Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 43 MINNINGAR ✝ Jóhanna Lofts-dóttir fæddist í Hafnarfirði 30. sept- ember 1923. Foreldr- ar hennar voru Loft- ur Sigfússon, f. 20. nóvember 1888, d. 1. ágúst 1959 og Kristín Salómonsdóttir, f. 14. september 1895, d. 29. júlí 1968. Systkini hennar eru níu, Viggó, Salómon, Þor- steinn, Sigríður, Lára, Salóme, Stein- unn og Anna Jóna. Steinunn ein lifir systkini sín. Jóhanna giftist árið 1952 Jens Eyjólfssyni,, d. 2. janúar árið 1970. Seinni eiginmaður Jóhönnu er Lárus Gamalíusson. Þau giftust árið 1971. Börn Jóhönnu eru: a) Júlíus Bess, kvæntur Elínu G. Ólafsdótt- ur, þau eiga fjögur börn. b) Krist- ín Margrét, gift Páli R. Magnús- syni, þau eiga þrjú börn. c) Hannes, kvæntur Þórdísi Torfa- dóttur, þau eiga þrjú börn. d) Guðný, gift Magnúsi Magnús- syni, d. 1969, þau eiga tvö börn. Seinni maður hennar er Guðmundur Haukur Gunnarsson, þau eiga eitt barn. e) Jódís, látin, giftist Pétri Östlund, þau eiga eitt barn. Seinni maður Jódísar er Unnsteinn Jónsson, þau eiga eitt barn. f) Katrín, fyrri eigin- maður hennar er Sigurður H. Sigurðsson, þau eiga þrjú börn, seinni eiginmaður hennar er Grétar Guðmundsson, þau eiga eitt barn. g) Valgerður Jana, gift Sigurjóni Harðarssyni, þau eiga tvö börn. h) Kristín, gift Erni Ólafssyni, þau eiga þrjú börn. i) Ólöf Eygló, gift Steinari Leifssyni, þau eiga þrjú börn. Ólöf Eygló á barn frá fyrra sambandi. Jóhanna verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma. Hvernig í ósköpunum á ég að geta kvatt þig? Mér datt aldrei í hug að þú myndir fara frá okkur svona fljótt. Þú varst mín fyrirmynd og ég leit alltaf upp til þín, mig langaði alltaf til að verða eins og þú, falleg og sterk. Það var alltaf gaman að koma í heim- sókn til ömmu og afa, þegar maður kom sagði amma: Sæl Birna mín. Ég skildi aldrei af hverju þú kallaðir mig Birnu, því ég og Birna frænka erum svo ólíkar. En ég var orðin vön að heyra þetta frá þér og var hætt að leiðrétta þig. Þetta var bara amma mín og ég vildi engu breyta. Svo var alltaf gaman að heyra afa kalla mig fegurðardrottningu. Man ég sérstaklega þegar ég kynnti þig fyrir honum Bjössa mínum, þá sagð- ir þú við hana mömmu: mikið er hann myndarlegur. Þú lést mér allt- af líða svo vel í kringum þig. Amma hafði alltaf verið sterk, aldrei sá ég ömmu liggja eða hvíla sig eftir erfiðan dag. Oft bað ég mömmu að segja mér sögur af ömmu, og þegar hún byrjaði vildi ég ekki að hún hætti, því það var ótrú- legt hvað ein manneskja gat lent í mörgu og þess vegna kalla ég ömmu mína sterka, því líf hennar var alls enginn dans á rósum. Núna verður tómlegt í lífi okkar, Aldrei aftur munum við passa okkur að hringja ekki kl. 17.05, þegar Leið- arljós er, eða fara í heimsókn á morgnana. Elsku hjartans amma mín ég vona svo innilega að þú sért hamingjusöm þar sem þú ert og með öllum þeim sem elskuðu þig. Ég vona að ég muni gera þig stolta af mér. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun aldrei hætta því. Ég vil kveðja þig með texta úr lagi sem Bubbi samdi: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Linda Ösp Grétarsdóttir. Elskuleg amma mín, Jóhanna Loftsdóttir, er látin. Hún lést á heimili sínu, Hjallabraut 33 í Hafn- arfirði, aðfaranótt 9. apríl sl. Þegar móðir mín hringir í mig og tilkynnir mér að þú sért látin var það mér mikið reiðarslag, þó svo að þú hafir verið mikið veik nánast það sem af er þessu ári kemur kallið allt- af á óvart. Þú sem alla tíð hefur verið heilsuhraust og hress, en svo í jan- úar veikist þú og fór þá heilsu þinni að hraka. Oft er nú dauðinn líkn og nú lít ég þannig á það elsku amma mín að þjáningar þínar eru að baki og ljós og friður umvefur þig. Nú er ég sest niður og skrifa þess- ar línur í minningu þinni, þá fljúga, sem örskot, ótal minningabrot um hugann. Efst í huga mínum eru fal- legu og ánægjulegu stundirnar þeg- ar þú varst að passa mig og Davíð bróður er þú áttir heima á Slétta- hrauninu. Ekki vantaði viljann hjá þér elsku amma að finna eitthvað til að gera með okkur, t.d. að spila á spil, og áttir það nú til að leyfa okkur oftast að vinna þig. Þær voru nú líka ófáar næturnar sem við fengum að gista hjá þér. Elsku amma mín. Það er svo skrít- ið hvernig ýmsar minningar koma fram á stundum sem þessari. Ég minnist þess t.d. nú hvað fiskiboll- urnar þínar voru góðar. Ég minnist þess líka að mamma reyndi oft að gera eftir sömu uppskrift, en þær voru bara ekki eins. Svo eru það stundirnar sem ég lagaði á þér hárið. Þær eru nú kapít- uli út af fyrir sig. Það var sko oft mikið hlegið, því þú áttir þá góðu Guðsgjöf að vera alltaf svo kát og mikill húmoristi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég vil með þessum fátæklegu orð- um, elsku amma mín, þakka þér fyrir að hafa verið til, þakka þér fyrir að hafa verið amma mín, þakka þér fyr- ir allar þær stundir sem við fengum að vera saman og þann kærleik sem þú áttir og sýndir, bæði mér og öllu þínu samferðafólki. Guð blessi þig. Arndís Steinarsdóttir. Mig langar að minnast þín elsku amma mín í nokkrum orðum. Það er sárt að hugsa til þess að geta ekki lengur heimsótt þig. Ég á svo marg- ar yndislegar minningar með þér. Mér fannst ég svo oft vera eins og ein af dætrum þínum, enda á svip- uðum aldri og yngsta dóttir þín. Oft var mikið um að vera á stóru heimili á Hverfisgötunni þar sem ég var heimagangur og undi mér vel. Þegar allar dætur þínar voru fluttar að heiman fékk ég að búa hjá þér um hríð, þar til ég fór að búa sjálf. Ég var eina nafna þín og elst af fjöl- mörgum barnabörnum. Þú vildir mér allt svo vel og var svo umhugað um hag minn. Þegar ég kynntist Kristjáni manninum mínum lifðir þú þig inn í atburðarásina og varst jafn- vel meira spennt en ég sjálf. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Minningarnar þyrlast upp þegar ég hugsa til baka og ávallt varstu mér svo blíð og góð. Þú hlustaðir á mig og gafst mér góð ráð alla tíð þeg- ar ég þurfti að leita til þín. Alltaf fannst mér að þú mundir verða til staðar og það er erfitt að sætta sig við að þú sért ekki lengur hér. Þú munt alla tíð eiga stað í hjarta mínu, elsku amma mín. Blessuð sé minning þín. Þín Hanna Jenný. JÓHANNA LOFTSDÓTTIR Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RAGNA GESTSDÓTTIR, áður til heimilis að Lindarsíðu 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju í dag, föstu- daginn 15. apríl, klukkan 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Sigurður Eggert Davíðsson, Ólöf Regína Torfadóttir, Hólmfríður Davíðsdóttir, Stefán Árnason, Kristján Davíðsson, Valgerður Kristjana Guðlaugsdóttir, Lísbet Davíðsdóttir, Snorri Sigurður Kristinsson, Gestur Ragnar Davíðsson, Svava Guðrún Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN SVEINSDÓTTIR frá Varmá, Hveragerði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, mánudaginn 11. apríl. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 16. apríl kl. 14.00. Valborg Guðmundsdóttir, Ragna Rósberg Hauksdóttir, Stefán Óskarsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Sveinn B. Sigurjónsson Guðrún Friðriksdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Pálína Sigurjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HUGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis í Víðilundi 24, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 18. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga. Erla Benediktsdóttir, Hálfdán Helgason, Margrét Benediktsdóttir, Olgeir Friðbjörnsson, Helga Benediktsdóttir, Bengt Johannsson, Gíslína Benediktsdóttir, Halldór Sigursteinsson, ömmu- og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA G. SIGURÐARDÓTTIR yogakennari, Tjarnarmýri 13, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 13. apríl. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg amma okkar, langamma og langa- langamma, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Kringlu, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugar- daginn 16. apríl kl. 14.00. Elínborg Traustadóttir og fjölskylda, Ragnhildur Traustadóttir og fjölskylda, Guðmundur Einar Traustason og fjölskylda Elísabet Anna Traustadóttir og fjölskylda, Hanna Edda Halldórsdóttir og fjölskylda Anna Björk Jónsdóttir og fjölskylda, Jóhanna Ella Jónsdóttir og fjölskylda. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY HALLDÓRSDÓTTIR, áður til heimilis á Laugarásvegi 5, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 12. apríl sl. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 20. apríl kl. 15.00. Helga Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Gunnar Guðmundsson, Sigrún E. Einarsdóttir, ömmubörn og aðrir aðstandendur. Vinur okkar, KAJ WILLY CHRISTENSEN vistmaður á hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 3-5, áður Dúfnahólum 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mið- vikudaginn 20. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd vina og ættingja, Stefán Gunnar Vilhjálmsson, Einar Þór Sverrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.