Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 54
Risaeðlugrín © DARGAUD HVAÐ Á ÞETTA EIGINLEGA AÐ ÞÝÐA? HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ HANDSAMA MORÐINGJANN EF FÓRNARLAMBIÐ ER RISIÐ UPP FRÁ DAUÐUM? ÞETTA ER ALVEG HREINT SKAMMARLEGT! ÞAÐ ER RÉTT! HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ ÞÚ VARST DAUÐUR FYRIR FIMM MÍNÚTUM SÍÐAN EN ERT LIFANDI NÚNA? Ö... ÉG SKIL EKKI ALVEG HVAÐ ÞÚ ERT AÐ FARA. ÉG KOM HINGAÐ Í MORGUN TIL ÞESS AÐ VEIÐA BJELEMIT VEIÐA HVAÐ? BJELEMIT ERU SKELJAR SEM ÉG NOTA OFT Í SALAT EÐA SÚPU. ÉG HEF AÐ ÖLLUM LÍKINDUM BORÐAÐ OF MIKIÐ AF ÞEIM, ÞVÍ MÉR VARÐ ILLT Í MAGANUM OG ÞESS VEGNA LAGÐI ÉG MIG OG ÞETTA! HVAÐ ER ÞETTA?! ÞETTA ER SKELIN UTAN AF BJELEMINUM. ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ BORÐA HANA ANSANS! ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ ÞÚ ERT... FÓRNARLÖMIN Í ÞESSU MÁLI ERU GREINI- LEGA SKELFISKARNIR. ÞAÐ HEFUR VERIÐ FRAMIÐ FJÖLDAMORÐ! OG MORÐINGINN ER... HANN!! HVAÐ?!? BEINA LEIÐ Í STEININN MEÐ ÞIG! STJÓRI, GÆTIRÐU NOKKUÐ KALLAÐ Á LIÐSAUKA TIL ÞESS AÐ GERA ÚTLÍNUR Í KRINGUM ÖLL FÓRNARLÖMBIN Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞAÐ ER FALLEGT VEÐUR HÉRNA Á VELLINUM... FYRIR HEIMSMEISTARAKEPPNINA Í ÞVÍ AÐ DREKKA ÚR KLÓSETTINU SLURP SLURP SLURP SLURP SLURP ALDREI LEYFA HUNDI AÐ VELJA Á HVAÐ ER HORFT HALLÓ? ER ÞETTA HUNDABÝLIÐ? ÉG ER AÐ HRINGJA FYRIR VIN MINN... MÁ HANN TALA VIÐ EINA TÍKINA YKKAR... HANN VEIT EKKI HVAÐ HÚN HEITIR... LÝSA HENNI? HÚN ER MEÐ MJÚKA LOPPU NEI MAMMA! EKKI FARA MEÐ MIG Í RÚMIÐ ÞÚ GETUR EKKI LÁTIÐ MIG FARA AÐ SOFA! ÉG SAGÐI HOBBES AÐ GLEYPA HVERN ÞANN SEM KEMUR INN Í HERBERGI FYRIR KL. 9 TÍGRISDÝRIÐ ÞITT ER Í ÞVOTTAVÉLINNI GÓÐUR TÍMI TIL AÐ FARA Í BAÐ BARA VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ VILT VERA SKÍTUGUR... Dagbók Í dag er föstudagur 15. apríl, 105. dagur ársins 2005 Stundum skiptir einbeygja öllu máli. Víkverji er ekki kunn- ugur í Vík í Mýrdal og er yfirleitt á leið eitt- hvert annað þegar hann ekur þar um. Til þessa hefur hann því bara brunað beint í gegnum þorpið og ekki komið auga á neitt til að staldra við – þjóðvega- sjoppurnar eru hver annarri líkar. x x x En svona er nú Vík-verji mikill vitleys- ingur. Í vikunni var hann á ferð um Suður- land með fólki, sem þekkti sig í Vík og benti Víkverja á að taka hægri- beygju þegar inn í þorpið er komið, niður að útsýnisstað, þar sem hægt er að virða fyrir sér Reynisdranga og tignarlegt brimið í fjörunni. Leið- in liggur um elzta hluta þorpsins, þar sem er að finna falleg gömul hús, sem sum hver hafa verið gerð skemmtilega upp. Þar skipar Bryde- búð virðulegastan sess, en Víkverja skilst að þar sé bæði upplýsinga- miðstöð fyrir ferðamenn og kaffihús á sumrin. Víkverji gægðist á gluggann og þótti verst að ekki skyldi vera opið á þess- um árstíma. x x x Svona getur einbeygja breytt fram- tíðaráformum fólks. Nú er Víkverji alveg stað- ráðinn í að leggja leið sína til Víkur með fjöl- skylduna í sumar, skoða sig um í gamla þorpinu, horfa á brimið og Reynisdranga, fá sér kaffi í Brydebúð og kynna sér það sem ferðaþjónustan í ná- grenninu hefur upp á að bjóða. Enda er það auðvitað hneyksli að sjálfur Víkverji skuli aldrei hafa skoðað sig almennilega um í Vík. x x x Víkverji hefur gaman af því hvaðbörn eru fljót að læra það sem fyrir þeim er haft í fjölmiðlunum, jafnvel frasa sem ekki eru algerlega til fyrirmyndar. Á dögunum var hann að skera matinn ofan í þriggja ára dóttur sína þegar gall í sjö ára systur hennar: „Hey, af hverju fær hún hærra þjónustustig en ég?“ Þessi dama verður vonandi einhvern tímann afar meðvitaður neytandi. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Tónleikar | Popphljómsveitin Ísafold er ný af nálinni og hefur verið að vekja þó nokkra athygli undanfarið. Hún er skipuð hljóðfæraleikurum sem leikið hafa í sveitum á borð við 200.00 naglbíta, The Flavors og Engla en söngkonan er að stíga fram á sjónarsviðið, nær fullsköpuð, að sögn kunnugra. Hún heitir Lísa Einarsdóttir og hafði áður getið sér gott orð með laginu Litir. Lagið Afi með Ísafold er nú komið í spilun á FM957 og mun hún halda tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Spánnýja Ísafold MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15, 7.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.