Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 9
FRÉTTIR
SFR hefur vísað kjaradeilu félags-
ins og Hjartaverndar til ríkis-
sáttasemjara. Kjarasamningur
SFR og Hjartaverndar rann út 30.
nóvember sl.
Á heimasíðu SFR, stéttarfélags
í almannaþjónustu, segir: „SFR
reyndi ítrekað að ganga frá
viðræðuáætlun við Hjartavernd
og þegar fullreynt þótti setti
ríkissáttasemjari deiluaðilum
viðræðuáætlun í febrúar sl. Eftir
það var fundað án árangurs og
því var ákveðið að vísa málinu
formlega til ríkissáttasemjara.“
Fyrsti sáttafundur í kjaradeilunni
var í gær.
Kjaradeila SFR
og Hjartaverndar
til sáttasemjara BISKUP Íslands vígir þrjá djákna í
Dómkirkjunni sunnudaginn 17.
apríl kl. 14. Vígðar verða Aase
Gunn Guttormsen, til hjúkrunar-
heimilisins Skógarbæjar og Selja-
kirkju; Kristín Axelsdóttir, til
heilsugæslustöðvarinnar Lágmúla,
með kirkjutengsl við Laugarnes-
kirkju, og Margrét Svavarsdóttir til
Áskirkju. Vígsluvottar verða Val-
geir Ástráðsson, sóknarprestur í
Seljakirkju, Bjarni Karlsson, sókn-
arprestur í Laugarneskirkju, Þór-
hildur Ólafs, prestur í Áskirkju;
Hrefna Sigurðardóttir, forstjóri
Skógarbæjar, Ólafur Mixa, yfir-
læknir, Júlíana Tyrfingsdóttir, frá
sóknarnefnd Áskirkju, og Guðrún
Eggertsdóttir djákni.
Djáknar vígðir
á sunnudaginn
HÁSKÓLI Íslands hefur hlotið
styrk til næstu fimm ára frá Jean
Monnet áætlun ESB í Evrópufræð-
um til að kenna námskeiðið Nýjung-
ar í Evrópusamrunanum. Nám-
skeiðið er hluti af nýju meistara-
námi stjórnmálafræðiskorar í al-
þjóðasamskiptum sem hefst í haust.
Kennari er Eiríkur Bergmann Ein-
arsson, aðjúnkt í stjórnmálafræði.
Jean Monnet áætlunin styrkir þá
háskóla í Evrópu sem þykja í far-
arbroddi í rannsóknum og kennslu í
Evrópufræðum, en í stjórnmála-
fræðiskor Háskóla Íslands hefur til
fjölda ára verið kennt námskeið um
Evrópusamvinnuna og þróun henn-
ar, segir í frétt frá Háskóla Íslands.
Rannsóknasetur um smáríki við
H.Í. hefur einnig rekið árlegan sum-
arskóla fyrir íslenska og evrópska
stúdenta um smáríki í Evrópusam-
runanum m.a. með styrkjum frá
menntaáætlunum ESB. Þátttakend-
ur þar eru árlega um þrjátíu, en
kennarar koma frá ýmsum Evrópu-
löndum og Bandaríkjunum.
Í námskeiðinu, sem Jean Monnet
áætlunin styrkir, verður farið í
gegnum helstu kenningar um Evr-
ópusamrunann og þeim beitt til að
fjalla um þýðingarmestu breytingar
sem orðið hafa á Evrópusamrunan-
um undanfarin ár; svo sem upptöku
sameiginlegs gjaldmiðils, stækkun
til austurs, þróun sameiginlegrar
utanríkisstefnu og nýja stjórnar-
skrá sem leiðtogar sambandsins
hafa undirritað, segir í tilkynning-
unni.
HÍ hlýtur styrk til
kennslu í Evrópufræðum
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Eddufelli 2 • sími 557 1730 Bæjarlind 6 • sími 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. kl. 10—16
Gallapils • Gallajakkar • Gallakvartbuxur
Bankastræti 9, sími 511 1135
www.paulshark.is - paulshark.it
sumarvörur
Síðumúla 3
Skálastærðir B-FF
undirföt fyrir konur
Rúskinnsjakkar og
margar gerðir af
hvítum jökkum
Laugavegi 84 ● sími 551 0756
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Ljósir sumarfrakkar
Léttar úlpur og jakkar
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Dragtadagar
11.-16. apríl
Góður afsláttur
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Ný sending
Verð 3.990
Stærðir 36-46
ATH.: 50% afsláttur
af völdum vörum!
Gallabuxur háar í mittið
Síðustu dagar útsölunnar í dag
og á morgun laugardag
Opið frá kl. 11.00-17.00
Allt efni á 100 kr. metrinn
Allur fatnaður, blússur, kjólar o.fl.
á 900 kr. stk.
Fyrstur kemur - fyrstur fær
VERSLUNIN HÆTTIR
Ásgeir G. Gunnlaugsson og co.,
Skipholti 9, sími 551 3102
Laugavegi 1 • sími 561 7760
15%
afsláttur
Við eigum 9 ára afmæli
Ítalskur
vor- og
sumarfatnaður
Sérstakir
kynningardagar
15.-23. apríl
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862
Stærðir 40-52