ég hef aldrei séð svona áður,“ segir Agnar Jón. „Þetta er eitthvað sem hittir mann beint í æð, nær að snúa upp á mann, um leið og farið er að halda með einni persónunni segir einhver önnur eitthvað sem snertir mann.“ Í verkinu er tekið á hlutum eins og fordómum og vaxandi kynþátta- hatri, „það neyðir okkur í raun til að horfast í augu við eigin fordóma og hvernig þeim er mismunað sem enga rödd hafa í samfélaginu, líka fólk sem vegna trúarbragða, litarháttar, kynhneigðar eða fjárhagsstöðu er frábrugðið fjöldanum og svo þarf að takast á við þá erfiðu spurningu hvort réttlætanlegt sé að fórna einum fyrir fjöldann.“ Agnar Jón sagði það hafa verið mjög ögrandi fyrir sig og raunar all- an leikhópinn að takast á við verk- efnið, finna umgjörðinni trúverð- uglegan veruleika án þess að falla í þá gryfju að nota klisjukenndar lausnir. „Við þurftum að finna þennan hrjúfa blæ verksins, það er ekkert í þessu verki sem heitir fegurð, pluss og heitir litir. Við fundum niðurstöðu sem segja má að lykti eins og skítugt teppi í stigagangi í Lundúnum.“ Leiklist | Leikfélag Akureyrar frumsýnir Pakkið á móti í kvöld Ekkert sem heitir feg- urð, pluss og heitir litir Morgunblaðið/Kristján Jón Páll Eyjólfsson og Guðjón Davíð Karlsson í hlutverkum sínum. Hinn vestræni heimur eftir 11. september 2001 er til umfjöllunar í leikritinu Pakkið á móti sem frumsýnt verður hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Margrét Þóra Þórsdóttir fékk Agnar Jón Egilsson leikstjóra til að segja frá þessu verðlaunaleikriti. maggath@mbl.is Víkingur Kristjánsson og Jón Páll Eyjólfsson í hlutverkum sínum í Pakkinu á móti. eftir Henry Adams Leikarar: Víkingur Kristjánsson, Jón Páll Eyjólfsson, Hildigunnur Þráinsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson. Leikstjóri: Agnar Jón Egilsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannssson. Ljósahönnuður: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Þýðing og frumsamin tónlist: Úlfur Eldjárn. Pakkið á móti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.