Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GuðmundurHreinn Árnason
fæddist á Akureyri
23. desember 1943.
Hann varð bráð-
kvaddur að kveldi 6.
apríl síðastliðins.
Foreldrar hans voru
hjónin Árni Jóhann-
esson vélstjóri á Ak-
ureyri, f. 1894, d.
1958, og Elísabet
Sumarrós Jakobs-
dóttir húsfreyja, f.
1912, d. 1992. Systk-
ini Guðmundar eru
Gunnar, f. 1938,
Björgvin, f. 1939, d. 1960, Guð-
laug, f. 1946, Anna
Bryndís, f. 1947,
Jakob, f. 1949, og
Edda Skagfjörð, f.
1952.
Guðmundur
kvæntist 28. maí
1967 Sigríði Krist-
jönu Kristjánsdótt-
ur, f. í Reykjavík 1.
febrúar 1945. Synir
þeirra eru Björgvin,
f. 1963, og Víðir, f.
1973.
Guðmundur verð-
ur jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn, mig hefði aldrei
grunað að þetta mundi bera svona
brátt að, sérstaklega eftir að þú
stóðst upp úr þeim veikindum sem
hrjáðu þig fyrir nokkrum árum.
Enda sagðistu þá ætla að verða allra
karla elstur, en margt fer öðruvísi en
ætlað er og skyndilega án nokkurs
fyrirvara ertu tekinn frá okkur og
eftir stöndum við orðlaus og dofin.
Þó veit ég að þú hefðir viljað fara
svona, því að eitt vildirðu alls ekki og
það var að þurfa að liggja inni á spít-
ala eða öðrum stofnunum.
Pabbi fæddist á Akureyri hinn 23.
desember 1943 og urðu þau alls sjö
systkinin, þannig að oft hefur verið
mikill hamagangur og líf í tuskunum
þegar þessi hópur var að að alast
upp. Snemma fóru þeir bræður til
sjós, til þess að létta undir með heim-
ilinu, enda allt annað en auðvelt fyrir
móður þeirra að standa ein uppi með
hópinn eftir að faðir þeirra missti
heilsu. Ég er mikið búin að spyrja
sjálfan mig; af hverju þú? og af
hverju núna? en svörin láta á sér
standa. Þú hnippir kannski í þann
sem öllu ræður og varar hann við því
að í framtíðinni gæti hann þurft að
standa fyrir svörum og svara mér
þegar við sameinumst á ný.
Mikið er ég feginn pabbi að þið
mamma náðuð að eiga þennan tíma
úti á Kýpur og ég á eftir að skoða all-
ar myndirnar í rólegheitum, þegar
ég set þær inn á tölvuna fyrir
mömmu, svo að hún geti skoðað þær
og minnst þessarar ferðar sem þið
voruð svo ánægð með. Þegar við töl-
uðum saman í síma meðan þið voruð
úti, þá heyrði ég hvað var gaman og
þið voruð strax farin að tala um
næstu ferð.
Þegar ég læt hugann reika og
geng niður minningabrautina koma
svo ótalmargar minningar upp í
huga mér. Til dæmis að bíða eftir að
þú kæmir heim af sjónum og ég tala
nú ekki um þegar ég fékk að fara
með þér á sjó. Það gerðist oftar en
einu sinni að ég sagðist aldrei ætla að
gera það aftur, sérstaklega fyrstu
dagana, enda hrjáði mig sjóveiki sem
þú svo reyndar læknaðir mig af
seinna meir.
Engan hef ég þekkt sem er eins
vel lesinn og þú og ég efast stórlega
um að ég eigi eftir að hitta einhvern í
framtíðinni sem var svona vel að sér
um alla skapaða hluti. Einhver okkar
besti tími var þegar þú komst alkom-
inn í land og við sameinuðumst í öðru
áhugamáli, sem er söngurinn. Þessi
ár sem við erum búnir að starfa sam-
an í Karlakór Keflavíkur verða mér
alla tíð ógleymanleg og sérstaklega
hjartfólgin enda var söngur alla tíð
ein af ástríðum þínum. Það var þér
mikið kappsmál að menn færu rétt
með texta, og við bræður eigum eftir
að búa að því alla tíð. Allar ferðirnar
sem við fórum verða mér ógleyman-
legar og öll samtölin okkar, því að þú
varst ekki bara pabbi minn heldur
varstu svo mikill vinur minn. Þú
sagðir oft við mig: „Hver sem þín
ákvörðun verður, þá stend ég við
bakið á þér,“ og það gerðirðu sko
óhikað.
Fyrir okkur öll eru gríðarlegar
breytingar framundan, sérstaklega
að geta ekki tekið upp símann og
hringt, minnugur þess að þeir voru
ekki margir dagarnir sem við töluð-
um ekki saman. Við urðum að heyra
hvor í öðrum daglega. Þó að ekkert
sérstakt væri að var dagurinn ekki
liðinn fyrr en við töluðum saman.
Það er erfitt fyrir mig að geta ekki
tekið upp símann og hringt og heyrt
þig segja „sæll vinur minn“.
Þú varst alla tíð stoltur af okkur
sonum þínum og ennfremur varstu
líka alveg óhræddur við að láta okk-
ur vita af því ef það var eitthvað sem
þér mislíkaði. Allir vissu hvar þeir
höfðu þig, einn af þínum höfuðkost-
um var hversu hreinn og beinn þú
varst og ert. Mamma kveður nú í bili
lífsförunaut til yfir fjörutíu ára og við
synir hennar, tengdadætur og
barnabörn munum slá skjaldborg
um hana og styðja hvert annað á
þessari stundu, sem og í framtíðinni.
Við höfðum oft rætt það að það væri
ekki til neitt sem héti hinsta kveðja.
Ég ætla því að leyfa mér að halda
áfram að vera fullviss um að við hitt-
umst aftur, þegar okkar tími kemur
að snúa heim eins og stundum er
sagt.
Elsku pabbi minn, mig langar að
láta hér fylgja með nokkrar ljóðlínur
úr Sigling inn Eyjafjörð eftir Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi, einn af
þínum uppáhaldshöfundum.
Loks eftir langan dag
lít ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
Ennþá á óskastund,
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
Verja hinn vígða reit
varðtröllin klettablá,
máttug og mikilleit,
Múlinn og Gjögratá.
Hljóti um breiða byggð
blessun og þakkargjörð
allir, sem tröllatryggð
taka við Eyjafjörð.
Ástum og eldi skírð
óskalönd birtast mér.
Hvílíka drottins dýrð
dauðlegur maður sér!
Allt ber hér sama svip;
söm er hin gamla jörð.
Hægara skaltu, skip,
skríða inn Eyjafjörð.
Áfram – og alltaf heim,
inn gegnum sundin blá.
Guðirnir gefa þeim
gleði, sem landið sjá.
Loks eftir langan dag
leit ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli eg inn Eyjafjörð.
Guð geymi þig, elsku pabbi minn.
Þinn sonur
Víðir.
Guðmundur Hreinn Árnason skip-
stjóri, stýrimaður, síðustu árin
starfsmaður Hitaveitu Suðurnesja,
ávallt kallaður Bassi. Nú skyndilega
horfinn okkur. Þótt dauðinn sé það
eina sem við getum verið viss um að
muni sækja okkur erum við aldrei
undir hann búin. Fyrst verður blossi
í huga manns við slíka frétt, þá kem-
ur söknuður, en í dag þótt skammt sé
liðið fyllist maður gleði yfir því láni
sem maður getur fagnað að hafa ver-
ið samferðamaður og svili Bassa
stóran hluta lífsleiðarinnar. Nú þeg-
ar rifjaðar eru upp endurminningar
þess liðna finnur maður hvað Bassi
hefur haft mannbætandi áhrif á
mann og kemur oft upp í huga mans
orðatiltæki og skoðanir hans þegar
verið er að kljást við viðfangsefni því
tengd. Oft þegar við vorum einhvers-
staðar saman gaf hann manni merki
með handar- eða höfuðhreyfingu og
þurfti ekki meira, því þá heyrði mað-
ur í huganum hvað hann átti við. Eitt
orðatiltækja Bassa var, þetta er bara
hégómi, þá átti hann við að hér væri
viðfangsefni sem menn leysa. Þetta
orðatiltæki heyrði ég úr huga hans
korteri áður en yfir lauk, þá var hann
á sjúkrabörum á leið inní sjúkrabíl-
inn, hann lyfti hægri hendinni og gaf
mér handarhreyfingu sem vakti
þetta orðatiltæki upp í huga mínum.
Fyrir fjórum árum fer Bassi í
kviðaðgerð sem ætti ekki að vera í
frásögur færandi, en fyrir mistök
upplifir hann og fjölskyldan kval-
ræðistímabil og eftir 7 vikur í dái er
svo komið að honum er vart hugað
líf. Við aðstæður sem þessar eru
flestir undir það versta búnir og
spurning farin að vakna um hvort
ekki sé best fyrir alla að hann fái að
fara, en fyrir styrk hans og eitthvert
óskiljanlegt kraftaverk kom Bassi til
baka. Þessi afturkoma var ánægju-
leg og vakti vonir okkar um að Bassi
yrði elstur okkar allra, en sjálfsagt
hefur hann notað mikinn hluta þeirr-
ar orku sem okkur er ásköpuð í þessi
átök og hann náði sér aldrei að fullu
eftir þetta þótt hann hafi ekki borið
það með sér.
Ég tengdist Bassa mikið vegna
óvenju trausts sambands systranna
Sigríðar (Sísí) og Guðnýar. Þær hafa
stutt hvora aðra í súru og sætu í
þessu lífi og oftar en ekki búið í ná-
vist hvor annarrar.
Bassi var eins og aðrir á hans aldri
farinn að skipuleggja eftirlaunaárin
og oft er það með tilhlökkun í huga
að geta snúið sér að hugðarefnum
sínum og gert allt sem mann langar
til. Fyrir ótímabæran viðskilnað
verður lítið úr slíkum væntingum, en
það er þó ekki svo að Bassi hafi ekki
notið jarðvistar, hann hefur átt góð-
ar stundir með ástvinum og kunn-
ingjum, síðasta ljúfa upplifun þeirra
hjóna var tveggja vikna ferð til Kýp-
ur með kunningjahjónum og eru það
vissulega þessar góðu minningar
sem við varðveitum í huga okkar.
Þegar brotnar bylgjan þunga,
brimið heyrist yfir fjöll,
þegar hendir sorg við sjóinn,
syrgir, tregar þjóðin öll,
vertu ljós og leiðarstjarna,
lægðu storm og boðaföll,
líknargjafinn þjáðra þjóða,
þegar lokast sundin öll.
(Jón Magnússon.)
Sísí og fjölskyldu færum við
Guðný dýpstu samúð og guð veri
með ykkur öllum.
Einar Guðberg Gunnarsson.
Kallið kemur, þeir er eftir standa
eru agndofa. Mikilvægt hlutverk
hefur beðið Bassa, eflaust eitthvað
tengt söng enda söngur hans líf og
yndi. Við munum ekki eftir Bassa
nema syngjandi eða sönglandi. Í
hvert sinn er við komum inn á heimili
hans var Bassi syngjandi og hlæj-
andi. Siggi er búinn að þekkja Bassa
alla sína ævi, hann ólst upp með þeim
hjónum enda hafa þær systur Sísí og
Guðný alltaf verið nánar. Bassi og
Sísi hafa alltaf verið mikilvægur
hluti af fjölskyldu okkar, alltaf komið
í afmæli og aðra merkisviðurði. Ein-
hvern veginn er ekki hægt að tala
um annað þeirra hjóna nema tala um
hitt líka, þau voru svo samhent hjón.
Þegar hugsað er til baka koma
sérstaklega upp í hugann nokkrir
dagar er við áttum með þeim hjónum
fyrir nokkrum árum, þau komu til
okkar í sumarbústað í Húsafelli.
Mikið var gert á þessum nokkrum
dögum, víða keyrt um sveitir Borg-
arfjarðar og Snæfellsnesið. Þessir
dagar búa enn í hjarta okkar. Einnig
hefur verið ómissandi undanfarin ár
að fá þau hjón til okkar á Þorláks-
messu í skötuna, við sögðum alltaf að
það væri afmælisveislan hans Bassa,
enda hefur hann komið til okkar
þann dag í mörg ár að undanskildu
einu skipti, þegar hann varð sextug-
ur, en þá fórum við bara með sköt-
una til hans.
Elsku Bassi, þakka þér fyrir
hlýjuna er þú hefur veitt okkur í
gegnum árin.
Elsku Sísi, þú átt minningu um
hlýjan og góðan mann er mun fylgja
þér um ókomna tíð. Kæru Björgvin
og Víðir og fjölskyldur, þið eigið
minningu um góðan föður. Megi Guð
styrkja ykkur og fylgja á komandi
dögum og mánuðum.
Sigurður Geirfinnsson,
Hrefna Höskuldsdóttir.
Ég er harmi slegin yfir því að þú
skulir svo skyndilega vera farinn,
elsku Bassi. Ég trúði bara ekki frétt-
unum þegar pabbi hringdi og sagði
mér að þú hefðir látist í sjúkrabíl á
leiðinni á Landspítalann.
Þú og Sísí hafið alltaf reynst mér
svo vel og það er alltaf gott að koma í
heimsókn til ykkar.
Á miðvikudagskvöldið hvarflaði
hugur minn að því hversu þakklát ég
er fyrir að þú varst viðstaddur tvo
mjög mikilvæga daga í lífi mínu og
minnar fjölskyldu nýverið. Þegar við
Ívar giftum okkur og þegar sonur
okkar Finnur Guðberg var skírður.
Þú varst sérstaklega góður maður
Bassi, víðlesinn og hafðir mikla
sönghæfileika. Ég hafði mjög gaman
af því að hlusta á þig syngja hvort
sem þú varst einn, með Karlakór
Keflavíkur eða með sonum þínum
Bóbó og Víði. Ég fékk mjög mörg
tækifæri til að hlusta á ykkur feðg-
ana á uppvaxtarárunum þegar við
bjuggum á Hólabrautinni. Þið niðri
og við fjölskyldan uppi. Mér fannst
alltaf svo gaman að skreppa niður í
heimsókn og fékk ávallt hlýjar og
góðar móttökur. Síðustu árin hef ég
ekki oft heyrt ykkur feðgana syngja
saman en ég man sérstaklega vel eft-
ir fertugsafmælinu hans Bóbó því ég
skemmti mér konunglega vel við að
hlusta á ykkur syngja og tralla. Það
er með ólíkindum hvað þið kunnið
mörg lög og hversu skemmtilega þið
flytjið þau.
Mér þykir ofsalega vænt um jóla-
kortin frá ykkur Sísí því síðustu árin
hefur þú ort ljóð og sett inn í kortið
til okkar. Þegar maður horfir til
baka þá finnst manni samverustund-
irnar hafa verið of fáar. Í ljóði þínu
sem þú ortir til okkar síðastliðin jól
komst þú þannig að orði:
Þó slakni á strengjum um stund
þeir styrkjast við næsta fund.
Svo má gefa sér tíma
til að slá létt á síma
það hressir, og léttir oss lund.
Elsku Sísí, Bóbó, Víðir og fjöl-
skyldur. Ég færi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur og bið Guð
um að styrkja ykkur í sorginni.
Anna Birgitta.
Kveðja frá Karlakór
Keflavíkur
Kæri félagi.
Dauðinn spyr hvorki um stund né
stað, hvorki um aðstæður né tíma.
Nú þegar vorið er á næsta leiti og
allt umhverfi okkar að vakna til lífs-
ins kallar hann þig án nokkurs fyr-
irvara.
Við félagarnir í Karlakór Kefla-
víkur höfum að venju búið okkur
undir hefðbundna vortónleika og
eigum eftir að njóta uppskerunnar af
starfi vetrarins.
Hvern hefði órað fyrir því að Bassi
yrði ekki með?
Bassi hafði yndi og ánægju af því
að starfa með kórnum og lagði á sig
ómælda vinnu í þágu hans. Nýliðar
kórsins nutu þess að Bassi var sér-
staklega natinn við að aðstoða þá
fyrstu skrefin.
Bassi hafði einstaklega gott við-
mót og átti því mjög auðvelt með að
laða fólk að sér. Í góðra vina hópi var
hann hrókur alls fagnaðar, spaug-
samur og glaðvær.
Við kórfélagar sjáum á bak ein-
stökum félaga og vini.
Hafðu einlæga þökk fyrir fé-
lagsskapinn og vináttuna. Aðstand-
endum sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fallinn er frá góður félagi og vin-
ur.
Mig setti hljóðan þegar Víðir
hringdi á miðvikudagskvöldið og
sagði að pabbi sinn hefði látist um
kvöldið.
„Heyrðu nú drengur, maður.“
Hvernig má slíkt vera, að maður í
fullu fjöri sé allt í einu hrifinn burt úr
þessum heimi langt um aldur fram?
Þetta eru því miður þau örlög sem
mannfólkið býr við. Það veit enginn
hvenær kallið kemur.
Bassa kynntumst við Signý ekki
fyrr en hann gekk til liðs við Karla-
kór Keflavíkur haustið 1995. Þar
kom réttur maður á réttan stað.
Bassi naut þess að vera í þeim fé-
lagsskap og eins var það mikill feng-
ur fyrir kórinn að fá hann. Söngelsk-
ari manni hef ég ekki kynnst. Það
var alltaf tækifæri til að taka lagið.
Bassi var alltaf viss um hvaða rödd
var best, en það var einmitt annar
tenór.
Gaman var að vera þar sem Bassi
var, því þar var alltaf söngur og gleði
í fyrirrúmi. Við í kórnum kölluðum
hann textavélina. Hann kunni alla
texta og vissi alltaf ef einhver kór
hefði verið með viðkomandi lög.
GUÐMUNDUR
HREINN ÁRNASON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug vegna and-
láts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur,
SIGRÚNAR ELÍSABETAR
ÁSGEIRSDÓTTUR,
Höfðavegi 7B,
Húsavík.
Ennfremur færum við öllu heilbrigðisstarfsfólki, sem hefur komið að
málum um árabil, þakkir og sérstaklega Óskari Þór Jóhannssyni, lækni á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi, fyrir ómetanlegan stuðning og samfylgd.
Theodór Árnason,
börn, tengdabörn,
barnabörn og systkini.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
SIGURJÓNS SÆMUNDSSONAR,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra-
húss Siglufjarðar fyrir frábæra umönnun og
bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir sýnda virðingu.
Stella Margrét Sigurjónsdóttir, Ingvar Jónasson,
Jón Sæmundur Sigurjónsson, Birgit Henriksen,
börn og barnabörn.