Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF STRAUMUR Fjárfestingarbanki hefur selt allan eignarhlut sinn í Tryggingamiðstöðinni, TM, eða sem nemur 37,9% hlutafjár. Sölu- verðið nemur um 8 milljörðum króna en alls er um að ræða rúm- lega 353 milljónir hluta á genginu 22,8. Þórður Már Jóhannesson, for- stjóri Straums Fjárfestingarbanka, segir að Fjármálaeftirlitið hafi í byrjun ársins sett það skilyrði fyr- ir leyfi bankans til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka, að Straumur gæti ekki farið sam- hliða með virkan eignarhlut í Tryggingamiðstöðinni til lengri tíma. Því hafi verið ljóst að bank- inn gæti ekki verið eigandi til lengri tíma í báðum þessum fé- lögum. Sú ákvörðun hafi því verið tekin að selja eignarhlutinn í Tryggingamiðstöðinni en eiga áfram eignarhlutinn í Íslands- banka. Þrjú félög kaupa Hlutur Straum í TM var seldur þremur félögum. Sund ehf. keypti 20% hlutafjár í TM á tæpa 4,3 milljarða, Fjárfestingarfélag spari- sjóðanna hf. keypti 12,9% á 2,7 milljarða og Höfðaborg ehf. keypti 5% fyrir 1,1 milljarð króna. Í tilkynningu til Kauphallar kemur fram að Fjárfestingarfélag sparisjóðanna og Sund muni þurfa að fá samþykki Fjármálaeftirlitsins til þess að fara með virkan eign- arhlut í TM en framsal hluta og greiðsla kaupverðs mun engu að síður fara fram óháð því samþykki. Fyrir nokkru lauk hlutafjárúboði Straums þar sem bankinn fékk 8 milljarða króna. Þá hefur bankinn gefið út víkjandi skuldabréf sam- tals að fjárhæð 5 milljarðar króna. Þegar við bætast 8 milljarðar vegna sölu Straums á hlut sínum í TM hefur bankinn því samtals orð- ið sér úti um 20 milljarða króna á nokkrum vikum. Straumur selur 38% í TM fyrir 8 milljarða Salan er til þess að uppfylla skilyrði Fjármálaeftirlitsins Morgunblaðið/Kristinn Skilyrði FME Straumur hefur selt allan hlut sinn í TM vegna skilyrða Fjár- málaeftirlitsins í kjölfar kaupa félagsins í Íslandsbanka.     !" #$ #! % # #&'%#( "&)#* +#                    !"#   !"#"$    % "&' (&  )* &# +&(&  )#&  ,&' (& % "&'  -$"  .# /    01$/  01 !/ $  &#(  2     ! 1 % "&'  3 &'  31 /&  4(&   ,56& /7 &&  89$/  0%!  0" :"# 0"&'  0"1   ;    <;## &#1   &  = && "  &  >17 11 ?06($#    !"#  (  ! $"' @;//  ,&' 51 % "&'   <6 6  "$  %&  AB@C 05    $                 ?   ?  ?   ? ? ? ?  ?  $; &#  ;   $ ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?  D  EF ? D EF D EF D ?EF D EF D EF D EF D  EF D EF D  EF D  EF ? D  EF ? ? D EF ? ? ? ? D EF ? ? ? ? ? ? ? D EF ? D  EF 3$ "'    '# & < "( 5 " '# G ) 0"                       ?    ?   ?     ? ? ? ?  ?                   ?      ? ?                ?           =    5 *+   <3 H #&"  !/"'             ?   ?  ?   ? ? ? ? ?  <3? I  1 1"'&' " "/  <3? 0;"'  "  "$##/ 1 ;  "( $ &  <3? =$#& ;  1 / 1#&& :"#  <3?  ($ & +#$$&' ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu samtals 16,3 milljörðum króna. Þar af voru við- skipti með hlutabréf fyrir 12,3 millj- arða. Mikil viðskipti með hlutabréf skýrast fyrst og fremst að 8,3 millj- arða króna sölu Straums Fjárfest- ingarbanka á hlut sínum í Trygginga- miðstöðinni. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,95% og fór aftur yfir fjögur þúsund stig eins og hún gerði í fyrsta skipti í síðustu viku. Lokagildi vísitölunnar er 4.021 stig. Af þeim félögum sem viðskipti voru með í gær hækkaði gengi allra nema Flögu Group en bréf félagsins lækkuðu um 2,9%. Mest hækkun varð á bréfum SÍF, hækkaði um 4,2%. Úrvalsvísitalan yfir 4.000 stig ● ÍSLENDINGAR hafa aldrei áður keypt eins mikið af erlendum verð- bréfum og í fyrra. Námu nettókaup þeirra á erlendum verðbréfum um 76 milljörðum króna sem er rúmum 30 milljörðum króna meira en árið á undan. Í ársskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að lífeyrissjóðirnir voru fyrirferðarmestir í þessum kaupum, en bankar og sparisjóðir juku sinn hlut einnig. Mest var keypt af hlutdeild- arskírteinum í erlendum verð- bréfasjóðum en mun minna var keypt af erlendum hlutabréfum og skuldabréfum. Metkaup á erlendum verðbréfum ● EKKERT lát virðist á hækkun fast- eignaverðs að mati Greining- ardeildar Landsbanka Íslands. Í Vegvísi deildarinnar segir að fast- eignaverð hafi hækkað um 28% á einu ári. Enn sé mikill munur á fast- eignaverðshækkunum eftir stað- setningu og tegund eigna. Einbýli á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 39% á einu ári, en fjölbýli um 30%. Húsnæði utan höfuðborg- arsvæðisins (einbýli og fjölbýli ekki sundurliðað) hafi hins vegar á sama tíma hækkað helmingi minna, eða um 15%. Helmingi minni hækk- un á landsbyggðinni SPORTVÖRUFYRIRTÆKIÐ Nike viðurkennir að hafa brotið gegn starfsmönnum í verksmiðjum sínum í Asíu, m.a. með þvingaðri yfirvinnu og takmörkuðu aðgengi að vatni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem fyrirtækið lét vinna fyrir sig. Skýrslan staðfestir réttmæti sumra ásakana mannréttindahópa, sem hafa um nokkurra ára skeið haldið því fram að Nike bryti á mannrétt- indum starfsmanna sinna í Asíu. Fréttastofa Sky hefur eftir Phil Knight, stofnanda og stjórnarfor- manni Nike, að fyrirtækið hafi lítið viljað tjá sig um málið síðastliðin þrjú ár en birti nú skýrsluna í þeim tilgangi að gefa fyllri mynd af ástandinu. Höfuðstöðvar Nike eru í Banda- ríkjunum en fyrirtækið rekur 124 verksmiðjur í Kína, 73 í Taílandi, 35 í Suður-Kóreu, 34 í Víetnam auk nokkurra annarra í álfunni. Jafn- framt fer framleiðsla fram í Ástralíu, Kanada, Ítalíu, Mexíkó, Tyrklandi, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum. Við könnunina kom í ljós að í rúm- lega helmingi verksmiðja Nike vinna starfsmenn meira en 60 stundir á viku. Nær fjórðungi starfsfólks í verksmiðjunum, sem neitaði að vinna yfirvinnu, var refsað. Auk þess voru laun undir lögbundnu lágmarki í tæplega 25% verksmiðjanna. Nike viður- kennir mann- réttindabrot SAMANLAGÐUR hlutur Burðar- áss og Kaupþings banka í sænska tryggingafélaginu Skandia var 3,8% af heildarhlutafénu þann 31. mars síðastliðinn samkvæmt hluthafa- skrá. Áður hafði verið greint frá því að samanlagður hlutur félaganna væri 6% af heildarhlutafénu. Félögin íslensku eru engu að síður meðal stærstu einstöku hluthafa í Skandia en eignarhald í félaginu er mjög dreift og á stærsti eigandinn 5% af heildarhlutafénu samkvæmt heimasíðu félagsins. Kaupþing banki á 2,4% hlut og er þar með fimmti stærsti hluthafinn en Burðarás á 1,4% hlut og er í níunda sæti. Kaupþing og Burðarás eiga 3,8% í Skandia VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN á Bifröst hefur gert samn- ing við háskólann í Sjanghæ í Kína um sam- starf á sviði rannsókna og nemendaskipta. Runólfur Ágústsson, rektor skólans, mun undirrita samning þar að lútandi í opinberri heimsókn forseta Íslands til Kína 19. maí. Þetta samstarf er ekki alveg nýtt af nálinni en um þessar mundir stunda sjö nemendur Viðskiptahá- skólans nám í Sjanghæ. Auk þess eru tveir nem- endur í námi í viðskiptahá- skólanum í Otaru í Japan. Alls hafa um 30 nemendur frá Bifröst sótt nám til Kína og Japans samkvæmt fréttatilkynningu frá Bif- röst. Bifröst í samstarf við háskólann í Sjanghæ Reuters Frá Sjanghæ í Kína. „KENNITALAN Q-hlutfall, sem skýrt var frá í Viðskiptablaði Morg- unblaðsins í gær, er séríslenskt fyr- irbæri sem þarf að útrýma ef við ætl- um að starfa í alþjóðasamfélagi,“ segir Vilhjámur Bjarnason, aðjunkt í fjármálum við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands. Vilhjálmur segir að Q-hlutfallið þekkist hvergi í kennslubókum er- lendis. Samkvæmt skilgreiningu á því sé í raun um að ræða kennitölu sem kallist „market to book ratio,“ þ.e. hlutfall markaðsverðs og bók- færðs verðs. „Það sem kallað er Tobin’s q í er- lendum kennslubókum er aðeins annað og þá er það hlutfall endur- stofnverðs og markaðsverðs eigna.“ Hann segir íslensku útgáfuna af Q- hlutfallinu hafa orðið til upp úr 1990. „Þegar ég fór í nám til Ameríku árið 1995 og fór að velta þessu upp, þá var hlegið að mér og ég spurður um hvað ég væri að tala. Og ef við ætlum okk- ur að starfa í alþjóðasamfélagi þá megum við ekki láta hlæja að okkur þegar við förum að tala um Q-hlut- fall,“ segir Vilhjálmur, og hnýtir við að hann hafi tekið það að sér að koma þessu hugtaki út á Íslandi, því það sé einfaldlega ekki til. Vill útrýma Q-hlutfalli GENGI krónunnar hefur sennilega náð hámarki sínu á þessu hagvaxt- artímabili. Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka. Í Morgunkorni deild- arinnar segir að hámarkinu hafi að öllum líkindum verið náð 21. mars síðastliðinn. Gengi dollars gagnvart krónunni þann dag var 58,93 krónur og gengi evru 77,88 krónur. Síðan þetta var hefur gengi dollars hækk- að um 7% og gengi evru um 4%. Telur Greining ÍSB að ástæður lækkunar gengis krónunnar að und- anförnu hafi meðal annars verið breytingar í væntingum um aðgerðir Seðlabankans í peningamálum, inn- lend fjármögnun stórra aðila og hagnaðartaka spákaupmanna. Þótt gengið hafi lækkað töluvert að undanförnu er það mat Greining- ar ÍSB að hin snarpa lækkunarhrina gengisins sé ekki hafin. Gengi krónunnar breyttist ekki í fimm milljarða viðskiptum á milli- bankamarkaði í gær. Gengisvísitala var sú sama í upphafi dagsins og við lok viðskipta eða 111,94 stig. Gengi Bandaríkjadollars er 63,4 krónur, evrunnar 81,3 krónur og pundsins 119,2 krónur. Hámarki gengis krónunnar náð? Morgunblaðið/Kristinn ÓSTOFNAÐ einkahlutafélag í eigu forstjóra og tveggja stjórnarmanna í Kögun hefur keypt 6,22% hlut í félaginu á genginu 60 fyrir samtals 720 milljónir króna. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kaup- hallar Íslands. Kaupþing banki hefur selt 6,21% hlut í Kögun. Eigendur hins óstofnaða einkahlutafélags eru eignar- haldsfélög í eigu Gunnlaugs M. Sigmundssonar, forstjóra Kög- unar, Arnar Karlssonar, stjórn- arformanns Kögunar, og Vil- hjálms Þorsteinssonar, stjórn- armanns. Þeir og tengdir aðilar eiga nú samtals 11,57% hlut í félaginu. Hlutur Kaupþings banka í Kögun eftir söluna á 6,21% hlut í félaginu er 15,89%. Stjórnendur Kögunar kaupa 6% í félaginu ♦♦♦ ♦♦♦ 8 'J 0KL    !" #$ #$% E E !<0@ M N  &  %" #%$' #%$ E E B B  .-N   ! #%$ (%$! E E )!N 8 $ '"  &!' #%$ #%$! E E AB@N MO 4&$  %" % "  ($% #$" E E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.