Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 19 ERLENT www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 28 04 0 0 4/ 20 05 Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 Sumir draumar rætast Avensis - Upplifun Verð frá 2.340.000 kr. Avensis stendur undir miklum væntingum. Bíllinn er ríkulega hlaðinn staðalbúnaði. Innri hönnun einkennist af miklu rými og þægindum fyrir ökumann og farþega. Avensis hefur sjálfvirkan regnskynjara á þurrkum, tölvustýrða loftræstingu í miðstöð, hágæða hljómflutningstæki og afar fullkominn hemlunar- og öryggisbúnað. Komdu í reynsluakstur og láttu drauma þína rætast í veruleikanum. Næst ekur þú Avensis. Frankfurt, París. AFP, AP. | Jacques Chirac Frakklandsforseti hvatti landa sína í gær til að veita nýrri stjórnarskrá Evr- ópusambandsins (ESB) brautar- gengi í þjóðarat- kvæðinu í maí. Sagði hann Evr- ópu þurfa á því að halda til að tryggja stöðu sína og áhrif í ver- öldinni og frekari sameiningarþró- un í Evrópu myndi stöðvast ef Frakkar höfnuðu stjórnarskránni. Sjónvarpað var fá sérstökum bar- áttufundi Chiracs með tugum ung- menna vegna þjóðaratkvæðisins en fundurinn fór fram í Elysee-forseta- höllinni. Forsetinn sagðist ekki myndu segja af sér færi svo að meiri- hlutinn hafnaði skránni. Chirac sagði að Evrópa þyrfti að vera „voldug og skipulögð“ ef hún ætti að geta hamlað gegn áhrifum Bandaríkjanna eða vaxandi veldis eins og Kína. Hann sagði það vera í þágu „engilsaxneskra ríkja“ eða Bandaríkjanna að stöðva „evrópska uppbyggingu“ og að Frakkland yrði veikara ef þjóðin hafnaði stjórnar- skránni. Skoðanakannanir að undanförnu eru allar á þann veg að meirihluti franskra kjósenda muni greiða nei í þjóðaratkvæðinu 29. maí. Chirac sagði að ekki gæfist annað tækifæri til samninga um stjórnarskrána ef henni yrði hafnað. Jacques Delors, fyrrverandi for- seti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, segir að það yrði mikið áfall ef Frakkar höfnuðu skránni. „Verði stjórnarskránni hafnað mun það hafa í för með sér pólitískan jarðskjálfta í Frakklandi,“ sagði Delors í viðtali við Þýskalandsútgáfu The Financial Times. Chirac berst fyrir stjórnarskránni Jacques Chirac ÁTJÁN manns biðu bana og rúm- lega þrjátíu særðust þegar tvær bílsprengjur sprungu nálægt íröskum stjórnarbyggingum í Bagdad í gærmorgun. Að minnsta kosti átta til viðbótar féllu í árás- um uppreisnarmanna annars stað- ar í landinu. Bílsprengjurnar sprungu nánast samtímis fyrir framan skrifstofu innanríkisráðuneytisins í suðaust- urhluta Bagdad. Samtökin Ansar al-Sunnah lýstu yfir ábyrgð sinni á árásinni, í yfirlýsingu sem birtist á Netinu sagði að „riddarar Íslam“ hefðu ráðist á „svikula lögreglu- menn við morgunæfingarnar“. Myndband með bandarískum gísl Sem kunnugt er hafa uppreisn- armenn í Írak ítrekað ráðist gegn bandarískum hersveitum í Írak, en ekki síður íröskum liðsmönnum lögreglunnar. Tíu íraskir hermenn biðu bana í árás uppreisnarmanna nálægt borginni Kirkuk í fyrradag. Mannræningjar, sem hafa bandaríska athafnamanninn Jeff- rey Ake í haldi, komu frá sér myndbandi með honum í fyrradag og var það sýnt á Al Jazeera- sjónvarpsstöðinni. Að því er fram kemur á fréttavef Chicago Tribune er mikill óhugur í fólki í heimabæ Akes, LaPorte í Indiana, en þar er hann velmetinn borgari. Framleið- ir fyrirtæki hans meðal annars átöppunarvélar og hefur selt eina hingað til lands. Er hún í notkun hjá Vífilfelli. Bandarísk yfirvöld ítrekuðu í gær vegna ránsins á Ake, að ekki yrði samið við mannræningja. Mikið mannfall í Írak Reuters Írakar bera lík af vettvangi sprengjutilræðisins í Bagdad í gær. ERFINGJAR tveggja fórnar- lamba Helfararinnar, fjöldamorða nasista á gyðingum, hafa fengið dæmdar metbætur úr sjóði, sem svissneskar bankastofnanir greiða í og settur var á laggirnar fyrir sjö árum. Upphæðin nemur tæplega 22 millj. dollara, um 1,3 milljörðum ísl. króna, að því er fram kom í frétt BBC. Umrædd fórnarlömb Helfarar- innar voru stórir hluthafar í aust- urrískri sykurhreinsunarstöð sem lögðu hlutabréf sín inn til geymslu í svissneskum banka árið 1938. Sú upphæð sem erfingjum tveggja fórnarlamba Helfararinnar hefur nú verið dæmd er mun hærri en áður hefur verið dæmd. Var það dómari í Bandaríkjunum sem felldi þennan úrskurð, þ.e. samþykkti til- mæli sérstaks dómstóls sem falið var árið 1998 að fara yfir kröfur fólks sem lifði Helförina af, eða erfingja þess. Aðeins einn kröfuhafanna í þessu máli kom fram undir nafni en um er að ræða 89 ára gamla konu, Mariu Altmann, sem býr nú í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bankinn yfirfærði hlutabréfin hins vegar til þýsks fjárfestis eftir að fólkið var handtekið og stjórnvöld í Þýskalandi höfðu beitt bankann þrýstingi. Lifði Helförina sjálf af Svissneskir bankar settu sér- stakan sjóð á laggirnar 1998 og var það liður í samkomulagi sem gert var við fólk sem lifði Helförina af, en bankarnir höfðu sætt ásökunum um að hafa stolið eignum þess, af- hent nasistastjórninni í Þýskalandi þær og eyðilagt gögn þessu tengd. Metbætur vegna Helfararinnar París. AFP. | Þegar mittismálið er orðið einn metri, er mikil hætta á insúlínmótstöðu og hjartasjúk- dómum. Kemur þetta fram í rann- sókn, sem greint var frá í gær í Breska læknablaðinu. Rannsóknin fór fram í Svíþjóð á 2.700 manns á ýmsum aldri og af ýmsum „sverleika“. Var niður- staðan sú fyrir bæði kyn, að sé mittismálið minna en 100 cm, sé lítil hætta á insúlínmótstöðu. Sykursýki stafar af insúlín- skorti en það gerir frumum lík- amans kleift að nýta sér orku glúkósans í blóðinu. Getur þessi skortur veiklað hjarta- og æða- kerfi og á sök á 50 til 80% dauðs- falla meðal sykursjúkra. Insúlínskortur veldur sykur- sýki-2, sem er langalgengust og verður yfirleitt fyrst vart eftir fer- tugsaldur. Að undanförnu hefur sjúkdómstilfellunum stórfjölgað vegna óhóflegs sykur- og sæt- indaáts og meðfylgjandi offitu. Hættulegt mittismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.