Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ingibjörg Dan-íelsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 18.
október 1924. Hún
lést á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði 8.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Daníel Guð-
bjartur Guðmunds-
son, f. 23. sept. 1887,
d. 23. sept. 1954, og
Ingibjörg Jónsdótt-
ir, f. 1. sept. 1889, d.
20. feb. 1975. Hálf-
systur Ingibjargar
voru Jóhanna, Hall-
dóra Guðrún, Ragnhildur og
Hulda Aðalbjörg. Eftirlifandi
hálfbróðir Ingibjargar er Brynj-
ólfur Valgeir og fóstursystir
Edda.
Eiginmaður Ingibjargar var
Adólf Jóhannes Sigurðsson, f. 23.
nóv. 1918, d. 29. júní 1972. Þau
gengu í hjónaband 3. júní 1944.
Börn Ingibjargar og Adólfs eru
a) Sigurður Sævar Adólfsson, f.
12. apríl 1945, maki Hólmfríður
Birna Kjartansdóttir, börn
þeirra eru: Kjartan,
Ingibjörg og Sindri.
b) Pálmi Elfar
Adólfsson f. 12. feb.
1950, maki Arnfríð-
ur Ingibjörg Ing-
ólfsdóttir, börn
þeirra eru: Þröstur,
Adólf og Ingólfur. c)
Auður Adólfsdóttir,
f. 4. júlí 1952, maki
Jón Sigurðsson, d.
28. des. 1987, sam-
býlismaður Ás-
mundur Ólafsson,
börn Auðar og Jóns
eru: Fjóla Björk,
Adólf og óskírður drengur lát-
inn. d) Smári Adólfsson, f. 3. júlí
1955, maki Elín Bjarnadóttir,
börn þeirra: Hrönn, Daníel Ingi
og Jón Bjarni. e) Guðlaugur
Adólfsson, f. 30. mars 1960, maki
Björk Hreinsdóttir, börn þeirra:
Hilmar, Viktor, Arna og Hreinn.
Barnabarnabörn Ingibjargar eru
ellefu talsins.
Útför Ingibjargar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Elsku amma mín. Núna ertu farin í
ferðalagið sem bíður víst okkar allra
og alveg er ég viss um að á móti þér
hafi tekið stór hópur ættingja og
vina. Þar hefur afi, þinn elskandi eig-
inmaður, verið fremstur í flokki. Það
er gott að vita að nú ertu laus við öll
þín veikindi og loksins frjáls eins og
fuglinn fljúgandi. En amma mín,
þrátt fyrir háan aldur og mikil veik-
indi þá er söknuðurinn óbærilegur
þar sem þú varst svo mikill hluti af
mínu lífi og sú yndislegasta mann-
eskja sem til var.
Það var alveg sama hvað manni lá
á hjarta, alltaf varstu til staðar til að
hlusta. Þú hafðir líka sjálf frá miklu
að segja og fræddir mann óspart um
allt milli himins og jarðar. Frásagnir
þínar úr þinni bernsku voru þannig
að maður lifði sig inn í þær. Þar kom
fram hvað þú varst ófeimin, söngst og
trallaðir uppi á stól fyrir hvern þann
sem vildi hlusta. Það kom því
snemma í ljós þín mikla lífsgleði sem
var þitt aðalsmerki alla tíð.
Svo kynntistu ástinni þinni, afa
Adda, fluttist í Fjörðinn og bjóst þar
til æviloka. Þú varst húsmóðir og
móðir af guðs náð. Margar sögurnar
sagðar af Hellisgötunni með fjóra
fjöruga og yndislega drengi og prins-
essuna hana mömmu. Gestagangur
mikill eins og hefur verið alla tíð og
móttökur þínar innilegar, enda allt til
loka varstu umvafin ást og um-
hyggju. Svo komu tengdabörnin og
barnabörnin og yndislegri ömmu var
ekki hægt að eignast. Blíða og kær-
leikur þinn var þannig að barnabörn-
in upplifðu sig sem þín hjartabörn,
hvert á sinn hátt í þínum huga.
Eftir að þú misstir afa, sem lést
langt um aldur fram, fórstu að vinna
utan heimilisins. Það var ekki að
spyrja að þeim dugnaði og bjartsýni
sem einkenndi þau störf. Þú varst
dugleg að njóta lífsins og ferðaðist
mikið á meðan heilsan leyfði. Alltaf
var það þannig að þegar þú komst er-
lendis frá átti hvert barnabarn sinn
poka sem var fullur af gjöfum. Þann-
ig varstu alltaf að hugsa um aðra
fyrst og fremst. Þú áttir einnig góðar
stundir í sumarbústaðnum á Þing-
völlum með Jóni heitnum, vini þínum.
Mínar fyrstu minningar um þig
tengjast Hellisgötunni, þú, elsku
amma, standandi inni í eldhúsi að
baka og elda. Ég var þar að suða um
að fá að sofa hjá þér, sem alltaf var
velkomið, og ég, þú og mamma eitt-
hvað að brasa saman. Oft passaðir þú
mig og síðar okkur systkinin og það
voru góðar stundir. Það er mér líka
minnisstætt hvað þú varst pabba
miklu meira en tengdamamma. Þið
sýnduð það vel á ykkar hátt, þú með
þinn hlýja faðm og opna heimili og
pabbi sem sótti mikið til þín. Það kom
því ekki á óvart við fráfall pabba, hve
vel þú reyndist okkur fjölskyldunni.
Það átti vel við þegar þú fylltir skarð
pabba á brúðkaupsdaginn okkar
Inga. Þar varstu við háborðið við hlið
mömmu svo falleg og yndisleg. Þar
tókstu að þér hlutverk pabba þótt
hann hafi verið með okkur á sinn
hátt.
Okkar samband var sterkt og mikil
samskipti alla tíð. Eftir að ég fluttist
til Vestmannaeyja töluðum við nán-
ast daglega saman og voru það oft og
iðulega löng og skemmtileg samtöl,
því við gátum nú talað báðar tvær.
Þegar ég kom svo á heimaslóðirnar
var það iðulega eitt af mínum fyrstu
verkum að heimsækja þig. Þar var
alltaf eins og á brautarstöð, fjölskyld-
an að koma og fara enda öll dugleg að
heimsækja þig. Heimili þitt var öllum
alltaf opið og innilega velkomin, enda
varstu amma út í gegn sem gaf sér
allan þann tíma sem til þurfti.
Þú varst mikil kærleikskona og
það bar heimili þitt vitni um og sér-
staklega um jól. Allt skreytt hátt og
lágt og mikil tilhlökkun að koma til
þín og sjá alla dýrðina. Ekki má
gleyma jóla- og afmælispökkum sem
þú skreyttir á þinn einstaka máta. Já,
það var enginn sem gleymdist hjá þér
á þessum dögum og allir þurftu að fá
gjafir og hlýjar kveðjur.
Þú tókst mikinn þátt í lífi minna
barna og voru þau ásamt öðrum
barnabarnabörnum þér miklir gull-
molar. Samband þitt við Jonna og
Evu Lind var sérstakt og er sökn-
uður þeirra mikill. Einnig ræddum
við mikið um barnið sem mun fæðast
í sumar og því mun ég segja allt um
þig, elsku amma mín. Það var mér
mikilvægt að fá að vera hjá þér ásamt
mömmu þinn síðasta spöl í þessu lífi.
Ég veit það einnig að það var ekki
síst mikilvægt fyrir mömmu sem
hafði verið þér svo góð og hjálpsöm
alla tíð og sérstaklega í þínum veik-
indum. Missir hennar er mikill og
ekki síst að með þér fór hennar mesta
vinkona.
Amma mín, þú varst það yndisleg-
asta, falleg að innan sem utan. Ég
elska þig. Þú ert mín fyrirmynd í líf-
inu. Ég sleppi takinu nú þar sem ég
veit að þrautir þínar eru á enda.
Þangað til við hittumst síðar, ástar-
og saknaðarkveðjur.
Þín
Fjóla Björk.
Í dag verður Inga amma borin til
grafar. Það er einkennileg tilhugsun,
full saknaðar og trega. Amma var
einstaklega hlý og gefandi kona og
aldrei sagði hún styggðarorð eða
hallmælti neinum. Allir sem hana
þekktu eiga um hana hlýjar og fal-
legar minningar. Ég man þegar ég
var u.þ.b. tíu ára og til tals kom að
hún flytti af Hellisgötunni. Þá gekk
ég hús úr húsi spyrjandi nágrannana
mína hvort þeir vildu ekki selja
ömmu íbúðina sína og að lokum hafði
ég erindi sem erfiði. Eftir það varð
ekki aftur snúið fyrir hana, nú var
hún orðin nágranni minn líka. Henn-
ar heimili var mitt annað eftir þetta
og þangað sótti ég mikið og ósjaldan
á matartímum ef mér líkaði ekki það
sem heima var því amma lumaði allt-
af á einhverju góðgæti. Ótal minn-
ingar og þær skemmtilegustu með
ömmu eru tengdar því þegar ég sat
hjá henni kannski tímunum saman og
hlustaði á sögur. Hún var ótæmandi
brunnur skemmtilegra sagna, hafði
gaman af og kunni að segja frá.
Hjá Ingu ömmu voru aðalstöðvar
fjölskyldunnar og þangað þótti öllum
gott að koma enda allir velkomnir og
yngra fólkið sótti þangað sérstaklega
því ömmu- og langömmubörnin
fengu þar félagsskap sem aðeins
Inga amma gat veitt.
Síðustu árin gekk amma í gegnum
mikil veikindi og hún fann að enda-
lokin nálguðust. Nú er amma lögð af
stað í lokaferðina sem hún var farin
að þrá.
Elsku amma, þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an, minningin um þig lifir. Og ég veit
að þegar á áfangastað verður komið
verður vel tekið á móti þér.
Kveðja.
Ingibjörg.
Ég veit ekki um eina manneskju
sem dýrkaði ekki ömmu Ingu. Hún
var þessi týpa sem öllum líkaði við.
Þegar ég var yngri var ég alltaf hjá
henni og var hún ein af mínum bestu
vinkonum. Við gerðum svaka mikið
saman og vorum alltaf að taka strætó
inn í Reykjavík til að gefa öndunum
brauð. Eitt skiptið endaði með því að
það var svanur sem var næstum búin
að bíta mig. Þetta er góð minning og
fannst ömmu mjög gaman að minn-
ast á þetta. Þó hún hafi verið veik
þessa síðustu mánuði, reyndi hún
alltaf að vera eins hress og vanalega
en ég sá að hún var þreytt.
Amma hafði alltaf eitthvað
skemmtilegt að segja. Ég fékk alltaf
að heyra nýjustu fréttirnar um fjöl-
skylduna í gegnum hana. Amma var
þessi amma sem varð að vita að börn-
in hennar og barnabörn væru örugg-
lega södd. Ég man einu sinni þegar
ég var að fara keppa á fótboltamóti
og gisti hjá henni nóttina á undan.
Um morguninn bjó amma út nesti
handa mér og auðvitað bjóst ég bara
við kannski samloku og nokkrum
ávöxtum en ömmu fannst það ekki
nóg og endaði það þannig að ég kom á
mótið með tvö stútfull ísbox af mat og
man ég það að ég varð ekki svöng á
þessu móti og það gladdi ömmu.
Amma var líka alltaf með nammi-
skál á borðinu og kom hún oft að mér
þegar ég var búin með allt nammið og
bætti hún bara í skálina, henni fannst
mjög gaman að bjóða upp á nammi en
hún mátti ekki borða það.
Þegar ég var átta ára samdi ég ljóð
um ömmur og nammið þeirra og var
það frekar fyndið.
Allt sem amma gerði var beint frá
hjartanu, allavega það sem ég veit
um. Amma hjálpaði mér í gegnum
margt því hún vissi alltaf hvað átti að
segja. Þegar hún gaf mér gjöf, sama
hvað það var, var það alltaf besta
gjöfin því þetta var gjöfin frá ömmu
Ingu.
Ég veit að guð tekur vel á móti
henni og að hún mun fylgja mér til ei-
lífðar.
Arna Guðlaugsdóttir.
Elsku langa. Okkur þykir svo vænt
um þig og söknum þín mikið.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Ástarkveðjur.
Jón og Eva Lind.
Elsku Inga Dan. Nú er þrauta-
ganga þín á enda og þú farin til horf-
inna ástvina þinna. Þú tókst á við
veikindi þín eins og þér einni var lag-
ið, með jákvæðum hætti og alltaf
ákveðin í því að komast aftur á þitt
kæra heimili. Þrátt fyrir að erfitt hafi
verið fyrir þig og alla þína ástvini að
kveðja er ég viss um að þetta hafi
verið þinn vilji úr því sem komið var.
Ég minnist ætíð eftirminnilegra
samverustunda með þér frá því ég
kynntist henni Fjólu þinni. Þú varst
einstök manneskja sem sást best á
því hvað ungviðið sótti mikið til þín
og þú átt stóran sess í hjarta þeirra.
Heimilið þitt stóð ætíð öllum opið og
þá var rætt um heima og geima og þú
inni í öllum málum. Það er mér mik-
ilvægt að hafa fengið þig, sjálfan KR-
inginn, hingað til Eyja við brúðkaup
okkar Fjólu. Þar fékk mitt fólk að
kynnast þér, þessari eðalmanneskju,
og þú sást Eyjarnar skarta sínu feg-
ursta.
Við söknum þín öll en minningarn-
ar um þig munu ylja okkur um aldur
og ævi. Jonni og Eva Lind dáðu þig
og það var erfið stund að segja þeim
frá því að þú værir horfin á braut.
Ég votta öllum aðstandendum
mína dýpstu samúð vegna fráfalls
konu sem átti sér fáa líka.
Ég kveð þig, Inga. Far þú í friði
með orðinu sem ég tengi alltaf við
þig, þú varst æðisgengin.
Ingi Sigurðsson.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningarnar mætar vakna,
svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta,
húmskuggi féll á brá,
lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta,
vinir þó falli frá.
Góðar minningar geyma,
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Ofangreint ljóð kom mér í hug er
ég frétti fráfall Ingibjargar Daníels-
dóttur. Ingibjörg var hálfsystir móð-
ur minnar, Jóhönnu Hjaltalín.
Það var ætíð mikill samgangur á
milli heimilanna og mikill kærleikur
með þeim systrum er þær báðar
lifðu. Inga frænka eins og ég ávallt
kallaði hana var mér mjög kær. Hún
var mjög ræðin, hlý kona og var
gædd mikilli frásagnargleði.
Það var mér mikils virði að hafa
náð að kveðja hana hinstu kveðju.
Ég votta nánustu aðstandendum
mína dýpstu samúð og bið Guð að
blessa þau í sorg sinni.
Valgerður Óladóttir.
Jæja, þá er komið að kveðjustund
hjá okkur vinkonunum. Við Inga,
eins og hún var alltaf kölluð, kynnt-
umst í gegnum manninn minn
nokkrum árum eftir að ég fluttist til
landsins frá Þýskalandi árið 1951.
Bjuggum við fyrstu árin hlið við hlið
og var mikill samgangur á milli okk-
ar, og sá vinskapur sem myndaðist
hefur haldist í hartnær 50 ár.
Inga var skemmtilegur félagi og
gott að vinna með henni, en við unn-
um á Hrafnistu í Hafnarfirði í 16 ár.
Alltaf var hún kát og gat hlegið að
öllu. Frásagnir hennar af hinum
ýmsu málefnum og fólki var alveg
unun að hlusta á, því hún sagði svo
skemmtilega frá og var mikið hlegið.
Mörg ferðalög sem farin voru með
slysavarnadeildinni Hraunprýði í
Hafnarfirði eru ógleymanleg með
Ingu innanborðs.
Ég kveð hér með mína ástkæru
vinkonu og sendi ég og mín fjöl-
skylda innilegustu samúðarkveðjur
til Auðar, Sigga, Pálma, Smára,
Gulla og annarra ættingja.
Ingibjörg Pálsdóttir
(Inga þýska).
Í dag er til moldar borin Ingibjörg
Daníelsdóttir, kona sem ég var svo
lánsamur að kynnast ungur að árum,
eða eftir að vinskapur tókst með
okkur Gulla, yngsta syni hennar. Við
vorum þá í Víðistaðaskóla um það bil
að komast á gelgjuskeiðið og ekki
alltaf til friðs. Við vorum oft heima
hjá Ingu á Hellisgötunni og ég fann
það á viðmóti hennar að þangað var
ég velkominn. Það var alltaf jafn vin-
sælt að þiggja kakó og brauð í eld-
húsinu hjá Ingu á þessum árum, ekki
síst eftir sundferðir okkar strák-
anna. Þessu var eins farið eftir að
Inga flutti upp á Flatahraun, við
strákanir eitthvað að gera, tefla inni
í herbergi, úti í fótbolta, eltast við
stelpur, eða gera eitthvað annað sem
ekki er hægt að setja á prent. Þá var
líka notalegt að koma í eldhúsið til
Ingu og fá eitthvað í svanginn. Inga
missti eiginmann sinn, Adolf Sig-
urðsson, langt fyrir aldur fram og
Gulli var þá aðeins tólf ára. Samband
Ingu og Gulla var alla tíð mjög náið
og þótt ég hafi ekki hitt Ingu eins oft
og á mínum yngri árum frétti ég
reglulega af henni í gegnum soninn.
Og stundum gáfum við okkur tíma til
að heimsækja hana saman þegar ég
var staddur í gamla heimabænum,
nú síðast fyrr í vetur. Inga hafði átt
við erfið veikindi að stríða í langan
tíma er hún lést en nú hefur hún
fengið hvíldina. Það verður tekið vel
á móti henni á nýjum stað.
Siggi, Pálmi, Auður, Smári, Gulli
og fjölskyldur, missir ykkar er mik-
ill, megi góður Guð styrkja ykkur í
sorginni. Blessuð sé minning Ingu
Dan.
Kristján Kristjánsson.
INGIBJÖRG
DANÍELSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið
í fliparöndinni – þá birtist valkostur-
inn „Senda inn minningar/afmæli“
ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count). Ekki
er unnt að senda lengri grein. Hægt
er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsing-
ar um hvar og hvenær sá, sem fjallað
er um, fæddist, hvar og hvenær hann
lést, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan útförin
fer fram og klukkan hvað athöfnin
hefst. Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargreinun-
um.
Undirskrift Minningargreinahöfund-
ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is