Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 8

Fréttablaðið - 13.12.2006, Síða 8
8 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR Veistu sVarið? 1. Hvaða fyrrum einræðisherra Chile, sem borinn var til grafar í gær, fékk ekki viðhafnarútför? 2. Hver er ekki orðinn ríkur þrátt fyrir velgengni Lata­ bæjar? 3. Hver rak Alan Pardew? sVörin eru á bls. 54 Nú fæst 10% s‡r›i rjóminn frá MS í handhægum sprautuflöskum N‡ju umbú›irnar eru einstaklega flægilegar. fiær fl‡ta fyrir matseldinni og henta vel í fjölbreytta rétti – en innihaldi› er a› sjálfsög›u sami frískandi og hitaeiningasnau›i s‡r›i rjóminn Ger›u fla› gott me› s‡r›um rjóma – frá MS. N‡jun g! SjáVARútVeGUR HB Grandi hefur sagt upp allri áhöfn frystitogarans Brettings NS-50 sem gerður er út frá Vopnafirði. Togaranum verður lagt í byrjun mars og annað skip verður ekki fengið í þess stað. Allir áhafnarmeðlimir togarans eru Vopnfirðingar og því ljóst að um mikla blóðtöku er að ræða fyrir bæinn. Hreppsnefnd Vopna- fjarðarhrepps hefur farið þess á leit við stjórn HB Granda að endurskoða ákvörðun sína með þeim rökum að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi ekki skoðað til hlítar hversu neikvæð áhrif þetta hefur fyrir Vopnafjörð sem sam- félag. Ljóst er að á annan tug starfa hverfa úr byggðarlaginu. Þorsteinn Steinsson, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps, segir uppsagnirnar reiðarslag fyrir atvinnulífið á Vopnafirði og frétt- irnar hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Uppsagnirnar munu hafa neikvæð áhrif á atvinnuöryggi margra fjölskyldna hér á Vopnafirði. Sextán heima- menn eru í áhöfn Brettings sem jafngildir 2,2 prósentum af íbúum í sveitarfélaginu. Ef þessi tala væri yfirfærð á Reykjavík jafn- gilti þetta því að um 2300 íbúar þar misstu vinnuna.“ Þorsteinn segir að ráðamenn Vopnafjarðar- hrepps hafi óskað bréflega eftir fundi með forsvarsmönnum HB Granda varðandi framtíðaráform fyrirtækisins. Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, segir ákvörðun- ina endanlega því hún hafi verið tekin að vel athuguðu máli. „Við erum að laga flotann okkar að þeim aflaheimildum sem við eigum og hagræða. Við munum vinna úr þessari stöðu öllum til hagsbóta; áhafnarmeðlimum á Brettingi, sveitarfélaginu og fyrirtækinu. Við trúum því að úr þessu máli leysist farsællega.“ Í bréfi ráðamanna hreppsins til HB Granda kemur fram að meiri- hluti áhafnarinnar hefur starfað á skipinu í áratugi og skipið verið eins og þeirra annað heimili. Margfeldisáhrif séu mikil fyrir byggðarlagið, fjárhagslega, atvinnulega og tilfinningalega. Það gefi einnig augaleið að ákvörð- unin geti haft slæm áhrif á búsetu- þróun og tekjumissi fyrir sveitar- félagið þar sem útsvarstekjur áhafnarinnar hafa verið drjúgar í gegnum tíðina. Brettingur kom til hafnar á Vopnafirði í gær og Gunnar Björn Tryggvason, skipstjóri á Brett- ingi, segir hljóðið í áhöfn sinni þungt. „Þetta er mikið áfall fyrir áhöfnina og menn hugsa sitt.“ svavar@frettabladid.is Reiðarslag fyrir atvinnulíf á Vopnafirði Allri áhöfn togarans Brettings frá Vopnafirði hefur verið sagt upp störfum. Óvissa er um atvinnuöryggi margra fjölskyldna þar sem áhöfn skipsins er öll skipuð heimamönnum. Sveitarstjórinn segir uppsagnirnar reiðarslag. brettingur ns - 50 Skipið leysti annan togara með sama nafni af hólmi árið 1973. Fjögurra áratuga útgerðarsögu er því að ljúka undir nafni skipsins. Mynd/bjarki b BIfRöSt Stjórn Háskólans á Bifröst ákvað í gær að ráða Dr. Ágúst Einarsson sem rektor og mun hann taka við starfinu þann 15. janúar næstkomandi. Hann hefur starfað sem prófessor við Háskóla Íslands frá árinu 1990. Ágúst segir að hann líti á það sem spennandi verkefni að gera góðan skóla með glæsilega sögu og mikla framtíð fyrir sér enn betri. „Ég hlakka mikið til að tak- ast á við þetta starf. Ég átti ekki sjálfur frumkvæði að þessari ráðningu en hef fengið mikla hvatningu frá forsvarsmönnum og starfsfólki skólans og það gerði útslagið fyrir mig.“ Spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum á skóla- starfinu segir Ágúst starfið ætíð breytast eitthvað með nýjum rektor. „En ég ætla að efla enn frekar kennslu, rannsóknir, tengsl við atvinnulífið og aðra háskóla bæði innlenda sem erlenda. Ég lít svo á að háskólamálefnin séu ekki einka- málefni fólksins í fílabeinsturnun- um heldur sé þetta mikilvægur þáttur í lífi allra landsmanna. Þeir eigi því að fá meira fé og umfjöll- un því í háskólunum liggur fjör- egg þjóðarinnar.“ Ágúst hafði ekki miklar áhyggj- ur af því umstangi sem skapaðist við skólann þegar Runólfur Ágústsson sagði upp störfum fyrr í haust og sagði það heyra fortíð- inni til. Hann staðfesti einnig að hann hyggist flytja á Bifröst. - þsj Stjórn Háskólans á Bifröst réð í gær nýjan rektor við skólann frá 15. janúar 2007: Ágúst Einarsson ráðinn rektor ágúst einarsson Er nýr rektor bifrastarháskóla. Hann segir að í háskól- unum liggi fjöregg þjóðarinnar. LöGReGLUMáL Eldur kom upp íbúð við Oddeyrargötu á Akureyri á mánudagskvöldið. Eldri kona sem býr í íbúðinni náði að komast út úr húsinu og einnig ungt par sem býr í annarri íbúð hússins. Fólkið sakaði ekki. Lögreglan fékk tilkynningu um eldinn laust eftir klukkan hálf tólf. Hún kallaði á slökkviliðið sem slökkti eldinn og reykræsti íbúðirnar. Efri hæðin, þar sem eldurinn kom upp, er nánast ónýt auk þess sem talsverðar reyk- skemmdir urðu í húsinu. Lögregl- an vinnur að rannsókn málsins. Talið er að eldurinn hafi kviknað í sjónvarpi. - ifv Eldsvoði í íbúð Akureyri: Þrennt komst undan eldinum SVeItARStjóRnARMáL Óskar Bergs- son, varaborgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri Faxaflóahafna í tengslum við ýmis verkefni er varða skipulag og framkvæmdir við Mýrargötu en samningur þess efnis var lagður fyrir í hafn- arstjórn í gær. Er Óskari ætlað að sinna ýmsum verkefnum er stuðla að þróun og uppbygginu Mýrargötu- svæðisins og „gæta hagsmuna Faxaflóahafna“ gagnvart „lóðar- eigendum, Reykjavíkurborg og öðrum sem koma að samþykkt deiliskipulags fyrir svæðið og uppbyggingu þess,“ eins og orðrétt segir í samningi Faxa- flóahafna og Óskars Bergs- sonar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Óskar segist telja það fara saman að gegna hagsmunagæslu fyrir Faxaflóa- hafnir og jafnframt vera vara- borgarfulltrúi í Reykjavík. „Þessi störf hafa fram að þessu ekki skarast með nokkrum hætti heldur tel ég það þvert á móti vel til þess fallið að ég starfi að þessu verk- efni.“ Samkvæmt samningnum fær Óskar verktakagreiðslur upp á 6500 krónur á klukkustund, án virðisaukaskatts, sem nemur um 390 þúsund krónum á mánuði. Samkvæmt samningnum á Óskar að skila vinnuframlagi upp á fimmtán tíma á viku og skila vinnuskýrslu um stöðu á þeim verkefnum sem unnið er að hverju sinni en samningurinn gildir til 30. september á næsta ári. - mh Varaborgarfulltrúi Framsóknar ráðinn verkefnisstjóri Mýrargötuframkvæmda: Ver hagsmuni Faxaflóahafna Óskar bergsson F í t o n / S Í A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.