Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 77

Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 77
 Í næstu verslun JÓNSI Hljómplata ársins Söngvari ársins Útgáfutónleikar í Fríkirkjunni, fimmtudaginn 15. desember kl. 21. Miðasala við innganginn. Frábær plata! Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að mynd Hilmars Oddsson- ar Tár úr steini, sem fjallaði um Jón Leifs tónskáld, kom út hefur Íslensk tónverkamiðstöð gefið út tveggja diska pakka sem inni- heldur DVD disk með kvikmynd- inni ásamt fjölbreyttu ítarefni og geisladisk með tónlistinni úr kvikmyndinni. Þetta er í fyrsta skipti sem kvikmyndin Tár úr steini birt- ist á DVD, en hún kom út á VHS spólum á sínum tíma. Sú útgáfa er löngu uppseld og hefur kvikmynd- in því verið ófáanleg um allnokk- urt skeið. Skýringartextar eru á íslensku, ensku og þýsku og pakk- anum fylgir vandaður bæklingur um tónlistarþátt kvikmyndarinn- ar. ■ Tár úr steini á DVD disk ÚR TÁRI ÚR STEINI Þröstur Leó Gunnarsson lék Jón Leifs. Myndlistamaðurinn Pétur Gaut- ur opnar sýningu á laugardaginn í vinnustofu sinni klukkan fjög- ur. „Ég hef oft verið með sýningu á aðventunni og reyni að hafa notalega stemningu, jazztónlist og smá veitingar,“ segir Pétur. „Gamlir og nýjir kúnnar koma þá og gera sér glaðan dag en sýn- ingin verður svo opin fram að jólum á milli klukkan fjögur og sex.“ Pétur hefur sérhæft sig í að mála uppstillingar og heldur því áfram. „Ég hef núna verið svo- lítið í því að mála íslensku flór- una, valmúgann og villiblóm svo það er smá nýjung en fellur samt undir þessa uppstillingahefð,“ segir Pétur og bætir því við að hann hafi byrjað á því að mála úti í náttúrunni. „Núna verður maður svo bara að sætta sig við að vinna inni og láta hugmynda- flugið ráða ferðinni. Oft kaupi ég líka blóm og mála á vinnustof- unni. Ég er að bíða eftir því að túlípanarnir komi í verslanir en það eru blóm sem eru aldrei eins og aldrei kjurr.“ Pétur Gautur vinnur svo hörðum höndum við að undir- búa sýningu sem opnar í mars, á fertugsafmæli hans. „Þá verður sýning í Hafnarborg og það var mjög gaman að fá að komast að á afmælisdeginum,“ segir hann og bætir því við að allir séu vel- komnir á sýninguna sem opnar á laugardaginn en hún fer fram á vinnustofu Péturs, á horni Njáls- götu og Snorrabrautar. ■ PÉTUR GAUTUR Hann opnar sýningu á vinnustofu sinni á laugardaginn. Málar túlípana og villiblóm MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 41 Í bókinni Ritlist, prentlist, nýmiðlar eftir Þorbjörn Broddason er stiklað á sögulegum áföngum í þróun boð- skipta og fjölmiðlunar og þannig leitast við að varpa ljósi á rætur nútímafjölmiðlunar. Sjónarhorn höfund- ar er almennt og alþjóðlegt og vísað er til nokkurra merkustu kenningasmiða fjölmiðlafræðanna á tuttugustu öld, en jafnframt er textinn með sterku íslensku ívafi. Háskólaútgáfan gefur út. Bókaútgáf-an Hólar hefur sent frá sér bókina Chelsea 1905-2005. Frá Feita- Willie til Eiðs Smára. Höfundar eru Agnar Freyr Helga- son og Guðjón Ingi Eiríksson. Setberg hefur sent frá sér Fyrstu orðabókina mína. Þetta er sann- kölluð orðabók barnanna með meira en 1000 litmyndum og mörg þúsund orð á íslensku, dönsku og ensku. Óskar Ingimarsson annaðist útgáfuna. NÝJAR BÆKUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.