Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 4

Fréttablaðið - 13.12.2006, Page 4
4 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR GenGið 12.12.2006 Gjaldmiðlar kaup sala Heimild: seðlabanki Íslands 125,3626 GenGisvísitala krónunnar 69,17 69,51 135,76 136,42 91,62 92,14 12,289 12,361 11,254 11,32 10,106 10,166 0,5916 0,595 104,39 105,01 Bandaríkjadalur sterlingspund evra dönsk króna Norsk króna sænsk króna japanskt jen sdr nýir ríkisborGarar aldursskipting 0-17 ára 1.707 18-24 ára 411 25-34 ára 1.522 35-44 ára 977 45-54 ára 428 55-64 ára 168 65 ára og eldri 92 Tölurnar miðast við þá sem fengu ríkisborgararétt frá árinu 1996 þar til í október 2006 ���������������������������������� ������������� �������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ��������������� �������������� ������������������ �������������� ������������� ��������������� ����������� ����������� ����������� ��������������� ����������� ����������� ����������� ��������������� ������������� ������������ ����� ����������� ��� �� ���������������� ������ ����������� ��� ����������������������� ��������������� � ���� ��������� ������� �� ������������������ � ��� ��������������� ����� ������������������ ���������������������� �������� ���� ������ �� ������������ ����� ������������������ ��� ������������������������� ����������������������� �� ���������������� ��� ����������������� ������������������� ����������� ����������������� ���������������� ������ ���� �� ������� ���� ���������� ������������� ����� ��� ������������������������������ ������ �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� � �� � �� � � � � � � � � � � � � � � �� � �� �� �� �� �� �� �� � � �� � � ÍsRAel, AP Mismæli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, varð- andi kjarnorkustefnu landsins í þýsku sjónvarpsviðtali sem sent var út í fyrradag, varð gagnrýn- endum hans heima fyrir í gær til- efni fullyrðinga um að hann væri ekki hæfur til að gegna embætt- inu. Í umræddu sjónvarpsviðtali á þýsku sjónvarpsstöðinni Sat-1, í til- efni af fyrstu opinberu heimsókn hans til Þýskalands sem hófst í gær, virtist Olmert telja Ísrael til kjarnorkuvígvæddra ríkja, en þótt talið sé víst að Ísraelar ráði yfir all- stóru kjarnorkuvopnabúri hefur það verið ófrávíkjanleg stefna ísra- elskra stjórnvalda í áratugi að við- urkenna hvorki né neita tilvist þessara vopna í landinu. Olmert var í viðtalinu spurður út í köll íranskra ráðamanna eftir eyðingu Ísraels og hann svaraði að Ísrael hefði aldrei hótað því að eyða neinum. „Íran hefur opinskátt hótað að þurrka Ísrael út af landakortinu,“ sagði Olmert. „Er hægt að segja að þetta sé á sama plani ef þú sæk- ist eftir því að koma þér upp kjarn- orkuvopnum, eins og Bandaríkin, Frakkland, Ísrael, Rússland.“ Fáeinum dögum áður hafði Robert Gates, verðandi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, nefnt Ísrael sem kjarnorkuvíg- vætt ríki í vitnisburði fyrir varn- armálanefnd Bandaríkjaþings. Talsmenn Ísraelsstjórnar kvört- uðu yfir ummælunum. Ummæli Olmerts voru á for- síðum blaða í Ísrael í gær og tals- menn stjórnarandstöðunnar kröfð- ust afsagnar hans. En Olmert sagði í Berlín að ekkert hefði breyst, stefna Ísraels varðandi kjarnorkuvopn væri óbreytt. „Ísrael hefur oft sagt, og ég sagði það líka í þýska sjónvarps- viðtalinu, að við ætlum okkur ekki að vera fyrsta ríkið í Miðaustur- löndum sem kjarnorkuvígvæðist,“ sagði forsætisráðherrann eftir fund með Angelu Merkel, kansl- ara Þýskalands. Silvan Shalom, stjórnarand- stöðuþingmaður Likud-flokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði ummælin geta skaðað við- leitni Ísraels til að fá alþjóðasam- félagið til að aftra Írönum frá því að komast yfir kjarnorkuvopn. audunn@frettabladid.is Vinafundur í berlín Vel fór á með þeim ehud Olmert og angelu merkel Þýska- landskanslara í Berlín í gær. Olmert fór annars fram á að Þjóðverjar notuðu við- skiptasambönd sín í Íran til að þrýsta á þarlend stjórnvöld að hlíta reglum alþjóða- samfélagsins um kjarnorkuáætlun þeirra. fréTTaBlaðið/ap Kjarnorkuummæli setja Olmert í vanda Orð sem ísraelski forsætisráðherrann lét falla í þýsku sjónvarpsviðtali, þar sem hann virtist telja Ísrael sem kjarnorkuvígvætt land, hafa vakið hörð viðbrögð í Ísrael. Olmert reynir að bera í bætifláka, talar um mismæli og að ekkert hafi breyst. UMfeRÐARMál Nokkrir vegfarend- ur hafa hringt í lögregluna í Reykjavík og beðist afsökunar á framkomu sinni síðastliðinn sunnudag í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi. Hinir sömu höfðu áður lýst yfir óánægju sinni með lokun vegarins og gerðu það bæði á vettvangi og símleiðis. Áður hefur komið fram að allmargir sýndu lítinn skilning á því að þar hefði orðið alvarlegt slys en við það bættist að aðstæður á slysstað voru erfiðar. Ekki var mögulegt að liðka fyrir umferð fyrr en frumrannsókn lauk. Lögreglan vonar að eftir- leiðis sýni vegfarendur því meiri skilning þegar aðstæður sem þessar koma upp. - shá Dauðaslysið á sunnudag: Hringdu til að biðjast forláts HeIlBRIGÐIsMál Heildarnotkun sýklalyfja jókst um sex prósent á milli áranna 2004 og 2005 hér á landi að því er fram kemur í Farsóttafréttum. Þróunin er svipuð hjá flestum Evrópusam- bandsríkjum. Árið 2005 var heildarsala sýklalyfja 22,9 dagskammtar á hverja þúsund íbúa, þar af var notkun utan heilbrigðisstofnana um 87 prósent af heildarnotkun lyfjanna. Noktun á penisillíni er 52 prósent af heildarnotkun sýklalyfja og fer vaxandi. Þá ávísa íslenskir læknar langmest af súlfa- og trímetóprímlyfjum miðað við önnur Norðurlönd. - hs Farsóttarfréttir: Notkun sýkla- lyfja eykst InnflytjenDUR „Það verður algengara [í framtíðinni] að fólk tali íslensku með hreim og líklegt að trúfélög, önnur en þjóðkirkjan, verði meira áberandi en í dag,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss. Hann segir einnig líklegt að hér rísi fleiri sérverslanir með matvörur frá öðrum löndum ef stórmarkað- ir taki ekki við sér og auki úrval sitt til þess að mæta þörfum og áhuga fólks sem hingað kemur frá útlöndum. Samkvæmt líkani dómsmála- ráðuneytisins er gert ráð fyrir því um 3.000 manns fái íslenskan ríkisborgararétt árið 2013 en fram til 23. október höfðu 774 fengið íslenskan ríkisborgararétt á þessu ári. - bþs Fjölgun innflytjenda: Trúfélögum fjölgi umtalsvert VARnARMál Háttsettir fulltrúar úr þremur ráðuneytum munu í byrjun næstu viku eiga fundi með kollegum frá Noregi og Dan- mörku um möguleika á efldu samstarfi landanna um öryggis- og varnarmál. Íslenska embættismanna- nefndin, sem í eiga sæti Grétar Már Sigurðsson úr utanríkisráðu- neytinu, Sturla Sigurjónsson úr forsætisráðuneytinu og Þórunn Hafstein úr dómsmálaráðuneyt- inu, hittir danska samninganefnd í Kaupmannahöfn á mánudag og norska í Reykjavík á þriðjudag. Norska nefndin mun einnig kynna sér þá aðstöðu sem öðrum NATO- ríkjum en Bandaríkjunum mun standa til boða að nýta sér á öryggissvæðinu á Keflavíkurflug- velli. Þá er gert ráð fyrir að hliðstæðar viðræður fari fram við Breta og Kanadamenn í janúar. - aa Þreifingar um varnarmál: Rætt við Norð- menn og Dani leiðréttinG sex frumvörp félagsmálaráðherra voru samþykkt á haustþingi, ekki fimm eins og sagt var í fréttablaðinu í gær. nýr sendiherra albert jónsson sendiherra afhenti Georg W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum föstudaginn 8. desember. afhend- ingin fór fram á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. stjórnsýsla UMfeRÐARslys Kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild í Reykjavík eftir að bifreið hennar valt nokkr- ar veltur á Eyrarbakkavegi um klukkan 18 í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að konan missti stjórn á bifreiðinni og hafn- aði hann ofan í skurði en flughálka var á veginum þegar slysið varð. Slysið varð skammt neðan við veginn að Stokkseyrarseli og stefndi konan í átt að Selfossi. Slökkviliðsmenn þurftu að beita klippum til að ná konunni úr bílnum en hún var ein í bílnum. Lögreglan segir mikla mildi að bifreiðin skyldi hafna á hjólunum því vatn var í skurðinum. Bíllinn sást ekki af veginum en vöruflutn- ingabílstjóri varð bílsins var og gerði viðvart. Þá varð árekstur innanbæjar á Selfossi um klukkan átta í gær- kvöldi þegar ökumaður keyrði á kyrrstæðan bíl. Enginn slasaðist en bíllinn er þó nokkuð skemmdur og þurfti að draga hann burt. Mikil hálka er á Suðurlandi og vill lögreglan á Selfossi minna vegfarendur á að fara varlega. - hs kona á sextugsaldri var flutt á slysadeild eftir bílveltu á eyrarbakkavegi: Slasaðist þegar bíll valt út í skurð bílVelta á eyrarbakkaVeGi sjúkraflutningamenn og slökkviliðs- menn athafna sig við bíl konunnar á slysstað í gærkvöldi. myNd/iNGimar BjörN daVÍðssON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.