Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 21
MINNSTAÐUR
PÓSTSENDUM
www.islandia.is/~heilsuhorn
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889
fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum,
Árnesaptóteki Selfossi,
Yggdrasil Kárastíg 1.
Fjarðarkaupum
Borgartúni 24
Spektro
Lyfjaval Hæðarsmára
Lyfjaval Þönglabakka
Stúdíó Dan Ísafirði
Ein með
öllu
Multívítamín, steinefnablanda
ásamt spírulínu, Lecthini,
Aloe vera ofl. fæðubótarefnum
GARÐVERKFÆRI
Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070
KEÐJUSAGIR
TILBOÐSDAGAR
GREINAKURLARAR
HEKKKLIPPUR
GREINAKLIPPUR
HEKKKLIPPUR
ÚÐAKÚTAR
GARÐSLÖNGUR
SLÖNGUTENGI
ÓDÝRAR HJÓLBÖRUR
AUSTURLAND
Kárahnjúkavirkjun |
Starfsmenn Impregilo
eru farnir að steypa
fóðringu í aðrennslis-
göng Kárahnjúkavirkj-
unar næst vatnsinntak-
inu í Hálslóni og einnig
í hjáveitugöngunum
undir Kárahnjúka-
stíflu. Á vefnum kara-
hnjukar.is segir að
fyrsti kílómetri að-
rennslisganganna hafi
verið sprengdur og
grafinn á hefðbundinn hátt og sá kafli
verði fóðraður á þennan hátt. Aðrir
hlutar aðrennslisganganna eru að
mestu heilboraðir.
Steypufóðringin í aðrennslisgöng-
unum er gerð með sérstöku stálmóti
sem tekur 12 metra í hverri færu á
beinum köflum en 6 metra í beygjum.
Alls verða steyptar 87 færur, tvær á
viku að jafnaði. Verkið hófst í að-
rennslisgöngunum um miðjan mars
en í hjáveitugöngunum í síðustu viku.
Stálmótið þykir merkilegt fyrir-
bæri eins og margur annar tæknibún-
aður við virkjunarframkvæmdirnar.
Það er spennt út og dregið saman
með tjökkum þegar slegið er upp eða
slegið frá við hverja færu verksins.
Önnur tíðindi af virkjunarsvæðinu
eru þau helst að borvélarnar eru að
komast á fullan skrið á nýjan leik eftir
að hafa verið hægfara eða alveg stopp
undanfarnar vikur vegna vatnsleka,
bergstyrkingar eða bilana. Í síðustu
viku var boraður meira en hálfur kíló-
metri, einkum var fart á vél nr. 2.
Steypa fóðringu í
aðrennslisgöngum
Börnin kvödd | Á sunnudag verður
barna- og fjölskylduguðsþjónusta í
Valþjófsstaðarkirkju í Fljótsdal. Til-
efnið er að formlegu barnastarfi vetr-
arins er að ljúka og eru börnin og for-
eldrar þeirra boðin sérstaklega
velkomin. Sr. Lára G. Oddsdóttir,
sóknarprestur á Valþjófsstað, segir
vetrarstarfið hafa verið fjölbreytt og
það farið fram í Fellabæ og Brúarási,
bæði í leikskólanum og í yngri bekk
skólans og svo í leikskólanum í Hall-
ormsstað. „Það verður mikið sungið
og við kveðjum Gullu gæs og Rebba
ref að sinni. Eftir guðsþjónustuna,
sem hefst kl. 14, bíður okkar svo
hressing,“ segir sr. Lára.
Söngleikur | Æfingar á söng-
leiknum Í Tívolí eru nú í fullum
gangi hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar.
Söngleikurinn er eftir Guðjón Sig-
valdason ásamt Steingrími Guðjóns-
syni, Skagaleikflokknum og NFFA
og er saminn í kringum Tívolíplötu
Stuðmanna. Lög eins og Hr. Reykja-
vík, Í Tivolí, Ólína og Bíólagið eru
sett í nýtt samhengi og verður gam-
an að sjá Seyðfirðinga spreyta sig á
þeim. Rúmlega 30 manns munu taka
þátt í sýningunni, þar af fjöldi ung-
menna. Frumsýning er áætluð 29.
apríl.
Frá þessu er sagt á vefnum seyd-
isfjordur.is.
Reyðarfjörður | Fjarðaál Alcoa hef-
ur sótt um tímabundið leyfi til
Fjarðabyggðar vegna þjónustu- og
upplýsingamiðstöðvar við gamla
þjóðveginn vestan við Sómastaði í
Reyðarfirði. Um er að ræða upplýs-
ingamiðstöð fyrir framkvæmdir á ál-
verslóð og ferðaþjónustu í Fjarða-
byggð.
„Við höfum orðið vör við mikinn
áhuga og athygli bæði almennra
ferðamanna og hópa að koma og
fylgjast með því sem er um að vera
hjá okkur og á svæðinu sem slíku,“
segir Hrönn Pétursdóttir, starfs-
manna- og kynningarstjóri Fjarða-
áls Alcoa. „Við viljum mæta þessari
þörf, og þá gefa fólki tækifæri á að
nálgast upplýsingar á auðveldan
hátt. Með þetta í huga tókum við
ákvörðun um að koma upp upplýs-
ingamiðstöð, sem stefnt er á að opni
núna í maí ef undirbúningur gengur
samkvæmt áætlun. Hún verður
staðsett þannig að hægt verði að sjá
yfir byggingarsvæðið. Þar munum
við kynna starfsemi Alcoa Fjarðaáls
og byggingarframkvæmdirnar, en
einnig er samstarf við Fjarðabyggð
um að veita upplýsingar um sveitar-
félagið, þ.e. svæðið.“
Miðstöðin á að vera opin sjö daga
vikunnar á meðan mesti ferða-
mannatíminn stendur yfir, en utan
þess samkvæmt bókunum.
Að byggingaframkvæmdatíma ál-
versins loknum, árið 2007, verður
þessi tiltekna aðstaða fjarlægð.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Upplýsa forvitna Fjarðaál Alcoa hyggst koma á fót upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn við gamla Sómastaðabýlið gegnt innkeyrslu að álvers-
svæðinu á Reyðarfirði.
Fjarðaál undirbýr opn-
un upplýsingamiðstöðv-
ar fyrir ferðamenn
SUÐURNES
Reykjanesbær | Jarðvinna er
hafin vegna byggingar stúdenta-
garða í tengslum við Íþróttaaka-
demíu í Reykjanesbæ. Hafsteinn
Guðmundsson íþróttafrömuður
úr Keflavík tók fyrstu skóflu-
stunguna að fyrsta áfanga verk-
efnisins.
Fasteignafélagið Þrek ehf.
fékk úthlutaðar lóðir við Kross-
móa í Njarðvík til byggingar um
75 nemendaíbúða. Íbúðirnar
verða byggðar á gamla tjaldsvæði
bæjarins og næsta nágrenni. Á
næstu lóð er verið að byggja hús
fyrir Íþróttaakademíu í Reykja-
nesbæ sem áætlað er að taki til
starfa í haust.
Fasteignafélagið Þrek byggir í
upphafi fjölbýlishús með 24 íbúð-
um og er stefnt að því að fyrstu
tólf íbúðirnar verði afhentar
leigutökum undir lok ársins. Á
næsta ári er áætlað að ljúka 36
íbúðum til viðbótar og 27 haustið
2007.
Íbúðirnar eru í fjölbýlishúsum,
flestar tveggja herbergja en hluti
þeirra einnig þriggja herbergja.
Allar eru þær með sér inngangi.
Í hjarta bæjarins
Íbúðirnar eru í eigu Fasteigna-
félagsins Þreks ehf. sem byggir
þær án styrkja eða eignarhlut-
deildar opinberra aðila. Mun
þetta vera fyrsta einkahlutafélag-
ið í slíkum rekstri hér á landi.
Íbúðirnar eru ætlaðar nemend-
um Íþróttaakademíu í Reykja-
nesbæ og jafnvel einnig nemend-
um við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja. Báðir þessir skólar
eru í næsta nágrenni íbúðanna.
Halldór Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Fasteignafélagsins
Þreks ehf., segir að staðurinn sé
frábær, í hjarta bæjarins. Vekur
hann athygli á því að öll þjónusta
sé í göngufæri, auk skólanna
beggja. „Þetta er sniðið fyrir há-
skólaþorp,“ segir hann.
Hafsteini Guðmundssyni líst
vel á stofnun Íþróttaakademíu.
Segir að hún verði góð viðbót við
íþróttaaðstöðuna í bænum. „Hér
er kominn vísir að háskólahverfi.
Þetta hleypir nýju lífi í bæinn,“
segir Hafsteinn.
Vísir að háskóla-
hverfi er að myndast
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Skóflustunga Hafsteinn Guðmundsson íþróttafrömuður tók fyrstu
skóflustunguna að stúdentagörðum. Halldór Ragnarsson aðstoðaði
hann við verkið. Í baksýn sést Íþróttaakademían í byggingu.
Stúdentagarðar í nágrenni Íþróttaakademíunnar
BÚMENN hafa haldið áfram uppbygg-
ingu íbúðarhúsnæðis á Suðurnesjum. Í
gær voru fjórar íbúðir afhentar leigutök-
um í Garði og framkvæmdir eru að hefjast
við sextán íbúða í Reykjanesbæ. Á síðari
hluta næsta árs verða hundrað íbúðir á
vegum félagsins komnar í notkun á svæð-
inu.
Með íbúðunum fjórum sem afhentar
voru í Garðinum í gær eru 28 Búmanna-
íbúðir til komnar í gagnið í Garðinum.
Bragi Guðmundsson verktaki sem byggt
hefur öll húsin er að byrja á átta til víð-
bótar og á næsta ári þegar þær verða af-
hentar verður Búmannahverfið fullbyggt.
Ásgeir Hjálmarsson, formaður Suð-
urnesjadeildar húsnæðissamvinnufélags-
ins, segir að vel hafi gengið að selja bú-
seturéttinn í þessum húsum. „Það hefur
engin íbúð enn losnað af þeim sem út-
hlutað hefur verið. Fólki líður vel og virð-
ist líka þetta fyrirkomulag,“ segir Ásgeir.
Uppbygging hefst í Reykjanesbæ
Búmenn hafa fengið lóðir fyrir 30 til 40
íbúðir í Innri-Njarðvík og eru Meistarahús
að hefja byggingu fyrstu sextán íbúðanna.
Verða þetta fyrstu Búmannaíbúðirnar í
Reykjanesbæ. Ásgeir segir að mikill áhugi
sé í Reykjanesbæ og hafi tvöfalt fleiri sótt
um búseturétt í þessum fyrsta áfanga en
fengu. Hefur búseturétturinn í íbúðunum
sextán þegar verið seldur. Því verði vafa-
laust haldið áfram að byggja þar.
Í Sandgerði eru Búmenn að byggja
stórt hús í miðbænum og þar verða tíu
íbúðir, auk skrifstofa og stofnana á vegum
bæjarfélagsins. Fyrir eru átta íbúðir á
vegum félagsins í Sandgerði.
Búmenn hafa fengið lóðir fyrir 10 íbúð-
ir í nágrenni hjúkrunarheimilisins Víði-
hlíðar í Grindavík. Fyrir eru 10 íbúðir í
bænum og í Vogum eru einnig 10 íbúðir á
vegum Búmanna.
Þegar þessum áföngum verður lokið
verða alls um 120 til 130 íbúðir á vegum
Búmanna á Suðurnesjum. „Ég sé ekki
annað en að þetta haldi áfram, áhuginn er
það mikill,“ segir Ásgeir.
Íbúðir Búmanna eru að
nálgast hundraðið
SMS FRÉTTIR
mbl.is