Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 35 Um þessar mundir er þess minnst umheim allan að 100 ár eru liðin síðan„maður aldarinnar“ á 20. öld, AlbertEinstein, birti þrjár frægar greinar um eðlisfræði nútímans. Jafnframt verður liðin hálf öld frá dánardægri hans hinn 18. apríl næst- komandi. Af þessu tilefni halda Eðlisfræðifélag Íslands og raunvísindadeild Háskóla Íslands fyrirlestra- röð undir heitinu „Undur veraldar – á ári eðl- isfræðinnar“. Næsta laugardag, 16. apríl, fjallar höfundur þessarar greinar um Einstein í tengslum við almenna sögu og vísindasögu 20. aldar. Fyrirlesturinn verður í sal 1 í Háskólabíói kl. 14:00 stundvíslega. Hægt er að fræðast nánar um fyrirlestraröðina í heild á vefsetri Háskólans, hi.is. Albert Einstein fæddist í borginni Ulm í Þýskalandi 14. mars 1879. Hann var af gyðinga- ættum en siðir gyðinga voru þó ekki viðhafðir á æskuheimili hans. Albert litli var seinþroska, til að mynda óvenju seinn til máls. Hann hneigðist til dagdrauma og hafði óbeit á leikjum sem tengdust hermennsku. Einstein leiddist í skóla en las hins vegar mikið á unglingsárum, m.a. um náttúruvísindi. Einnig lék hann dável á fiðlu. Hann hafði auk þess áhuga á trúarbrögðum en fékk andúð á strangtrúarsiðum og ákvað að halda sér utan við trúarsöfnuði. Í þýskum framhaldsskóla leiddust Einstein allar námsgreinar nema stærðfræði og ekki síð- ur skólabræðurnir sem voru sífellt að hvetja hann til íþróttaiðkunar. Honum var vísað úr skóla vegna þess að hann græfi undan virðingu nemenda fyrir kennurum. Fjölskyldan bjó þá í Mílanó og þegar þangað kom tilkynnti hann föð- ur sínum að hann vildi ekki lengur vera þýskur ríkisborgari. Skömmu síðar tók Einstein inntökupróf í frægan verkfræðiháskóla í Zürich í Sviss, en féll. Rektor skólans kom þó auga á stærðfræðigáfu hans og ráðlagði honum að taka svissneskt stúdentspróf sem hann og gerði. Þegar Einstein kom í háskólann ákvað hann að leggja stund á stærðfræði og eðlisfræði með kennslu í æðri skólum fyrir augum. Hann lauk prófi með allgóðum vitnisburði aldamótaárið en fékk aðeins íhlaupavinnu þar til honum bauðst staða á einkaleyfaskrifstofu í Bern árið 1902. Það starf gerði honum kleift að sinna vísindaiðk- unum eins og hugur hans stóð til. Hann varð síðan prófessor í Zürich og Prag uns frægð hans var orðin slík árið 1913 að honum var boðið að gerast forstöðumaður Kaiser-Wilhelm-eðlisfræðistofnunarinnar í Berl- ín, án kennsluskyldu. Þar dvaldist hann allt til ársins 1933 þegar hann hrökklaðist undan nas- ismanum til Institute of Advance Study í Prince- ton þar sem hann starfaði til dauðadags 18. apríl 1955. Einstein hóf að birta ritgerðir um eðlisfræði 1902, en árið 1905 markar tímamót í vísindastörf- um hans. Þá komu út þrjár ritgerðir eftir hann með nokkurra vikna millibili og hefði hver um sig nægt venjulegum eðlisfræðingum til frægðar. Ein þeirra er einn af fyrstu hornsteinum svokall- aðrar skammtafræði sem fjallar einkum um hegðun atómagna og hefur valdið byltingu í nú- tímaeðlisfræði ekki síður en afstæðiskenningin. Önnur fjallar um svokallaða hreyfingu Browns sem er vitnisburður um tilvist atóma og stærð þeirra. Heitið á þriðju ritgerðinni lætur lítið yfir sér: „Um rafsegulfræði hluta á hreyfingu“, en hún felur þó í sér undirstöðu takmörkuðu afstæðis- kenningarinnar (special theory of relativity). Hún hefur ýmsar framandi afleiðingar og þar á meðal er hin fræga jafna Einsteins um jafngildi orku og massa, E = m c2. Í henni felst m.a. að lít- ill massi samsvarar mjög mikilli orku. Hún er oft nefnd í tengslum við kjarnorkusprengjuna og má til sanns vegar færa að hún sé einn af fræðilegum hornsteinum kjarnorkunnar. Takmarkaða afstæðiskenningin tekur ekki til þyngdarkrafta. Það var ekki fyrr en ellefu árum síðar sem Einstein bætti úr þessum ágalla er hann lauk við smíði almennu afstæðiskenning- arinnar með grein sem birtist árið 1916. Al- menna afstæðiskenningin fól í fyrstu í sér fáar forsagnir um athuganir sem stönguðust á við fyrri hugmyndir í aflfræði Newtons. Kenningin sagði þó m.a. fyrir um það að ljósið beygi mæl- anlega þegar það fer framhjá þungum hlutum eins og sólinni. Þetta gátu menn svo staðfest með mælingum við sólmyrkva árið 1919. Það þótti mikill sigur fyrir kenningu Einsteins og vakti mikla athygli, m.a. í fjölmiðlum þeirra tíma, dag- blöðunum. Lundúnablaðið Times birti frétt um mælingarnar með fyrirsögninni: „Bylting í vís- indum. Hugmyndum Newtons kollvarpað“. – Og þessi atburður átti talsverðan þátt í því að skapa þá mynd sem við þekkjum af Einstein sem eins kon- ar persónugervingi raunvísind- anna á 20. öld. Staða almennu afstæðiskenning- arinnar innan nútíma vísinda hefur gerbreyst á síðastliðnum 30–40 ár- um og hún er nú ómissandi hjálp- artæki öllum þeim sem fást til að mynda við rannsóknir á þróun sól- stjarna, útþenslu alheimsins, svartholum og ýmsum öðrum ný- stárlegum fyrirbærum í óravídd- um geimsins. Margir telja að framlag Ein- steins til vísindanna sé meðal þeirra veigamestu og frumlegustu sem einstakir menn hafa innt af hendi. Þar er hann tvímælalaust í hópi með New- ton og Darwin. Einstein hefur jafnframt átt þátt í að breyta grundvallarviðhorfum okkar til þess hvernig vísindi og þekking þróast. Áður en hann kom fram með kenningar sínar virtist eðlisfræð- in vera að verða að eins konar lokaðri heild. Þess- um hugmyndum um endanleg mörk þekkingar- öflunarinnar var kollvarpað með afstæðis- kenningunni og fleiru sem gerðist um svipað leyti. Úr því að Einstein gat sett fram svo rót- tæka endurskoðun á hefðbundinni eðlisfræði getum við líka hugsað okkur að seinna komi kannski fram nýr „Einstein“ eða hópur vísinda- manna sem endurskoði afstæðiskenninguna eða aðrar hugmyndir okkar með svipuðum hætti. Allt frá barnæsku var Einstein mjög næmur fyrir félagslegu umhverfi sínu. Á fullorðinsárum lét hann ýmis samfélagsmál til sín taka. Hann vann þó yfirleitt að slíkum málum utan samtaka og nýtti sér þann áhrifamátt sem honum var léð- ur vegna einstæðrar vísindafrægðar. Einstein hafði þungar áhyggjur af þróun kjarnorkunnar á fjórða áratug aldarinnar þegar nasistar voru að hreiðra um sig í Þýskalandi. Vegna hættunnar á því að þeir yrðu fyrri til að búa til sprengju skrifaði Einstein frægt bréf til Roosevelts forseta árið 1939 og hvatti til viðbún- aðar af hálfu Bandaríkjastjórnar. Einstein hafði lengst af verið einlægur friðarsinni en sú ógn sem honum stóð af nasismanum varð friðarvilj- anum yfirsterkari. Albert Einstein var í senn bæðieinfaldur og margbrotinn persónuleiki. Hann verður fljótt minnisstæður þeim sem kynna sér ævi hans og störf enda kenndi hann sannarlega til í stormum sinnar tíðar. Við skulum láta hann sjálfan hafa síðasta orðið: „Eitt hef ég lært á langri ævi: Að öll vísindi okkar eru frumstæð og barnsleg ef þau eru mæld við raunveruleikann sjálfan – en samt eru þau það dýrmætasta sem við eigum.“ Albert Einstein – skapandi upp- reisnarmaður Þorsteinn Vilhjálmsson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands í eðlisfræði og vísindasögu. Eftir Þorstein Vilhjálmsson ’Margir telja að framlag Einsteins til vísindanna sé meðal þeirra veigamestu og frumlegustu sem einstakir menn hafa innt af hendi.‘ okkar mælikvarða. Aþena og Róm voru á sínu blómaskeiði svipuð á stærð og Ísland er í dag. Flórens og Feneyjar á endurreisnartímanun voru einnig smáar, þó að sköpunargleðin hafi gefið okkur marga helstu fjársjóði hins vest- ræna heims,“ sagði Ólafur Ragnar. þegar hugsunarhátturinn ætti jafnvel frekar að vera sá að smæð gæti verið grunnurinn að mikilleika, eins og Vig- dís hefði sýnt á sínum ferli. „Við eigum það til að gleyma því að margt sem skaraði fram úr til forna kom frá samfélögum sem voru lítil á mikil forréttindi að þátt í því með þér.“ renna við að tengja góðar niðurstöður, væri gert ráð fyrir m umfang einhvers rði ávinningurinn, til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur sett í gær Morgunblaðið/Golli unarathöfnina í gær, þar á meðal Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. egir Crystal. Hann da viðhorf til þróun- ykilinn að því að afna. að það væri í raun ið það að búa til ný sama og tökuorðin, fram allt að forðast að annað hvort orð- yrðið, sé réttara en ki ekki við ameríska ensku, eða skoska ra að það er ekkert álinu vegna þess að sem tala þessar út- ir sem tala mína út- ki ekkert hrifinn af móti kemur að þeir t hrifnir af minni ðum bara að halda , og ef til vill reyna fjölbreytileika sem ns, alveg eins og við magarðs með úrvali um.“ máttarkennd u sem dæmi um lítið intungusinnar hafi kveði nefnd hvað sé ð ekki, sem geri það sem talar ekki full- ku“ fari að trúa því lsku, sem leiðir það álið glatast. „Það r gert tungumáli er rft því með því að það tali ekki rétt, og ttarkennd gagnvart verðum að útrýma nni.“ erstu a“ ekki saman. Matartíminn sé orðinn afar óreglulegur og mörg börn sleppi morgunverðinum. Aðspurð segir Tsuchiya Japani geta mikið lært af Íslendingum. Hún segir að þrátt fyrir smæð landsins búi hér kraftmikið fólk. Íslendingar hafi með hugvitsemi sinni náð að áorka miklu, séu stórhuga. Til sam- anburðar má nefna að í Japan búa yf- ir 127 milljónir manna en tæp 300 þúsund hér á landi. Tsuchiya segir Íslendinga standa framarlega á ýms- um sviðum, s.s. í umhverfismálum, jafnréttismálum og í erfðavísindum. Þar geti Japanir lært mikið af Íslend- ingum. því hlynntur og jákvæður gagnvart þeirri hugmynd. Það sé hún einnig. Tsuchiya sagði tímana vera að breyt- ast og bætti því við að ef sú yrði raunin myndi það án efa hafa mikil áhrif á japanskt þjóðfélag. Hún velti einnig fyrir sér þróun matarmenningar í Japan. Hún sagði miklar breytingar eiga sér stað í lífs- venjum Japana. Þeir væru að verða mun vestrænni í lifnaðarháttum með auknum neysluvenjum. Þetta hefði áhrif á matarmenningu Japans sem ætti rætur sínar að rekja aldir aftur í tímann. Hún kveðst hafa áhyggjur af því að fornar venjur leggist af og þykir miður að víða borði fjölskyldur tað umræður í apönsku sam- élagi varðandi það hvort breyta ætti tjórnarskrá andsins til að ryggja jafnrétti kynjanna til erfða krúnunnar. Að- purð segir Tsuch- ya umræðuna tafa ekki síst af n hafa eignast dreng, sem sam- ð taka við eftir könnun hafi leitt í ur þjóðarinnar sé f Íslendingum FRAMTÍÐIN liggur í því að geta ferðast án tungumálahindrana að sögn Guðrúnar Magnúsdóttir, sem á og rek- ur hugbúnaðarfyr- irtækið ESTeam AB í Svíþjóð sem sérhæfir sig í sjálf- virkum þýðingar- lausnum fyrir fyrir- tæki og stofnanir. Fyrirtækið hefur þróað svokallaðan ESTeam Translat- or hugbúnað, sem er stafrænn þýðing- arbúnaður fyrir fjölmörg tungumál. Evrópusambandið (ESB) notar búnaðinn við þýðingar og hann var sömuleiðis fyrsti þýðingar- búnaðurinn sem skipuleggjendur Ól- ympíuleikanna (ÓL) hafa notað, en hann var notaður í fyrsta sinn á ÓL í Aþenu í fyrra. Kínverjar ætla að nýta sér tæknina fyrir ÓL í Peking árið 2008, sem þeir kalla fyrstu stafrænu leikana. „Það sem þeir eru að reyna að gera er að búa til svokallaðan upplýsingar- miðlunarhugbúnað til að þjóna ferða- mönnunum sem koma á Ólympíuleik- ana,“ segir Guðrún og bætir því við ESTeam AB sé tæknilega það fremsta í heimi þegar kemur að þýðingartækni- hugbúnaði. Hún segir Kínverja sjá um alla vinnu en fyrirtækið sé í hlutverki ráðgjafa. Ekki sé því um formlega sam- vinnu að ræða að svo stöddu en það sé þó takmarkið. Auðveld og þægileg tjáskipti Hugmyndin fyrir ÓL í Peking er sú að sögn Guðrúnar að allir ferðamenn sem komi til Kína geti gert sig skilj- anlega og skilið það sem fyrir augu og eyru ber með hjálp ESTeam Translat- or hugbúnaðarins, enda ljóst að fjöl- margir gestir ÓL sem komi hvaðanæva að munu þurfa á túlk eða þýðingarbún- aði að halda. Hún segir Kínverjana vonast til þess að tæknin verði komin á það stig að hugbúnaðinum verði hægt að koma fyr- ir í handhægum búnaði t.d. í lófatölvu. Síðan verði hægt að tala í tölvuna á sínu eigin tungumáli og sjái hugbúnaðurinn svo um að þýða á viðkomandi tungu- mál, í þessu tilfelli kínversku, með staf- rænu talmáli þannig að tölvan verði í bókstaflegum skilningi í hlutverki túlks. Þannig verði hægt að eiga sam- skipti við fólk með ólík tungumál án mikillar fyrirhafnar. „Kostirnir við þetta eru að við ferð- umst þægilega og getum gert það sem okkur langar til,“ segir Guðrún og bæt- ir því við að mönnum líði betur þegar þeir geta ferðast án tungumálahindr- ana. Hún segir búnaðinn geta þýtt yfir 20 tungumál eins og stendur. Hvað tungumálið varðar þá bendir Guðrún á að tungumál sé afar flókið fyrirbæri og ekki einhlítt fyrir tölvu að skilja talmál fólks, enda fólk misvel skiljanlegt þegar það talar. Það sé því erfitt að koma því í framkvæmd að tölv- an verði bókstaflega í hlutverki túlks. Hún segir tæknina eins og Kínverjar sjái hana fyrir sér muni koma til með að vera innan fárra ára. Hinsvegar telur hún að tíminn sé of naumur að það náist með ofangreindum hætti fyrir ÓL 2008. Þar verði þó að finna upplýsingabanka víða fyrir ferðamenn sem notist við þýðingarhugbúnað ESTeam. Ferðast án tungu- málahindrana Guðrún Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.