Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 47
MINNINGAR
Ósjaldan leiðrétti hann okkur strák-
ana. Sem dæmi um hversu mikilvæg-
ur Bassi var kórnum er að hann var í
stjórn hans í níu ár.
Undanfarin sumur höfum við
nokkrir félagar, ásamt eiginkonum,
komið saman austur í sumarbústað
hjá okkur. Var þar glatt á hjalla og
sungið fram á nætur. Var Bassi þar
fremstur meðal jafningja. Ekki
spillti það að taka góðan dúett í Egg-
ertslaut.
Við hlökkuðum alltaf til að fá þau
Sísí og Bassa til okkar austur á
Brúnaveg, því við vissum að þá yrði
engin lognmolla í gangi.
Þegar vel lét gerðist okkar maður
færeyskur í háttum og söng á því fal-
lega máli, svo unun var að.
Síðastliðið sumar fórum við saman
í ferðalög út á land með þeim hjónum
og var það ákaflega skemmtilegt, því
Bassi sá alltaf eitthvað skoplegt við
alla hluti og var alltaf til í ýmis æv-
intýri. Má segja að þessar ferðir hafi
liðið á tvöföldum hraða því maður
gleymdi sér algjörlega. Um páskana
fórum við til Kýpur.
Er þetta ein skemmtilegasta sól-
arlandaferð sem við höfum farið í.
Það var alltaf eitthvað verið að
skoða, bæði landslag og fornar sögu-
slóðir.
Var unun að sjá og heyra hvað
Bassi þekkti söguna á þessum slóð-
um. Það átti vel við hann að koma á
staði eins og þar sem Afródíta reis úr
sæ, í kirkjurústir Páls postula eða í
kastala Ríkharðs ljónshjarta. Þarna
var okkar maður á heimavelli og
þekkti vel söguna þegar verið var að
lýsa því sem fyrir augu bar.
En öll ævintýri taka víst enda og
eftir ánægjulega ferð komum við
heim á sunnudaginn en þremur dög-
um seinna ert þú allur kæri vinur.
Ég held að við verðum að skoða
myndirnar úr þessari ferð einhvern
tímann seinna.
Öll höfum við misst mikið, en þó
enginn eins og Sísí og hennar fjöl-
skylda.
Elsku Sísí. Megi góður Guð
styrkja þig og fjölskyldu þína á þess-
um erfiðu tímum.
Bassi minn. Nú ert þú kominn á
nýjan áfangastað og við erum viss
um að þú munt taka lagið á þessum
slóðum. Þú kannt örugglega textana.
Þakka þér kæri vinur fyrir allar þær
ánægjulegu stundir sem þú hefur
gefið okkur. Við erum rík af góðum
minningum um þig vegna þess að við
fengum að kynnast og njóta þeirrar
gleði og hlýju sem þér einum var lag-
ið.
Megi góður Guð varðveita þig og
blessa minningu þína. Þínir vinir
Páll og Signý.
Á árunum 2000 til 2002 stjórnaði
ég Karlakór Keflavíkur. Þegar mað-
ur kemur inn í 40 manna hóp nýrra
andlita, þar sem maður þekkir ekki
nema einn eða tvo fyrir, tekur nokk-
urn tíma að læra öll andlitin, hvað þá
nöfnin, en suma þekkir maður strax.
Einn af þeim sem ég tók mjög fljót-
lega eftir var lítill naggur, greinilega
eitilharður, en hafði í kringum sig
eitthvað mjög sérstakt. Ég tók eftir
því að hann var ákveðinn miðdepill,
hann naut sín vel sem foringi án þess
að reyna að vera það og menn flykkt-
ust að honum. Í starfinu bar ein-
hvern ljóma af honum, hann stóð
alltaf á sínum stað væri stætt og
stundaði starf sitt af einlægni og
eljusemi sem smitaði vel út frá hon-
um. Fljótt komst ég líka að því að
hann var algjör alfræðiorðabók á allt
það sem karlakórar hafa nokkru
sinni sungið og það var hægt að
fletta upp í honum eins og tölvubók-
haldi í þeim málum. Þessi ágæti
maður, Guðmundur Árnason, bar hið
undarlega viðurnefni „Bassi“ þó svo
að hann syngi tenór, af hverju er
mér enn hulin ráðgáta. Smátt og
smátt kynntist ég manninum betur
og líkaði vel. Við þurftum að taka
saman höndum á stjórnunar- og fé-
lagssviði kórsins og það var gott að
hafa í þeim tilfellum mann sem hægt
var að treysta að öllu leyti skilyrðis-,
undanbragða- og svikalaust.
Þegar ég lét af störfum fyrir kór-
inn bundust við vinaböndum og hét-
um að hittast sem allra fyrst aftur. Í
erli tímans er allt of lítið gert af því
að sinna þeim vinum sem maður hef-
ur eignast, það á alltaf að bíða betri
tíma og annarra tækifæra. Við töl-
uðum saman nokkrum sinnum í
síma, en hittumst ekki aftur. Við frá-
fall Bassa rennur enn einu sinni upp
fyrir mér fallvaltleiki tímans og
hversu undarlega fljótt af er skorið.
Ég vil votta Sigríði eiginkonu Bassa
og Víði syni hans sem ég einnig
kynntist ágætlega, svo og öðrum í
fjölskyldu hans, samúð mína og virð-
ingu fyrir góðum dreng sem genginn
er.
Smári Ólason.
Seint á miðvikudagskvöldi 6. apríl
hringdi síminn og í símanum var
Víðir að tilkynna að faðir hans væri
látinn, okkur setti hljóð.
Maður skilur ekki hvers vegna
fólk er hrifið af vettvangi lífsins þeg-
ar það hefur gengið í gegnum miklar
þjáningar vegna veikinda og lifa þær
af, eins og Bassi vinur okkar, en það
var hann ætíð kallaður. Hann var
einn af þessum hetjum, þess vegna
er erfitt að sætta sig við skyndilegt
fráfall hans. Við hjónin kynntumst
Sísí og Bassa árið 1981 á Mallorca og
hefur sú vinátta eflst með hverju ári,
við getum ekki látið hjá líða að minn-
ast þeirra góðu stunda sem við áttum
saman t.d. á ferðalögum erlendis,
sumarbústaðaferða að ógleymdum
samverustundum, hvort sem var á
heimili þeirra eða okkar.
Kæri vinur, þín er sárt saknað, við
þökkum þér allar þær góðu stundir
sem við áttum saman.
Þegar við töluðum saman í síma
kvaddi hann ætíð með þessum orð-
um, „vertu sæll að sinni,“ við gerum
hans orð að okkar og segjum, vertu
sæll að sinni, kæri vinur. Hafðu þökk
fyrir allt.
Elsku Sísi, Bóbó, Víðir og fjöl-
skyldur, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð,
Þorleifur og Guðný.
Þegar ég var að fara úr vinnunni á
sjötta tímanum hinn 6. apríl mætti
ég Bassa í útidyrunum þar sem hann
var einnig á heimleið. Hann var hinn
hressasti að sögn, nýkominn úr
páskaferð frá Kýpur og lét vel af sér,
sólbrúnn og sællegur. Um þremur
tímum síðar hringdi svili Bassa og
sagði mér frá því, að hann hefði feng-
ið hjartaáfall, og skömmu síðar
hringdi hann aftur og tjáði mér að
Bassi væri allur. Það var afskaplega
erfitt að trúa og sætta sig við að
þetta væri staðreynd, sem ekki yrði
breytt, og óraunverulegt að Bassi,
sem ég hafði verið að rabba við 34
tímum áður, væri nú allur.
Bassi hóf störf hjá Hitaveitu Suð-
urnesja hinn 15. október 1996. Hann
var afskaplega þægilegur og góður
starfsmaður sem virtist ekki vita
hvað nei var. Það var sama hvað
hann var beðinn að gera, það var allt
sjálfsagt. Hans aðalstarf var álestur
orkumæla en auk þess var hann,
vegna lipurðar sinnar, beðinn að
sinna margskonar verkefnum og
voru ófá viðvikin sem hann innti af
hendi fyrir mig persónulega. Bassi
var góður félagi og var mikilvægur
hluti af bridsmenningunni á aðal-
skrifstofunni. Hann var ekki hávær
en hafði mjög lúmskan húmor sem
gaman var að.
Þetta skyndilega fráfall nú kom
mér mjög á óvart því Bassi virtist
vera búinn að ná sér sæmilega eftir
mjög erfið veikindi fyrir um fjórum
árum eftir mistök í skurðaðgerð. Þá
lá hann á milli heims og helju og var
kvaddur hinstu kveðju oftar en einu
sinni. Bassi þráaðist þá við og náði
þokkalegri heilsu, en varð nú að láta
í minni pokann.
Það er mikill missir fyrir Hita-
veitu Suðurnesja hf. að sjá á bak slík-
um starfsmanni. Sá missir er þó hé-
gómi einn miðað við missi eigin-
konunnar, sonanna og fjölskyld-
unnar í heild. Ég vil fyrir hönd
fjölskyldu minnar og fyrir hönd
Hitaveitu Suðurnesja hf. votta eig-
inkonu hans, Sigríði Kristjánsdóttur
(Sísi), sonunum Björgvini og Víði og
öðrum ættingjum og vinum þeirra
hjóna mína innilegustu samúð og
vona að góður Guð styrki þau öll í
sorg þeirra.
Júlíus Jónsson forstjóri
Hitaveitu Suðurnesja hf.
✝ Ingólfur GísliGústavsson fædd-
ist í Reykjavík 26.
nóvember 1931.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 6. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Gústav
Adolf Gíslason, f. að
Hrauni í Tálknafirði
20. júlí 1905, hann
fórst með togaranum
Jóni Ólafssyni 23.
október 1942 og
Ólafía Sigurðardótt-
ir, f. í Reykjavík 4.
október 1913, d. 20. september
2001. Hann var elstur sjö alsystk-
ina, hin eru Sigurbjörg, f. 18.2.
1933, Ólafur, f. 8.8. 1934, d. 1988,
Magnfríður Perla, f. 9.8. 1936,
Kristinn Adolf, f. 23.1. 1939,
Guðni Steinar, f. 1.3. 1940, og
Arnbjörg Sigríður Pálsdóttir
fædd Gústavsdóttir, f. 22.5. 1941.
Hálfsystkini eru Ólafía Guðna-
dóttir, f. 28.11. 1944, d. 1996 og
Gústav Adolf Guðna-
son, f. 21.7. 1947.
Ingólfur giftist
Laufeyju Aðalheiði
Lúðvíksdóttur árið
1954 en þau skildu
1984. Börn þeirra
eru Ásta Aðalheiður,
f. 1955, gift Þorkeli
Bergssyni, Gísli
Björn, f. 1965, Arn-
björg Sigríður, f.
1965 og Sigurlaug
Guðný, f. 1969.
Barnabörn Ingólfs
eru tíu, þar af níu á
lífi og barnabarna-
börn hans eru sex.
Ingólfur var menntaður húsa-
smíðameistari frá Iðnskólanum í
Reykjavík og starfaði við smíðar
alla tíð. Hann var búsettur með
fjölskyldu sinni í Lúxemborg í um
áratug frá 1974 og starfaði m.a.
fyrir Cargolux.
Útför Ingólfs verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og
langafi, við kveðjum þig nú með
söknuði í hjarta. Þú varst alltaf til
staðar fyrir okkur hvað sem á dundi
og ávallt reiðubúinn að rétta fjöl-
skyldu þinni, ættingjum og vinum
fram hjálparhönd.
Þú varst glaður í lund, þolinmóður,
nægjusamur og hafðir gaman af að
rifja upp liðna tíma. Við þökkum þér
fyrir tímann sem við áttum með þér,
megir þú hvíla í friði. Við þökkum
Auði, vinkonu hans, fyrir þá umönn-
un sem Ingólfur naut á heimili henn-
ar síðustu mánuði og sendum henni
og börnum hennar samúðarkveðjur.
Ásta og Þorkell, Gísli,
Arnbjörg, Sigurlaug,
afabörn og langafabörn.
Elsku Ingólfur minn, nú er komið
að kveðjustund, hver hefði hugsað
sér að þinn tími væri kominn. Við
áttum margar góðar samverustundir
í gegnum árin og kveð ég þig með
söknuði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Hvíldu í friði, ástin mín,
þín vinkona
Auður Rögnvaldsdóttir.
Elsku afi minn.
Ég trúi nú varla að þú sért farinn
frá okkur. Þegar þú veiktist hélt ég
aldrei að veikindin mundu enda
svona því þú hefur alltaf verið svo
hraustur og því hélt ég að þú mundir
sigrast á þessu en auðvitað er betra
að þú farir en að kveljast svona. Ég
trúi því að þú sért kominn á betri
stað og fylgist alltaf með okkur.
Strákarnir mínir eiga eftir að sakna
þín svo, þeir hafa alltaf talað um þig
sem skemmtilega afann (langafi).
Þeir hafa alltaf beðið spenntir eftir
að þú kæmir í afmælin þeirra, þeim
finnst svo gaman að tala við þig.
Einnig á ég nú eftir að sakna þín afi
minn.
Margar góðar minningar koma
upp þegar ég hugsa til þín eins og á
ættarmótinu fyrir tveimur árum. Þú
varst búinn að láta stækka myndina
af ættliðunum fimm; langömmu, þér,
mömmu, mér og Daníel mínum, þú
labbaðir um með hana og sýndir öll-
um, yndisleg minning. Ég man líka
alltaf eftir þegar ég var lítil og við
komum oftast á sumrin að heim-
sækja ykkur úti í Lúxemburg, ég
hlakkaði alltaf svo til að koma til
ykkar og var svo spennt. Ég man líka
eftir því þegar þú komst út til Miami
þegar mamma veiktist og þurfti að
fara viku á undan okkur heim. Þú
þurftir að sjá um okkur systurnar
þrjár í viku, klára að pakka öllu og
senda heim. Það hefur örugglega
ekki verið auðvelt að sjá um okkur
þrjár, en við gerðum þetta, ég og þú
saman, og fundum út úr þessu öllu.
Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir
okkur og það er fyrir öllu í þessu lífi
að fjölskyldan standi saman.
Ég elska þig afi minn.
Laufey Anna.
Mig langar að minnast bróður
míns með brotum frá æskuárum
okkar. Ingólfur var elstur í níu
systkina hópi. Það var mikill harmur
þegar faðir okkar drukknaði 37 ára
gamall, móðir okkar, þá 29 ára göm-
ul, ekkja með sjö börn, Ingólfur elst-
ur 11 ára og yngsta barnið 18 mán-
aða. Það var mikið áfall og söknuður,
faðir okkar var mikið ljúfmenni, góð-
ur maður og faðir, elskaður af öllum.
Ingólfur og móðir okkar voru mjög
náin og hann lagði sig fram við að
gæta okkar og hjálpa til þótt ungur
væri. Samviskusemi og nákvæmni
lærðum við öll með misjöfnum ár-
angri en fyrir ungan dreng hefur það
verið mikið álag að vera elstur. Hann
bar mikla umhyggju fyrir okkur all-
an uppvöxtinn eins og við var að bú-
ast.
Hann átti í miklu basli með elstu
systur okkar, tveimur árum yngri en
hann, mátti ekki af henni líta. Hún
var litríkur orkubolti, braut öll boð
og bönn en í dag væri hún greind of-
virk. Ég hef haldið því fram og geri
enn að þar sem börnin eru flest er
fjörið mest og minningarnar óþrjót-
andi. Ofvirkni og þrjóska eru ætt-
geng og af hinu góða.
Ég var svo lánsöm að njóta leið-
sagnar hans í námi og hvatti hann
mig til dáða. Síðan fóru þau Sigur-
björg til Danmerkur í tvö ár en hann
hélt áfram að hvetja mig og skrif-
uðumst við á. Eftir heimkomu þeirra
efldist samband okkar enn frekar,
fórum t.a.m. saman í danskennslu og
út frá því á dansleiki í Iðnó og vökt-
um þar mikla athygli. Þar héldu allir
að við værum par, sem Ingólfur hafði
lúmskt gaman af, en þó – ef einhver
herrann gaf mér hýrt auga komst
hann fljótlega að því að ég væri litla
systir hans.
Þegar við systkinin komum saman
í fermingar- og brúðkaupsveislum
var oft glatt á hjalla, margar
skemmtilegar minningar úr
bernsku. Hver með sína útgáfu, allir
höfðu rétt fyrir sér eins og gengur í
stórum barnahópi. Við erum svo lán-
söm að móðurbróðir okkar, Guð-
mundur Valur, og frú eru með okkur
í fjölskylduboðum, hann er tíu árum
eldri en Ingó bróðir og þeir áttu það
til að metast um hvor væri höfuð ætt-
arinnar. Hann ólst upp með okkur
frá tíu ára aldri og þess vegna deildu
þeir um titilinn en hann var og verð-
ur ávallt einn af okkur.
Þótt árin liðu má með sanni segja
að hann Ingó bróðir minn hafi ætíð
borið umhyggju fyrir sínum nánustu
og greitt götu þeirra og á hann mikl-
ar þakkir skilið fyrir.
Það verða margir ættingjar sem
taka á móti þér elsku bróðir minn,
móðir okkar, faðir, bróðir og systir.
Það er góð tilfinning fyrir okkur að
vita af þér í góðum höndum bróðir
sæll og þakka þér fyrir samveru-
stundir okkar í gegnum árin og guð
veri með þér.
Ég votta aðstandendum, börnum
og fjölskyldum samúð mína. Við
Systa viljum einnig koma á framfæri
þakklæti til Auðar vinkonu hans fyr-
ir umhyggju hennar í veikindum
hans.
Lúlú systir,
Magnfríður Perla.
INGÓLFUR G.
GÚSTAVSSON
Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu
við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VIGFÚSAR PÉTURSSONAR
frá Hellissandi.
Guðrún Guðlaugsdóttir,
Pétur Ingi Vigfússon, Svala Gunnarsdóttir,
María Anna Vigfúsdóttir, Karl Friðrik Thomsen,
Fjalar Vigfússon, Sigurlaug G. Guðmundsdóttir,
Sigþóra Vigfúsdóttir,
Hrönn Vigfúsdóttir, Jóhann Stefánsson,
Sigrún Fjóla Sigþórsdóttir, Böðvar Haukdal Jónsson
og afabörn.
Elskulegur eiginmaður minn,
JÓHANN FRIÐJÓNSSON
arkitekt,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 18. apríl kl. 13.00.
Fyrir mína hönd og barna hans,
Sigrún Þorleifsdóttir.