Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 49 MINNINGAR ✝ Sigrún HuldaJónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 25. október 1947. Hún lést á krabbameins- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðrún Helga Karls- dóttir, f. 24. júní 1917, og Jón Guðjóns- son, f. 10. júlí 1917, d. 4. desember 1993. Systkini Sigrúnar eru Kristín Gyða, f. 10. mars 1944, Inga Dóra, f. 2. desember 1952, og Guð- jón Már, f. 12. júní 1956. Árið 1966 giftist Sigrún Jóhanni Þórarinssyni. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Halldóra leikskólakenn- ari, f. 3. ágúst 1966. Maður hennar Arnar Guðmundsson. Dætur þeirra eru Hulda Björg og Arna Ýr. 2) Berglind lífefnafræðingur, f. 11. desember 1973. Maður henn- ar Hreinn Sigurðsson. Dóttir þeirra er Sigrún Hulda. Fyrir átti Hreinn börnin Sig- urð og Bertu. 3) Ein- ar Hrafn tækni- fræðingur, f. 25. júlí 1975. Kvæntur Sól- veigu Guðfinnsdótt- ur. Dætur þeirra eru Sædís Ósk og Eyrún Inga. Sigrún og Jóhann slitu sam- vistum. Eftirlifandi mað- ur Sigrúnar er Bjarni Björnsson fóðurfræðingur, f. 11. október 1943. Börn hans af fyrra hjónabandi eru Björn og Guð- finna. Sigrún ólst upp í Reykjavík og lærði tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík. Hún bjó á Húsavík á árunum 1976–1987 en flutti þá í Kópavog. Sigrún starfaði á Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen frá árinu 1987 til dauðadags. Útför Sigrúnar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ég kynntist Sigrúnu fyrst þegar ég fór að búa með bróður hennar Guðjóni Má. Sigrún bjó þá á Húsavík og við í Reykjavík þannig að við hitt- umst ekki mjög oft fyrstu árin. Við fluttum síðan til Danmerkur og seinna til Seyðisfjarðar og hún til Reykjavíkur en alltaf hefur verið tækifæri til að hittast, hvort sem er í Reykjavík, Seyðisfirði eða á Húsavík þar sem Gunna Dóra dóttir Sigrúnar býr. Fjölskylda Sigrúnar hefur alla tíð staðið mjög þétt saman og sam- gangur verið mikill og góð samheldni innan hennar. Þannig hefur það verið þegar fermingar, brúðkaup eða af- mæli eru í fjölskyldunni, þá skipta vegalengdir milli staða ekki máli. Það mæta allir sem vettlingi geta valdið. Ég minnist þess þegar eldri sonur okkar Guðjóns fæddist, þá kom öll fjölskylda Guðjóns austur á Seyðis- fjörð, þegar drengurinn var skírður. Í leiðinni var farið í útilegu í Atlavík en það hafði verið vani að fara reglu- lega saman í útlegu. En daginn fyrir skírnina rigndi látlaust, þannig að ákveðið var að koma niður á Seyð- isfjörð og gista hjá okkur Guðjóni. Í lítilli stofunni okkar lágu allir í einni flatsæng, hver innan um annan og var ekki annað séð en vel færi á með fólki þó þröngt væri. Það var einstak- lega gott að vera nálægt Sigrúnu, því hún var alltaf svo kát og hress. Bar- lómur, kvart og kvein var ekki til í hennar orðabók, þó mátti hún reyna ýmislegt basl í gegnum árin. Hvers konar handavinna og föndur voru henni hugleikin og síðustu árin ein- beitti hún sér að því að mála postulín og liggja eftir hana margir fallegir munir sem unnir voru af miklu næmi og hlýleika sem einkenndi Sigrúnu. Sigrún var mjög glæsileg kona og hafði unun af því að klæða sig fallega. Sigrún greindist með krabbamein fyrir tæpu ári síðan og af eindæma krafti og þoli hefur hún barist hetju- lega án þess að barma sér. Fjölskyld- an og vinafólk gerðu henni kleift að vera sem allra mest heima og hafa staðið sem klettar við hlið hennar í þessum miklu erfiðleikum. Eftir standa margar og góðar minningar um einstaka konu sem gott er að ylja sér á í framtíðinni. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Bjarni, Dúna, Gunna Dóra, Berglind, Einar Hrafn og fjölskyld- ur, innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Ólafía Þ. Stefánsdóttir. Ég segi stundum að ég eigi fjórar mömmur; eina mömmu, eina ömmu og tvær móðursystur. Og núna ert þú farin, Sigrún. Það er furðulegt að hugsa til þess að systurnar séu tvær eftir, þið voruð svo mikið þríeyki. Þær eru ófáar hlátursgusurnar sem hafa komið frá ykkur og oft sem að þú veltist um af hlátri. En það gátu lika verið læti í ykkur þegar þið ætluðuð allar að stjórna. Mamma er líka yngst þannig að eldri systrum fannst alveg sjálfsagt að skipta sér af okkur, sem er gott og ég ríkari fyrir vikið. Stund- um skipti ekki máli hvort þú varst mamma eða móðursystir þegar þurfti að skamma mig, sauma á mig kjól, senda mig til útlanda, redda mér vinnu og svo framvegis. Núna er ég þakklát fyrir hvað sam- gangurinn var mikill og ég þekkti þig vel. Þakklát fyrir endalaus matarboð og veislur, ef það er tilefni til að halda veislu þá er haldin veisla, voru þín orð. Þakklát fyrir öll ferðalögin og sam- komur úti á landi, nú síðast á Húsavík þar sem þú mættir glerfín í afmælið hans Adda þótt þú værir orðin veik. Ég er líka glöð yfir því að þið Bjarni komuð í heimsókn til mín til New York, það var mjög gaman að hafa ykkur og geta sýnt ykkur borgina. Við gerðum grín að því að það væru ekki allar „töntur“ sem létu sig hafa það að sofa á gólfinu hjá systurdóttur sinni í Brooklyn en þér fannst það fínt, enda fjölskyldan vön að hrúga sér á gólfið á ferðalögum. Þig munaði ekki um að laga fyrir mig uppábrot á buxum yfir morgunkaffinu og kaupa nokkrar nauðsynjar sem þér fannst vanta á heimilið, eins og gul- rótarflysjara, af gyðingunum í hverf- inu. Það var líka gott að hafa þig á staðnum sumrin sem ég vann á VST. Þegar ég var búin að brenna súp- una fyrir verkfræðingana, korter í hádegi, þá gat ég kallað á þig og þú komst hlaupandi og bjargaðir málun- um og varst snögg að því. Þú varst líka yfirleitt snögg að öllu og ekkert að vandræðast yfir hlutunum heldur framkvæmdir þá. Ég man að ég var orðin frekar gömul þegar ég tók fyrst eftir að höndin á þér var öðruvísi en annarra en það stoppaði þig aldrei við að gera alla skapaða hluti. Það þýddi heldur ekkert að ætla að kvarta og kveina ef þú varst nálægt, þú tókst það ekki í mál. Ég hugsa til þín þegar ég þarf að horfa fram á veginn og taka hlutunum eins og þeir eru. Þegar við fluttum úr Lækjarselinu hjálpaðir þú okkur að tæma húsið og þegar allt var komið og ég stóð í tómu herberginu mínu og ætlaði að fara að tárast og mamma í eldhúsinu, þá sagðirðu að þetta þýddi ekki og rakst alla út, þar með var sú kveðjustund búin og miklu auðveldari fyrir vikið. Það var mikið áfall fyrir fjölskyld- una þegar fréttist af veikindum þín- um, en það er aðdáunarvert hvernig þú barðist áfram. Það eru ekki nema tvær vikur síðan ég keypti indverskt silki í kjól á þig eins og þú baðst um. Þú ætlaðir ekki að gefast upp og gerðir það aldrei. Þær eru margar minningarnar og við munum sakna þín sárlega. Ég hefði viljað vera heima núna og kveðja þig en þar sem ég sit á þakinu á 500 ára gömlu gisti- heimili og horfi á stjörnubjartan him- ininn yfir bláu borginni Jodhpur á Indlandi þá hugsa ég að þetta sé miklu betri kveðjustund og þér betur að skapi. Þú hafðir líka gaman af að ferðast, sjá nýja hluti og njóta lífsins. Elsku amma, mamma, Kristín, Guðjón, Bjarni, Gunna Dóra, Berg- lind, Einar Hrafn og fjölskyldan öll, Guð veri með ykkur. Kveðja frá Ind- landi, Hanna Björk. Það var fyrir tilviljun að leiðir okk- ar lágu saman í Leeds í Englandi 1964. Þar höfðum við ráðið okkur sem au-pair stúlkur, þá 16 ára gamlar. Strax tókst með okkur mjög góð vin- átta sem haldist hefur fram á þennan dag. Á þessum árum blómstraði Bítla- menningin. Fyrstu tónleikarnir voru með sjálfum Bítlunum, hvílík upplif- un. Síðan tóku hverjir tónleikarnir við af öðrum, Sandy Shaw, Cilla Black, The Animals og fleiri. Á Wimpy’s kynntumst við skyndibita- menningunni og hamborgarar og franskar urðu uppáhaldsfæðan. Þegar það spurðist að KR ætti að leika á móti Liverpool í Bretlandi mættum við að sjálfsögðu til að styðja okkar menn. Mikið urðum við undrandi sjá aðdáendaskarann fyrir framan hótelið þar sem þeir bjuggu. Ekki höfðum við rennt grun í að KR væru svona vinsælir. Málið skýrðist hins vegar þegar Rolling Stones birt- ust í anddyrinu. Gulnuð eiginhand- aráritun Bryan Jones, trommarans fræga sem nú er látinn, er til minn- ingar um þennan atburð. Við höfðum allar lofað að koma heim aftur þetta sama kvöld, en hvernig var það hægt? Allar fengu heimild frá sínum fjölskyldum til að vera fram á næsta dag nema Sigrún. En hvað gerir sjálfstæð og klár ung stúlka frá Ís- landi þegar henni finnst hún órétti beitt? Hún lætur slag standa og ákveður samt að vera lengur. Bretar sýndu slíku sjálfstæði lítinn skilning og daginn eftir ákvað Sigrún að hafa vistaskipti og lenti þá hjá mjög góðri fjölskyldu. Vináttan þróaðist áfram eftir að heim kom. Ýmislegt skemmtilegt höfum við gert saman í gegnum tíð- ina. Eftir því sem árin líða hafa mak- ar okkar kynnst betur og þetta er orðinn stór vinahópur. Við þökkum allar yndislegu stund- irnar sem við höfum átt saman. Sig- rúnar verður sárt saknað í hinum vikulegu göngutúrum, gönguklúbbs- ins Frjálsra fóta og í hinni árlegu sumarbústaðaferð til Helgu og Óla. Sigrún skapaði þá hefð af sínum al- kunna myndarskap að síðasta göngu- túrnum á aðventu lauk í Reyni- hvammi hjá henni og Bjarna. Þar beið okkar alltaf hlaðborð af gómsæt- um heimatilbúnum jólasmákökum sem Sigrún bakaði af sínum einstaka myndarskap. Hún var dugleg að við- halda gömlum og góðum siðvenjum sem flest okkar hafa látið af. Við fráfall Sigrúnar er skarð fyrir skildi. Hún var einstaklega listræn og dugleg, sama hvað hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var frábær vinkona, ljúf, glöð og hafði yndislega nærveru. Á sólríku sumarkvöldi í júlí 2004 hélt vinahópurinn upp á 40 ára samveru – þar vantaði engan. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigrúnar. Erna Freyja, Helga, Jóhanna Björk, Kristín Dan, Kristín Jóns, Laufey og Oktavía. Nú þegar náttúran öll er að vakna til lífsins kveður Sigrún Hulda Jóns- dóttir þennan heim. Eftir harða rimmu við vágestinn mikla lýtur hún í lægra haldi, hafði þó barist fræki- lega. Ekki voru æðruorðin uppi síð- ustu misserin þegar hún var innt eftir líðaninni. Sagði hreinskilnislega frá ástandinu, stundum erfiðu og stund- um bærilegu. Íþyngdi ekki viðmæl- anda sínum og var þrátt fyrir veik- indin hress í andanum. Sigrún kom til liðs við okkur á Verkfræðistofu Sigurðar Thorodd- sen 1987 og hefur starfað sem tækni- teiknari öll þau átján ár sem liðin eru síðan. Fyrst með tússpennann að vopni og síðan og miklu lengur tölv- una, skjáinn og lyklaborðið. Lengst- um vann hún á húsagerðarsviði við gerð burðarvirkja-, lagna- og loft- ræsiteikninga. Í samstarfi var Sigrún traust og áreiðanleg. Hún gerði fyrst kröfur til sjálfs sín og síðan til annarra. Lét þó ekki eiga hjá sér ef henni fannst að sér vegið. Oft hafa vinnuhroturnar verið strangar þegar skiladagur verkefna nálgaðist óðfluga, mátti þá jafnan reiða sig á starfsfýsi hennar og vinnusemi. Og glaðlyndið og jafn- lyndið. Við starfsfélagar Sigrúnar á verk- fræðistofunni þökkum henni sam- fylgdina og eigum um hana minningu um heilsteypta og sterka konu, og sendum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Starfsfélagar á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Við Sigrún Hulda urðum vinkonur þegar við bjuggum á Húsavík. Þar áttum við saman gleði- og sorgar- stundir, börnin okkar voru á svipuð- um aldri, við vorum báðar að sunnan og vorum saman í JC. Margar skemmtilegar minningar fljúga í gegnum hugann frá þessum árum, afmælisboðin, hangikjötsveisl- urnar, gamlárskvöldin, ræðukeppnir, ógleymanleg helgi þegar við héldum framkvæmdastjórnarfund fyrir JC hreyfinguna eða bara stundirnar þegar við droppuðum við hjá hvor annarri í spjall. Svo flutti ég suður í Kópavoginn og nokkru seinna flutti Sigrún einnig þangað. Fyrst hittumst við ekki oft, hringd- um í hvor aðra og hittumst í kaffi- spjalli í Kringlunni. Svo dreif hún mig í Soroptimista- klúbb Kópavogs þar sem hún var fé- lagi. Nú vorum við ekki bara vinkon- ur heldur líka systur og samveru- stundum okkar fjölgaði. Fyrir um einu ári síðan greindist Sigrún með krabbamein og mér er svo minnisstætt þegar hún hringdi í mig og sagði mér frá þvi. Hún sagði að við hefðum áður gengið saman í baráttunni við þennan sjúkdóm þeg- ar ég fékk hann fyrir nokkrum árum. Ég læknaðist og hún ætlaði að gera það líka. Sigrún var baráttukona og neitaði að láta sjúkdóminn buga sig. Þrátt fyrir áföll þá sagði hún alltaf „Brekk- an verður aðeins brattari um tíma en ég ætla að komast hana“. Á þessu ári og þó sérstaklega síð- ustu vikurnar höfum við rætt margt saman, hugsanir okkar og væntingar. Við ræddum dauðann en bara sem endanlok einhvern tíma. Sigrún var alls ekki komin að þeim endalokum og var bara ekki tilbúin að viður- kenna þau. Síðustu vikurnar voru erfiðar vegna sjúkdómsins en jafnframt var það svo ótrúlega gefandi að fylgjast með baráttu hennar og viljastyrk. Hún ætlaði aftur í vinnu og hún ætl- aði í fleiri ferðalög um heiminn. En mennirnir áætla en Guð ræður. Ég kveð vinkonu mína Sigrúnu Huldu með orðum Guðrúnar Jó- hannsdóttur frá Brautarholti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. Elsku Bjarni, Gunna Dóra, Berg- lind og Einar Hrafn, við Geiri vottum ykkur og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð í ykkar miklu sorg. Algóður Guð varðveiti minningu Sigrúnar Huldu. Þóra. Elskuleg klúbbsystir okkar, Sig- rún Hulda, er látin, langt um aldur fram, aðeins 57 ára að aldri. Sigrún Hulda gekk til liðs við Soroptimista- klúbb Kópavogs 1988, eftir að hún flutti frá Húsavík. Hún var stofn- félagi Soroptimistaklúbbs Húsavíkur sem stofnaður var 1983. Frá fyrsta degi sáum við hve góður og traustur félagi Sigrún Hulda var. Hún var allt- af tilbúin að taka að sér margvísleg störf fyrir klúbbinn, var m.a. formað- ur í tvö ár. Einnig tók hún að sér trúnaðarstörf fyrir Landssambands- stjórn Soroptimista. Það er ómetan- legt að eiga slíkan félaga sem Sigrún Hulda var. Margs er að minnast. Allar sum- arbústaða-, gróðursetningar- og ut- anlandsferðirnar, aldrei lét hún sig vanta, hrókur alls fagnaðar. Síðasta ferðin hennar með okkur var sl. ár þegar við fórum að gróðursetja í spildunni okkar í Lækjarbotnum. Hún gat ekki tekið þátt í gróðursetn- ingunni, en kom til að vera með og skemmta okkur. Það lýsir Sigrúnu Huldu, alltaf gefandi. Fyrir tæpu ári veiktist Sigrún Hulda. Hún tók því með fádæma æðruleysi, eins og hún sagði sjálf, þetta var verkefni sem hún þurfti að leysa. Henni tókst það vel enda ætl- aði þessi einstaka kona að sigrast á erfiðum sjúkdómi sínum. Alltaf hélt hún reisn sinni og glæsileika. Eftir sitjum við með sorg og sökn- uð í hjarta, en við eigum góðar minn- ingar um Sigrúnu Huldu sem enginn getur frá okkur tekið. Þær eru perlur sem við geymum innst í hjörtum okk- ar. Við þökkum margar yndislegar samverustundir og biðjum góðan Guð að styrkja eiginmann hennar og fjölskylduna alla. F.h. Soroptimistaklúbbs Kópavogs Gréta og Hrafnhildur. Elsku vinkona, þá er baráttunni lokið og þú beiðst lægri hlut þó svo að það væri ekki bilbug á þér að finna al- veg til hins síðasta. Sárt er þín sakn- að en ljósi punkturinn er að nú þarft þú ekki að þjást lengur. Það var þér einni líkt hvað þú gerðir þér far um að vera elegant og vel til höfð hvernig svo sem þér leið. Kæra vinkona, mikið eigum við eft- ir að sakna þín sem vinar og vinnu- félaga. Við þökkum þér allar yndis- legu stundirnar sem við áttum saman í vinnunni og utan. Hver mætir nú í flottustu inniskónum í sumarbústað- inn og ekki þegjum við lengur saman við að mála á postulín. Þá viljum við þakka hvað þú varst alltaf tilbúinn að taka til hendinni og gera að veruleika hugmyndir okkar, hverjar svo sem þær nú voru. Ein veisla eða nokkur hundruð Sörur, það var nú ekki mikið mál, bara að hefjast handa og þá varst þú nú í essinu þínu þegar þú reyndir að stjórna okkur. Það tókst bara nokkuð vel, því það var einhvernveginn sjálf- sagt að þú stjórnaðir. Þú varst líka alltaf tilbúinn að hlusta á okkur þegar eitthvað bjátaði á og varst ekki feimin að segja þína skoðun á málunum. Já, margs er að minnast og hvað er þá helst, ótal minningar streyma um hugann. Við þökkum þér samfylgd- ina kæra vinkona. Góður Guð gefi þínum nánustu styrk. Þær gömlu á VST, Kristín, Anna, Klara, Katrín og Þorkatla. Sigrún móðursystir mín er látin. Þessi hlýja, lífsglaða, káta og list- ræna kona sem var búin að heyja hetjulega baráttu í næstum ár. Og nú er hún lögð af stað í sitt hinsta ferða- lag. Sigrúnu voru ferðalög afar hug- leikin og þótti henni gaman að segja frá ferðum sínum. Stundum sagði hún frá tímanum sem hún dvaldist í Englandi sem ung stúlka og var sá tími sveipaður ævintýraljóma. Hún sagði frá því þegar þær vinkonurnar fóru í bíó og borðuðu kíló af súkkulaði hver og þegar henni bauðst að syngja með Simon og Garfunkel rétt áður en þeir urðu heimsfrægir. En hún af- þakkaði það góða boð. Eitt ferðalag er mér sérstaklega minnisstætt og það er þegar við systur ákváðum að bjóða mömmu okkar í óvissuferð til London í tilefni af sextugsafmæli hennar. Systur mömmu, þær Sigrún og Inga Dóra, ákváðu strax að koma með og skemmtum við okkur kon- unglega við að undirbúa ferðina. Þetta var fyrir rétt rúmu ári og ekki grunaði okkur hvað stutt væri í að Sigrún myndi veikjast. Sjaldan hafa fimm manneskjur hlegið eins mikið á jafn stuttum tíma og í þessari ferð. Nú er komið að kveðjustund. Guð geymi hana móðursystur mína. Steinunn Jónasdóttir. SIGRÚN HULDA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.