Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MARK Vicente er einn þriggja leik- stjóra myndarinnar What the #$*! Do We Know? sem sýnd er á Al- þjóðlegu íslensku kvikmyndahátíð- inni (IIFF). Myndin er ekki eins og myndir eru flestar; fjallar um tilgang lífsins og skammtafræði, en þau við- fangsefni voru kvikmyndaverum lítt að skapi. Leikstjórarnir fjármögn- uðu því gerð myndarinnar upp á eig- in spýtur og var hún sýnd í þremur borgum í Bandaríkjunum. Myndin náði óvæntum vinsældum og var á endanum tekin til sýningar um gjörvöll Bandaríkin. Erfitt er að skilgreina What the #$*! Do We Know?, en hún er blanda af leikinni mynd, heimildamynd og teiknimynd. Mark Vicente er tæplega fertugur að aldri. Hann er aðallega þekktur sem kvikmyndatökumaður og þykir vera á meðal þeirra fremstu í því fagi. Vicente hóf ferilinn með því að vinna að myndinni Sarafina með Whoopi Goldberg árið 1992, en hefur síðan unnið að 13 myndum sem töku- maður. What The #$*! er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann leikstýrir. Blaðamaður settist niður með Vicente á Nordica-hótelinu og byrjaði á tveimur grundvallarspurn- ingum. Hvað vitum við? „Ekkert.“ Hver er tilgangur lífsins? „Að leiða í ljós hið áður óþekkta. Tilgangur lífsins er að draga fram í dagsljósið það sem áður var í skugg- anum. Skoðun mín er þessi: Ef mað- ur er ekki forvitinn um lífið og heim- inn er maður ekki lifandi. Það er svo gríðarlega margt heillandi og stór- kostlegt að gerast í veröldinni og það er alveg ótrúlega magnað. Við fjöllum um skammtafræði í myndinni af því að hún er svo furðu- leg og einkennileg vísindagrein að hún hlýtur hreinlega að vera það eina sem getur útskýrt heiminn fyrir okkur. Vandamálið er hins vegar auðvitað að hún gerir það ekki. Hún segir að við lifum í heimi möguleika og að hann verði ekki að raunveruleika fyrr en við skynjum hann. Áður er hann bara möguleiki.“ Hvernig lífsreynsla var að gera þessa mynd? „Það var mjög óvenjuleg reynsla að því leyti að gerð hennar tók þrjú ár, en meðaltalið í bransanum er sennilega um eitt ár. Það var svo stórkostlegt að við þurftum að upp- lifa allt sem kom fram í myndinni, vegna þess að við hugsuðum um það allan sólarhringinn. Við hugsuðum um þessar hugmyndir og fyrirbæri kvölds og morgna. Ég leikstýrði leiknu atriðunum og klippti myndina, auk þess að stjórna upptökum. Meðan á þeirri vinnu stóð unnu Will [Arntz] og Betsy [Chasse] með sjónbrellufyrirtækjunum. Dag einn var Will að útskýra fyrir einum starfsmanni sjónbrellufyrirtækis að í myndinni væri atriði um „bláu grindina“ [e. „blue grid], sem raun- veruleikinn væri gerður úr. Starfs- maðurinn sagðist ekki vita sitt rjúk- andi ráð, því hann gerði sér ekki grein fyrir því hvaða fyrirbæri þessi bláa grind væri. Will sagði honum að lesa ákveðna bók og bætti við: „Hlustaðu á drauma þína. Þeir munu segja þér hvað þetta er.“ Auðvitað skildi hann ekkert í þessu, en viku seinna mætti hann til okkar og sagði: „Það gerðist. Mig dreymdi um þetta.“ Svona var þetta hjá okkur á hverjum degi. Okkur dreymdi um viðfangsefnin á hverri nóttu og á morgnana vorum við komin með lausnir á vandamálum sem höfðu gert okkur erfitt fyrir daginn áður. Myndin fjallar líka að miklu leyti um nauðsyn þess að fólk taki ábyrgð á eigin lífi. Þegar maður gerir sér grein fyrir því að maður skapar sinn eigin raunveruleika verður maður að taka ábyrgð á sjálfum sér og gjörð- um sínum. Á tökustaðnum kom til dæmis nokkrum sinnum fyrir að ein- hver braut eitthvert tæki, se m hægði á framleiðslunni og hafði slæmar afleiðingar fyrir okkur öll. Viðkomandi bjóst án efa við því að einhver æpti á hann fyrir klaufa- skapinn, en við sátum bara og velt- um fyrir okkur í rólegheitum af hverju þetta hefði gerst. Þessi við- brögð ollu mörgum sem unnu að myndinni miklum heilabrotum.“ Vonist þið til þess að áhorfendur skynji það sem boðskap mynd- arinnar, að maður eigi að taka ábyrgð á lífi sínu? „Mér þætti það frábært. Mér þætti líka frábært ef myndin hvetti þá til að hugsa sjálfstætt. Gagnrýna heiminn, ekki vera hlutlausir og óvirkir þolendur sem trúa sjálfkrafa því sem þeim er sagt. Verða vís- indamenn sem rannsaka eigið líf. Ég segi fólki að þessi mynd sé ekki sannleikurinn. Hún er heimspeki. Hún er kenning. Sannleikurinn verð- ur þegar maður reynir hann. Í myndinni er til dæmis vísindamaður sem segir: „Ég bý til atburðarás dagsins. Ég hanna atburðarásina þegar ég vakna.“ Fólk á að reyna þetta; hugsa með sér hvernig dag- urinn eigi að vera þegar það rís úr rekkju og fylgjast svo með þeim hugsunum verða að sannleika yfir daginn. Áður voru þær bara óáþreif- anlegur möguleiki, en núna eru þær veruleiki. Mér þætti gaman ef fólk reyndi þetta. Tryði okkur ekki í blindni, heldur reyndi sjálft.“ Fólk er almennt þolendur og trúir því sem haldið er að því í fjölmiðlum og samfélaginu almennt. „Það er satt. En það er svo fallegt við lífið að þegar það verður erfitt fer fólk að spyrja spurninga. Og kannski er það óumflýjanlegt hjá fólki; að það sitji fast í prísund ömurleika og end- urtekningar; finni enga lausn og finnist það ekki eiga von. Að lokum hugsi það svo með sér: „Það hlýtur að vera annar möguleiki.“ Þá gerist eitthvað undravert í lífi þess. Ég fékk forvitni í vöggugjöf. Ég segi alltaf: „Annaðhvort hefur maður frumkvæði að breytingum eða þá að lífið stjórnar manni.“ Lífið stjórnar mörgu fólki, þangað til það neyðist til að spyrja sjálft sig grundvallar- spurninga og átta sig á að trú þess eða heimspeki leysir ekki vanda- málið. Og hvað þá? Um leið og maður spyr „Og hvað nú?“ gerist eitthvað. Ég veit ekki alveg hvernig það ger- ist; það er eins og eitthvert fyrirbæri sé að hlusta. Kannski er það skammtasviðið.“ Kvikmyndir | Mark Vicente, leikstjóri What the #$*! Do We Know? sem sýnd er á IIFF Hugsaðu sjálfstætt og taktu ábyrgð Morgunblaðið/Árni Torfason „Þegar maður gerir sér grein fyrir því að maður skapar sinn eigin raun- veruleika verður maður að taka ábyrgð á sjálfum sér og gjörðum sínum,“ segir einn þriggja leikstjóra What the #$*! Do We Know?, Mark Vicente. What the #$*! Do We Know? er sýnd í Regnboganum á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni IIFF 2005. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Miðasala opnar kl. 15.003 3 HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I Sýnd kl. 6 m. ísl. tali,  K&F X-FM ÓÖH DV FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY  ÓÖH DV Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16 ára kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl tali Sýnd kl. 4 og 6. m. ensku tali  J.H.H. kvikmyndir.com  SV mbl Will Smith er Sýnd kl. 8 og 10.30.Sýnd kl. 8 og 10.10 Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir Með Dennis Quaid í fantaformi ásamt Topher Grace (That´s 70s Show) og Scarlett Johnsson (Lost in Translation).  B.B. Sjáðu Popptíví    Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Frá leikstjóra American Pie & About a Boy kemur frábær ný gamanmynd. Hann fær nýjan yfirmann óreyndan strák sem dóttir hans fellur auk þess fyrir  B.B. Sjáðu Popptíví  M.J. Kvikmyndir.com FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! FRÁ SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SCREAM MYNDIRNAR! Hún fær þig til að öskra! Magnaður hrollvekjutryllir frá Wes Craven! i il ll j t lli f ! Sýnd kl. 6, 8 og 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.