Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
ÓPERUDEILD og kór Tónlistar-
skólans á Akureyri frumsýna eina
vinsælustu óperu allra tíma, Töfra-
flautuna eftir Mozart, á morgun,
laugardaginn 16. apríl kl. 18 í Ket-
ilhúsinu.
„Það koma mjög margir fram í
þessu verki, enda erum við að sýna
óperuna nær því í fullri lengd og
nemar fara með svo til öll hlut-
verk,“ sagði Sigríður Aðalsteins-
dóttir leikstjóri, söngatriði eru á
þýsku en talaður texti fluttur á ís-
lensku með.
„Við erum svo heppin að vera
með stóran og góðan hóp, þannig
að við vorum ekki í erfiðleikum
með að manna hlutverkin,“ sagði
Sigríður, en um 50 manns eru í
deildinni nú. Hún sagði nema hafa
lagt á sig mikla vinnu, æfingar
hefðu nánast staðið yfir í allan vet-
ur, enda um viðamikið verkefni að
ræða. „Það er alveg rosaleg vinna
við þetta en mjög skemmtileg og
það hefur gengið vel.“
Verðandi afreksfólk í tónlist
Hún sagði mikla grósku í óperu-
deildinni, sem vaxið hefði ört á
liðnum árum, „við eigum mikið af
hæfileikaríku fólki og erum óskap-
lega glöð að geta sett upp svona
fína og góða sýningu, en við höfum
lagt mikið í þetta verkefni. Krakk-
arnir hafa unnið eins og hestar í
allan vetur og það verður gaman
fyrir þau að geta sýnt bæjarbúum
árangur erfiðis síns, það er líka
mikilvægt fyrir þau og einnig fyrir
skólann,“ sagði Sigríður. „Það er
virkilega gaman fyrir þetta bæjar-
félag að eiga á að skipa svo mörgu
hæfileikafólki, þetta er verðandi
afreksfólk í tónlist.“
Töfraflautan er ævintýraópera í
tveimur þáttum og segir þar frá
prinsinum Tamino og fuglafangar-
anum Papageno sem sameiginlega
taka að sér að frelsa prinsessuna
Paminu, dóttur Næturdrottning-
arinnar úr höndum hins mikla
Sarasatro. Óperan verður flutt
með píanóundirleik Daníels Þor-
steinsson. Sviðsmyndina gerir Þór-
arinn Blöndal og Ingvar Björnsson
sér um lýsingu. Töfraflautan verð-
ur sýnd áfram í næstu viku, á
mánudag, þriðjudag, og föstudag,
18. og 19. og 22. apríl kl. 20, og
einnig á sumardaginn fyrsta, 21.
apríl kl. 18. Miðasala hefst klukku-
stund fyrir sýningu, en einnig er
hægt að panta miða í Tónlistar-
skólanum á morgna, virka daga.
Óperudeild og kór Tónlistarskólans flytja Töfraflautuna eftir Mozart
Rosaleg vinna
en líka mjög
skemmtileg
Morgunblaðið/Kristján
Viðamikil sýning Óperudeild Tónlistarskólans á Akureyri flytur Töfra-
flautuna eftir Mozart, en hér er Ingimar Guðmundsson í hlutverki sínu.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
LÖGREGLAN á Akureyri handtók í fyrra-
dag, með aðstoð og samvinnu lögregl-
unnar á Blönduósi, þrjá menn vegna fíkni-
efnamáls. Mennirnir voru að koma frá
Reykjavík og voru á leið til Akureyrar. Í
fórum þeirra fundust um 300 gr af hassi og
er þetta eitt mesta magn af hassi sem lög-
reglan á Akureyri hefur lagt hald á í einu.
Talið er að söluverðmæti efnanna á göt-
unni geti numið allt að 800–900 þúsundum
króna. Mennirnir voru fluttir til Akureyr-
ar þar sem þeir nú gista fangageymslur.
Mennirnir hafa verið yfirheyrðir en lög-
regla telur málið vera á byrjunarstígi.
Tveir mannanna hafa áður komið við sögu
lögreglunnar vegna fíkniefnamála, lík-
amsárása, hótana og fleiri afbrota.
Þrír menn á tvítugsaldri voru hand-
teknir eftir ofsaakstur í vikunni,
þar sem þeir reyndu að stinga lögregl-
una af. Talið er að mennirnir hafi náð að
kasta fíkniefnum út úr bifreiðinni. Menn-
irnir voru handteknir en sleppt að loknum
yfirheyrslum. Ökumaður bifreiðarinnar
var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða.
Handteknir
með fíkniefni
ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja starfsemi
útibús KB banka í Sunnuhlíð á Glerártorg
og í Geislagötu. Opnuð verður ný af-
greiðsla á Glerártorgi með lengri af-
greiðslutíma en bankinn hefur boðið á Ak-
ureyri til þessa. Samhliða þessum
skipulagsbreytingum verður þjónusta í að-
alafgreiðslu KB banka við Geislagötu efld
til muna. Breytingunum er í senn ætlað að
hagræða í rekstri bankans og treysta um
leið grundvöll hans til þjónustu í fremstu
röð við einstaklinga og atvinnulíf á Ak-
ureyri og nálægum byggðum, að sögn
Hilmars Ágústssonar útibússtjóra KB
banka á Akureyri. Síðasti afgreiðsludagur
í Sunnuhlíð verður 19. maí nk. og ný af-
greiðsla KB banka verður opnuð á Gler-
ártorgi sama dag.
Flytur á
Glerártorg
Útibú KB banka í Sunnuhlíð
Össur og Ingibjörg | Frambjóð-
endur í formannskjöri í Samfylk-
ingunni, Össur Skarphéðinsson og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, eru
meðal ræðumanna á fundi um
stjórnmál ungs fólks sem haldinn
verður í Nýja bíói á Akureyri á
morgun, laugardaginn 16. apríl, kl.
12.
Að auki taka til máls þau Katrín
Júlíusdóttir þingmaður, Margrét
Gauja Magnúsdóttir, formaður
Ungra jafnaðarmanna í Hafn-
arfirði, Þorlákur Axel Jónsson
menntaskólakennari og Andrés
Jónsson, formaður Ungra jafn-
aðarmanna. Stólpi, félag ungra
jafnaðarmanna á Akureyri, efnir
til fundarins.
Skemmdarverk | Guðmundur
Jóhannsson, formaður umhverf-
isráðs og varabæjarfulltrúi á Ak-
ureyri, varð fyrir heldur
óskemmtilegri reynslu í síðustu
viku. Ársgamall BMW-bíll hans
var allur rispaður með eggjárni við
heimili hans í Hvammshlíð og voru
skemmdirnar svo miklar að
sprauta þarf báðar hliðar bílsins.
Kostnaður við viðgerð bílsins er
um 300 þúsund krónur. Málið var
kært til lögreglu. Fleiri bílar voru
við heimili Guðmundar en engar
skemmdir voru unnar á þeim.
Krakártríóið leikur | Pólsku
tónlistarmennirnir í Trio Cracovia
koma fram á tónleikum í Ketilhús-
inu á Akureyri í dag, föstudag, kl.
17.30. Tríóið er skipað gömlum
skólabræðrum úr Tónlistar-
akademíu Krakárborgar í Póllandi
þar sem þeir stunduðu nám á átt-
unda áratugnum. Á tónleikunum
munu þeir leika Píanótríó í d-moll
eftir Anton Arensky og Píanótríó í
f-moll eftir Antonín Dvorák. Tón-
listarfélag Akureyrar efnir til tón-
leikanna.
♦♦♦
Kópavogur | Kópavogsbær og
Knattspyrnuakademía Íslands und-
irrituðu í gær viljayfirlýsingu um
sameiginlegan undirbúning að upp-
byggingu heilsu-, íþrótta- og fræða-
seturs á um 8 hektara landsvæði við
Vallakór í Kópavogi. Að sögn Gunn-
ars I. Birgissonar, formanns bæjar-
ráðs, er stefnt að undirritun form-
legs samkomulags í júní og að
framkvæmdir hefjist í haust og að
þeim ljúki eftir u.þ.b. 3–4 ár.
Að sögn bæjaryfirvalda er mark-
miðið að byggja upp aðstöðu sem
þjóni íbúum í efri byggðum Kópa-
vogs og Knattspyrnuakademíu Ís-
lands, og jafnframt að þar verði mið-
stöð starfstengdrar sérfræði- og
rannsóknarstarfsemi á sviði íþrótta
og lýðheilsu í samvinnu við fram-
haldsskóla á svæðinu.
Knatthús og nýr
framhaldsskóli
Stefnt er að því að aðilar vinni
sameiginlega að gerð deiliskipulags
á íþróttasvæðinu. Gert er ráð fyrir
að þar verði íþróttahús, lítil sund-
laug, fjölnota knatt- og sýningarhús
með keppnisaðstöðu fyrir knatt-
spyrnu í svipaðri stærð og Egilshöll í
Grafarvogi, líkamsræktaraðstaða,
þrír knattspyrnuvellir utandyra í
fullri stærð, tenging við útivistar-
svæði Heiðmerkur, o.fl.
Þá mun Knattspyrnuakademían
hafa forgöngu um uppbyggingu
heilsu- og fræðaseturs við Vallakór.
Markmiðið er að þar verði aðstaða
fyrir sjúkraþjálfun og meistara- og
doktorsnema í íþrótta-, sjúkraþjálf-
unar- og lýðheilsufræðum. Þar verði
aðstaða fyrir stofnanir tengdar lýð-
heilsu, einnig læknamiðstöð, heilsu-
gæsla og gistiheimili eða íþróttahót-
el auk annarrar þjónustu í tengslum
við starfsemi fræðasetursins.
Í framkvæmdalýsingu segir að að-
ilar vinni nú markvisst að því að
framhaldsskóli verði byggður á
svæðinu og er m.a. bent á að leitað
hafi verið til menntamálaráðuneyt-
isins í því sambandi. Ekkert sam-
komulag liggur þó fyrir en mennta-
málaráðherra kveðst jákvæð
gagnvart uppbyggingu á svæðinu.
Í framhaldi af undirritun viljayfir-
lýsingarinnar í gær er gert ráð fyrir
að viðræður hefjist um framkvæmd-
ir, rekstur og afnot af mannvirkjun-
um, auk þess sem deiliskipulags-
vinna er framundan, sem fyrr segir.
Kópavogsbær og Knattspyrnu-
sambandið áforma að stofna verk-
efnastjórn sem annast mun undir-
búning framkvæmda og stjórnun og
verður hún skipuð fjórum fulltrúum,
tveimur frá hvorum aðila.
Helstu byggingarstærðir eru: að
gert er ráð fyrir að verslun, þjónusta
og heilsumiðstöð verði á þremur
hæðum á um 8.200 fermetrum og að
þar ofan á verði gistiheimili og íbúðir
á 9 hæðum (4.–12. hæð). Framhalds-
skóli og tengd þjónusta verði á um
13.000 fermetrum á þremur hæðum,
þá er gert ráð fyrir 2.500 fermetrum
undir íþróttahús og að 1.300 fer-
metrar fari undir líkamsrækt, o.fl.
Heildarbyggingarmagn er áætlað
u.þ.b. 35.000 fermetrar.
Guðni Bergsson og Arnór Guð-
johnsen, fyrrum landsliðsfyrirliðar
Íslands í knattspyrnu og fulltrúar
Knattspyrnuakademíunnar við und-
irritunina í gær, sögðu báðir að við-
brögð bæjaryfirvalda við hugmynd-
um um uppbyggingu á svæðinu
hefðu verið framar björtustu vonum.
Knattspyrnuakademían, sem áður
hét Knattspyrnuskóli Arnórs Guð-
johnsen, sótti upphaflega um leyfi til
að byggja knatthús í Kópavogi fyrir
röskum tveimur árum. Knattspyrnu-
akademían býður upp á einstaklings-
bundna knattspyrnuþjálfun sem við-
bót við það starf sem fram fer hjá
íþróttafélögunum og segir Arnór að
Akademían hafi fengið frábærar
móttökur frá því starfsemin hófst.
Alls hafi um 1.500 knattspyrnuiðk-
endur sótt þangað námskeið.
Gunnar I. Birgisson, formaður
bæjarráðs, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að stefnt væri að því að nýtt
knatthús yrði tekið í notkun haustið
2006 og að gera mætti ráð fyrir að
fjárfesting bæjarins vegna uppbygg-
ingar á svæðinu næmi 7–800 millj-
ónum króna. Þá er ótalinn kostnaður
vegna uppbyggingar heilsu- og
fræðaseturs, sem er á hendi Knatt-
spyrnuakademíunnar, hótels, íbúða
o.f.l. ásamt framhaldsskóla.
Kópavogsbær og Knattspyrnuakademían undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Vallakór
Teikning/T.ark/Onno
Gríðaruppbygging Hér sést svæðið sem um ræðir ásamt þeim mannvirkjum sem gert er ráð fyrir að rísi á næstu
árum (fyrir miðju) í tengslum við uppbyggingu heilsu-, íþrótta- og fræðaseturs.
Morgunblaðið/Eyþór
Viljinn staðfestur Við undirritunina í gær. Frá hægri: Arnór og Eiður
Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Logi Ólafsson landsliðsþjálfari.
Umfangsmikil upp-
bygging íþrótta-
og fræðaseturs
AKUREYRI