Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 33 MENNING félagslegra breytinga síðustu ára þar eystra haft einhver áhrif. „Þegar kommúsnismanum, sem hafði getið af sér mjög sterkan symbólisma þar sem allt var sagt undir rós og gegn- um mikið táknsæi, sleppti þá hrundi allt og varð bersýnilegt. Í kjölfarið fylgdi skefjalaus hákarlakapítalismi og allt var falt og allt selt. Rússnesku höfundarnir sem eru að ryðja sér til rúms núna og skora eru margir að fjalla einmitt um þetta, – hvert stefn- ir núna, og þann hráslagalega raun- veruleika sem blasir við Rússum í dag.“ Stefán segir uppsetningu sína á Terrorisma vera raunsæislega, í anda verksins. „En við pökkum þessu inn í umbúðir sem vonandi vekja áhorfandann enn frekar til um- hugsunar um sitt hlutverk í þjóð- félaginu.“ Leiklist | Terrorismi eftir Presnyakov-bræður frumsýnt í Borgarleikhúsi í kvöld Ábyrgðarleysi er líka pólitík Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Hvað með heimilisofbeldi? Það má alveg heimfæra skilgreininguna á terrorisma upp á slíka hegðun. Ellert A. Ingimundarson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir í hlutverkum sínum í leikriti rússnesku Presnyakov-bræðranna. Morgunblaðið/Þorkell Þór Tulinius og Sveinn Geirsson í hlutverkum sínum í Terrorisma. BLÁSARAOKTETTINN Hnúka- þeyr blés sig eftirminnilega inn í ís- lenska tónlistarsögu með frábærum leik á sínum fyrstu tónleikum í Dóm- kirkjunni fyrir tveimur árum. Svo virtist sem hópurinn hefði sprottið fullskapaður úr höfði Seifs, sam- spilið nákvæmt og heildarsvipur hljómsins virkilega góður. Hnúka- þeyr endurtók leikinn á tónleikum í Dómkirkjunni á sunnudag, og virðist góðu heilli hafa fest sig í sessi sem fasti meðal íslenskra tónlistarhópa. Sú tónlist sem samin hefur verið fyrir blásaraoktett er að stórum hluta gleðimúsík; – divertimenti – tónlist samin til leiks utandyra, – fyrir fjöldann, til að njóta á góðviðr- isdögum. Það hefði eflaust verið full- svalt að halda þessa sumartónleika utandyra nú, – en Hnúkaþeyr er band sem í fullri alvöru og orðsins fyllstu merkingu mætti bera á torg hvar sem er þegar aðstæður leyfa, – til dæmis á Austurvelli á sumar- grænum sunnudagsmorgnum, svo kaffihúsagestir og aðrir vegfarendur við völlinn gætu notið. Hvað um það; – Hnúkaþeyr er öndvegishópur. Oktett Haydns lék í höndum þeirra, mettaður léttúð og gleði, og leikur Hnúkaþeys lipur og músíkalskur eftir því. Annar þáttur verksins er í tilbrigðaformi, og þar skiptust nokkrir hljóðfæraleikarar hópsins á að leiða stef og tilbrigði og gerðu einkar fallega. Fratres eftir Arvo Pärt öðlast tign og reisn umfram dulúðina í útsetn- ingu fyrir blásaraoktett. Það var virkilega fallega spilað, og setti sterkan lit á prógrammið, svo ólíkt hinum verkunum sem það var. Divertimento í Es-dúr eftir Gord- on Jacob er innileg gleðimúsík, sem hópurinn lék af miklum krafti, án þess að draga nokkuð úr þokka hennar og lýrísku fjöri. Serenaða Mozarts í c-moll er heillandi verk; – svo líflegt og fjör- mikið, en undirtónninn þó svo trega- blandinn og viðkvæmnislegur – allt að því harmrænn. Þessum and- stæðum tókst Hnúkaþey vel að skila í dýnamískri túlkun sinni. Þetta voru fínir tónleikar. Hljóð- færaleikarar Hnúkaþeys kunna sitt fag, og gott betur: þeir kunna að spila saman, – kunna að vera eitt í músíkinni, og gefa af sér sem heild. Tónlistarlífið hér hefur vaxið fyrir það að eignast þennan ágæta hóp. TÓNLIST Dómkirkjan Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr lék verk eft- ir Haydn, Arvo Pärt, Gordon Jacob og Mozart. Oktettinn skipa óbóleikararnir Eydís Franzdóttir og Peter Tompkins, klarinettuleikararnir Ármann Helgason og Rúnar Óskarsson, hornleikararnir Anna Sigurbjörnsdóttir og Emil Friðfinns- son og fagottleikararnir Darri Mikaels- son og Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Gesta- leikari í verki Pärts var Frank Arnink slagverksleikari. Kammertónleikar Bergþóra Jónsdóttir SPRENGJUHÓTUN á flugvelli kemur af stað keðjuverkun og atburðarás sem áhorfendur fylgjast með. Að lokum er það þó ekki hótun hryðjuverkamanna heldur afbrýði- semi og illa upp alið barn sem valda mesta óskundanum. Þetta er í stórum dráttum efni leikritsins Terrorisma eftir bræðurna Oleg og Vladimir Presnyakov sem frumsýnt verður á nýja sviði Borgarleikhúss- ins í kvöld. Presnyakov-bræðurnir hafa notið mikillar hylli bæði í heimalandi sínu og á Bretlandi, en þar var verkið fyrst sýnt í Royal Court-leikhúsinu í London. Leikritið Terrorismi var hins vegar frumsýnt í Moskvu árið 2002. Leikstjóri verksins hér er Stef- án Jónsson. „Þetta er rússneskt nútímaverk. Það má segja að Royal Court-leik- húsið hafi uppgötvað Presnyakov bræðurna, og þar fór verkið fyrst á fjalirnar utan Rússlands. Frá þeim tíma hafa þeir orðið spútnikgæjar og fleiri verk eftir þá fylgt í kjölfarið.“ Ofbeldið í hversdagsleikanum Stefán segir að í verkinu fjalli bræðurnir um terrorisma í hinu smáa sem hinu stóra. Þeir segi okkur að líta okkur nær, og að ekki sé nóg að bæta böl með því að benda á ann- að verra, heldur getum við haft meiri áhrif á keðjuverkun ofbeldis sem byrjar í frækorni óttans í einu hjarta og smitast út frá einstaklingnum út um allar jarðir í gegnum hin og þessi hugmyndakerfi, hvort sem það eru trúarbrögð, pólitík eða annað. „Það er svo flott hvernig þeir setja þetta allt í samhengi. Verkið er raunsæis- legt og aðstæður mjög hversdags- legar. Við sjáum vinnustað, heimili, flugvöll, almenningsgarð, – og það er venjulegt fólk sem verið er að fjalla um. Mórallinn er að það sé ekki endi- lega málið að benda á vondu kallana, eins og Osama bin Laden; þeir spyrja hvort við séum ekki öll svolítið samsek. Vitum við ekki að það er bú- ið að kveikja á gasinu? Það sem gerð- ist fyrir þetta skefjalausa ofbeldi í New York 11. september 2001; – var það á einhvern hátt tengt utanrík- isstefnu Bandaríkjanna? Voru þeir búnir að hleypa gasinu á, án þess að við gerðum nokkuð í því? Þetta er dæmi um það sinnuleysi sem þeir eru að ræða í verkinu.“ Stefán bendir á að að terrorismi sé orð sem við notum helst í stóra sam- henginu, – og tengjum við stór ill- virki. „En hvað með heimilisofbeldi? Alkóhólisma? Einelti? Heimilisföður sem beitir konu sína og börn ofbeldi og heldur öllu í helgreipum? Það má alveg heimfæra skilgreininguna á terrorisma upp á slíka hegðun. Og hvað með þá sem horfa á slíkt án þess að hafast að? Það er þetta sem Presnyakov-bræðurnir eru að velta fyrir sér. Í Koddamanninum sem verið er að sýna í Þjóðleikhúsinu er leikskáldið að velta fyrir sér ábyrgð listamannsins, meðan í þessu verki er verið að fjalla um ábyrgð – ekki bara listamanna – heldur okkar allra, á því að horfa upp á gasið leka. Í mín- um huga er þetta ekki bara spurning um að veldur sá á heldur, heldur er þetta líka spurning um samfélags- lega ábyrgð. Það er ekki sjálfsagt að allir geti átt byssur, – og við eigum að hafa skoðun á því. Það er ekki hægt að gleyma sér í forheimskri frjálshyggju hvað það snertir og að það sé bara spurning um þroska hvers og eins hvað hann gerir við þá byssu. Við þurfum að hafa sam- félagslega skoðun á því máli.“ Mitt hlutverk að hafa skoðun Stefán segir það sama hversu ópólitískir listamenn þykist vera, þeir séu alltaf að taka afstöðu á ein- hvern hátt með verkum sínum. „Ef listamenn firra sig ábyrgð, þá er það líka pólitísk yfirlýsing. Verkið er bor- ið á borð fyrir almenning, og auðvit- að er listamaðurinn alltaf að segja eitthvað, – hversu meðvitaður sem hann er um það. Mér finnst mitt hlutverk vera að hafa skoðun, og láta gott af mér leiða í hinu stóra og smáa. Þess vegna er ég mér meðvit- andi um það hvað ég vil segja með uppsetningum mínum.“ Stefán segir að rússnesk leikritun standi vel um þessar mundir. Rússar standi sterkum fótum í leikritun og hafi alltaf átt sína risa á því sviði. Ef- laust hafi þó lægðin í kjölfar sam- eftir Oleg og Vladimir Presn- yakov. Leikarar: Bergur Þór Ingólfs- son, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gunn- ar Hansson, Hanna María Karlsdóttir, Harpa Arnardóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla María Þorgeirsdóttir, Margrét Helga Jóhannesdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Sveinn Geirsson og Þór Tulinius. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Tónlist: Helgi Hauksson. Hár og gervi: Guðrún Þorvarðardóttir. Búningar: Stefanía Adolfs- dóttir. Leikmynd: Börkur Jónsson. Leikstjórn: Stefán Jónsson. Terrorismi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.