Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 77
 Í næstu verslun JÓNSI Hljómplata ársins Söngvari ársins Útgáfutónleikar í Fríkirkjunni, fimmtudaginn 15. desember kl. 21. Miðasala við innganginn. Frábær plata! Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að mynd Hilmars Oddsson- ar Tár úr steini, sem fjallaði um Jón Leifs tónskáld, kom út hefur Íslensk tónverkamiðstöð gefið út tveggja diska pakka sem inni- heldur DVD disk með kvikmynd- inni ásamt fjölbreyttu ítarefni og geisladisk með tónlistinni úr kvikmyndinni. Þetta er í fyrsta skipti sem kvikmyndin Tár úr steini birt- ist á DVD, en hún kom út á VHS spólum á sínum tíma. Sú útgáfa er löngu uppseld og hefur kvikmynd- in því verið ófáanleg um allnokk- urt skeið. Skýringartextar eru á íslensku, ensku og þýsku og pakk- anum fylgir vandaður bæklingur um tónlistarþátt kvikmyndarinn- ar. ■ Tár úr steini á DVD disk ÚR TÁRI ÚR STEINI Þröstur Leó Gunnarsson lék Jón Leifs. Myndlistamaðurinn Pétur Gaut- ur opnar sýningu á laugardaginn í vinnustofu sinni klukkan fjög- ur. „Ég hef oft verið með sýningu á aðventunni og reyni að hafa notalega stemningu, jazztónlist og smá veitingar,“ segir Pétur. „Gamlir og nýjir kúnnar koma þá og gera sér glaðan dag en sýn- ingin verður svo opin fram að jólum á milli klukkan fjögur og sex.“ Pétur hefur sérhæft sig í að mála uppstillingar og heldur því áfram. „Ég hef núna verið svo- lítið í því að mála íslensku flór- una, valmúgann og villiblóm svo það er smá nýjung en fellur samt undir þessa uppstillingahefð,“ segir Pétur og bætir því við að hann hafi byrjað á því að mála úti í náttúrunni. „Núna verður maður svo bara að sætta sig við að vinna inni og láta hugmynda- flugið ráða ferðinni. Oft kaupi ég líka blóm og mála á vinnustof- unni. Ég er að bíða eftir því að túlípanarnir komi í verslanir en það eru blóm sem eru aldrei eins og aldrei kjurr.“ Pétur Gautur vinnur svo hörðum höndum við að undir- búa sýningu sem opnar í mars, á fertugsafmæli hans. „Þá verður sýning í Hafnarborg og það var mjög gaman að fá að komast að á afmælisdeginum,“ segir hann og bætir því við að allir séu vel- komnir á sýninguna sem opnar á laugardaginn en hún fer fram á vinnustofu Péturs, á horni Njáls- götu og Snorrabrautar. ■ PÉTUR GAUTUR Hann opnar sýningu á vinnustofu sinni á laugardaginn. Málar túlípana og villiblóm MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 41 Í bókinni Ritlist, prentlist, nýmiðlar eftir Þorbjörn Broddason er stiklað á sögulegum áföngum í þróun boð- skipta og fjölmiðlunar og þannig leitast við að varpa ljósi á rætur nútímafjölmiðlunar. Sjónarhorn höfund- ar er almennt og alþjóðlegt og vísað er til nokkurra merkustu kenningasmiða fjölmiðlafræðanna á tuttugustu öld, en jafnframt er textinn með sterku íslensku ívafi. Háskólaútgáfan gefur út. Bókaútgáf-an Hólar hefur sent frá sér bókina Chelsea 1905-2005. Frá Feita- Willie til Eiðs Smára. Höfundar eru Agnar Freyr Helga- son og Guðjón Ingi Eiríksson. Setberg hefur sent frá sér Fyrstu orðabókina mína. Þetta er sann- kölluð orðabók barnanna með meira en 1000 litmyndum og mörg þúsund orð á íslensku, dönsku og ensku. Óskar Ingimarsson annaðist útgáfuna. NÝJAR BÆKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.