Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT RAJA Das, sjö ára gömul, ind- versk stúlka, er hér með haus- kúpu, sem hún heldur uppi með munninum, á hátíð til heiðurs guð- inum Shiva. Er hann guð tortím- ingar og dauða en mikið dýrkaður vegna þess, að eyðingin er und- anfari allrar sköpunar. Færa hindúar honum fórnir í von um að njóta velvildar hans. Reuters Shiva færðar fórnir Peking, Tókýó. AP, AFP. | Hvatt hefur verið til nýrra mótmæla í Kína gegn Japönum og líklega með þegjandi samþykki stjórnvalda. Sagt er, að þau séu þó dálítið á nálum því að það hefur áður komið þeim í koll að ýta undir tilfinningar á borð við þjóðern- iskennd. Hafa Japanar brugðist hart við mótmælunum og ætla að krefjast þess, að kínversk stjórnvöld bindi enda á þau. Hvatt var til nýrra mótmæla um helgina á kínverskum vefsíðum og spjallrásum og eru þau fyrirhuguð í ýmsum stórborgum, þar á meðal í Peking, Guangzhou, Shenyang og Chengdu. Er tilefnið að þessu sinni heim- sókn japanska utanríkisráðherrans, Nobutaka Machimura, til Peking á sunnudag en Kínverjar segjast ekki geta sætt sig við nýjar sögubækur fyrir skóla í Japan þar sem að mestu er strikað yfir glæpaverk Japana í síðasta stríði. Kínversk yfirvöld hafa ekki bann- að mótmælin en fréttir eru þó um, að þau hafi látið loka sumum vefsíðun- anna þar sem hvatt er til þeirra. Fréttaskýrendur segja, að með því séu þau þó aðeins að reyna að hafa hemil á æsingnum, minnug þess, að Hu Yaobang, fyrrverandi aðalritari kommúnistaflokksins, leyfði mót- mæli gegn Japönum mánuðum sam- an eða þar til forystan var farin að óttast, að allt væri að fara úr bönd- unum. Vegna þess var Hu vikið frá 1987 en dauði hans tveimur árum síðar var kveikjan að mótmælum náms- manna á Tianmen-torgi gegn eigin stjórn. Var þeim drekkt í blóði. Reiða sig á ótta kínverskra stjórnvalda við eigin þegna „Japanir vita, að kínverska ríkis- stjórnin óttast sitt eigið fólk, óttast, að mótmælin gangi of langt. Þess vegna gefa þeir ekkert eftir,“ sagði Wong Yiu-Chung, aðstoðarprófessor við Lingnan-háskólann í Hong Kong. Vaxandi úlfúð í samskiptum Kína og Japans er af ýmsum rótum runnin. Kínverjar eru kannski eðlilega óánægðir með tilraunir Japan til að fela framferði sitt í stríðinu, einkum í Kína, og þeir segja umsókn Japan um fast sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna bara „grín“ svo lengi sem þeir horfist ekki í augu við eigin sögu. Við þetta bætast síðan harðar deilur um umdeilt hafsvæði en fyrir nokkrum dögum leyfðu japönsk stjórnvöld olíuleit á því. Segja þau, að leyfisveitingin hafi ekkert með mótmælin í Kína að gera en Kínverj- ar gruna þau um græsku. Þrátt fyrir deilurnar og óvildina, sem hún endurspeglar, búast frétta- skýrendur ekki við, að þeim verði leyft að ganga of langt. Til þess séu sameiginlegir viðskiptahagsmunir ríkjanna of miklir. Ný mótmæli gegn Japan boðuð í Kína Kínversk stjórnvöld eru þó sögð óttast að mótmælin geti farið úr böndunum og snúist að lokum gegn þeim sjálfum Santa Maria. AFP. | Móðir drengs- ins, sem sakar Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi, kom fyr- ir réttinn í fyrradag og er vitn- isburði hennar lýst sem einum allsherjarskrípaleik frá upphafi til enda. Þeir, sem fylgst hafa með rétt- arhöldunum, fréttamenn og aðrir, voru raunar ekki vissir um, að sækjendur þyrðu að hætta á að kalla þetta lykilvitni fyrir og trú- lega naga þeir sig nú í handarbök- in fyrir að hafa gert það. Eftir að konan kom fyrir réttinn var hún spurð spurninga um „vafa- sama“ fortíð sína en neitaði þá að svara. Bar hún fyrir sig fimmtu grein stjórnarskrárinnar en hún leyfir fólki að svara ekki spurn- ingum, sem geta komið því illa. Með þessu er viðkomandi þó oft að segja, að hann hafi eitthvað að fela enda var þetta túlkað sem meiri- háttar áfall fyrir sækjendur. Í bleiku og mjög „stelpuleg“ Konan, sem er að sögn undirrót ásakananna á Jackson, var í bleikri dragt, með gleraugu og mjög „stelpuleg“ þegar hún sagði réttinum sögu sína. Er sögunni þannig lýst, að hún hafi ýmist ver- ið hádramatísk eða alger farsi. Fyrst sagði hún frá sjálfri sér sem móður krabbameinssjúks drengs og fátæklegum híbýlum þeirra en síðan sagði hún, að hún hefði aldrei spurt spurninga eða hringt í lögregluna þegar Michael Jackson og samstarfsmenn hans hefðu sagt henni, að morðingjar væru á eftir börnunum hennar. „Ég var bara eins og svampur og trúði öllu, sem hann sagði, og treysti á hann.“ Konan stundi oft þungan, kjökr- aði dálítið öðru hverju, en átti í mesta basli með réttarformið, spurningar og svör, þótt hún hefði haft heilt ár til að búa sig undir þessa stóru stund. Mátti einn sækjendanna oft minna hana á að bíða eftir því að spurningar væri spurt. „Ekki dæma mig“ Ólíkt mörgum vitnum, sem lenda í rökræðu eða þrætu við lög- mennina, talaði konan stundum beint við ýmsa aðra í salnum, til dæmis kviðdómendur. Þegar hún var beðin að rifja upp þá sögu sína, að hún hefði séð Jackson sleikja höfuð sonar hennar, þá sneri hún sér að kviðdómurunum og sagði niðurbældri röddu: „Ekki dæma mig. Gerið það fyrir mig að dæma mig ekki.“ Einu sinni talaði hún til frétta- manna aftast í salnum en þá hafði hún sagt, að Jackson hefði sann- fært hana um, að fréttamenn al- mennt væru hin mestu úrhrök. „En ég veit, að þið eruð góðir inn við beinið. Það er allt í lagi með ykkur,“ sagði hún. Þessi uppákoma er að sjálfsögðu alvarlegt áfall fyrir sækjendur en sumir þeirra, sem fylgdust með konunni í réttarsalnum, segja þó, að ástæða sé til að efast um, að hún sé fær um að spinna flókinn lygavef um Jackson og standa við ásakanirnar í tvö ár. Verjendur Jacksons segja hins vegar, að það sé nú einmitt það, sem hún hafi gert, og ætla að sýna fram á það næstu daga, að hún hafi reynt að kúga fé út úr öðru frægu fólki. Vitnisburði lýst sem skrípaleik Móðir drengsins, ákæranda Michaels Jacksons, greiddi málsókninni þungt högg með undarlegri framkomu AP Ónefnt vitni hylur andlit sitt á leið í réttarsalinn. Auðvelt er að geta sér til, að það sé konan, móðir ákær- anda Jacksons, enda var hún í aðal- hlutverkinu í gær. Washington. AFP. | Tillaga um að leyft verði að skjóta villi- ketti í Wisconsin í Bandaríkj- unum nýtur verulegs stuðn- ings í strjálbýlum héruðum en minni í borgum. Kom þetta fram er tillagan var borin undir atkvæði á mið- vikudag meðal nokkur þús- und liðsmanna náttúruvernd- arsamtaka. Kattavinir hafa barist af alefli gegn hug- myndinni en stuðningsmenn benda á að kettirnir drepi tugmilljónir af fuglum ár hvert. Allt að tvær milljónir villikatta í ríkinu Talið er að ein eða tvær milljónir villikatta hafist við í Wisconsin og gekk tillagan út á að tegundin yrði ekki skil- greind sem vernduð og gætu veiðimenn því hafist handa. Slökkviliðsmaður sem bar upp tillöguna hefur fengið líf- látshótanir. Mikið var um aðgerðir í til- efni málsins í gær og höfðu sumir vinir dýranna klætt sig í kattagrímubúninga, skreytta veiðihárum og öðru tilheyrandi. Aðrir héldu á myndum af gæludýrum sínum og sögðu stuðningsmenn tillögunnar vera villimenn. Þingmenn í Wisconsin hafa forðast að tjá sig um málið. Veiðileyfi á villi- kettina? Washington. AFP. | Fráfarandi forstjóri Alþjóðabankans, Bandaríkjamaðurinn James Wolfensohn, var í gær val- inn í stöðu sérstaks fulltrúa kvartettsins svonefnda, Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna, Evrópusambands- ins og Rússlands, til að greiða fyrir friðsamlegum brott- flutningi Ísraela frá Gaza og hlutum Vesturbakkans. Mun Wolfensohn auk þess einbeita sér að því að ýta und- ir pólitískar umbætur í stjórn Palestínumanna og meta þörf þeirra fyrir efnahagsaðstoð. Kvartettinn stóð á sínum tíma fyrir friðaráætlun í Mið-Austurlöndum sem nefnist Vegvísir til friðar en þar er kveðið á um vopnahlé og stofnun sjálfstæðs ríkis Pal- estínumanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Wolfensohn myndi koma að þeim hliðum deilna Palestínumanna og Ísraela sem ekki sneru að hernaði. Mun hann meðal annars fjalla um eignir sem landtökumenn úr röðum gyðinga skilja eftir sig á svæðunum sem verða yfirgefin. Einnig mun hann skipuleggja uppbyggingu efnahags hins væntanlega sjálfstæða ríkis Palestínumanna. Wolfensohn er 71 árs gamall og lætur af embætti hjá Alþjóðabankanum í lok maí, við tekur Paul Wolfowitz, sem verið hefur aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna. Wolfensohn var ástralskur ríkisborgari en settist að í Bandaríkjunum þar sem hann efnaðist vel. Hann hefur verið yfirmaður Alþjóðabankans í áratug og hefur í því embætti beitt sér mjög fyrir aðstoð við fátækar þjóð- ir og pólitískum umbótum í ríkjum sem þurfa aðstoð. James Wolfensohn á að miðla málum Reuters Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og James Wolfensohn ræða við fréttamenn í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.