Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
ÆSKUVINKONURNAR og mat-
gæðingarnir Gunnhildur Gísladóttir,
iðjuþjálfi á Reykjalundi, og Sigríður
Tryggvadóttir margmiðlunarfræð-
ingur voru báðar í fæðingarorlofi
fyrir þremur árum þegar þær
ákváðu að ráðast í gerð mynd-
skreyttrar matreiðslubókar með
heimilislegum uppskriftum og inn-
kaupalistum fyrir vikuna.
Þær bjuggu til matseðla fyrir fjór-
ar vikur og fylgir hverri viku inn-
kaupalisti fyrir vikuna.
„Við vinkonurnar vorum að ræða
það einn daginn í fæðingarorlofinu
hvað við værum blankar og fórum að
upphugsa einhverjar sparnaðar-
leiðir. Við komumst að því að í hvert
skipti sem við fórum út í búð fylltum
við pokann fyrir marga þúsundkalla,
en ef við einskorðuðum okkur við
það að fara einu sinni í viku í heim-
ilisinnkaupin eyddum við minna.
Þetta var dálítið merkileg
uppgötvun auk þess sem við
þolum hvorugar að heyra
spurninguna: „Hvað á að
vera í matinn í kvöld?“ seg-
ir Gunnhildur í spjalli við
Daglegt líf.
Vikuleg
matarinnkaup
Til þess að forða sér
frá því að þurfa að svara
spurningum á borð við
þessa greip hún til þess
ráðs að útbúa matarlista fyrir hvern
dag vikunnar á sínu heimili svo að
fjölskyldumeðlimirnir gætu einfald-
lega lesið sér til um matseðilinn
hverju sinni. Matseðlarnir söfnuðust
upp þegar frá leið og hefur Gunn-
hildur nú komið sér upp 36 vikna
matseðlum og aftan á hverjum seðli
er að finna innkaupalista fyrir við-
komandi viku. „Við hjónin förum
einu sinni í viku í Bónus og vitum þá
nákvæmlega hvað við þurfum að
kaupa inn.
Í stað þess að þurfa að velta inn-
kaupunum fyrir mér og skrifa niður
innkaupalista fyrir hverja versl-
unarferð er allt klappað og klárt og
hef ég komist að því að góð skipu-
lagning getur sparað mikla peninga,
en nærri lætur að ég eyði um 45 þús-
und krónum á mánuði í mat og
hreinlætisvörur,“ segir Gunnhildur,
sem rekur fimm manna heimili og
stundum sex.
Sigríður hafði tileinkað sér svip-
aðar aðferðir við matarinnkaupin, en
hún rekur fjögurra manna fjöl-
skyldu.
Eiginmennirnir kátir
Þar sem þær stöllur hafa líka haft
þann sið nokkuð lengi að búa sjálfar
til jólagjafir til vina og fjölskyldu
brugðu þær á það ráð að búa til mat-
reiðslubækur með vikuáætlunum og
innkaupalistum svo aðrir gætu til-
einkað sér sparnaðarleiðir og skipu-
lagningu vinkvennanna.
„Matreiðslubókin geymir 28 upp-
skriftir að fjölbreyttum og heim-
ilislegum mat, allt frá súpum og
pastaréttum upp í fisk- og kjötrétti.
Þetta uppátæki okkar féll alveg
rosalega vel í kramið hjá ættingj-
unum og það er meira að segja farið
að rukka okkur um annað bindi. Það
varð að vonum talsverð vinna í
kringum þetta stúss okkar og þurft-
um við að prufukeyra uppskriftirnar
áður en við lögðum blessun okkar yf-
ir réttina. Við vinkonurnar vorum
því í mikilli tilraunastarfsemi í eld-
húsunum okkar fyrir þessi jól, ýmist
hvor í sínu lagi eða saman, og urðu
eiginmenn okkar mjög kátir með
allan þennan myndarskap
enda var alltaf verið
að prófa eitthvað
nýtt. Allar
leiðbein-
ingar við
matseldina eru
tíundaðar ná-
kvæmlega í upp-
skriftabókinni svo
að sá í fjölskyldunni
sem fyrstur kemur
heim getur bara byrj-
að á eldamennskunni.
Það þarf því ekkert endilega að sitja
og bíða eftir að mamman skili sér
heim úr vinnu í tæka tíð fyrir mat-
seldina.“
Daglegt líf falaðist eftir þremur
uppskriftum úr fínu matreiðslubók-
inni og urðu þær stöllur að sjálf-
sögðu við þeirri bón. Fyrir valinu
urðu gulrótarsúpa, ýsuflök með epl-
um og gulrótum og ofnbakað læri
með hvítlaukskartöflum og sælgæt-
issalati. Uppskriftirnar eru fyrir
fjóra til sex.
Gulrótarsúpa
1 kg rifnar gulrætur
2 hakkaðir laukar
1 tsk karrí
1 msk matarolía
1 grænmetisteningur
1 lítri heitt vatn
110 g piparostur
½ tsk salt
Snöggsteikið gulrætur og lauka í
olíunni, bætið karríi saman við.
Leysið grænmetisteninginn upp í
vtninu, hellið yfir grænmetið og salt-
ið. Látið krauma í 20 mínútur. Bætið
ostinum saman við og bræðið án
þess að súpan sjóði.
Ýsuflök með eplum
og gulrótum
3 meðalstór ýsuflök
1 msk matarolía til steikingar
1 msk sítrónusafi
1 tsk salt
1½ tsk gult aromat
4–6 gulrætur, skornar í sneiðar
1 rautt epli, skorið í bita
500 g kartöflur
½ haus blaðsalat, hreinsað
og skorið
5 tómatar, hreinsaðir og
skornir í bita
Flakið og beinhreinsið fiskinn.
Skerið hvert flak í 3–4 bita. Smyrjið
pönnuna með matarolíu og raðið
fiskbitunum á hana. Hellið sítr-
ónusafanum yfir fiskinn og kryddið
með salti og aromat. Dreifið gul-
rótunum og eplinu yfir fiskinn.
Setjið lok á pönnuna og sjóðið við
vægan hita í 10–15 mín. Sjóðið kart-
öflurnar í vatni í 20–25 mín. Setjið
salatið og tómatana í skál og blandið
saman.
Ofnbakað læri með
hvítlaukskartöflum
og sælgætissalati
Stráið season all-kryddi vel yfir lær-
ið. Nuddið kjötið vel á eftir. Skerið 1
cm breiðar og 2 cm djúpar skorur í
allt lærið, u.þ.b. tíu göt, og stingið
hvítlauksrifjum niður í skorurnar.
Bakið í potti í ofni í 1–1½ tíma við
180°C.
Hvítlaukskartöflur
600 g kartöflur
1 tsk salt
1 tsk pipar
½ meðalstór laukur, saxaður
2 hvítlauksrif, söxuð
150 ml rjómi
50 ml mjólk
2 msk maizena-sósujafnari, ljós
Afhýðið kartöflurnar og skerið í
þunnar sveiðar. Raðið einu lagi af
kartöflunum í smurt eldfast form.
Stráið salti og pipar yfir. Raðið öðru
lagi af kartöflum og stráið salti og
pipar yfir og svona koll af kolli.
Stráið, auk salts og pipars, lauk og
hvítlauk yfir efsta lagið af kartöflun-
um. Blandið saman mjólk, rjóma og
sósujafnara og hellið yfir kartöflurn-
ar. Bakið í ofni við 180°C í 50–60
mínútur.
Sælgætissalat
2 búnt spergilkál
1 rauðlaukur, saxaður
1 dl sólblómakjarnar
1½ dl majones
1 dl sykur
3 tsk rauðvínsedik
300 g beikon í strimlum
Skerið stilkana af spergilkálinu,
skerið það í greinar og blandið því,
ásamt lauk og sólblómakjörnum,
saman í skál.
Hrærið saman majones, sykur og
rauðvínsedik, hellið sósunni yfir sal-
atið og látið standa í ísskáp í þrjá
tíma. Steikið og kælið beikonið og
stráið því yfir salatið áður en það er
borið fram.
MATARKISTAN | Æskuvinkonur bjuggu til matreiðslubók með innkaupalistum
Góð skipulagning sparar peninga
Morgunblaðið/Þorkell
Æskuvinkonurnar Gunnhildur Gísladóttir og Sigríður Tryggvadóttir.
Útlit möppunnar utan um upp-
skriftabókina, matseðlana og
innkaupalistana er skemmtilega
úthugsuð hjá vinkonunum.
Matseðlar og innkaupalistar.
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
join@mbl.is