Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvikmyndaskoðunsegir að það komiekki í sinn hlut að ákvarða hvort kvikmyndin 9 Songs eftir Michael Winterbottom sem sýnd er á IIFF (Internationa Ice- landic Film Festival), sé ólögleg klámmynd sem varði við hegningarlög að sýna. En skoðunarmenn segja að það komi án efa sterklega til greina að sýn- ing myndarinnar geti varð- að við 210. gr. almennra hegning- arlaga. Þar segir að ef klám birtist á prenti skuli sá sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðr- um slíkum hlutum eða hafa þá op- inberlega til sýnis svo og að efna til opinbers fyrirlestrar eða leiks sem er ósiðlegur á sama hátt. Í umsögn Kvikmyndaskoðunar segir að í ljósi þess að það komi ekki í hlut hennar að ákvarða neitt í þessum efnum sé látið nægja að benda sýnanda mynd- efnisins á þessi ákvæði hegning- arlaga. Á hinn bóginn séu mynd- inni sett af hálfu Kvikmyndaskoð- unar ákveðin hæstu leyfilegu aldurstakmörk hér á landi sökum kynlífs- og fíkniefnaatriða í mynd- inni. Stunda kynlíf og sækja tónleika En um hvað er þessi mynd? Svo áfram sé vitnað í Kvik- myndaskoðun þá segir í myndinni frá pari sem hefur mikinn áhuga á kynlífi og tónleikum með sínum uppáhaldshljómsveitum. Kvikmyndaskoðun segir mynd- ina óvenjulega opinskáa og að mörgum muni þykja hún lostafull lýsing, svo mjög að tekur fram flestu því sem lýst er í myndum sem koma fyrir sjónir almennings frá virtum leikstjóra. Dvalið er langdvölum við athafnir fólksins á kynlífssviðinu, sýnd nærgöngul atlot þar sem kynfæri, bæði karls í fullri reisn og konu eru sýnd í nærmynd og „hefðbundnar“ kyn- lífsathafnir stundaðar. Þá kemur við sögu meðferð örvandi fíkni- efna sem þyki sjálfsögð í lífi per- sónanna. Enda þótt Kvikmyndaskoðun taki hart á hlutum eins og ofbeldi og fíkniefnaneyslu í kvikmyndum, tekur hún hins vegar létt á nekt og erótík. En er 9 Songs langt því frá erótísk heldur jaðrar við að vera klámmynd? Hvort og þá hver á að banna myndina? Lög- reglan? Varðandi fyrstu spurn- inguna virðist svarið liggja í aug- um uppi í ljósi áðurnefndrar umsagnar kvikmyndaskoðunar. En hvað um hinar? Hvað lögregl- una varðar, þá fer hún ekki af stað nema ábending berist um að brot hafi verið framið, í tilviki sem þessu brot á hegningarlögum sem getur varðað allt að hálfs árs fangelsi. Að sögn Geirs Jóns Þór- issonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, er óralangt síðan lög- reglan hefur komið nálægt máli af þessu tagi. Lögreglan hefur vana- lega ekki eftirlit með kvikmynd- um, nema henni berist ábending um eitthvað vafasamt. Í sumum málum þarf að berast vitneskja með einhverjum rökstuddum hætti því lögreglan geti ekki ein og sér fylgst með öllu. „Enda er til þess ákveðið eftirlit,“ bendir Geir Jón á. „Ef það óskar eftir því að lögreglan skoði málið, mun lög- reglan gera það.“ Eins og staðan er nú, er 9 Songs bönnuð börnum innan 16 ára, en Kvikmyndaskoðun bendir sýnanda á að hann geti leitað álits ríkissaksóknara um það hvaða lík- ur séu á því að myndin geti varðað við ákvæði hegningarlaga. Ekki á leiðinni til ríkissaksóknara En hyggst Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri IIFF, hringja í ríkissaksóknara til að kanna málið? „Nei, ég mun ekki leita til rík- issaksóknara, heldur sýna mynd- ina,“ svarar hann. Myndin verður frumsýnd í kvöld kl. 22:30 og mæta aðalleikararnir í eigin per- sónu á sýninguna. „Ég mun sýna myndina seint á kvöldin og gæta þess að enginn undir aldri fari inn. Það er sjálfsagt mál að uppfylla þau skilyrði sem upp eru sett.“ Ís- leifur bendir á að myndin verði einvörðungu á kvikmyndahátíð- inni og hún sé ekki á leiðinni inn á myndbandaleigurnar eða almenn- ar sýningar kvikmyndahúsanna. „Ég get ekki hugsað það til enda að ég verði kærður, hvað þá sak- felldur fyrir að sýna þessa mynd. Hún er eftir virtan leikstjóra og í henni leika virtir leikarar. Hún hefur fengið sýningarleyfi í Bret- landi og mér sýnist hún vera á leiðinni í kvikmyndahús í flestum nágrannalanda okkar.“ Ísleifur nefnir einnig aðra um- deilda mynd, A Hole in My Heart efir Lucas Moodysson sem einnig er sýnd á IIFF. Báðar myndirnar séu tilraunaverk sem leikstjór- arnir geri í krafti eigin virðingar. „Ef þessar myndir væru eftir óþekkta leikstjóra, væru þær kannski ekki í sýningu. Menn eru alltaf að prófa eitthvað nýtt,“ seg- ir hann. Fréttaskýring | 9 Songs klámmynd sem kallar fangelsi yfir sýnanda? Óvenjulega opinská mynd Allt að 6 mánaða fangelsi fyrir sýningu kláms samkvæmt hegningarlögum Úr mynd Winterbottoms, 9 Songs. Óralangt síðan lögregla skoðaði klámmyndamál  Skyldi kvikmyndin 9 Songs eftir Michael Winterbottom verða kærð til lögreglu sem ólög- leg klámmynd? Skyldi rannsókn hennar leiða til ákæru og sakfell- ingar yfir sýnanda? Eða verður myndin sýnd án þess að nokkur kippi sér upp við það þótt lang- dvölum sé dvalið við athafnir fólks á kynlífssviðinu og sýnd nærgöngul atlot svo og fíkni- efnaneysla? Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Eins og síðustu ár hefurLax-á selt leyfi í vorveiðiá urriða í Galtalæk, semrennur í Ytri-Rangá, en þar hefur verið skylda að sleppa öll- um veiddum fiski. Veiðimenn sóttu í lækinn fyrstu daga mánaðarins en nú hefur frést að sala veiðileyfa hafi verið stöðvuð og Þorgils Torfi Jóns- son, formaður veiðifélags Ytri- Rangár, staðfestir það. „Galtalækurinn er innan veiði- félags Ytri-Rangár en hann hefur verið afstæður og landeigendur hafa verið að leigja hann út sjálfir. Því hefur verið hætt,“ segir hann. „Galtalækur er innan samnings við Lax-á og í þeim samningi er ekki tal- að um að veiði hefjist fyrr en 23. júní. Þetta er misskilningur milli manna. Það var búið að selja nokkrum veiði- leyfi núna í byrjun tímabils og það varð að samkomulagi að þeir fengju að veiða en sölu yrði hætt. Lax-á mun selja í lækinn frá 23. júní.“ Bundið í samning Þorgils Torfi segir landeigendur hafa síðustu árin selt í vorveiði í ein- hverjum mæli. „Það var ekkert gert í því, en svo var þetta bundið í samn- ing við Árna Baldursson, því það þótti óeðlilegt, að einn landeigandi væri að leigja fyrir sínu landi, framhjá veiðifélaginu.“ Þorgils Torfi segir fulla sátt um þetta í félaginu. „Landeigandinn hefur staðið í þessu af áhuga og krafti. Hann er fyrrver- andi formaður veiðifélagsins og nú- verandi stjórnarmaður. Þetta verður skoðað betur og auðvitað kemur til greina að byrja að veiða 1. apríl þennan silung og gera það með þess- um hætti, að veiða og sleppa. Þetta var bara misskilningur sem var leið- réttur.“ Sveinn Sigurjónsson, bóndi í Galtalæk, hefur séð um sölu veiði- leyfa og veiðivörslu á liðnum árum. Hann segir að í fyrra hafi um fjórð- ungur veiðimanna skilað veiði- skýrslu og hafi þeir setti í um 330 fiska. Það þýðir að í allt gætu veiði- menn hafa fengið yfir 1.000 tökur. „Þetta hefur verið eina svæðið sem gefur urriða að ráði við Ytri- Rangá,“ segir Sveinn. „Ég hef lengi haft áhuga á veiði, hef verið í stjórn félagsins lengi, en meðan stjórn fé- lagsins sinnti þessu ekkert gerði ég það prívat. Ég er ekkert ósattur við að félagið sinni þessu núna, en ég vil að menn sinni þessu vel. Veiðifélagið er búið að gera gríðarlegt átak í Rangánni og teljum okkur vera á réttri leið. Okkur ber skylda til að hámarka hagnað landeigenda.“ Vötn og ár enn köld Misjafnar sögur berast af veiði í kuldanum síðustu daga. Veiðimaður sem stóð í Vífilsstaðavatni í vikunni sagðist hafa fengið „eina netta töku“ en hann og aðrir sem köstuðu sam- tímis fóru fisklausir heim. Veiði- menn sem fóru í vatnið á miðviku- daginn munu hins vegar hafa orðið varir við aðeins meira líf. Fram kem- ur í frétt á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is, að menn séu byrjaðir að reyna fyrir sér þar og þá líka fyrir landi þjóðgarðsins og ekki alltaf farið tómhentir heim þótt bleikjan sé yfirleitt mun seinna á ferðinni. Þannig mun t.d. gamal- reyndur Þingvallaveiðimaður hafa fengið nokkrar vænar bleikjur fyrir landi þjóðgarðsins í vikunni. Veiðimaður sem veiddi í Brúará í landi Spóastaða á mánudaginn var, í snjó og kulda, náði að særa upp fjór- ar bleikjur, tveggja til þriggja punda, á púpur andstreymis. Tveir félagar fóru í Köldukvísl nálægt mánaðamótunum. Áin var fimm gráðu heit, þrátt fyrir skafla á bökk- unum, og náðu þeir sjö bleikjum, allt að fimm punda þungum, og einum urriða. Allir fiskarnir tóku latex- púpuna en fyrir áhugasama flugu- hnýtara þá er uppskrift að henni að finna á vef Veiðihornsins undir dálknum Leynivopnin. Veiðimenn í Geirlandsá á mánu- daginn fengu 11 fiska á bilinu fjögur til átta pund, bæði geldfisk og hrygningarfisk og alla á appels- ínugulan nobbler. Síðan kólnaði og frysti á næturnar og hollið sem tók við og veiddi fram á miðvikudag varð ekki vart við fisk. STANGVEIÐI Vorveiði í Galtalæk stöðvuð Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður sporðtekur tíu punda sjóbirting fyrir félagann eftir snarpa baráttu við Djúpós í Ytri-Rangá. veidar@mbl.is 50 50 600 • hertz@hertz.isicelandair.is/vildarklubbur Suzuki Vitara 12.900 kr. Innifalið: 3 dagar, 500 km akstur og kaskótrygging. Tilboðið gildir til 30. apríl 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 79 25 04 /2 00 5 Láttu ekki áætlanir helgarinnar stranda á bílnum. Við höfum bílinn sem hentar þínum þörfum á lægra verði en þig grunar. Tilboðs- verð miðast við að þú sækir bílinn á föstudegi og skilir honum á mánudagsmorgni. Hver leiga færir þér 500 Vildarpunkta að auki. Hafðu samband, Hertz hjálpar þér áfram. Taktu helgina með Hertz tilboði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.