Morgunblaðið - 15.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 25
DAGLEGT LÍF
MEÐ vorinu er tímabært að draga
fram garðhúsgögnin og undirbúa
ánægjustundir sumarsins í garð-
inum. Á vefsíðu dönsku Neytenda-
samtakanna www.forbrug.dk er að
finna leiðbeiningar um meðferð
garðhúsgagna. Þar segir að af tré-
húsgögnum sé minnst viðhald á hús-
gögnum úr tekki. Í reynd sé óhætt
að leyfa þeim að standa úti allan árs-
ins hring en flestum finnist sjálfsagt
að bera á þau olíu einu sinni á ári.
Aðrar viðartegundir hafi einnig gott
af olíu eftir veturinn en olían hindra
að viðurinn þorni og liturinn fölni.
Gagnvarið, málað eða lakkað
Gagnvarin húsgögn þurfa ekkert
viðhald. Þau geta staðið úti og þau
má mála eða lakka að vild.
Máluð og/eða lökkuð húsgögn
þurfa mikið viðhald. Þau þarf að
þrífa vel og slípa áður en þau eru
máluð eða lökkuð. Nauðsynlegt er
að fara í það minnsta tvær umferðir
yfir húsgögnin og ekki má gleyma að
nudda vel endatrén.
Fara yfir skrúfur og festingar og
skipta út ef þess gerist þörf. Nýju
skrúfurnar verða að vera aðeins
sverari en þær, sem fyrir voru til að
ná góðu gripi.
Húsgögn úr plasti
Garðhúsgögn úr plasti er best að
þvo vel með góðu sápuvatni.
Óhreinindi sem erfitt er að ná af
plasthúsgögnum má nudda með
slípiefni fyrir bíla. Hafa verður í
huga að efnið getur rispað yfirborðið
og í rispurnar safnast skítur þegar
líður á sumarið.
Óhreinindi smita með tímanum
inn í plasthúsgögn og getur oft verið
erfitt að ná þeim vel hreinum.
Hvít plasthúsgögn hafa ekki gott
af sól. Hitinn mýkir húsgögnin og þá
er hætt við að stólar brotni þegar
sest er á þá. Auk þess verður yf-
irborðið matt og skítsælla eftir sól-
ina.
VORVERKIN | Tré- og plasthúsgögn
Tímabært að yfirfara
garðhúsgögnin
Morgunblaðið/Sverrir
Gott er að bera olíu á garðhúsgögnin fyrir sumarið.
www.forbrug.dk
ÞEGAR fólk er að hugsa um að fá
sér ný útihúsgögn ætti það að taka
umhverfisvernd með í reikning-
inn. Útihúsgögn úr tekki eða öðr-
um harðviði ættuðum frá SA-Asíu
eru ekki góður kostur þar sem
framleiðsla þeirra er ekki í sam-
ræmi við kröfur um umhverf-
isvernd og getur hafa haft nei-
kvæðar félags- og efnahagslegar
afleiðingar, að því er m.a. er haft
eftir talsmanni sænsku Nátt-
úruverndarsamtakanna (SNF) í
Göteborgs Posten.
Viðartegundirnar sem SNF
mæla gegn því að fólk kaupi eru
tekk, balau, keruing, nyatoh og
shorea. Allar eiga þær sameig-
inlegt að koma frá SA-Asíu, t.d.
Malasíu, Búrma eða Indónesíu,
annaðhvort úr náttúrulegum
skógum eða sérstöku rækt-
unarlandi, og hefur hvort tveggja
haft neikvæð umhverfisáhrif. Að
sögn SNF hefur spilling grafið um
sig í tengslum við framleiðsluna
og algengt að framleiðsluvottorð
séu fölsuð. Garðhúsgögn af þessu
tagi hafa þó átt vinsældum að
fagna víða í Evrópu, m.a. vegna
þess að þau eru endingargóð. SNF
mæla frekar með útihúsgögnum
úr ösp og þó sérstaklega eik, sem
einnig er endingargóð. Enn-
fremur geta garðhúsgögn úr áli
eða plasti verið góður kostur.
Tekkhúsgögn ekki
fyrir umhverfisverndarsinna