Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR 75 ÁRA herrabústaðurinn stóð mér opinn til að taka á móti gestum meðan uppgröfturinn og viðgerð- irnar á Bessastöðum fóru fram. Þetta ástand varði nokkuð á annað ár. Sjálf hafði ég jafnan átt mitt annað heimili hér að Aragötu 2. Þegar landsmenn fóru í sumarhús fórum við Ástríð- ur gjarnan hingað. En meðan viðgerðirnar fóru fram bjuggum við alveg hér.“ Ferðin til Kína „Undir lok síðasta kjörtímabils míns sem forseti Íslands var ég valin af hálfu Samein- uðu þjóðanna, sem fyrsta konan sem er þjóð- kjörinn forseti, til að opna alþjóðlega kvenna- ráðstefnu þeirra í Peking í Kína. Í framhaldi af því buðu kínversk yfirvöld mér í opinbera heimsókn sem ég þáði. Ég gat alls ekki neitað beiðni Sameinuðu þjóðanna og fannst mér því ekki stætt á að neita boðinu um opinbera heimsókn. Ég ráðgaðist að venju við margt fólk og þetta varð niðurstaðan. Í hinni opinberu heimsókn gekk ég um Torg hins himneska friðar í fylgd með Jiang Zemin og horfði á liðsveitir hans og átti við- ræður við Li Peng en eitthvað sem mér varð að orði eftir þær samræður var rangsnúið hér heima í þá átt að ég væri að verja mannrétt- indabrot í Kína. Því fór fjarri að svo væri og sannarlega bauð ég ekki Jiang Zemin hingað, það gerði eftirmaður minn í starfi. Sú orðræða öll sem um þetta mál varð hér á landi af hálfu ýmissa aðila særði mig djúpt. Ég skil ekki enn í dag að nokkur maður hér skuli hafa ætlað mér það að ég mælti mann- réttindabrotum bót. Slíkt er afar fjarri mér og þeim málefnum sem ég ber fyrir brjósti.“ Viðburðaríkur tími eftir forsetatíð „Víst voru það viðbrigði að hætta störfum sem forseti Íslands eftir 16 ár í starfi. Það var sérkennilegt að á miðnætti eitt kvöldið hætti þetta allt saman. Allir þeir þættir sem áður voru hluti af daglegu lífi voru það ekki lengur. Hann var fremur spaugilegur fyrsti morg- unninn minn eftir að ég hætti störfum sem forseti. Tvær kanadískar konur börðu hér að dyrum og vildu ræða við mig. Þær höfðu heyrt að þetta væri hægt. Ég bauð þeim inn en komst að því við eftirgrennslan að það var ekkert til á heimilinu til að bjóða þeim nema kaffi og konfekt því ég hafði ekki komist út í búð fyrir annríki daginn áður. Ég bauð þeim upp á þessar veitingar, ræddi við þær og tók við hekluðum munum að gjöf frá Vestur- Íslendingum. Þær sátu lengi en ég gat ekki gert neitt meira fyrir þær, alein með enga þjónustu og Ástríður ekki heima. Þá fann ég fyrir mismuninum á aðstöðunni. Eftir að ég hætti sem forseti 1996 hef ég átt viðburðaríka ævi. Ég byrjaði á að leigja okkur mæðgum íbúð í Danmörku. Ástríður var þá 24 ára og fór í listnám, hún er förðunarfræðingur útskrifuð frá Danish Academy of Artistic Makeup á Jótlandi. Hún náði góðri leikni í dönsku máli. Ég var um þetta leyti tilkölluð til Parísar og gerð að velgjörðasendiherra tungumála í heiminum með þá ábyrgð að kynna gildi tungumála fyrir fjölbreytileika heimsmenningarinnar og leggja þeim lið sem í hættu væru. Ég var einnig tilkölluð í það verkefni að byggja upp Norðurbryggjuna, sem er gamalt pakkhús í Kaupmannahöfn. Mér lánaðist mjög vel að útvega fjármuni til þess að byggja upp þetta menningarsetur Norður-Atlantshafslandanna. Þá var ég kölluð til Parísar til að vera formaður stórrar sið- væðingarnefndar sem á að gæta siðvæðingar í tæknilegum og vísindalegum framförum. Það var áhugavert að skoða siðferðið í sambandi við gervitunglavæðinguna. Við þetta verkefni starfaði ég í nær fimm ár og fór marga ferðina til Parísar. Ég hef raunar verið meira og minna í útlöndum hin síðari ár og komið þar víða fram fyrir Íslands hönd. Það hefur verið gefandi á margan hátt, líka að því leyti að er- lendis spyr enginn hvað ég er gömul. Svo kem ég hingað heim og er allt í einu minnt á það, sjálfri mér nánast að óvörum, að ég er að verða 75 ára. Ég er svo lánsöm að hafa átt góðri heilsu að fagna en það er aldrei neitt gefið í þeim efnum. Eftir að ég fékk krabba- mein fyrir um 25 árum hefur mér verið vel ljós nauðsyn þess að láta fylgjast vel með sér. Fólk þarf að vera stöðugt á verði gagnvart lík- ama sínum og fara í það eftirlit sem þörf er talin á hverju sinni. Allt sem snýr að mannrækt er mér hug- leikið nú sem endranær. Ég skynjaði mjög snemma hvað ég er mikill Íslendingur sjálf og hvað ég hef mikinn metn- að fyrir þessari þjóð og hve fegin ég vildi koma rödd hennar til skila. Það gerði ég á öll- um mínum ferðum erlendis sem forseti Ís- lands og það geri ég enn – þar sem ég kem fram tala ég jafnan um allt það sem íslenskt er. Tungumálin eru lykill að skilningi á heiminum En ég er einnig alþjóðlega sinnuð og vegna þessa var ég snemma gerð að alþjóða- sendiherra í tungumálum. Ég hef lengi verið þess meðvituð hve sjálfsmynd þjóðar byggist á tungunni. Á mínum efri árum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þegar við Íslendingar höfum heimþrá í útlöndum til Íslands höfum við ekki síður þrá til að vera í samfélagi sem talar þetta tungumál. Sjálf þekki ég vel heimþrá og á vorin í útlöndum sakna ég sér- staklega birtunnar. Málefni til framtíðar hefur mikið að segja fyrir mig og þar er íslenskan mér efst í huga núna. Ég hef svo miklar áhyggjur af því að við séum ekki nægilega á varðbergi fyrir hönd ís- lenskunnar. Það eru börnin okkar, sem nú er- um fullorðin og þeirra börn, sem eiga að bera áfram íslenskuna. Mér finnst ekki nærri nógu mikil áhersla lögð á að auka móðurmáls- kennslu í landinu. Nú þegar tölvuleikir og meginhluti af öllu skemmtiefni sem sýnt er í sjónvarp hvolfist yfir okkur er full ástæða til að gæta þess vandlega að við verðum ekki tví- tyngd á Íslandi eftir nokkur ár – það þarf að gjalda varhug eigi enskan ekki að sigla upp að hlið íslenskunnar. Ef svo færi yrði þetta ekki lengur þjóð með minningar, heldur minnislaus þjóð. Mér þykir óendanlega vænt um að Há- skóli Íslands skuli hafa skapað stofnun og kennt við nafnið mitt, sem tengd er mínum dýrmætustu hugðarefnum, sem eru tungu- málin og þá ekki síst okkar eigið. Við eigum sjálfstæða tungu og það er hún sem gefur okkur það stolt að vera þjóð meðal þjóða.“ Það muna kannski fleiri en blaðamaður eftir þessari setningu úr lokaávarpi Vigdísar Finn- bogadóttur er hún hætti störfum sem forseti Íslands: „Ég þakka ykkur fyrir að vera þjóðin mín.“ Með slíkri reisn kvaddi hún þetta hlutverk sem hún hafði tekist á hendur og bjó sig til að hverfa á ný inn í raðir okkar, hinna venjulegu Íslendinga. En í raun er þetta ekki svona einfalt. Hin ytri tákn eru kannski horfin en eftir stendur að frú Vigdís bauð sig fram til vandasamrar þjónustu og var útvalin. Starfi sínu gegndi hún með slíkum ágætum að eftir var tekið bæði hér heima og ekki síður erlendis. Eftir stendur ímynd sem ekki dofnar. Ímynd áræðinnar konu og hiklausrar persónu, manneskju sem í senn var verðugur fulltrúi sinnar þjóðar og hluti af heild hennar. Fyrir þetta er hún okkur hjartfólgin – ein af oss en einstök þó. Morgunblaðið/Ásdís Síðasti dagur Vigdísar í embætti. Skjaldmeyjar Íslands, bekkjarsystur Vigdísar 1992 á Bessastöðum. F.v. Helga Gröndal, Ellen Åberg, Sólveig Pálmadóttir, Signý Sen, Margrét Vilhjálmsson, Sigríður Th. Erlendsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, Hrönn Aðalsteinsdóttir (látin), Anna Sigríður Gunnarsdóttir, Erla Tryggva- dóttir, Bergljót Ingólfsdóttir og Halla Þorbjörnsdóttir. gudrung@mbl.is VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrrverandi for- seti Íslands, er 75 ára um þessar mundir. Afmælis hennar 15. apríl er minnst með veglegri ráðstefnu á veg- um Háskóla Íslands og Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumálum. Yfirskriftin, Samræður menningar- heima, minnir á hve víðförul Vigdís var á 16 ára forsetaferli sínum, hve marga fulltrúa, jafnt skyldra sem óskyldra þjóða hún hitti, og hve víða hún vakti at- hygli á tungu og menningararfi Íslend- inga. Vigdís lagði ríka áherslu á að varð- veisla íslenskunnar og íslenskar fornbókmenntir væru merkasta framlag Ís- lendinga til heimsmenningarinnar. Þjóð- inni beri því skylda til að standa vörð um tunguna og menningararfinn, jafnt sjálfrar sín vegna sem í þágu menningarlegrar fjölbreytni í heiminum. Hver glötuð tunga er tjón fyrir veröldina alla, sagði Vigdís. Það álit hennar er mikilvægt veganesti inn í þá umræðu um fjölmenningu sem nú er hafin hér á landi og staðið hefur um nokkra hríð í nágrannalöndum okkar í austri og vestri. Jafnréttisvakningin mikla Vigdís forseti vakti athygli hvar sem hún fór fyrir skeleggan málflutning og glæsileika. En sú staðreynd að hún var kona sem stigið hafði inn á svið valdsins, sem fram að því hafði nær algjörlega verið einokað af karlmönnum, skapaði henni af- gerandi sérstöðu. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræð- islegum kosningum. Íslendingar brutu því blað í stjórnmálasögunni með kjöri hennar. Kjör Vigdísar er eitt af stærstu skrefunum sem tekin hafa verið í jafnréttisbaráttu kynjanna hér á landi og áhrifa þess gætti víða um heiminn. Nú eru tuttugu og fimm ár liðin frá því Vigdís var kosin forseti í júní 1980. Þá voru liðin fimm ár frá Kvennaári Samein- uðu þjóðanna, vakningarárinu mikla 1975, þegar kvennasamstaðan reis hæst hér á landi með kvennafríinu 24. október. Þá lögðu 25–30 þúsund konur niður störf, inn- an heimilis sem utan, og mættu á fjöl- mennasta útifund Íslandssögunnar á Lækjatorgi. Hvorugur þessara atburða mun gleymast þeim sem þá lifðu, þeir eru að auki nátengdir og beggja verður minnst á þessu margfalda afmælisári. Kyndilberar Á ráðstefnunni Samræður menningar- heima verður í einni málstofu reynt að leggja mat á forsetatíð Vigdísar (1980– 1996) og þýðingu hennar fyrir land og þjóð sem og fyrir kvenþjóðina. Það vekur athygli að Mary Robinson, sem kosin var forseti Írlands tíu árum síðar en Vigdís og gegndi því embætti 1990–1997, er meðal aðalfyrirlesara á sjálfan afmælisdaginn. Það er vafalaust að kjör og störf Vigdísar hafi átt þátt í að greiða götu Mary Rob- inson í embætti forseta á Írlandi. Þó voru fleiri fordæmi um konur á valdastóli á þessum tíma, því Margaret Thatcher varð forsætisráðherra í Englandi 1979 og Gro Harlem Brundtland í Noregi fyrst 1981. Þessar fjórar konur voru og eru í senn af- sprengi og kyndilberar alþjóðlegrar kvennabaráttu síðasta aldarfjórðungs 20. aldar. Konur til valda Vigdís Finnbogadóttir er í merkilegum en fámennum félagsskap lýðræðislega kjörinna þjóðarleiðtoga af kvenkyni. For- dæmi hennar og framganga er mikil hvatning til kvenna um að láta til sín taka á hvaða vettvangi sem er. Kjör hennar er til vitnis um mikla bjartsýni og breiða samstöðu jafnréttissinnaðra íslenskra kvenna og karla á átakatíma. Við vitum að þar sem staða kvenna breytist til batnaðar vænkast einnig hagur barna. Það er því af- ar mikilvægt fyrir framtíðarþjóðfélagið að konum haldi áfram að fjölga í áhrifa- og valdastöðum. Konur á Íslandi hafa orðið sér úti um menntun og hæfni á flestum sviðum til jafns við karla. Það sem vantar eru völd. Ávöxtum arfinn frá Vigdísi. Kjós- um konur til valda. Vigdís og jafnréttið Eftir Steinunni Jóhannesdóttur Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.