Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 27 DAGLEGT LÍF Bónus Gildir 14.–17. apr. verð nú verð áður mælie. verð Þorskbitar roð- og beinlausir ................. 499 599 499 kr. kg Laxabitar roð- og beinlausir .................. 699 999 699 kr. kg Bónus eplasafi .................................... 59 79 59 kr. ltr Ferskir kjúklingabitar ............................ 299 399 299 kr. kg Colgate tannkrem, 75 ml...................... 98 149 1306 kr. kg Finish uppþvottavélatöflur, 44 stk.......... 499 799 11 kr. stk. KF rauðvínslegið lambalæri ................... 799 999 799 kr. kg Bónus vöfflumix, 500 g ........................ 159 199 318 kr. kg Bónus ungnautahamb., 10*115 g ........ 999 869 kr. kg Fosin jarðarber, 750 g .......................... 159 212 kr. kg Hamborgararnir ekki ókeypis Vegna tæknilegra mistaka víxluðust helgartilboð frá Bónus í gær. Ung- nautahamborgarar eru á 999 krónur en ekki á 0 krónur og frosin jarð- arber á 159 krónur en ekki á 0 krónur. UNGIR karlmenn, sem halda að leiðin að hjarta konunnar sé að aka hratt eða fara í teygjustökk, vaða í villu og svíma og ættu heldur að byrja að huga að viðbótarlífeyr- issparnaði. Ný rannsókn sýnir nefnilega, að stúlkur kjósa frekar karlmenn sem fara að öllu með gát. Þessi niðurstaða stríðir gegn þeirri kenningu, að karlar sem sýna styrk og hugrekki séu að sýna fram á að þeir séu vel úr garði gerðir og því heppilegir makar. Sú kenning passar vel við þá stað- reynd, að ungir karlmenn taka al- mennt meiri áhættu en þeir sem orðnir eru eldri. Vísindamenn hjá háskólanum í Maine í Bandaríkjunum gerðu könnun með þátttöku 48 ungra karlmanna og 52 ungra kvenna þar sem niðurstaðan var að konur kusu frekar varkára karla. „Karlarnir héldu að konur yrðu hrifnar af glannaskap en konurnar vildu frekar varkára menn,“ segir í grein, sem vísindamennirnir skrifa í tímaritið Science. „Þeir einu, sem urðu hrifnir, voru aðrir karlmenn.“ Sé það tilfellið gæti önnur kenning skýrt þá þversögn sem niðurstaða könnunarinnar virðist leiða í ljós: Með því að taka áhættu, og öðlast þannig aðdáun annarra karlmanna, hækki þjóðfélagsleg staða þess sem áhættuna tekur og það kunni að hafa jákvæð áhrif á konur. Konur vilja frekar varkára karlmenn  KYNIN MÖRG pör eru svo upptekin í dag- legu lífi að þau eiga í vandræðum með að finna tíma til að sinna kynlífi. En það er mikilvægt að rækta þennan hluta sambandsins og búa til tíma segir kynlífsráðgjafinn Paula Hall í viðtali við BBC nýlega. Hún segir æskilegt að pör losi sig fyrst við ýms- ar kreddur varðandi kynlíf. Paula tekur sem dæmi að það sé sögusögn að kynlíf sé miklu betra þegar það komi óvænt og eiginlega af sjálfu sér. Þó að óvænt kynlíf geti verið gott geti eftirvæntingin byggt upp spennu sem geri kynlífið svo ekkert síðra. Hún bendir einnig á að mörg pör standi í þeirri trú að báðir aðilar eigi að njóta kynlífsins í einu. Þetta segir ráðgjaf- inn að sé alls ekki alltaf raunin og oft eigi sá í sambandinu erfitt með að einbeita sér sem leggur sig fram um að láta vel að maka sínum. Það komi hins vegar að honum aðeins síðar og þá njóti hann stundarinnar. Þá standa mörg hjón í þeirri trú að þau eigi að þekkjast það vel að þau viti hvað hinu finnst gott, hvar eigi að snerta, hvað eigi að segja og svo framvegis. Ráðgjafinn bendir á að þegar kemur að kynlífi virðist mörg pör ætlast til að þau geti lesið hug hvort annars. Ráðgjafinn ráðleggur pörum eindregið að tala saman, segja hvaða væntingar þau hafa, hvers þau njóta og hvað þau kæra sig ekki um. Finnið tíma  KYNLÍF ♦♦♦ MARGIR kannast við þörfina fyrir eitthvað sætt þegar kemur að mat- arinnkaupum í lok dags. Í stað þess að gefa eftir og láta greipar sópa um súkkulaðihilluna er ráð að lesa sér til um hlutfall af sykri í matvöru eins og tilbúnum kökum og sælgæti. Á vef dönsku Neytendasamtakanna www.forbrug.dk er að finna leiðbein- ingar um hvernig lesa á úr innihalds- lýsingu ýmissa vörutegunda. Bent er á að ef framleiðandinn geti ekki um magn sykurs er nokkuð öruggt að efst í upptalningunni er það sem mest er af. Þannig að ef sykur er efst á listanum er mest af honum, en ef sykurinn er neðar á listanum er magnið minna. Sykur í matvörum  HEILSA FYRIR mörgum árum var birt upp- skrift í íslensku blaði að pottrétti að hætti Raisu Gorbachev sem var með lambakjöti og eplum. Lesandi hafði samband og var að leita að þessari uppskrift. Ef einhver lumar nú á henni væri vel þegið að sá hinn sami hefði samband og léti Daglegu lífi hana í té svo hægt sé að birta hana á ný. Hægt er að senda uppskriftina á gudbjorg@mbl.is. Pottréttur Raisu Gorbachev  MATUR ♦♦♦ FEGURÐ OG FRAMI OPIÐ HÚS laugardaginn 16. apríl frá kl. 13.00-16.00 KOMIÐ OG KYNNIÐ YKKUR ÁHUGAVERT NÁM Á SVIÐI FEGRUNAR Í Hjallabrekku 1 eru starfræktir þrír skólar á sviði fegrunar. Hægt verður að kynna sér starfsemina og kynnast af eigin raun hinum ýmsu meðferðum sem í boði eru. Kennarar verða á staðnum og veita upplýsingar Förðunarskóli NO NAME býður upp á: • Kvöldförðun sem nemendur skólanns sjá um. • Kett úðaförðun (airbrush) kynnt. • Sumarnámskeið kynnt og skráningar teknar niður. Þeir sem skrá sig á staðnum fá 10% afslátt af sumarnámskeiði eingöngu. • Sýningu á fantasíuförðun. Dregin verður út einn heppinn gestur í lok dagsins og fær hann glæsilegan vörupakka frá Studio 1 og andlitsmeðferð í Snyrtiskólanum. xX Verslunin Studio 1 býður upp á glæsileg kynningar tilboð - allt að 20% afsláttur af: • Ella Baché húðvörum • Etre Belle húðvörum • Gatineau húðvörum • NO NAME Cosmetics • Fake bake brúnkulínu • Professionails naglavörum Snyrtiskólinn býður upp á: • Húðgreiningu og ráðgjöf. • Létta förðun. • Nudd á hendur og parafínmaska. • Litun og plokkun á augabrúnir. Naglaskóli Professionails býður upp á: • Su-do airbrush andlitsbrúnku. • Naglaskreytingar. • Nemendur sýna fantasíuneglur. • Innritun í naglaskólann, 10% afsláttur á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.