Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 45 MINNINGAR ✝ Áslaug Guðlaugs-dóttir fæddist á Akureyri 8. maí 1927. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi 8. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Elín Friðriksdóttir, f. á Akureyri 9. júní 1891, d. 22. desember 1964, og Björn Guð- laugur Björnsson, f. á Brita í Glæsibæjar- hreppi 24. október 1883, d. 20. nóvember 1948. Áslaug var þriðja í röð fjögurra systkina, hin voru Arnaldur, Margrét og Björn. Áslaug giftist 3. desember 1950 Aðalsteini Júlíussyni, f. á Akur- eyri 1. ágúst 1925. Börn þeirra eru: 1) Elín Margrét, f. 18. nóv- ember 1955, d. 5. júlí 1957. 2) Júl- íus, f. 17. maí 1958, maki Helga Hallgrímsdóttir, synir þeirra eru Aðalsteinn, f. 24. febrúar 1995 og Júlíus Helgi, f. 25. janúar 1997. 3) Björn Guðlaugur, f. 22. júní 1963, maki Björk Hreinsdóttir, börn þeirra eru Gunnar Már, f. 7. október 1988, Elín Margrét, f. 19. ágúst 1993, og Anna María, f. 13. september 1997. Áslaug og Aðal- steinn hófu búskap í Kaupmannahöfn en bjuggu í Reykjavík frá árinu 1955. Í Kaupmannahöfn starfaði Áslaug á skrifstofu flugfélagsins Loftleiða en í Reykjavík sinnti hún fyrst og fremst heimili þeirra hjóna auk þess sem hún starfaði um nokk- urra ára skeið á Þjóðminjasafni Ís- lands. Áslaug tók virkan þátt í starfi skátahreyfingarinnar frá barnæsku til dauðadags. Útför Áslaugar fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hún amma er farin heim, eins og skátarnir segja, en eftir sitja minn- ingar sem flestar tengjast garðinum hennar á Einimel. Þangað komum við oft, smíðuðum kofa, spiluðum fót- bolta, stunduðum heyskap og margt fleira. Elsku amma við eigum eftir að sakna þín og sérstaklega munum við sakna súkkulaðirúsínanna sem þú gafst okkur alltaf þegar við komum. Góður Guð haltu verndarhendi þinni yfir afa því hann saknar ömmu svo mikið. Aðalsteinn og Helgi. Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu og afa á Einimel. Þú hafðir nú alltaf áhyggjur af því að við myndum detta úr stóra trénu í garðinum en það kom aldrei fyrir. Þú hafðir alltaf tíma til að lesa fyrir okk- ur og afi þurfti að kaupa nýtt eintak af Palli var einn í heiminum, eldri bókin var komin í sundur. Þú söngst mikið með okkur og kenndir okkur vísur. Svo áttirðu alltaf súkku- laðirúsínur handa okkur í skál. Þú fylgdist vel með hvað við vorum að gera í tómstundum okkar og hvernig okkur gekk í skólanum. Við ætlum að halda áfram að vera dugleg eins og þú baðst okkur um. Við vitum að nú líður þér vel og ert komin til litlu dóttur þinnar. Nú á afi Alli erfitt en við skulum passa hann fyrir þig. Guð geymi og blessi þig. Þín barnabörn, Gunnar Már, Elín Margrét og Anna María. Það var bjartur dagur í skamm- degi þriðji desember 1950 þegar þau Áslaug Guðlaugsdóttir og Aðalsteinn Júlíusson gengu upp að altarinu í lít- illi, rómantískri, danskri kirkju í Søllerød, nyrsta sveitarfélagi Kaup- mannahafnaramts. Presturinn sem gaf þau saman var virðulegur öld- ungur, séra Haukur Gíslason, sem hafði verið þjónandi prestur í Kaup- mannahöfn alla sína starfsævi en jafnframt messað fyrir Íslendinga og unnið önnur prestsverk fyrir þá. Við vorum fjórir aðrir landar sem vorum viðstaddir þessa fallegu athöfn. Þau Áslaug og Aðalsteinn höfðu opinberað trúlofun sína um sumarið og komið bæði til Hafnar um haustið, hún til starfa á skrifstofu Loftleiða og hann í seinni hluta náms í bygg- ingaverkfræði. Við þekktumst öll frá Akureyri, einkanlega við Aðalsteinn úr skáta- hreyfingunni, en einnig við Áslaug, sem var mikið starfandi í kvenskáta- félaginu og þar að auki nágranni á Ytri-brekkunni. Ekki var auðvelt um útvegun húsnæðis í Kaupmannahöfn og erfiðast um íbúðir eða herbergi með eldhúsaðgangi, en svo vel vildi til að um það leyti sem þau Áslaug og Aðalsteinn giftust losnaði stórt her- bergi í íbúð á Gammel Kongevej, þar sem ég hafði búið frá því veturinn áð- ur; þarna voru öll herbergin leigð út, og aðgangur að eldhúsi var sameig- inlegur. Þau fluttu þar inn, nýgiftu hjónin, og ég var eins og einn af fjöl- skyldunni það sem eftir var vetrar og var það reyndar vetrarpart tveim ár- um síðar þegar við vorum nágrannar í Kastrup. Þetta vóru góðir dagar, og varla er hægt að hugsa sér indælla sambýlis- fólk. Við vorum með matarfélag og borðuðum saman morgun og kvöld, en matargerðin sjálf á kvöldin, a.m.k. öll hin vandaðri, hvíldi á Áslaugu, sem var ljómandi kokkur. Tóm- stundum vörðum við einnig að hluta til saman, áttum ýmsa sameiginlega kunningja og sóttum stundum leik- hússýningar og tónleika, enda var Áslaug mjög músíkölsk. Það var gott að kynnast Áslaugu, því að hún var vel gefin, minnug og margfróð, prúð í framkomu, talaði fallegt mál og var ákaflega skýr í allri framsetningu. Án efa hafa þess- ir hæfileikar hennar notið sín vel í starfi við leiðbeiningar á Þjóðminja- safni, sem hún gegndi mörg ár eftir að synir þeirra Aðalsteins voru vaxn- ir úr grasi. Eftir fá sameiginleg ár í Kaup- mannahöfn vorum við Áslaug og Að- alsteinn sjaldan samlend um langt árabil, og enda þótt svo hafi verið síð- ar hafa samfundir verið færri en skyldi. Svo vill stundum verða að landar tengjast nánum böndum er- lendis, en þegar heim kemur eru að- stæður aðrar og fleira sem dreifir. Fyrir fáum árum áttum við tvö þeirra sem vorum viðstödd hjóna- vígslu þeirra Áslaugar og Aðalsteins þó því láni að fagna að vera viðstödd þegar þessi vinahjón okkar héldu upp á 50 ára farsælt hjónaband. Heilsu Áslaugar var þá farið að hraka, en enda þótt líkaminn hrörn- aði hélt hún skýrri hugsun og máli til hinsta dags. Góð kona er gengin, og Aðalsteini og sonum þeirra Áslaugar, Birni og Júlíusi, og fjölskyldum þeirra færi ég innilegar samúðarkveðjur vegna síns mikla missis. Stefán Karlsson. Kveðja frá Félagi eldri kvenskáta Skátasystir okkar Áslaug Guð- laugsdóttir er farin heim eftir erfið veikindi undanfarin ár. Við minnumst hennar með miklum söknuði, allra skátafundanna og ferðalaganna sem við nutum saman. Áslaug starfaði frá unga aldri í skátahreyfingunni og vann ötullega að málefnum skáta alla tíð ásamt sín- um góða eiginmanni og sonum. Hún var ávallt tilbúin að opna heimili sitt fyrir okkur til fundarhalda. Þar þótti okkur gott að vera enda ríkti þar hinn sanni skátaandi. Að leiðarlokum viljum við flytja Áslaugu innilegar þakkir fyrir góð kynni og samfylgd í félagsstarfi okk- ar. Aðalsteini, sonum þeirra og fjöl- skyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Áslaug Guðlaugsdóttir er farin heim. Ægisbúar sjá að baki dugmikilli skátasystur sem af elju og fórnfýsi lagði sitt af mörkum að byggja upp skátafélagið á upphafsárum þess. Áslaug hóf skátaferil sinn ung að árum í Skátafélaginu Valkyrjum á Akureyri. Þegar hún flutti til Reykjavíkur hélt hún áfram skáta- starfi sínu, fyrst hjá Kvenskátafélagi Reykjavíkur en svo hjá Skátafélag- inu Ægisbúum allt frá stofnun þess. Sat hún í stjórn félagsins um langt árabil og starfaði þar m.a. með eig- inmanni sínum Aðalsteini Júlíussyni. Ekki þarf að fjölyrða um, hve mikill happafengur það var að hafa þau hjónin innan sinna vébanda. Hlut- verk Áslaugar innan Ægisbúa á löngum skátaferli var margþætt og vandlýst. Segja má að hún hafi verið húsmóðir félagsins, sem af útsjónar- semi og alúð bjó skátum í Vestur- bænum gott heimili. Heimili sem var öllum opið er vildu starfa í anda skátaheitisins. Hún tryggði jafn- framt að heimilið væri ávallt höfð- ingjum bjóðandi og ef boðað var til veislu að gestum væri sýndur þar fullur sómi. Áslaug starfaði einnig hin síðari ár í félagi eldri kvenskáta sem sýndi Ægisbúum þann heiður að halda fundi sína í skátaheimili félagsins. Er óhætt að segja að Áslaug hafi séð til þess að Ægisbúar nytu góðs af sam- býlinu og af frumkvæði hennar hafi eldri kvenskátar stutt Ægisbúa með ráðum og dáð. Fyrir óeigingjarnt starf sitt í þágu Ægisbúa var hún sæmd gullmerki félagsins á tuttugu ára afmæli þess og varð jafnframt einn af fimm fyrstu heiðursfélögum Ægisbúa. Við flytjum ástvinum Áslaugar einlægar samúðarkveðjur skáta í Ægisbúum. Megi minningin um góð- an skáta lifa um ókomna tíð. Ægisbúar kveðja heiðursfélaga og kæra skátasystur í hinsta sinn; Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Skátafélagið Ægisbúar. Kveðja frá Skátasambandi Reykjavíkur Tendraðu lítið skátaljós láttu það lýsa þér, láttu það efla andans eld og allt sem göfugt er … (Hrefna Tynes.) Áslaug Guðlaugsdóttir er látin. Hún var hreinlynd, hógvær og heið- arleg manneskja. Í nálægð hennar leið mönnum vel. Það styttist nú í sumarið, fram- undan kviknar líf í öllum gróðri og sólin hækkar á lofti og breiðir yfir allt með birtu og yl. Líkt og sólin breiddi Áslaug birtu og yl til samferðamanna sinna. Hennar verður sárt saknað. Þegar himnafaðir kallar á sinn fund, þá erum við skátar að fara heim eins og við nefnum það. Baden Powell sagði m.a. í kveðju- bréfi sínu: „Reyndu að kveðja þenn- an heim ofurlítið betri og fegurri en hann var þegar þú komst í hann, þá veistu að þú hefur ekki lifað til einsk- is.“ Eftir þessari lífssýn hafa mörg skátasystkin lifað og sannað með starfi sínu að með því að taka þátt í skátaævintýrinu, sem sannanlega er mikið ævintýri hafa þau ekki bara auðgað sitt eigið líf heldur fegrað það og skilið eftir arf til kynslóða. Áslaug tók þátt í skátaævintýrinu og var óþreytandi að leggja fram starfskrafta sína í þágu okkar allra hinna sem störfuðu með henni í gegnum árin. Áslaug var lengi í forystuhlutverki hjá Félagi eldri kvenskáta í Reykja- vík sem lagði mikið starf fram í þágu skáta í Reykjavík. Félagið fjármagn- aði m.a. kaup á nýjum húsgögnum og öðrum munum þegar Skátasamband Reykjavíkur flutti í nýtt húsnæði að Snorrabraut 60 á sínum tíma. Þá var Áslaug ásamt eiginmanni sínum honum Aðalsteini Júlíussyni vakandi og sofin yfir félagsstarfi skátafélagsins Ægisbúar á sínum tíma og fóru þar fremst ásamt öðru góðu fólki og efldu hug, atgervi og þrótt okkar yngri skáta. Starf þeirra skilaði m.a. þeim árangri að stór hóp- ur fólks úr því skátafélagi sem nú er kominn yfir miðjan aldur í dag er enn virkt í skátastarfi. Þau hjónin kveiktu þannig með skátastarfi sínu neista sem tendraður var í skátaljós- inu og skilja þannig eftir sig dýrmæt- an arf til yngri kynslóða. Við trúum því samt að þeir sem deyja séu ekki horfnir. Þeir eru að- eins komnir á undan. Skátar í Reykjavík og um leið á öllu Íslandi kveðja góðan skáta með söknuði og þakklæti fyrir samfylgd- ina. Skátasamband Reykjavíkur send- ir ættingjum hennar og ástvinum, þeim Aðalsteini, Júlíusi, Birni, tengdadætrum og barnabörnum dýpstu samúðarkveðju. Mannsandinn líður ekki undir lok, minning um góða manneskju lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin sem virðist ganga undir, en alltaf heldur áfram að lýsa, eða eins og Hrefna Tynes, skátasyst- ir okkar orti forðum; Þá verður litla ljósið þitt ljómandi stjarna skær, lýsir lýða alla tíð, nær og fjær. Sveinn Guðmundsson, formaður SSR. Nú þegar komið er að kveðjustund koma margar minningar upp í hug- ann um ótal samverustundir. Áslaug var frænka Soffíu og hófust kynni þeirra í gegnum fjölskyldutengsl. Áslaug gerðist ung skáti á Akureyri og í gegnum skátastarfið kynntist hún Aðalsteini, sem seinna varð eig- inmaður hennar. Áslaug starfaði um tíma hjá Loftleiðum í Kaupmanna- höfn en þar var Aðalsteinn í námi í verkfræði. Svo vildi til að við Soffía vorum þar á sama tíma en Páll var þá við framhaldsnám í læknisfræði. Samgangur var mikill á milli okkar og við alltaf saman á hátíðastundum, t.d. á jólum. Þá fóru menn ekki heim í jóla- og sumarfrí eins og nú tíðkast. Árið 1955 fluttu þau hjónin heim og stuttu síðar tók Aðalsteinn við starfi vita- og hafnamálastjóra, anna- sömu og ábyrgðarfullu starfi. Við höfum ætíð umgengist mikið, bæði í fjölskyldunni og skátastarfi og eig- um við margs að minnast. En nú er Áslaug farin heim eins og við skátar segjum. Við færum Aðalsteini og fjölskyld- unni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Soffía og Páll Gíslason. ÁSLAUG GUÐLAUGSDÓTTIR Mér er efst í huga dyggð í fari ömmu minnar Gauju. Hún var allt í senn mikill mann- vinur og ástríðufull amma. Hæglát, ákveð- in og úrræðagóð leysti hún sín mál vel og allt sem hún tók sér fyrir hendur var vel gert og af útsjónar- semi. Amma var mikil húsmóðir og unni heimili og fjölskyldu sinni vel í alla staði. Við systkinin ólumst upp um átta ára skeið á Árbraut 3 í Vík í Mýrdal, í húsinu þar sem afi og amma bjuggu. Það var ómetanlegt að geta farið niður stigann til ömmu og afa, hlustað á sögur frá þeim tíma þegar þau voru ung yfir mjólkurglasi og kleinu. Minnisstæðar eru ferðirn- ar í fjárhúsin á Borgarhóli þar sem afi og amma höfðu fé og heyskap- urinn á hverju sumri. Það var alltaf spennandi þegar afi sló „blettinn“ í mýrinni umhverfis húsið okkar í Vík. Hann sló ávallt með orfi og ljá. Hann kenndi mér að slá með orfi og ljá og amma sá um að kenna mér að breiða GUÐRÍÐUR UNNUR SALÓMONSDÓTTIR ✝ Guðríður UnnurSalómonsdóttir fæddist í Steig í Mýr- dal 25. maí 1924. Hún lést á líknar- deild LSH í Kópa- vogi 16. mars síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Vík- urkirkju 26. mars. með hrífu og safna heyinu í sátur. Loks var hirt og flutt á vagni í hlöðuna góðu á Borg- arhóli. Þetta hand- bragð var sjaldséð og var nánast horfið af sjónarsviðinu. Það var einstakt að fá tækifæri til þess að kynnast þessum starfsháttum sem tíðkuðust á fyrri hluta 20. aldar. Afi lifði að miklu leyti í gömlum tíma og var mikill verkkunn- áttumaður sinnar kyn- slóðar sem ólst upp við erfiðar að- stæður í sveit. Hann var orðinn fullorðinn maður þegar ég komst til vits og ára og var hafsjór sagna um menn og málefni fyrri ára, náttúru lands og veðurfar sveitar okkar Mýr- dalsins sem fóstraði okkur fram á fullorðinsár. Afi lést 89 ára gamall árið 1988 eftir að hafa lokið dags- verki sínu á sólbjörtum júlídegi. Það var okkur sár missir, en góðar minn- ingar um farsælt líf afa geymum við öll í hjarta okkar. Amma keypti sér gamalt einbýlis- hús á Mýrarbraut 12 í Vík árið 1989. Þar var gott og notalegt heimili og var fastur liður hjá mér að heim- sækja ömmu þegar ég kom til Víkur. Alltaf tók hún vel á móti mér og var þakklát í hvert sinn. Hún spurði frétta og bar á borð pönnukökur, kleinur og heitt súkkulaði. Hún vildi ekki að neinn færi frá henni svangur. Það var dýrmætt að spjalla við hana í góðu tómi heima í Vík, hún hafði skoðanir á mörgum hlutum, en ann- að lét hún sér fátt um finnast. Henni fannst margt ungt fólk vera óþolin- mótt. Amma var öðru vön, hún sagði að góðir hlutir gerðust hægt og er oft tilefni fyrir mig ungan manninn að hafa orð ömmu að leiðarljósi og hugsa mig vel um áður en ákvarðanir eru teknar. Eftir að ég eignaðist konu og börn hittumst við amma sjaldnar en alltaf reglulega, ýmist í Vík eða í Reykja- vík. Samband okkar var alltaf traust og gott. Amma átti aldrei bíl en hún var dugleg að heimsækja systkini sín og ættingja, einnig fór hún í ferðir eldri borgara vítt um landið. Hún fór með foreldrum mínum í sína fyrstu utan- landsferð til Noregs 75 ára gömul, full tilhlökkunar en kvíðin. Hún var yfir sig hrifin og átti ekki orð yfir alla fegurðina og gestrisnina. Í tilefni 80 ára afmælis síns fór hún til Þýskalands og heimsótti barnabarn og barnabarnabörn sín. Amma átti við vanheilsu að stríða seinni árin, en átti góð tímabil inn á milli. Það var okkur öllum mikið reið- arslag þegar við fengum fregnir um að hún hefði greinst með ólæknandi sjúkdóm núna í byrjun árs. Við tók tími þrauta. Amma tók þessu með jafnaðargeði og kaus að dvelja heima í Vík eins lengi og mögulegt var. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk með ömmu. Blessuð sé minning þín. Helgi Már Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.