Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 13.12.2006, Qupperneq 10
10 13. desember 2006 MIÐVIKUDAGUR Leikur að dekkjum Hópur ungra manna og drengja á Fídjí-eyjum lék sér í gær að gömlum dekkjum í þorp- inu Lami, sem er í útjaðri höfuðborg- arinnar Suva. Þar var framið valdarán fyrir stuttu og leiðtogi þess sagði í gær að hinn fallni forsætisráðherra ætti ekki að voga sér að snúa aftur til Sava. FréttabLaðið/aP HJÁLPARSTARF Íslensk stjórnvöld munu næstu tvö árin taka þátt í samstarfsverkefni með Matvæla- áætlun Sameinuðu þjóðanna fyrir börn í Afríku sem kallast: „Börn styðja börn“. Verkefnið gengur út á að sérhvert grunnskólabarn á Íslandi styrki eitt barn í Úganda og Malaví um skólamáltíð alla daga ársins næstu tvö árin. Börn á grunnskólaaldri eru tæplega 45.000 hér á landi og verður því greitt fyrir skólamáltíðir jafn- margra barna í löndunum tveim- ur. Heildarkostnaður við verkefn- ið er 110 milljónir króna á ári, eða samtals 220 milljónir fyrir tvö ár. Með þátttöku í verkefninu kemst Ísland í hóp fimm efstu landa í framlögum til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, ef miðað er við höfðatölu. Verkefnið var kynnt á fundi í Mýrarhúsaskóla í gær sem utan- ríkisráðherra Íslands, Valgerður Sverrisdóttir, sat ásamt fulltrúum frá Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og Mýrarhúsaskóla. „Þetta er mjög mikilvægt mál og ég er mjög stolt af því að geta tekið þátt í því með þessum hætti,“ segir Valgerður. Verkefnið verður unnið af Mat- vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna, sem hefur 40 ára reynslu af því að bjóða upp á skólamáltíðir til að fá börn til að mæta í skólann og bæta um leið heilsu þeirra. Það er hluti af átaki sem kallast „Málsverður á menntavegi“ sem síðastliðið ár hjálpaði 21,7 milljón börnum í samtals 74 löndum að sækja skóla með því að gefa þeim eina máltíð á dag. - ifv Samstarfsverkefni Íslands og Matvælaáætlunar SÞ „Börn styðja börn“ var kynnt í Mýrarhúsaskóla í gær: Gefa 45.000 máltíðir til barna í Afríku verkefnið kynnt Utanríkisráðherra kynnti samstarfsverkefnið á fundi í Mýrarhúsaskóla í gær ásamt fulltrúum frá SÞ og Mýrarhúsaskóla. BReTLAnD Bretar eru afar uppteknir þessa dagana af mynd sem sögð er vera af forsætisráð- herrafrúnni Cherie Blair í adamsklæðunum, en málverkið hefur ekki verið til sýnis í rúma tvo áratugi. Frú Blair er sögð hafa setið nakin fyrir hjá málaranum Euan Uglow á námsárum sínum, en hann lauk aldrei við málverkið. Myndin hefur verið falin í kjallara listagallerís nokkurs í London síðan í byrjun níunda áratugarins, en að ósk málarans hefur hún ekki verið sýnd síðan fór að bera á Tony í breskum stjórnmálum. Umboðsmaður listamannsins staðfesti nýverið við The Times að konan á þessu umdeilda, óræða málverki væri Cherie Blair. - smk Cherie Blair: Sögð hafa setið fáklædd fyrir hjá listmálara SAMFéLAGSMÁL Guðbjörn Magnússon, blóð- gjafi með meiru, gaf blóð í 150. sinn í gær og hefur því gefið tæpa 70 lítra síðan hann kom fyrst í Blóðbankann fyrir fjórum áratugum. Guðbjörn hlaut verðlaunin Hversdags- hetja Fréttablaðsins 2006 við úthlutun Samfélagsverðlauna blaðsins fyrir að hafa gefið blóð í 147 skipti. Yfirlæknir Blóðbank- ans telur að gjafir Guðbjörns í gegnum árin hafi nýst 450 einstaklingum og framlag hans sé því alveg einstakt. Guðbjörn var hinn hressasti í gær og vildi fyrst af öllu minna alla Íslendinga á að blóðgjöf er einstök gjöf. „Þessa vöru er ekki hægt að fá með öðrum hætti og hún getur reynst ómetanlega dýrmæt.“ Guðbjörn nefnir sem dæmi að stuttu eftir að hann fékk verðlaun Fréttablaðsins fyrr á árinu hringdi til hans kona sem taldi sannað að hann hefði bjargað lífi lítillar dóttur sinnar. „Þessi litla stúlka þurfti blóðgjöf sex sinnum minnir mig, sem sýnir þörfina. Það var mjög notalegt að heyra í þessari konu,“ segir Guðbjörn. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóð- bankans, segir að manni eins og Guðbirni verði aldrei fullþakkað. „Hann er frábær fyrirmynd og við þurfum að fá nokkra Guðbirni á næstu árum og áratugum því þörfin verður sífellt meiri.“ Ólafur Helgi Kjartansson, formaður Blóðgjafafélags Íslands, þakkaði Guðbirni kærlega fyrir einstakt framlag og færði honum viðurkenningarskjal og kveðju frá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í tilefni dagsins. - shá Guðbjörn Magnússon, hversdagshetja Fréttablaðsins, gaf blóð í 150. sinn: Hefur gefið 450 manns blóð á 40 árum 150. skiptið Guðbjörn Magnússon var hinn hressasti þegar hann gaf blóð í gær. tæpum 70 lítrum hefur verið tappað af honum á fjórum áratugum. FréttabLaðið/Heiða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.