Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Ef veitt væru Nóbelsverðlaunfyrir störf tengd tungumál-um held ég að Vigdís [Finn-bogadóttir] myndi vinna þau,“ sagði David Crystal, enskur pró- fessor og sérfræðingur í tungumálum, við opnunarathöfn á ráðstefnunni Samræður um menningarheima í Há- skólabíói. Ráðstefnan er haldin í tilefni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Crystal sagði það miður að veitt væru verðlaun fyrir flest annað en störf tengd tungumálum, full þörf væri á að veita verðlaun í þeim flokki. „Ef einhvern tímann yrðu til verðlaun fyrir tungumálastörf, hvað myndum við litríkt ævintýri og m hafa fengið að taka þ Það hefur viljað br ósjálfrátt stærð við g sagði Ólafur. Alltaf v því að því meira sem væri því stærri yr kalla þau? Það er hægt að vinna Ósk- arinn fyrir kvikmyndir, Emmy fyrir sjónvarpsstörf og Juno fyrir tónlist í Kanada. Ef við einhvern tímann eign- umst verðlaun fyrir störf tengd tungu- málum finnst mér að það ætti að kalla þau Vigdísi,“ sagði Crystal. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, setti ráðstefnuna formlega, og sagði Íslendinga samfagna Vigdísi á 75 ára afmæli hennar. „Íslendingar sam- fagna þér innilega á þessum tímamót- um og þakka framlag þitt, einstæðan þátt í þjóðarsögu, þakka fyrir gjafirnar sem þú hefur fært þjóðinni á góðum stundum, þakka hvatningarorðin sem jafnan hafa fylgt. Líf þitt hefur verið Ráðstefnan Samræður um menningarheima t Fjölmargir sátu opnu forseti Íslands, Vigd Veita ætti Vigdís- arverðlaun fyrir tungumálastörf Samræður menningarheima er yfirskrift ráðstefnu sem hófst í gær og haldin er til heiðurs Vigdísi Finn- bogadóttur í tilefni af 75 ára afmæli hennar í dag. Brjánn Jónasson og Jón Pétur Jónsson hlýddu á og ræddu við nokkra af lykilfyrirlesurum ráðstefnunnar. VERSTI óvinur lítilla tungumála er hreintungusinnar, sem láta þeim sem ekki tala eða skrifa eins og þeir líða illa með þekkingu sína á eigin tungumáli. Tökuorð eru ekkert verri fyrir þróun og viðhald tungumála en sú stefna að finna upp nýyrði í stað tökuorða. Þetta er skoðun David Crystal, ensks prófessors og sérfræðings í tungumálum, sem hélt fyrirlestur um fjölbreytileika tungumála við opnunar- athöfn ráðstefnunnar Samræður menn- ingarheima, í gær. „Hreintungusinnar eru verstu óvinir lítilla tungumála. Það er leitt að þurfa að segja það, vegna þess að þetta fólk trúir því að það sé að gera sitt besta fyr- ir tungumálið. Þeir hafa bara rangt fyr- ir sér. Mín skoðun er sú að lítil tungu- mál þurfi á að halda vinveittu viðhorfi frá öllum sem vettlingi geta valdið,“ sagði Crystal í erindi sínu. „Hrein- tungusinnar hjálpa ekki litlum tungu- málum að lifa af, þvert á móti.“ Hann benti á að þegar hreintungus- innar fordæma ákveðna orðanotkun hjá þeim sem ekki hafa sömu orðanotkun og þeir séu þeir að gera þá sem for- dæmdir eru, sem oft séu mikill meiri- hluti þeirra sem tala tungumálið, frá- hverfa eigin tungumáli. Þetta eigi sér í lagi við um þá sem yngri eru, sem oft hafi aðra málnotkun en eldra fólk í sam- félögunum. Þetta á ekki síst við svokölluð töku- orð úr erlendum tungumálum, sem hef- ur t.d. mikið verið barist gegn í Frakk- landi. Crystal benti á að ef nefna ætti einhverja málfræðilega ástæðu fyrir því að enska er orðin heimsmál sé það ein- mitt fjölbreytileiki hennar og hvernig tungumálinu hefur verið leyft að þróast. Sagði hann að þótt enska sé yfirleitt álitin engilsaxneskt mál sýni rannsókn- ir fram á að um 80% af orðunum í tungumálinu séu ekki engilsaxnesk að uppruna. Þróun tungumálsins hafi því orðið til betri vegar vegna tökuorðanna, í stað þess að þau séu neikvæð fyrir tungumálið. „Hvað hefði orðið um enskuna ef öll tökuorð hafi verið bönnuð? Enskan væri ef til vill einn tíundi af þeirri stærð sem hún er í dag, og hefði aldrei orðið tungumál vísindanna. Enska hefur, eins og risavaxin ryksuga, sogið að sér orð úr yfir 350 tungumálum undanfarin 1000 ár,“ sagði Crystal. „Hefur þetta skaðað enskuna? Ein- kenni hennar eru auðsjáanlega gjör- breytt, enska í dag er ekki eins og hún var árið 1000. En er það endilega svo slæmt? Mikið af þeirri ánægju sem við fáum út úr því að lesa Shakespeare kemur frá hæfileika hans til þess að nota tökuorð úr mismunandi áttum, frönsku, latínu og germönskum mál- um.“ Frjálslynt viðhorf lykillinn Styrkur enskunnar hefur umfram annað verið að geta tekið á móti ýmsum stílbrigðum og afbrigðum, án þess að hætt sé við að „enskan sé að hverfa“. „Enskumælandi fólk hefur ekki áhyggj- ur af framtíð tungumálsins vegna þess að það lifir og dafnar í munnum, augum og heilum 1,5 milljarða einstaklinga úti um allan heim,“ se segir þetta frjálslynd ar tungumálsins ly tungumálið nái að da Crystal tók fram ekkert athugavert vi orð sem merkja það en það sem ætti umf sé að halda því fram ið, tökuorðið eða nýy hitt. „Mér líkar kannsk ensku, ástralska e ensku, en ég veit bar sem ég get gert í má það eru mun fleiri s gáfur af ensku en þei gáfu. Ég er kannsk þeirra útgáfu, en á m eru kannski ekkert heldur. Svo við verð áfram með líf okkar frekar að njóta þess er innan tungumálsin myndum njóta blóm af mismunandi blómu Útrýma minni Crystal tók velsku tungumál sem hrei ekki hjálpað. Þar ák „rétt“ velska og hvað að verkum að fólk s komna „nefndarvels að það kunni ekki ve af sér að tungum versta sem þú getur að gera fólk fráhver telja því trú um að þ skilja eftir minnimát tungumálinu. Við v minnimáttarkenndin „Hreintungusinnar eru ve óvinir lítilla tungumála David Crystal SHINAKO Tsuchiya, þingkona frjáls- lynda lýðræðisflokksins í Japan, segir Japana mikið geta lært af Íslend- ingum, en hún kvaðst bæði elska land og þjóð. Tsuchiya hélt fyrirlestur um stöðu kvenna í japönsku nútíma- samfélagi á ráðstefnunni Samræður menningarheima, sem haldin er í tengslum við 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur. Kom hún við á jafnólíkum sviðum í tengslum við umræðuefni sitt og erfð- um krúnunnar í Japan og þróun mat- armenningar. Fram kom í máli henn- ar að betur má ef duga skal varðandi stöðu kvenna í stjórnmálum og í stjórnunarstöðum almennt. Hún segir Japana vera aftarlega á merinni í þessum efnum miðað við hinn vest- ræna heim. Tsuchiya sagði nauðsyn- legt að gera Japan að jafnréttisþjóð- félagi þar sem karlar og konur stæðu jafnfætis, með jafna möguleika á öll- um sviðum þjóðfélagsins. Hún benti á að skortur á konum á vinnumarkaði væri mikið vandamál í Japan, sömu- leiðis væri skortur á tækifærum fyrir konur til þess að komast áfram og í valdastöður. Breytt viðhorf Japana Hún sagði frá því að viðhorf Jap- ana gagnvart keisaranum væri smátt og smátt að breytast. Nú ættu sér st ja fé h st la tr k k sp iy st því að keisarahjónin stúlkubarn en ekki d kvæmt venju ætti að föður sinn. Skoðanak ljós að um helmingu Segir Japana geta lært mikið af Shinako Tsuchiya SKULDBINDINGAR GAGNVART FÁTÆKASTA FÓLKI HEIMS Ógnarástand hefur ríkt í Darf-ur-héraði Súdans um tveggjaára skeið þar sem arabísku Janjaweed-vígamennirnir, sem vinna voðaverk sín í skjóli súdanskra yfir- valda, hafa myrt fólk, nauðgað og brennt heilu þorpin. Hörmungarnar þar eru þó ekki nema einn þáttur í þjáningum fólks í Súdan þar sem borgarastyrjöld hefur ríkt í tuttugu og eitt ár, með þeim afleiðingum að suðurhluti landsins er orðinn einhver sá fátækasti í heiminum. Vopnahlé náðist loks í lok janúar og hefur það loks skapað svigrúm til uppbygging- ar í Súdan með fulltingi alþjóðasam- félagsins. Árangurinn sem náðist á ráðstefnu sextíu þjóða í Ósló í vikunni við að safna fé til uppbyggingarinnar er af- ar mikilvægur, en þar safnaðist fast að því tvöfalt hærri upphæð en menn höfðu fyrirfram gert sér vonir um, eða fjórir og hálfur milljarður banda- ríkjadala. Framlag Íslendinga til uppbyggingarstarfsins verður um sextíu milljónir króna en helmingur- inn af því fé fer í starf Íslensku frið- argæslunnar í Súdan. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, brýndi mjög fyrir þeim sem lof- uðu fjármunum í þetta mikla verkefni að standa við orð sín – „loforð eru góð, en peningar enn betri“, sagði hann. Þegar neyðin er jafn brýn og í þess- um heimshluta verða vitaskuld allir að standa við gefin loforð. Hinar ríku þjóðir heims verða að horfast í augu við þá neyð sem stríðsrekstur og ógn- aröld hefur skapað meðal granna þeirra í Afríku. Ekki dugir að tala fjálglega um ávinninginn af því hversu heimurinn hefur skroppið saman á síðustu áratugum fyrir til- stilli margskonar tækni, ef það á ekki við um þær stundir er milljónir manna þurfa á hjálparhönd að halda. Talið er að ein og hálf milljón manna hafi fallið síðustu áratugi í átökunum í Súdan eða vegna afleiðinga þeirra og fjórar milljónir þurft að yfirgefa heimili sín. Einungis á síðustu tveim- ur árum hafa að minnsta kosti hundr- að og áttatíu þúsund manns látið lífið í Darfur-héraði og rúmlega tvisvar sinnum fleiri flosnað upp. Hingað til hefur umheimurinn að miklu leyti leitt þennan vanda hjá sér. En af og til næst þó samstaða um aðstoð sem skipt getur sköpum fyrir þær millj- ónir sem þjást, ef rétt er að útfærslu hennar staðið. Áföllin sem riðu yfir Asíu í kjölfar flóðbylgjunnar miklu sýndu samtakamátt alþjóðasam- félagsins, og jafnframt að það er vilj- inn til góðra verka sem skiptir höf- uðmáli. Það er því tími til kominn að brugð- ist sé við ástandinu í Darfur og fólki þar tryggðar mannsæmandi aðstæð- ur til að takast á við líf sitt og upp- byggingu mannvænlegra samfélags. Þótt framlag Íslendinga sé ekki ýkja hátt felst í því viljayfirlýsing. Vilja- yfirlýsing sem vonandi verður til þess að þjóðin, sem ein ríkasta þjóð heims, taki á sig enn frekari skuldbindingar gagnvart því fólki sem býr á fátæk- asta svæði heims. ÖFLUGIR FJÁRMÁLAMARKAÐIR Miklar breytingar hafa orðið áfjármálamarkaði hér á landi á undanförnum áratugum og mestar á síðustu árum. Í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær er fjallað um nýja skýrslu Hagfræðiseturs viðskipta- deildar Háskólans í Reykjavík um áhrif fjármálafyrirtækja á íslenskan efnahag og kemur þar fram að það hafi vaxið úr því að vera um 4% af landsframleiðslu árið 1997 í 6% til 7% á árunum 2003 til 2004. „Á þennan mælikvarða hefur framlag fjármála- þjónustu til landsframleiðslu nálgast framlag sjávarútvegs á undanförnum árum,“ segir í skýrslunni. Því er síðan bætt við að á vettvangi hagfræðinnar sé almennt álitið að fjármálageirinn hafi jákvæð og sterk áhrif á hagvöxt og því meiri sem hann sé þróaðri. Rannsókn þessi var unnin að beiðni Samtaka banka og verðbréfafyrir- tækja og kynnt á degi þeirra í liðinni viku. Sú þróun, sem átt hefur sér stað á fjármálamarkaði hér á landi á undan- förnum árum, hefur hleypt nýju lífi í íslenskt viðskiptalíf eins og fjárfest- ingar íslenskra fyrirtækja og umsvif um allan heim bera vitni. Eins og kom fram í máli Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallarinnar, annars stað- ar í Viðskiptablaðinu í gær er greini- legt að útlendingar hafa nú töluverðan áhuga á íslensku fjármála- fyrirtækjunum. Það segir sína sögu að erlendir fjárfestar keyptu hér hlutabréf fyrir 22 milljarða króna um- fram það sem þeir seldu í fyrra, en ár- ið 2003 nam sala erlendra fjárfesta fjórum milljörðum umfram kaup. Langt fram á síðustu öld ríktu hér á landi víðtæk höft í öllum viðskiptum og fjármálastarfsemi og setti það ís- lensku viðskiptalífi þröngar skorður. Þessum skorðum hefur verið ýtt til hliðar á undanförnum árum og hefur reyndar komið í ljós að eigi heilbrigt viðskiptalíf að dafna verður það að lúta reglum, sem tryggja jafnræði og frjálsa samkeppni. Eins og Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Ís- lands, bendir á í Viðskiptablaðinu í gær er rétt að hafa fyrirvara á full- yrðingum um að fjármálageirinn sé að fara fram úr sjávarútveginum. „Við verðum að horfa á bein og óbein áhrif sjávarútvegsins. Þótt hlutur sjávarút- vegsins í landsframleiðslu hafi farið minnkandi er hins vegar hlutur sjáv- arútvegsins í gjaldeyristekjum lands- manna enn þá töluverður, og þau óbeinu áhrif sem hann hefur enn þá gríðarlega mikil,“ segir Gylfi. Sjávar- útvegurinn verður því áfram undir- stöðuatvinnuvegur íslensks atvinnu- lífs. Fjölbreytt atvinnu- og efna- hagslíf er hins vegar nauðsynlegt litlu hagkerfi og eftir því sem fleiri at- vinnuvegir blómstra verður auðveld- ara að halda stöðugleika. Vöxtur ís- lensks fjármálamarkaðar stuðlar að því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.